Þjóðólfur - 29.01.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
54. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 29. janúar 1902.
M 5.
Boðskapur konungs
til
íslendinga.
Vér Christian hinn Níundi
Gj'órutn kunnugt; Raðgjafi Vor fyr-
ir ísland hefur fyrir Oss lagt allraþegn-
samlegast ávarp, er efri deild alþingis
síðastlíðins sumars hefur samþykkt, þess
efnis að fela forsjá Vorri sérstaklega
frumvarp það til breytinga á stjórnar-
skránni 5. janúar 1874, sem borið var
upp af þingmanna hálfu og samþykkt
af þinginu, og leitt hefur til þess, að
Vér samkvæmt 61. gr. nefndra laga
höfum með Vorum tveim opnum bréf-
um dags. 13. septeinber f. á. leyst upp
alþingi og boðað til nýrra kosninga, og
með Voru opna bréfi dagsettu í dag
fyrirskipað, að hið nýja alþingi skuli
koma saman í Reykjavík 26. júlí þ á.
Jafnframt er þag þó tekið fram í ávarp-
inu, að þótt telja megi hinar samþykktu
breytingar ástjórnarskipuninni mikilvæg-
ar umbætur ástjórnarfari íslands,séþóeigi
fyllilega viðunandi fyrirkomulagáþví feng-
ið, fyr en æzta stjórn sérmala lands-
ins sé búsett í landinu sjálfu. Ennfrem-
ur er sú ósk látin í ljósi, að eigi skuli
beðið eptir því, hver niðurstaða verði
á umræðum um stjórnarskipunarmálið,
heldur þegar í S[að skipaður sérstakur
ráðgjafi fyrir ísland, er sé í Reykjavik
meðan hað verður alþingi það, er í hönd
fer, og geti samið sjálfur við fulltrúa
þjóðarinnar um þetta mal.
Oss hefur fundizt mikið til unt hinar
góðu óskir i Vorn garð og Vorrar kon-
ungsættar, er í ávarpinu standa.
Oss hefur eigi getað þótt rétt vera,
með því að skipa sérstakan ráðgjafa
eins og farið er fram a { ávarpinu, að
kveða a0 því leyti fyrir fram á um at-
riði þess stjórnarfyrirkomulags, er verið
er að ræða um að koma á. Hins veg-
ar er þag og Vor ósk, ef ætla má að
með því verði fenginn endir á umræð-
ur um breytingar a stjórnarskipun ís-
lands, að verða við óskum Vorra kæru
og trúu íslendinga um breytingar þær
á stjórnarskránni , er farið er fram á,
og þar á meðal sérstaklega þeirri, að
skipaður verði sérstakur íslandsraðgjafi,
sem kunni íslenzka tungu og eigi sæti
á alþingi. Megi gera ráð fyrir þessu,
munum Vér þvf mjög vel geta fallizt á
það skipulag, sem farið er fram á í
greindu frumvarpi um breytingar á
stjórnarskránni. En með því að svo er
til ætlazt í téðu írumvarpi, að stjórnar-
ráð Vort fyrir ísland haldi áfram að
vera í aðsetursstað Vorum, og Oss
hins vegar er kunnugt um það, bæði af
því, er stendur í ávarpinu og af því, er
annarsstaðar hefur komið .framopin-
berlega, að það er ósk margra Vorra
kæru og trúu Islendinga, að stjórnar-
raðið verði flutt til Reykjavíkur, þa höf-
um Vér, til þess að þetta mikilvæga
atriði geti orðið hugleitt itarlega af al-
þingi, ályktað að leggja ennfremur fyrir
þing það, er í hönd fer, frumvarp, er
auk hinna annara breytingarákvæða fyr-
greinds frumvarps fer fram a, að rað-
gjafi Vor fyrir ísland skuli eigi að eins
kunna íslenzka tungu og eiga sæti á
alþingi, heldur og að stjórnarráð Vort
fyrir ísland skuli hafa aðsetur í Reykjavík.
bað kemur þá til alþingis kasta, að
láta uppi, hvort þessara frumvarpa lati
betur að óskum Vorra kæru og trúu
íslendinga og bindi betur enda á um-
ræður um breytingar á stjórnarskipun
íslands.
Og munum Vér þá veita þvíafþess-
um tveim framangreindu frumvörpum
Vora konunglegu staðfesting, er sam-
þykkt veiður af alþingi á þann hátt,
er stjórnarskráin mælir tyrir.
Gefið á Amalíuborg, 10. janúar 1902
Undir Vorri konungleg hönd og innsigli.
Christian R.
(L. S;). ____________
Alberti.
[Tekið eptir Stjórnartíðindunum A. deild].
