Þjóðólfur - 14.02.1902, Page 4

Þjóðólfur - 14.02.1902, Page 4
23 s(ðartöldu, en Krómwell var fjarri góðu gamni og smoginn úr greipum lögreglunn- ar með allan aflann, en skjalalaus. Einn botnverpilinn enn handsamaði »Beskytteren« fram undan Grindavík og kom með hann hing- að ii. þ. in. og slapp hann með 23 pd. sekt (414 kr.) og hélt afla og veiðarfærum. Botnvörpuskip þetta heitir »Straton«, skip- stj. Smith. Sannanir fyrir brotinu voru ekki svo glöggar sem skyldi. Fimm þilskip er J. P. T. Bryde stórkaupmaður hefur keypt í Stafangri til fiskveiða hér við land, komu hingað frá Noregi nú í vikunni, með ísfenzkum skipstjórum og hásetum, er farið höfðu út til að sækja skipin. Kolabyrðingur frá Brydes verzlun sökk hér á Rauðar- árvík í rokinu 7. þ. m. með 2400 skpd. af kolum, er munu ekki hafa verið í ábyrgð og skaðinn því allmikill. Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðistil Hafnar í fyrra dag. Með því fór fjöldi farþega, þar á rneðal kaupmennirnir Asgeir Sigurðsson, Brynj. Bjarnason, D. Thomsen, Ólafur Árnason frá Stokkseyri, P. J. Thorsteinsson frá Bíldudal, og Skúli Thoroddsen frá Bessa- stöðum, ennfremur Sigfús Bjarnarson kon- súll frá ísafirði, Pétur Ólafsson verzlun- arstj. frá Patreksfirði, Páll Torfason frá Flateyri, Þórður Pálsson cand. med., Magn- ús Benjamínsson úrsmiður, Jón Brynjólfsson skósmiður, Einar Pálsson snikkari o. fl. héðan úr bænum. (Jm ísland og Ameríkn flytur S. B. Jónsson erindi í Iðnaðarmannahúsinu á þriðjudagskveldið kemur, kl. 8'/». — Inngangur 25 aura. — Húsið opnað kl. 8. Kartöflur fást í verzlun Sturlu Jónssonar. B1 ó m s v e i g a r. á líkkistur o. fl., marg- B L Ó M - ar tegUndir, ljómandi S V E 1 G A R fallegir, nálægt 300 stykki um að velja, þar ámeðal mjög stórir og ffnir blóm- sveigar, hentugir, þegar félög vilja heiðra framliðna vini sína eða meðlimi. Sömuleiðis blómsveigaborðar, áprentaðir ef óskað er, margar mjög fallegar gerðir. Blóm og puntur í blómsturvasa, ákaflega margarog marg- breyttar tegundir um að velja. Pálma- greinar af öllum stærðum, vaxrós- ir, grályngf og margskonar tilbúin blóm (um 90 tegundir), bæði til þess að búa til úr blómsveiga og annað skraut. • Ennfremur mjögj mikið úrval af heillaóskakortum, mjög ódýrum og eptir nýjustu tízku. Þetta og fleiri tilbúnir skrautmunir, t. d. áteiknað angóla og klæði með tilheyrandi, fæst á Skólavörðiistíar 5. Svanl. Benediktsdóttir. í verzluninni EDINBORG i Reykjavik fæst með bezta verði flest allt, er að útgerð lýtur, svo sem Línur, Önglar, Kaðlar allskonar. Segldúkur margskonar, Olíuföt o. fl. o. fl. Einnig nægar birgðir af góðri og billegri matvöru. Ásgeir Sigurðsson. Nýprenluð eru : SKÓLALJÓÐ Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. ----——»------------------ Klæðaverksmiðja i Danmörku. óskar að fá duglegan umboðsmann á íslandi til að taka á móti ull til vefn- aðar. — Beztu vörur, fljót skil. — Menn sendi blaði þessu skriflegar upplýsing- ar, með merki: „klæðaverksmiðja", um meðmæli og kröfur um þóknun fyrir að taka þetta starf að sér. Skákdæmi og Tafllok. II. hepti Kom nú með Laura. Verð 50 aurar. Fæst hjá Sigfúsi Eymundssyni bóksala og Pétri Zóphóníassyni Lækjargötu 6. Leikfélag Reykjavikur. í kveld verður leikið í fyrsta sinn hinn nýi leikur „Skí rnin“ eptir „Peter Snrevsen". Aðalfundur Þilskipaábyrgðarfélagsins verð- ur haldinn á „Hótel ísland", laugar- daginn 15. febr. kl. 5. e. h. Tryggvi Gunnarsson. Herbergi til leigu eitt eða fleiri fyrir einhlsypa menn í Veltusundi nr. 3 frá 14. maí næstkomandi. VOTTORÐ. Eg hef síðustu 6 ár verið þungt hald- inn af geðveiki og brúkað við því ýmis- leg meðul, en árangurslaust, þar til eg fyrir 5 vikum fór að brúka Kína-lífs-elix- ir Waldemars Petersen í Fjiðrikshöfn. Þá fekk eg undir eins reglulegan svefn; og þegar eg var búinn með 3 glös af elixírnum, kom verulegur bati, og vona eg, að mér batni alveg, ef eg held á- fram með hann. Staddur í Reykjavík. Pétur Bjarnason frá Landakoti. Að framanskráð yfirlýsing sé af frjáls- um vilja gefin og að hlutaðeigandi sé með fullri skynsemi, vc>ttar L. Pá1sson prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama. sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta