Þjóðólfur - 29.01.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.01.1902, Blaðsíða 2
i8 Útlendar fréttir. Kanpmannahöfn, 13. jan. Það er víst óhætt að segja, að lítið hafi borið til tíðinda, sem í frásögur sé færandi, síðustu manuði ársins sem leið, í öllu falli hér í Norðuralfu. Á Búa- stríðinu eru menn fyrir löngu orðnir þreyttir; þessi smááhlaup þarna suður frá, sem blöðin af skyidurækni færa frétt- ir um á hverjum degi, eru þýðingarlaus fyrir úrslit ófriðarins og gefa enga veru- lega hugmynd um ástandið yfirleitt. O- eirðirnar í Venezueia og Columbia vest- anhafs og deilurnar milli Chile og Arg- entina, sem að öðru leyti nú kvað vera til lykta leiddar, bíta heldur ekki sér- lega á menn hér um slóðir. Nokkru meiri eptirtekt vakti, ef til vill, stúdenta- upphlaupið í Aþenu; því að þóttorsök- in megi þykja nokkuð undraverð fyrir þjóðir, sem lengra eru komnar í menn- ing og menntun (stúdentarnir vilja ekki, að nýja testamentið skuli þýtt á nýgrísku, hið eina mál, sem alþýða skilur), urðu óeirðirnar ráðaneytinu Theotokis að fóta- kefli. Nýi ráðaneytisforsetinn heitir Zaírnís. Með nýja árinu fer aptur að koma fart á fltkurnar. Mesta athygli vekur þessa dagana nýjárskveðjur þær, sem stjórn- málamenn Breta og Þjóðverja hafa sent hverjir öðrum. Vilhjalmur keisari, sem 'eins og kunnugt er, er venzlaður konungsættinni énsku, hefur latið sér annt um að halda vinfengi við Breta, og Búlow ríkiskanslari, sem óneitanlega er bæði mjúkmáll og lipur, liefur ekki sparað góða viðleitni í þa átt. Kína-samning- urinn milli Þjóðverja og Breta, dags. 16. okt. 1900 og sem áður or umgetið, miðaði líka að því að tengja þá betur saman. En gamli rígurinn frá Bismarcks tíð hélzt þó við undir niðri; hlýleiki Þjóðverja í garð Búa jók hann, svo og samkeppni og afbrýðissemi í verzlunar- og iðnaðarmálum. Þar næst þótti Bret- um Þjóðverjar skjótast undan merkjum, þá er þeir ætluðu að beita Kínasamn- ingnum gegn Rússum t' Mantschuri-mál- inu; því að þá lýsti Búlow því yfir, að ákvæði samningsins um að sporna við ásælni annara þjóða í Kína kæmi ekki í bága við kröfur Rússa í Mantschuri. En svo bar það til tíðinda, að Cham- berlain í ræðu, sem hann 25. okt. f. á. hélt í Edinborg, gat þess meðal annars, að aðfarir enskra hermanna í Suður-Af- ríku væru, þótt eitthvað mætti að þeim finna, ekki ámælisverðari en t. d. að- farir Þjóðverja í stríðinu við Frakka 1870 —71. Þótt undarlegt sé, urðu Þjóðverj- ar fokreiðir yfir þessu, og þegar ríkis- dagurinn nýlega tók aptur til starfa, þott- ist ríkiskanslari nauðbeygður til þess að ávíta Chamberlain fyrir þessi ummæli. Hann gerði það heldur gætilega, kvaðst hafa ástæðu til að halda, að Ch. hefði ekki visvitandi viljað móðga Þjóðverja. Bretar tóku þó þessa ávítun óstinnt upp, gátu þess meðal annars, að Þjóð- verjum mætti þykja það sómi, ef Ch. hefði borið hermenn þeirra frá 1870— 71 saman við hermenn Breta í Afriku- stríðinu. Fjandskapurinn stóð þannig í ljósum loga. En svo kastaði tólfunum IO. þ. m. Þingmaðurinn Liebermann v. Sonnenberg vildi ekki láta sitja við að- finning Búlows, en hélt ræðu, sem ef til vill er einhver sú svæsnasta, sem heyrst hefur í nokkrum þingsal. Hann komst m. a. svo að orði, að Chamberlain væri binn samvizkulausasti þorpari (der ver- rúchteste Bube) a guðs grænni jörð og að hermenn Breta væru ekki annað en