*
* *
í sambandi við þennan konungsboð-
skap flytur blaðið „Politiken" 12. þ. m.
ritstjórnargrein mjög velviljaða í vorn
garð. Þykir rétt að birta grein þessa
á íslenzku í heilu lagi, svo að menn
sjái, hvernig ráðaneytið hugsar sér hið
nánara fyrirkomulag við raðgjafabúsetu
hér á landi, samkvæmt frumvarpi því,
er stjórnin ætlar að leggja fyrir þingið.
En greinin er svo látandi:
„íslendingar bíða nú með óvenjulega
mikilli óþreyju eptir konungsboðskapn-
um, sem stjórnin er skyld til að gefa
út samkvæmt íslenzku stjórnarskránni,
þá er alþingi hefur samþykkt stjórnar-
skrárfrumvarp og skýra þar fra afstöðu
sinni til þess. í langa hríð þafa íslend-
ingar einungis fengið hreint og beint
neikvæði frá stjórninni, er þeir hafa
borið óskir sínar fram fyrir hana. Það
var jafnvel ekkert dregið úr neituninni
með neinni bendingu um það, hvaða
ráð danska stjórnin sæi til þess að
koma landshlútanum út úr hinum póli-
tisku ógöngum. A dögum hægristjórn-
arinnar var engn minni ástæða fyrir ís-
lendinga en Dani að berja í borðið.
En nú er öðru máli að gegna! ís-
lendingar samþykktu í sumar eptir margra
ára pólitiskar deilur frumvarp til stjórn-
arskrárbreytingar. Reyndar var það að
eins helmingur þingmanna, er þótti frum-
varpið fullnægjandi, en hinn einbeitti
formælandi frumvarpsins, dr. V. Guð-
mundsson, hugði, að það væri hið
ítrasta, er unnt væri að fá hja hægri-
stjórn, en enga vissu gat hann reyndar
haft um það. Ti! þess að safna meiri
hluta um aðalatriði frumvarps síns, is-
lenzka ráðgjafann, er mæta skyldi á
alþingi, en hafa búsetu í Kaupmanna-
höfn, hafði hann bætt við ýmsum stjórn-
arskrárbreytingum, er gengu í frjáls-
lynda stefnu. En hægrimannaráða-
neytin höfðu að vísu fallizt á hinn sér-
staka íslenzka ráðgjafa, en alls ekki hin-
ar aðrar breytingar, er meðal annars
fóru fram á að auka tölu þjóðkjörinna
þingmanna og rýmka kosningarréttinn.
Skömmu eptir að miðlunarfrumvarp Val-
týs Guðmundssonar var samþykkt, fréttu
íslendingar um raðaneytisbreytinguna í
Kaupmannahöfn. Minni hluti alþingis
gerði hinni nýju stjórn á ýmsan hatt
kunnar óskir sínar, og síðan hafa hinir
íslenzku stjórnmalamenn beðið með ó-
þreyju komu Danmerkurpóstsins.
Konungsboðskapnum, sem innan farra
daga kemur til Reykjavíkur, verður óefað
tekið með almennri ánægju. Blærinn á
honum mun vera íslendingum jafn ný-
stárlegur og kærkominn. Þar er ekki
einungis látið í ljósi, að Valtýs frum-
varpið í heild sinni — og þá líka með
hinum ýmsu frjálslyndu stjórnarskrár-
breytingum — geti vænst konunglegrar
staðfestingar, ef það verður samþykkt
á ný af þinginu, heldur er íslendingum
einnig boðað til íhugunar stjórnarfrum-
varp, þar sem fullnægt er gamalli aðalkröfu
j íslendinga, óskinni um það, að hinn
sérstaki íslandsraðgjafi dvelji ekki ein-
ungis í Reykjavík um þingtímann, held-
ur að allt ráðaneytið íslenzka flytjist til
höfuðstaðar íslands. Frumvarp það, sem
mótstöðumenn Valtýs-frumvarpsins báru
fram síðastliðið sumar, gekk einmitt í
þá átt. Þar var reyndar stungið upp á
að halda einnig íslenzku raðaneyti hér
í Kaupmannahöfn, en flytjendurnir féllu
þegar frá þessu óhagkvæma fyrirkomu-
lagi — sem átti að vera eptirgjöf gagn-
vart danskri íhaldssemi — þá er þeir
fréttu, að vinstrimannaráðaneyti væri
komið að völdum.
Konungsboðskapurinn veitir' þannig
íslendingum kost á að velja um tvö
frumvörp, er bæði hafa haft fylgi á
síðasta þingi og munu margir íslend-
ingar telja frumvarp stjórnarinnar til
afarmikilla umbóta, er hingað til hafa
verið taldar ófáanlegar.
Frumvarp (Valtýs) Guðmundssonar
munu lesendur blaðs þessa kannast við
af ýmsum greinum undanfarin ár, og
síðast ritstjórnargrein 13. september,
með fyrirsögninni „ísland og Dan-
mörk", er mælir fram með því fyrir-
komulagi, er stjórnin nú stingur upp á.
