Þjóðólfur - 29.01.1902, Page 4

Þjóðólfur - 29.01.1902, Page 4
20 sama, sem stjórnin býður nú, og verður það því ekki varaskeifa lengur. Hvort úr- slitin séu b á ð u m flokkttnum að þakka, um það ætlum vér ekki að deila hér. R i t s t j. Nýr ,mercator‘-þvættingur. I danska blaðinu »Dannebrog« 29. des. f. á. hefur herra fyrverandi alþingismaður Björn »mercator« Kristjánsson fnndið ástæðu til að skýra Dönum frá, að það væri lít- ið að markaþá áskorun unt þingmennsku- framboð, sem Vestmanneyingar hefðu sent Jóni Magnússyni landritara, því að undir henni stæði enginn málsmetandi maður þar, heldur ómenntaðir íiskimenn og búand- lýður, sem hafi látið ginnast af leyni-agent embættismannaflokksins í Reykjavík!! Svo mundi víst líka J. M. ekki taka á móti kosningu, með því að hann sé alveg sam- mála Valtýr um pólitíkina(H), og muni ekki vilja bola hann frá, enda megi ritarinn ekki missa sig frá landshöfðingja-skrifstof- unni!! Auðséð er á orðalagi greinarinnar, að hún muni vera samin með tilstyrk Valtýs. Hendurnar eru Esaús, en raustin Jakobs. Dr. Finnur Jónsson hefur í sama blaði 31. des., rækilega hrakið þennan þvætting Björns »mercators« Kristjánssonar. PóstskiplO „Laura' (kapt. Aasberg) kom hingað 25. þ. m. 2 dög- um áundan áætlun. Meðþvíkomu W.Ó. Breið- fjörð kaupm., Gunnar Gunnarsson kaupm., Bjarni Jónsson snikkari, Guðmundur Ein- arsson Nesi, Guðmundur Grímsson stúdent, Guðm. Sigurðsson bakari o. fl. Von er bráðlega á aukaskipi »Nordjyl- land« frá hinu sameinaða gufuskipafélagi. Embættispróf við læknaskólann tók Þórður Pá 1 sson 27. þ. m. og hlaut 2. einkunn hina lægri (haud. ill. II. gr.) 84^/3 stig. Ný 100. Þessi lagafrumvörp frá alþingi hefur kon- ungur staðfest 20 des. f. á. 1. Lög um almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar. 2. Lög um aðumsjón og fjárhald nokkurra landsjóðskirkna skuli fengið hlutaðeig- andi söfnuðum í hendur. 3. Lög um samþykktir til varnar skemmd- um af vatnagangi o. fl. 4. I.ög um samþykktir um ábyrgðarsjóði fyrir nautgripi. 5. Viðaukalög við lög ii. des. 1901 um samþykktir um kynbætur hesta. 6. Lög um breyting á lögum nr. 28 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. 7. iÆg um viðauka við tilsk. fyrir Island 12. febr. 1872 um síldar- og upsaveiði með nót. 8. Lög um sölu þjóðjarðar (Horns í Aust- ur-Skaptafellssýslu. Eru þá alls 40 lög samþykkt frá þing- inu, en að eins 14 eptir óstaðfest. Aukaþingið. Með opnu bréfi 10. þ. m. hefur konung- ur ákveðið, að aukaþingið að sumri skuli koma saman laugardaginn 26. júlí, eins og tekið er fram í konungsboðskapn- um. Heiflursmerki. Kgl. vísindafélagið danska hefur sæmt dr. Þorvald Thoroddsen gullmedalíu fyrir Is- landskort það, er hann hefur gefið út á kostnað Carlsbergsjóðsins. A. Asgeirsson kaupm. hefur fengið ridd- arakross dannebrogsorðunnar. fsl. stúdentasönyfélagið hélt samsöng í Kaupm.höfn 6. des. und- ir forustu Sigf. Einarssonar og þótti fara laglega. Yílrforingi á ,Heimdalli‘ þetta ár verður kapteinn Hammer. Hovgaard er orðinn »kommandör« í sjólið- inu. Um stjórnarfar vort og landshagi helur Klemens Jónsson sýslu- maður ritað allítarlega grein f hið merka danska tímarit »Tilskueren«. Meginþáttur greinarinnar er ágrip af sögu stjórnarskrár- baráttu vorrar, og er höf. þar auðsjáanlega heimastjórnarmaður, eins og vænta mátti, þótt hann færi varlega í sakirnar. War- burgsbankanum er höf. frernur hlynntur, að því er sjá má. f Grindavík kvað vera rekin á land alls 8 Ifk afskips- höfninni á »Anlaby« — botnvörpuskipinu, er þar strandaði — og þar á meðal lfk skipstjórans Nielson’s. Út af skáldsögiidellunni um „flöskuna í tóma pokanum“ í síðustu Isafold, gat kýminn náungi þess, að nú