þjófar og bófar, sem það væri höfuðsök að líkja hermönnum Þjóðverja við. For- seti setti ofan í ræðumann fyrir meið- yrði hans gegn Ch. og Búlow ávítti hann seinna fyrir ofstopann ; en það má nærri geta, hvað Bretum er niðri fyrir. Ríg- urinn er orðinn að ofstækis-hatri I Chamberlain hefur þegar fengið tæki- færi til að svara í ræðu, er hann hélt í Birrningham. Hann gat þess m. a. gíf- uryrðalaust, að hann stæði við allt það, er hann hefði sagt, að hann ætlaði ekki að feta í fótspor Búlows og ávíta erlend- an ráðherra, en hann vildi heldur ekki þola neina aðfinning utan að. En það er ekki að eins frá Þjóðverj- um, að Chamberlain verður fyrir aðfinn- ingum; landar hans segja honurn sjálfir einatt til syndanna. Þannig hélt Rose- berg lávarður af flokki hinna frjálslyndu „imperialista", í seinni hluta f. m. ræðu í Chesterfield, þar sem hann fór hörðum orðum um Afríkupólitík stjórnarinnar. Hann gat þess m. a.. að það væri ekk- ert því til fyrirstöðu að semja við Búa um trið upp á þolanlega skilmála, ef þeir að eins vildu fara þess á leit að fyrra bragði. Ræða þessi, sem lengi hefur verið umtalsefni, hefur komið þeim orðasveim á lopt, að Búar mundu, ef til vill lækka kröfur sínar og láta sér nægja takmarkið sjálfsforræði, ef Bret- ar á hinn bóginn vilja slaka svo mikið til, að þeir heimti ekki skilyrðislausa uppgjöf af Búa hálfu. Rosebery fór þungum orðum um íra, sem hann vegna afstöðu þeirra til Búastríðsins skoðaði sem ríkisféndur. Ef orð R. eru að skilja sem stefnubreyting hans flokksmanna í pólitík gagnvart írum, þykir það ekki ómögulegt, að nýr flokkur geti mynd- azt í enskri politík, þannig að flokksmenn R. (liberale imperialister) slái sér saman við hina svonefndu frjalslyndu unionista sem gengu úr liði Gladstones, er hann barðist fyrir sjálfsforræði Ira (homerule). Hinir flokkarnir yrðu þá hinir frjálslyndu anti-imperialistar (Campbell-Bannermann) og fylgismenn ráðaneytisins Salisbury. Sem dæmi upp á óvild íra gegn Eng- lendingum má nefna, að þeir hafa kosið írskan mann, Lynch að nafni, er bar- izt hefur með Búum, til þingmanns. Það er þó haldið, að L. rnuni aklrei dirfast að mæta í þingsalnum í Lundún- um. Hann yrði líklega „Iynchet" ! Balfour ráðherra gat þess nýlega, að mótspyrna Búa færi minnkandi. Skömmu áður var þó komnin fregn um hrakfarir miklar, sem Bretar hef ðu farið fyrir Bú- um 14. f. m. þar sem heitir Twefontejn. De Wet hefði með ofurefli liðs raðizt á Breta á náttarþeli, og hefðu þeir misst margt manna. Utanríkisráðherra Hollendinga kvað hafa tilkynnt dr. Leyds, sendiherra Búa, að gerðardómstóllinn í Haag áliti sér ofvaxið að miðla málum í Suður-Afríku. í einni af ræðum sínum í þinginu minnist Búlow kanslari á þríþjóðasam- bandið, sem eptir því sem hann sagði alltaf lifir góðu lífi. Menn tóku þó ept- ir því, að hann lét á sér skilja, að Þjóð- verjar þó væru svo voldugir, að þeir gætu án sambandsins verið. Eftil vill bendir þetta á, að eitthvað muni satt vera í því, að ítalir vingist meira og meira við Frakka. ítalir vilja gjarnan klófesta Tripolis á norðurströnd Afríku, og þeir vita, að Frakkar, sem sjálfir hafa fótt'estu þar syðra (Tunis), gætu orðið þeim að góðu gagni í þessu máli. Trip- olis lýtur yfirráðum Tyrkjasoldáns, en það þykir engin fyrirstaða, því að sol- dán er orðinn vanur að láta undan, þegar Stórveldin hóta honum