Þjóðólfur - 24.01.1902, Qupperneq 2
14
við hegningu af hendi þjóðarinnar, ef hún
brýtur.
í rauninni munu allir eða flestir ís-
lendingar játa þessu. Valtýskan svokall-
aða mun upprunalegn hafa komið fram,
fremur af óþreyju og vonleysi um að
vér fengjum nokkurn tíma innlenda stjórn,
heldur en af því, að vér þyrftum henn-
ar ekki. Að vísu virðist dr. Valtýr
Guðmundsson helzt kjósa, að stjórnin sitji
eptir sem áður í Kaupmannahöfn. Hann
sagði við 3. umræðu stjórnarskrármáls-
ins síðastliðið sumar í neðrideild: «Þar
með er ekki ótilokuð alinnlend stjórn
einhvern tírna í framtíðinni, en það þarf
margt að skipast og mörgu að breyta
og okkur að vaxa meiri fiskur um hrygg,
þangað til við verðum því vaxnir«, sbr.
Alþt. 1901 B. bls. 74. Það er auð-
heyrt á þessum orðum, að dr. Valtý
þykir sem vér höfum ekki nógu lengi
gengið með. Meðferð efri deildar á mál-
inu gæti og bent í sömu átt, þó vil eg
heldur kenna það slys kappi manna en
öðru verra. Neðri deild hafði tekið ó-
mjúkum höndum á frumvarpi efri deild-
ar 1899. Kannske efri deild hafi í sum-
ar verið að hefna sín? Annars létu
andstæðingar vorir flestir svo, sem þeir
í rauninni væru hlynntir heimastjórn;
þóttust að eins ánnaðhvort ekki trúa
því, að vér ættum kost á henni, eða
ekki fella sig við hana með því sniði,
sem kom fram í 10 manna frumvarp-
inu. Framsögumaður meiri hluta nefnd-
arinnar í neðri deild tók það fram, hvað
eptir annað, að hann væri í sjálfu sér
á sömu skoðun og hann áður hefði verið,
þeirri sem sé, að vér þyrftum nauðsyn-
lega að fá stjórnina inn í landið, sbr.
Alþt. 1901, B. bls. 63 og 69.
Nú gefst andstæðingum vorum kost-
ur á að sýna, að þeim hafi verið alvara.
Nýja, frjálslynda stjórnin í Danmörku
kvað, svo sem vér spáðum, vilja gera
oss kost heimastjórnar, en svo köllum
vér heimastjórnarmenn hvert það fyrir-
komulag, er leggur æztu stjórn sérmála-
vorra í hendur manni (mönnum), er bú-
settur sé í landinu, beri þar ábyrgð
gerða sinna og launaður sé úr lands-
sjóði.
Þessi 3 atriði eru aðalatriðin í stefnu
vorri. Þau eru sá grundvöllur, er vér
stöndum á, sá grundvöllur, er vér ekki
víkjum af, er vér ekki getum vikið af, af
því að hann er íslenzkur og vér hvorki
getum verið né viljum vera annað en
íslendingar.
Hitt er aukaatriði, með hverju sniði
hin innlenda stjórn skuli vera. Það er
samningsatriði milli vor og mótstöðu-
manna vorra, milli þings og stjórnar,
en út í þau atriði verður ekki nánar
farið, fyr en stjórnin hefur látið til sín
heyra. Vér getum að svo stöddu að
eins sagt, að vér tökum því, sem bezt
tryggir oss sjálfstjórn í sérmálum vorum
og þjóðinni er haganlegast.
A nýársdag 1902.
Lárus H. Bjarnason.
Um stjórnarskipunarmálið
á þingi 1901.
Álit alþýð nmanns.
Herra ritstjóri!
Hér með sendi eg yður til upptöku
í heiðrað blað yðar, stutt ágrip af áliti mínu
Og annara hér um slóðir, um stjómarskip-
unarmálið og meðferð þess á síðasta þingi.
Þingtíðindin með umræðunum um það eru
þegar komin um allt land, og eru þau vafa-
laust lesin með meira athygli nú en áður,
og er það eðlilegt, því sjaldan eða aldrei
kemur meir til kasta þjóðarinnar en nú, við
næstu kosningar, og stendur og fellur öll
stjómarbarátta vor með því um lengri
tíma. —
Áður en vinstrimanna ráðaneytið komst
að 1 Danmörku, en það var nálægt miðj-
um þingtíma, virtist meðferð málsins í
neðri deild alþingis ekki óeðlileg og að
mörgu afsakanleg fyrir þjóðinni, eptir und-
irtektum á leiðarþingunum í vor. Frum-
varp það, er marðist f gegn um deildina
með 1 atkvæðismun — var þó áreiðan-
lega sniðið eptir þvf ítrasta, sem hugsan-
legt var, að hin þáverandi hægrimanna-
stjórn mundi ganga að og samþykkja.