væri Björn kominn í poka, svo að höíuðið stæði ekki einu sinni út úr poka-„gatinu", og samt í mætti segja, að pofinn væri t ó m u r, af því að maðurinn væri svo ómerkilegur — o. Eptirmseli. Hinn 10. des. f. á. andaðist snögglega að heimili sínu, Hraunsholti í Garðasókn, merk- isbóndinn Eysteinn yónsson. Hann var fædd- ur 20. sept. 1833 í Hraunsholti; þar bjuggu foreldrar hans Jón Eysteinsson og Valgerður Jónsdóttir, og ólst hann þar upp tilþesshann kvæntist eptírlifandi ekkju Helgu Snjólfsdóttur I. des. 1859, og lifðu þau saman í eindrægni og kærleika 42 ár og varð 9 barna auðið, er 8 lifa, öll hin mannvænlegustu, en 1 dó í æsku. Með atorku og iðjusemi var líf hans einkennt frá því hann fékk krapta til þess að geta unnið. Hann var þrekmaður mikill, bæði til sálar og lfkama, enda þurfti hann á því að halda á sinni þyrnumstráðu leið í gegnum lffið. Hann var vinur vina sinna, en einbeitt- ur f allri framkomu; gestrisinn var hann eptir mætti og glaður heim að sækja; hann var skilvís og áreiðanlegur í öllum viðskiptum, ástríkur og elskulegur faðir börnum sínum og ástríkur eiginmaður konu sinni, sem nú, ásamt börnum og tengdabörnum saknar hans sárt. X. Hinn 27. des. f. á. andaðist að Hraungerði í Flóa Þorkell Ögmundsson, fyr bóndi á Króki í sama hreppi. Hann var son Ogmundar, sem lengi bjó f Oddgeirshólum, Þorkelssonar á Heiðarbæ f Þingvallasveit, Loptssonar í Heiðarbæ, Þorvaldssonar í Heiðarbæ Eiríks- sonar. Móðir Þorkels sál. Öginundssonar hét Sigríður Bjarnadóttir frá Árbæ á Rangárvöll- um, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur frá Bolholti. Var því Þorkell sál. af hinni merkilegu „Bol- holtsætt". Hann var 61 árs rúmlega, er hann le'zt úr Iangvarandi innanveiki, brjóstveiki. Hann var duglegur maður, stilltur, gætinn og framsýnn, þolinmóður í þrautum sínum og hjartagóður. Eptirlifandi ekkja hans heitir Þórunn Siggeirsdóttir, systir ekkjufrúar Stef- aníu í Hraungerði. Þau eignuðust 7 börn, þar af 6 á lífi, öll mannvænleg. (7■ O.). Þar sem eg hefi verið að bíða þess að láts Brynjólfs Guðmundssonar fyrverandi bónda á Litluheiði i Mýrdal yrði getið f blöðunum, en þar eð eg sé að þetta ætlar lengi að drag- ast, vil eg stuttlega minnast þess. Síðla í september 1900 andaðist að Litlu- heiði í Mýrdal, merkismaðurinn Brynjólfur Guðmundsson fyrverandi, bóndi samastaðar, 67 ára gamall. Hann var fæddur að Norðurgöt. um í Mýrdal; kvæntist Þorgerði Jónsdóttur bónda á Litluheiði. — Þau hjón bjuggu lengi á Litluheiði — hvar hann brá búskap og lifðu þau hjón í húsmennsku eptir það, hjá tengda- syni og dóttur á Litlttheiði. Þeim varð margra barna auðið — af þeim komust 6 á legg, sem eru: Sigríður kona Einars Brandssonar bónda á Reyni, Guðríður kona Jóns Þorsteinssonar bónda í Reynisdal. Erlingur bóndi á Kald- aðarnesi, Guðrún kona Páls Ólafssonar bónda á Litluheiði, Jón bóndi á Höfðabrekku, Hallgrímur bóndi á Miðeyjarhólma f Landeyj- um. Auk þessara barna sinna, ólu þau hjón upp nokkur fósturbörn. — Brynjólfur sál. var góður og guðhræddur maður og ágætlega greindur, stakasti starfs- og eljumaður. — Þau hjón byrjuðu búskap með ekki miklum efn- um, en fyrir staka ráðdeild og dugnað þeirra, tókst þeim ekki einungis, að koma vel fram sínum mörgu börnum og fósturbörnum, heldur var heimili þeirra hið stakasta gestrisnis- og góðgerðaheimili, — og samfara þessu mesta regluheimili, — og lengi mun Litlaheiði bera menjar þess, að þar sat bóndi, sem var þar meira en að nafninu til, þrátt fyrir barnafjöld- ann og fólksfjölda, sem á heimilinu var, þvf þar var opt örvasa og lasburða fólk; byggði Brynjólfur sál. hinn stærsta steinbæ, sem hann vann að með öðrum manni — ásamt stórri timburstofu honum