hórðu. Nú er keisarahirðin kínverska þá loksins komin til Peking; gamla ekkju- drottningin hafði verið óvanalega kom- pánleg við sendiherra stórveldanna, og er það talinn vottur um, að hún ætli nú að láta af gamalli þrjósku. Til þess að þóknast Evrópumönnum sem mest, hef- ur hún skipað svo fyrir, að Tungfuhsi- ang hershöfðingi, sem opt hefur verið nefndur, skuli gerður höfði styttri. Hon- um er meðal annars gefið að sök, að hann hafi lógað nokkrum belgiskum trú- bóðum! — Keisarinn ungi hafði þar á móti setið eins og sauður og ekki mælt orð frá munni! Vöxtunum af legati því, sem auðmað- urinn sænski Nobel stofnaði, var út- býtt í fyrsta sinni 10. f. m. í Stokkhólmi og Kristjaníu. Legatinu skal varið til verðlauna fyrir framúrskarandi uppgötv- anir í eðlisfræði, efnafræði og læknis- fræði, fyrir skáldskap og eflingu friðar meðal þjóðanna. Höfuðstóllinn er 33 milj. kr.; hver af hinum 5 legatskömmt- um, er útbýtt var, var um 150,000 kr., friðar-verðlaununum var þó tvískipt. Eng- ir norðurlandabúar fengu verðlaun. í Noregi var svo mikil snjókoma um jólin, að menn gátu varla brotizt um strætin í Kristjaníu. Nokkur járnbrautarslys hafaorðiðí seinni tíð með talsverðu manntjóni, þannig t. d. við Altenbecken í Westfalen 21. f. m. (eins og við Gjentofte) og nýlega í New-York, þar sem brautin gengur gegn- um jarðgöng. Jarðskjálptar 19. f. m. í Kroatíu (Agram). ___________•____ Eins og kunnugt er, eiga Danir 3 eyj- ar í Vesturheimi (Vestindien), St. Thomas, St Croix og St. Jan. Það hefur lengi verið í orði að selja eignir þessar til Bandaríkjanna, sem vilja gefa 15—16 inilj. kr. fyrir þær. Stjórnin hér og vestra ræðir þetta mál nú sem stendur. En malið hefur í seinni tíð vakið sterka mótspyrnu hér í landi gegn sölunni. Mótstöðumenn stjórnarinnar í þessu máli eru jafnt hægri sem vinstri; meðal for- sprakkanna má t. d. nefna dr. Georg Brandes ogkammerherrajacob Scavenius. Þeir vilja að eins selja svo framarlega sem meiri hluta eyjaskeggja er því með- mæltur, Formælendur þessa flokks hafa í dag afhent konungi ávarp, undirskrif- að af nalega 34,000 manna, er mótmæla sölunni upp á aðra skilmála en þá sem nefndir eru. Konungur gat þessísvari sínu, að hann treysti stjórninni til að ráða málinu til lykta svo að vel mætti við una; sjálfur gat hann vitanlega engu lofað. Á fjárlögunum dönsku er dr. G. Brand- es ætluð 6000 kr. heiðurslaun til vísinda- legra iðkana eptir eigin geðþótta. Styrks þessa, er svarar til hæstu prófessorlauna, á hann að njóta æfilangt. Eðli valtýskunnar. — Hið sanna innræti foringians. Hinn þjóðholli foringi þeirra Hafnar- stjórnarmanna kvað nú fyrir skömmu hafa látið sér þau veglegu orð um munn fara, að þó heimastjórn kynni að standa oss til boða, kysi hann fyrir sitt leyti heldur, að vér fyrst í stað gerðum oss ánægða með Hafnarstjórnina, þó heima- stjörn auðvitað væri fremur til frambúð- ar, því vér íslendingar værum naumast enn heimastjórninni vaxnir, Þetta sýn- ir bezt, hvað valtýskan í innsta eðli sínu er, og hvaða álit forsprakki hennar hefur á oss,— „þessi gáfaði maður, sem hefur svo brennandi áhuga á sjálfsstjórn íslands, dr. Gudmundson !