Þá er stjórnarbótarmálið er komið fyrir efri
deild, breytist afstaða þess gagnvart stjórn-
inni ákaflega mikið, þvf þá var sú stjórn
komin til valda.sem hugir Islendinga höfðu
lengi þráð, í von um meira frelsi á stjórn-
háttum þeirra. Það er einkum hinn mál-
snjalli þingmaður Strandamanna, er sýndi
deildinni ljóslega, að svo var. Þrátt fyrir
það, og fleiri ræður, sem haldnar voru í
sömu átt, var frumvarpið drifið breytinga-
laust í gegn um deildina, með þeirri frekju
og stælni, að maður verður hreint agn-
dofa að lesa um meðferð málsins í efri-
deild 13. ág. í sumar.
Við, hérna eystra, vissum það nokkurn
veginn fyrir um 2. þingmann Árnesinga, að
hann mundi fylgja valtýska flokknum svo
lengi fyrir það fyrsta, sem breyting yrði
ekki á ráðaneytinu; svo vel var hann beizl-
aður, og llklega mun 1. þingmaður Rang-
æinga hafa verið orðinn á líkri skoðun f
þingbyrjun, þótt við, sem til þekkjum, álít-
um hann hafa haldið öðru fram, frammi
fyrir héraðsbúum. —
Báðir þessir áminnstu þingmenn mundu
því nokkurn veginn geta fóðrað framkomu
sína við atkvæðagreiðslu í málinu í neðri
deild (einkum sá fyrri). Þegar öllum þing-
heimi var orðið ljóst um breytinguna á
ráðaneytinu, þá er svo að sjá, sem marg-
veðrungar þessir hafi harðnað upp. Að svo
sé, sýna þeir bezt og ótvfræðast með undir-
skript sinni undir bónarbréf til-efri deild-
ar, er lesið var þar upp í fundarbyrjun 13.
ág. Bónin fer fram á, að deildin afgreiði
málið umsvifalaust. Undir þessu vildi
eg ekki láta þessa þingmenn standa, ef
nokkur neisti hefði verið eptir af því, sem
þeir töldu sannfæringu sína við síðustu
kosningar; og svo gera þeir þetta, án þess
að með einu orði sjáist í Þingtíð. eptir
þá réttlæting verka þessara. — Vel unnttm
við bændur sýslumönnunum sumurn að verða
fyrir þessu. Það var ekki ólíkt öðru hátta-
lagi. En manni sárnar, að sjá myndarbónda,
er áður hefur komið sæmilega fram, verða
fyrir þessu; sarna má og segja um bónda-
soninn. Um hina í deildunum, er þennan
flokk fylla, tala færri. Þeir voru allir meira
og minna kunnir áður. —
I efri deild sýnist alltgertmeð ráðnum
huga. Þetta, »að verða ofan á og drífa
málið fram«. Viðkunnaniegra hefði mörg-
um þótt að heyra ástæður allra deildar-
manna fyrir þessu kynlega háttalagi þeirra.
Það má hinn 3. kgk. þm. eiga, að hann
varði mál sitt röksamlega, og færði opt
málafærsluleg rök fyrir málstað sínum. Þetta
virðist okkur þjóðkjörnu þingmennirnir ekki
síður hafa þurft að gera, þá farið var inn á
nýjar leiðir í malinu, eins og nú var; mæli
eg þetta til þingmanns Austur-Skaptfellinga,
því að hans atkvæði hefur vafalaust riðið
baggamuninn; sá maður hefur þó til þessa
ekki farið neitt dult með frelsiskenningar.
Þessi afgreiðsla málsins í deildinni hefur
margar og miklar afleiðingar, og hamingj-
an má ráða hvernig fer, — eitt þingrof er
það minnsta. — 2. þingmaður Isfirðinga sýnir
í Þingtíð. á bls. 150 —151 röksamlega fram
á, hverja leiðina væri hentast að halda;
sama gerir og þm. Snæfellinga í hinum
skýru og hnittilegu ræðum sínum, nefni eg
svona af handahófi í Þingt. bls. 152—155,
en allar fortölur og tilboð komu fyrir ekki.
Báðir þessir, og enda allir úr heimastjórn-
arflokknum,teljaþingsályktunarleiðina hyggi-
legasta gagnvart hinni nýju stjórn. í til-
lögunni mátti fara fram' á allt það, sem
»Guðlaugskan« felur í sér, og meira til.
Með tillögnnni hefðu flokkamir sameinast,
— tillagan kostaði ekkert. — Með tillögunni
hefði vafalaust áunnizt samskonar svar, er
væntanlega fæst við frumvarpsleiðina, og
þá hefði málið verið vel búið undir næsta
alþingi, að mestu rifrildislaust. Þetta er
óneitanlega kostur, sem ekki má neita.