áfastri, — timburhlöðu, o. fl., þó var hann ávallt heilsulítill. Heimili hans var vel efnað orðið; iðjusemi hans var óþreyt- andi, og það mátti í einu orði um hann segja, að hjartagæzka, dugnaður og skyldurækni héldust í hendur. — Þreyttur og lúinn skildist hann við heiminn, eptir fagurt og lofsvert æfistarf, sártsaknaður af öllum, setn hann þektku — en ekkju hans, sem samtaka var honum í öllum góðum verkum, er það nú til huggunar, að hún á góð og mjög mannvænleg börn. — Minning Brynjólfs sál. lifir í þvf marga og mikla, sem hann hefur framkvæmt; væri öðru- vísi útlits ef land vort hefði marga búendur honum líka. — Minning hans lifir í blessun og heiðri. (Br. J.) Þessn hlaði fylglr vlðauka- blað Nr. 4. WŒ* Nýir kaupendur að þess- um árgangi Þjóðólfs ættu að hraða sér að panta hann, áður en upp- lagið af fyrstu tölublöðunum þrýtur. Lesið augl. í 1. og 2. tölublaði um vildarkjör þau, sem í boði eru fyrir nýja kaupendur. Ofnrör úr potti nýkomin í verziun Sturlu Jónssonar. Hið alþekkta góða C E M E N T — Dania — fæst ávallt t verzl. GODTHAAB og hvergi eins ódýrt. Kartöflur fást í verzlun Sturlu Jónssonar. 'iigtS Þeir háttvirtu herrar, er fá blaðið „Heimastjórn“ sent til útbýtingar, eru beðnir um að greiða sem bezt fyrir þvi, helzt til þeirra manna, er bezt mundu kunna að meta blaðið og stefnu þess. Hér í Reykjavtk geta menn fengið það ókeypis hjá Sigfúsi Eymundssyni bók- sala Utgefendurnir. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst t verzlun Sturlu Jónssonar. Alls konar Kramvara m j ög ódýr, fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Harðfiskur og Saltfiskur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Allar íslenzkar vörur eru keyptar i verziun Sturlu Jönssonar. Nýprentuð eru : SKÓLALJ Ó Ð Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. T rypographinn er hið bezta og handhægastaáhald til að taka mörg endurrit af sama skjali. Fæst í tveim stærðum, kvarto og folio í bókaverzlun SIGFÚSAR EVMUNDSSONAR. Þar fást einnig: Vasapennar úr gulli (Pelican pennar); bezta tegund vasa- penna að dómi þeirra, sem hafa notað þá. Gullblek, rautt blek, óaf- máanlegt merkiblek til að merkja lín, og merkiblek til að merkja kassa. Mikið af RITFÖNGUM. HÖFUDBÆKUR, KASSABÆKUR og KLADDAR, Ofr marprt fli ira. nr Allt mjög ódýrt eptir gæðum. V ottorð. Kona mín hefur árum saman þjáðst af taugaveiklun og illri meltingn, og hefur árangurslaust leitað ýmsra lækna. Eg réð því af, að reyna hinn fræg a Kína- lífs-elixír frá hr. Valdemar Petersen í Frederikshavn, og þá er hún hafðt brúk- að úr 5 flöskum, fann hún mikinn bata á sér. Nú hefur hún brúkað úr 7 flösk- um og er orðin öll önnur en áður, en þó er eg viss um, að hún getur ekki verið án hans fyrst um sinn. Þetta get eg vitnað af beztu sann- færingu og mæli eg því með heilsubitter þessum við alla, sem þjast af svipuðum sjúkdómum. Norðurgarði á Skeiðum. Einar Arnason. KÍNA-LIFS-KLIXIRINN fæst hjá flestuin kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis satna sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixfr, eru kaupendur beðnir v.p. að llta vel eptir þvt, að standi á flösk- unttni t grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskutniðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firinanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cund. thevl. Glasgow-prentsmiðjan. 