vel eptir því, að F standi á flösk- unuii 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. t4 að halda rannsókn yfir óeirðarseggjunum og skyldi hún hafa aðsetur á Leirdalseyri. Andrés frá Rjóðri bjóst aptur til þess að veita stjórninni mótspyrnu, hélt fundi, ritaði bréf og ók út um sveitina og var nafni hans frá Velli enn sem fyr í fylgd með honum. Bændurnir lofuðu einn- ig í þetta sinn að fylgja leiðtogum sínum dyggilega og gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana. Andrés fra Velli hafði verið úti á engjum, þar sem verið var að veita á vatni. I Leirdal er mjög þurlent og er því vatni úr mörgum smálækjum, sem koma niður undan fjöllunum, veitt með skurðum yfir á engjarnar. Andrés gekk inn í stofuna áEfra-Rjóðri með skófluna sína i hendinni. Þar var hlemmur á þakinu, eins og þá var títt, og kallaður var ljóri; mátti opna hann með stöng, sem lá niður í miðja stofuna, til þess að reykurinn gæti farið út um opið. Ingiríður stóð á miðju gólfinu og var að fást við ljórastöngina, þegar Andrés gekk inn. Faðir hennar sat í öndvegi við borðsendann og fyrir framan hann lágu skjöl hans og blek- byttan. „Það var gott, að þú komst, Andrés", sagði Rjóðurbóndinn og þurk- aði svitann af enninu á sér. „Eg var einmitt að skrifa skjal til stjórn- arinnar, sem þú skalt nú fá að heyra. Það styrkir rétt okkar til þess að veita mótstöðu; þegar það er komið á stað, getum við skírskotað til þess, að við höfum sent stjórninni skriflegt bónarbréf, og þá verða þeir þó, að minnsta kosti, að fresta úrslitunum þangað til svarið kemur". í því bili kom vinnukona inn hlaupandi í dauðans ofboði. „Það koma hermenn!" hljóðaði hún upp yfir sig. „Það úir ög grúir hérna fyrir neðan af hvítklæddum og rauðklæddum mönnum og það blikar a byssur og sverð. Guð hjálpi okkur! Þeir drepa okkurl" Hún tók að háorga, hljóp fyrst út í skotið fyrir aptan rumið og leit þar upp fyrir kistu og þaut loks alveg sturluð aptur út um dyrnar. „Látum þá korna", sagði Rjóðurbóndinn og leit út að litla glugg- anum, sem vissi út að túninu. Hann lagði saman skjöl sín, lét þau inn í hornskápinn og læsti vandlega. «5 Andrés frá Velli hljóp fram í miðja stofuna og greip um Ijórastöng- ina, eins og venja er til, þegar sagt er frá einhverju mikilvægu málefni, og horfði djarflega á bændaöldunginn. „Já, látum þá koma“, kallaði hann upp. „Verið getur, að bardag- inn verði harður, það kemur þá fyrst og fremst niður á okkur. Gefðu mér nú Ingiríði dóttur þína til eiginkonu til merlds um það, að við skul- um nú fylgjast að og styðja hvor annan, sem einn maður! Hún er sannfærð um rétt okkar, alveg eins og eg og þú, og það skiptir minnu, hvort dótturmaður þinn á jarðir og lausafé, heldur en hvort hann er maður til þess að styrkja þig og verða þér að liði“. „Um það getur þú átt við Ingiríði", sagði Andrés og stakk lyklin- um að hornskápnum í vasann. „Eg fyrir mitt leyti sé ekkert því til fyrirstöðu". í því bili kom vinnukonan aptur æðandi inn. „Jesús minn góður!" veinaði hún. „Þeir umkringja bæinn, þeir brenna okkur inni. Almátt- ugur guð í himnaríki!" Hún fleygði sér niður á hnén og grúfði and- litið niður í bekkinn, hún bæði snökkti og kveinaði í senn. Dökkur roði færðist yfir andlit Ingiríðar. Hún gekk skörulega og tígulega til biðils síns, rétti honum hendina og mælti: „Eg skal þola súrt og sætt með þér". Augu Andrésar blikuðu af fögnuði. Hann lagði handlegginn utan um mittið á henni og kyssti hana innilega. í sama bili opnuðust dyrnar, og á þrepskildinum stóð herforingi. Hann var í hvítum brókum og rauðum kjól með grænum leggingum, með gráar legghosur upp fyrir hné og svartan, tvístrendan hatt á höfði með hvítum fjaðraskúf. Andrés frá Rjóðri og Andrés frá Velli voru fangar. Því, sem gerðist eptir'þetta skal nú stuttlega skýrt frá: Hinn 9. júlí 1802 var ákveðið, að útboðið skyldi fram fara. Ut- boðstjaldið var reist skammt fyrir neðan kirkjuna á Tönjum til hægri handar við veginn, þegar upp frá firðinum er komið, en á vinstri hönd við hann rann áin. Liðsaflinn, sem þarna var saman kominn, var 420

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.