Þá sný eg mér aptur að hinu afgreidda
frumv., þar sér stjórnin það samþykkt af meiri
hluta þingsins, hún veit og, að frv. er sam-
þykkt e p t i r að frétt er hér, a ð h ú n e r
komin til valda. —
Fari nú stjórnin lengra en frumv., þá
er því vel takandi úr því sem komið er,
en þá kemur nú samt annað þingrofið til,
og nýjar kosningar — hvernig sem þær fara.
— Þetta fáum við nú allt að meiru eða
minna leyti fyrir afgreiðslu málsins úr efri
deild í sumar. — Þakklát mjög má þjóðin
vera þessum fulltrúum sínum! Líklega sér
hún, þótt seint kunni að verða, afrek efri
deildar 13. ág. 1901. Vissulega hlýtur ó-
vilhallur söguritari, sem ritar annál þings-
ins, að minnast þessa viðburðar (og mann-
anna, er valdir voru að honum).
Eg tek það fram að endingu, að þjóðin
m á t i 1 að muna eptir þessum náungum viðj
næsta kjörval —húnáað víkja þessum full-
trúum sem allra fyrst úrsæti, svo þeirspilli
ekki meira friði og fé, en nú horfir til. —
Þetta, sem unnið var í sumar, erþriðja stig
valtýskunnar, hámarkið verður vafalaust 4.
Að öllu yfirveguðu er áðurnefnt frumvarp
eins og einn háttstandandi maður kvað hafa
sagt á fjölmennum fundi, réttnefndur »stjórn-
arspillir«.
Ritað á vökunni I2/i 1902.
Bóndi í sveit.
Úr norðan-bréfum.
Norðan úr Þingeyjarsýslu er skrifað á
þessa leið:
»Margir hér um slóðir hafa sýnt af sér
nokkra rögg til þess að hrinda af sér ill-
um »sendingum«, er drifið hafa hér yfir
hérað vort í haust og vetur. Mr. Einar
sendi 1 Reykdælahrepp 26 eint. af »Norð-
urlandi« — að því, er eg hefi spurt — og voru
öll endursend nema tvö. — I nyrðri hluta
Ljósavatnshrepps voru 18 eint. gerð aptur-
reka, en ekkert tekið. — Mývetningar keyptu
2, — en sendu hin jafngóð. — Sömu grið
hefur »sendingin« fengið, í Kelduness- og
Húsavíkurhreppum, svo að þar er nú óvíða
nokkuð »óhreint«.
-----Allilla getzt oss einnig nú orðið,
að »vonda pappfmum« hans Valdimars, og
hefur því verið hreinsað til um sveitirnar.
Getur hann nú látið óefnd loforð sín við
einhverja aðra, en bændur þessa héraðs,—
og munum vér því sendajafnharðan »papp-
ír« hans, ef hann berst hingað enn í óþökk
allra eptir nýárið«. —
Ur N.-Þingeyjarsýslu skrifar merkurbóndi
svo:
»Megn óánægja er hér með mönn-
um út af kappgirni amtmanns, að vilja
halda kjörstað vorum fyrir austan Axar-
fjarðarheiði — austur á Svalbarði. Hefur
Axarljörðurinn jafnan verið talinn helzta
sveit héraðsins og næst miðju þess, enda
kjörstaður jafnan háður á Skinnastöðum,
þangað til í fyrra haust, — og réði því
amtmaður. — Þrátt fyrir það, þótt ekki
fáist rétting á þessu, — munum við neyta
kosningarréttarins í vor, enda þótt við ætt-
um að ríða austur í Múlasýslu, því að
fyrir engan mun viljum við að »Valtýsk-
unni« standi happ af okkur optár, hvorki
beint né óbeint«.
Ur Skagafirði er ritað:
»Eptir hið mikla og fjölmenna(!) leiðar-
þing, sem haldið var í haust á Sauðárkróki,
hefur farið að brydda á því dálítið alvarl.,
að ekki eru allir Skagfirðingar ffknir í þann
heiður, sem dembt er í fundarskýrslunni í
»ísafold« upp á þá alla: — að þeir,
kjósendurnir, hafi lokið lofsorði á
þingmennina fyrir alla þeirra frammi-
stöðu. — Sannleikurinn ersá, að eins
margir voru þeir á fundarnefnunni, sem
greiddu alls ekki atkvæði — eins og hinir
(ekki yfir 10), sem létu tilleiðast, að rétta
upp hendina með lofsorða tillögunum, sem
f 1 e s t a r, ef ekki allar, voru stílaðar af sjálf-
um þingmönnunum!«
Pólitiskur fundur
var haldinn 20. þ. m. í Stúdentafélaginu.