“*). *) Svo hljóðandi lofgjörð stóð nýlega f einu Hafi dr. Valtýr aldrei sýnt oss sinn innri mann og meiningu pólitíkur sinnar fyr, þá hefur hann gert það svo greini- lega nú, sem framast má verða. Nú þurfum vér ekki að vera í neinum vafa um lengur, hvað hann ætlar oss,— Hafn- arstjórn og ekkert annað, og það nefnir hann nafninu sjálfsstjórn I Mikill þjóð- rnalavitringur er hann og eptir því þjóð- hollur, að kjósa þann kostinn heldur að láta stjórna landi og þjóð í 300 mílna fjarlægð, ef hitt á annað borð er í boði, að hafa stjórnina í landinu sjalfu. Hann ætti nú að standa við þessi orð sín og gera oss nánari grein fyrir þeim. — Skyldi hann nú ætla að opinbera oss þá vizku, að því landi væri bezt farið, sem væri stjórnað í sem mestum fjarskaf Eða skyldi hann nú ætla að segja oss íslendingum til syndanna, að vér, — að honum og hans kumpánum undanskild- um —, værum þeir vanstillingar menn eða heimskingjar, að vér værum sízt færir um að sjá oss sjálfir farborða í eigin átthögum vorum? Hvorttveggja er jafn sennilegt og eptir manninum. Hann hefur lengst af sýnt mikið dá- læti á því, er bragðaði af „kóngsins Kaupinhöfn", og þar hefur hann líkast til ætlað sér að lifa og deyja, enda þótt hann gæti hreykt sér upp í raðherra- sessinn. Og svo mikið álit hefur hann á sér, að hann ekki síður en Óðinn forðum þættist geta stýrt jörðinni úr Ás- garði. Pái livað oss viðvíkur, býst eg við, að vér kynnum betur við, að hafa þennan alvald nær oss, svo vér gætum haft einhvern hemil a honum, þó hann væri háll og af álakyni. Því hitt dylst eng- um heilvita manni, að það er þó betra að búa að sínu, en að sækja það langt að og örðuga leið. Og svo tala aðrir stjórn- vitringar, að hollara sé að hafa ráðsmann- inn á heimilinu og sem næst sér, svo að hann þekki þarfir heimilismanna sinna og sé til taks, þar sem á þarf að halda. Hitt er ný speki. En þá er eptir að vita, hvort vér sé- um nægilega færir um að stjórna oss sjálfir, eða hvort oss lánast það að hemja ráðsmanninn á lieimilinu. Það er nú mál manna, að víkingaöldin sé um garð gengin hjá oss, og ekki hefur annað reynst með þann vísi til heimastjórnar, sem vér höfum haft síðan 1874 í lands- höfðingjavaldinu og alþingi, en að hann hafi þrifizt allvel og verið til allmikilla bóta. Það er enda álit manna, að hann hefði orðið oss að enn meira gagni, hefði ægishjálmur Hafnarvaldsins ekki dregið vöxtinn úr honum. En samt á að halda Hafnarvaldinu áfram nú og enda í ríkari mæli, ef fara skal eptir þessari nýjustu vizku Valtýs. Þá er nú sú spurningin, bó hún kannske þyki kátbrosleg, hvort raðherrann, eða hvað hann á að heita, geti haldizt við heima hjá oss, og er þá tvennt til. Þyki honum inest varið í að lifa í „vel- lystingum praktuglega", eins og sumum þeim herrum þykir, þá myndi hann auð- vitað kunna betur við sig í útlöndum. En annað er, hversu mikið vér eigum að líta á það. Hugsi hann aptur a móti meira um landsmál og velmegun þjóð- arinnar, situr hann auðvitað miklu betur bekkinn heima hjá oss en úti í löndum. Eg á nú von á því, að Valtýr, sem sá „praktiski" maður, er hann alltaf gefur sig í skyn að vera, komi með þá mót- báru gegn þessu, að ráðherrann sé nær heiminum og taki því b'etur eptir fram- förunum, ef hann sitji í útlöndum, og geti þa því fljótar flutt oss blessunina heim. En það er ætlandi, að eins gáf- lítilfjörlegu dönsku myndablaði— 111. Fam. Journal ^/io f. á — og er það hið eina danska blað, sem nú upp á síðkastið í einfeldni sinni hefur getið Valtýs til góðs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.