Munum vér nú benda á þær breytingar
á íslenzku stjórnarfari, er leiða mundi
af frumvarpi stjornarinnar, ef það yrði
samþykkt.
Við það, að íslenzka ráðaneytið flytzt
til Reykjavíkur verður landshöfðingja-
embættið óþarft- og bæði amtmanna-
embættin og fé það, sem sparast við
niðurlagningu þeirra, verður að öllum
líkindum nægilegt upp í kostnaðinn við
ráðaneytið, sem ísland verður auðvitað
að annast að öllu leyti framvegis. Svo
er ráð fyrir gert, að í ráðaneytinu sé
einn deildarstjóri eða landritari, tveir
skrifstofustjórar, tveir skrifstofumenn o.
s. frv. og landritarinn á auk hinna venju-
deildarstjórastarfa að ganga í stað ráð-
gjafans, þá er hann er fjarverandi í Kaup-
mannahöfn.
Til þess að halda við sambandinu við
hina dönsku stjórn og varðveita einingu
í stjórn þeirra mála, sem snerta allt
ríkið, hlýtur hinn íslenzki ráðgjafi við
og við að koma til Kaupiuannahaínar.
Alþingisarin — alþingi kemur einungis
saman annaðhvort ár — verður hann
þannig bæði að koma hingað til þess
að leggja hin íslenzku löggjafarmál fram
í ríkisraðinu fyrir þing, og síðan eptir
þingið til þess að fá staðfestingu á hin-
um samþykktu lagafrumvörpum. Dönsku
ráðherrarnir hafa auðvitað einungis það
verksvið í ríkisráðinu viðvíkjandi íslenzk-
um lögum að gæta þess, að þau komi
eigi í bága við einingu ríkisins og jafnrétti
danskra borgara,en munu skoða öll sérstak-
leg málefni íslands sér óviðkomandi. Þau
ár, sem alþingi kemur ekki saman, verð-
ur það að vera komið uudir ráðherran-
um sjalfum, hvenær hann kemur til
Kaupmannahafnar, eða danska ráða-
neytinu, hvenær það kallar hann á sinn
fund. Ef til vill væri það heppilegt
fyrir íslenzka ráðherrann að hafa undir-
tylluskrifstöfu í Kaupmannuhöfn ogmætti
þa greiða kostnaðinn við hana úr ríkis-
sjóðmum dauska.
Þannig er í stuttu máli fyrirkomulag
það, sem lagt verður fyrir alþingi í
frumvarpsformi. Þar með er íslandi í
fyrsta skipti boðin af danskri stjórn veru-
leg og fulikomin sjalfstjórn. Á meðan
danskur raðgjafi sat í Kaupmanna-
höfn og rannsakaði og dæmdi um hin-
ar íslenzku lagasmiðar í þýðingum gatu
íslendingar með réttu sagt. að áhrif al-
þingis rýrnuðu óhæfilega; það dró einn-
ig úr frumkvæðisréttinum á eynni, að
hann var lagður undir umsja og úrskurð
manns, er bjó i fjarska og eigi vissi,
hvernig til hagaði. Þegar nú alþingi
fær sinn sérstaka raðgjafa búsettan á
íslandi, er talar íslenzku, og þegar hinn
þjóðkjörni hluti þingsins jafnframt eflist
svo, að minnihlnta-ráðgjafi getur ekki
haldizt við, munu íslendingar sjá, að
þeir raða fullkomlega sjálfir málefnum
eyjar sinnar. Hin gamla íslenzka uppá-
stunga, sem menn eru fyrir löngu fallnir
frá, um að stolna nokkurs konar vísi-
konungsdæmi á íslandi undir stjórn jarls
og ráðaneytis, er hann útnefndi, veitir
Dlendingum enga verulega kosti fram
yfir stjórnarfrumvarp það, sem nú er í
vændum, cn það mundi að ástæðulausu
rjúfa allt samband milli danskrar og is-
lenzkrar stjórnar og er því ekki raðlegt.
Næsta alþing mun hefja nýtt tímabil
í hinni póhtisku sögu íslands í fyrsta
skipti eiga íslendingar kost á að skera
ur því, hvaða fyrirkomulag þeir vilji
hafa a hinni æztu stjórn lands síns.
Hvort frumvarpið sem samþykkt verður
er því heiiið konunglegri staðfestingu og
verður þaiinig 1 nnt að binda enda a
hina langvinnu islenzku -stjornarbaráitu
í sambandi \ið stjórnarskiptin í Dan-
mörku. Hin pólitiska baratta var hað
jafnhhða og þegar nú ó-kir hinnar ís-
lenzku þjóðar eru uppfylltar eptir sigur
vinstrimanna í Danmörku, þá er sam-
tímisrunninn upp nýr timi fyrirallt ríkið«.