Þórhallur Bjarnarson lektor tók tíl málsum
það, hver stefna væri bezt í sjálfstæðisbar-
áttu Islands, og lauk tölu sinni á þá leið,
að menn ættu-nú að krefjast hins fyllsta,
þ. e. landstjóra hér á landi með ráðgjöf-
um, en enga varaskeifu vildi hann hafa, og
tók þannig algerða afstöðu frá »valtýskunni«
og 5 manna-bréfinu. er honum þótti tor-
tryggilegt og bera vott um allmikil óheil-
indi; færði hann ýms rök fyrir þeirri skoð-
un, hin sömu og áðurhafa veriðtekin fram
í Þjóðólfi, og hverjum manni liggja í aug-
um uppi. Auk hans töluðu B. M. Ólsen
rektor, Bened. Sveinsson stúdent, Hannes
Þorsteinsson ritstj., Jón Jakobsson, Jón
Magnúss. landr., Jón Ólafsson, Jón Þorkels-
son dr. (yngri) og Sighvatur Árnason. Hnigu
flestar eða allar ræðurnar að því að spenna
nú bogann sem hæst í krötum vorum, því
að þingið næst (1902) ætti að verða kröfu-
þing, en ekki samninga- eða tilslökunar-
þing. Það gæti fyrst komið til greina 1903.
Lagði enginn »valtýskunni« liðsyrði, því
að það verður ekki talið, er þeir J. Ól. og
Þórh. Bj. færðu henni til málsbóta, enda
var enginn staddur þar þeirra þingmanna,
er á sfðasta þingi fylltu þann flokk, og
enginn af öðrum »þegnum« Valtýs, hvorki
ritstj. Isafoldar eða nánustu máltól hans.
Að minnsta kosti létu þeir ekkert til síji
heyra. Hafði þó ritstj. Isaf. og öðrum
helztu stólpum valtýskunnar hér í bæ ver-
ið boðið á fundinn til að taka þátt í um-
ræðum, svo að þeir gætu haldið svörum
uppi fyrir málstað þeirra. En þeim mun
hafa þótt vissara að halda sér heima og
hætta sér ekki í þá svaðilför, enda mundu
þeir hafa fengið miður góða útreið. Um
60 manns voru á fundi þessum, er gekk
fremur friðsamlega, af því að menn virt-
ust þar vera allir á einu bandi, sem and-
stæðingar Hafnarstjórnarinnar. Verður hér
ekki frekar frá fundi þessum skýrt, sakir
þess, að það er ekki heimilt, samkv. lögum
félagsins.
Kaíli úr bpéfi.
Merkur bóndi, en fátækur, í Skaptafells-
sýslu ritar kunningja sfnum hér í bænum
í f. m. meðal annars á þessa leið:
--------- »Mér þótti sannarlega vænt um,
að fá bréf frá þér viðvíkjandi frelsismáli
okkar allra Islendinga, sem óskum og von-
um, að vér fáum að sjá fjallkonuna okkar
standa frjálsa og tignarlega lengst norður í
höfum. Þú segist halda, að eg hafi verið
frjálslyndur, eg svara hiklaust já. Eg hef
fylgt heimastjórn síðan eg hafði vit á því
að virða frelsi og framfarir; mér fellur sárt
að sjá og heyra öllu verki og lífsstarfi Jóns
sáluga Sigurðssonar kastað lyrir hunda- og
manna fætur, og eg vona og óska, að eg
lifi ekki þá óhamingjustund. Hefði eg átt
eina miljón króna hefði eg hiklaust offrað
henni til frelsis lands og lýðs og unnið það
til að standa allslaus eptir, eða eins og eg
er nú. Eg veit þú segir: Þetta er oftalað,
en eg segi hiklaust nei —----------Þegar eg
í sumar frétti afdrifin frá þinginu íór eg að
yrkja; það hljóðar svona:
»Hjarta Baldvins hætt er löngu að slá
hniginn Jón og Benedikt með honum,
því missti frónið frelsisvini þá,
sem fremstir stóðu af Islands beztu sonum.
Ef þeir frá Gimli gætu litið á
hve gálaus þjóðin er í sínum málum
og verk þau öll, sem vunnu þeir oss hjá
nú vegin séu á fölskum metaskálum.
Sú sjón þeim mundi helzt til virðast hörð
í helgri ró og grafar skerða friðinn,
svo þeirra byltust bein í foldarsvörð
og blóði grétu augu þeirra liðin.
* *
*
Væri svona mikil alvara og framsóknar-
þrá hjá mörgum íslenzkum bændurn, eins
og lýsir sér í bréfi þéssa fátæka bónda og
stökum hans, þótt enginn snilldarkveðskap-
ur sé á þeim, þá værum vér betur farnir,
en svo er þó fyrir þakkandi enn, að ekki
hefur með öllu tekizt að níða úr íslenzkri
alþýðu meðvitundina um, að sjálfstæði og