3 Xampen moð Jnberkulosen b?ir Vidéitsltaben et nyt Resultat af stoi Betydning at op- tegne. Hidtil segte rnan bovedsagelig at helbrede Syg- dotmnen ved Hjæíp af staerke antiseptiske Midler, endvidere vcd en alntindelig Styrkning af Legemet og ved at flytte den Svge til et giinstigeie Klima. De to sidste Midler er dog kim at betragte soni Hjrelpemidler; den almindelige Styrkning af Legemet hjælper Lil lettere at evervimle enhver Sygdotn, og at en Patient, der bliver fjernet fra alle de skadelige indflydelser, der hai været medvirkende tjl fcans Sygdotn, vil komme sig betydelig lettere end en, paa hvem ili.bsc Indflydelser fremdeles virker, er seivfolgcligt. Men til Iielltredelse er begge disse Midler ikke tilstnekkelige, hoit.i) fordres forst og fremmest, at selve Sygdomsstoffet, TiiIk i kelbacillerne, fjornca fra Legcmet eller tilintetgores. lícrtil er antiseptiske Midler rigtignok ifolge Teorien meget egnede; thi, naar man konimer Tuberkelbaciller i et Gla» og iia‘I<!<‘r ct saadant Middel paa dem, saa bliver de »de- lagte, nemlig forgivne, da jo alle antiseptiske Midler er paa en vis Maade Gifte. Nu er Spergsmaaiet blot, om der gives Midler, . af hvilke man kan índfere saa meget i det menneskelige Legeme, at alle Tuberkelbacilleme bliver til- intetgjorte, uden at Legemet selv odelægges. Men saadanne Midler gives der faktisk ikke indtil nu, thi ellers vilde Svind- sottens Helbredelse være en aeget simpel Sag. Af alle de Medikamenter, som hidtil er kleven anvendt, kam Lægerne kun foreskrive saa meget, som í’atienteas I>efeme kan taale. Saa snart disse Midlers giftige Virkning viser sig paa Patienten, maa Anvcndclsen indskrænkes, eller et andet Middel lienyttes. Da Tuberkelbacillerne er meget modstands- dygtige, saa lykkedes det ikke a4 tilintetgore dew, ror Medicinens skadelige Virkninger gjorde sig kcndelige paa Patientcn. I Særdeleshed blev Maven meget angreben af de stærke kemiske Midler, og derved blev den Syge, der netop trængte til god Næring, mcget svækket. Ea bernmt tysk Læge, Dr. Hoffmann, hsr nu fund**t, at det menneske- lige og dyriske Legeme selv indeholder et mogot kraftigt Beskyttciscsmiddel mod Tuberkeibacillerne. Han kom til Opdagelsen gennem det meget nærliggende Spergsmaal: >Hvoraf koumer det, at hele Menneskeheden ondny ikke har faaet Lungcsvindsot, da alle Mennesker, dot ene daglig, det andet sjeldnere, indaander levende Tuberkeibaciller, som bliver i Legemet?* — Det eneste legiske Bvar herpan var, at Bacillernu vel blev gjort uskadelige, ttrr de fnndt Lejlighed til at anrette Skade, og nu var Spergsmanlet igen : >Hvorledes?« Dette Spergsinaal vnr kun til at lese genaem flere Anrs mejsommelige Ferskaingev og Eksperi- menter, og det viste sig, at de ved Tndgangen til Lungen siddende Broncialkirtler afsoadrer et Stef, der dræbcr Tu- herkelbacillerne. Cun, kvor dette Stof íkke produceres i tilstrækkelig Mwngde, f. Eks. ved Ferstyrrelse af Kirtel- virksomhedeu, ved Ferkelelse eller ved massevia Indvan- driug nf Baciller (ved Samkvem med Svindsottige), ind- træder Sygdomnsen. Dct lna nu mcget nær at benytto dette i Legemet selv mvlede Stef til Helbredelse af Svindsotten, eg dctte sker, idct Kirtlerne af sunde, under Dyrlægers Op- sigt frisk slagtede Beder paa pansende Maade hliver præpn- rerede eg ferarbejdede til Tabletter, sem under Navnet Dr. Hoffmanns »Glandulcn« i Flasker 4 100 Stk. nu er til at faa i alle Apotcker til en Pris nf Kr. 4,60. Hver det ikkc kan fams, man man henvende uig til den kemiske Fabrik, Dr. Hofmauns Nachfolger i Meerane (Sachsen). Bt stort Antal Læger hnr bekrssftet, nt de med Glandulon opnaaede betydelige Resultater, hvor alle annlre Midler svigtede. Der er na ndkommet en Brochure paa det danske Bpreg om Fremkomsten og Helbredelsen af Lungesygdomroe, sem blandt andet indehelder en ster Mængde saadaunc Be- retninger, og sem gratis faas gennem Hovedoplnget, Alfred Benzon, Svaneapoteket, Bebenhavn K.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.