Þjóðólfur - 21.02.1902, Side 3

Þjóðólfur - 21.02.1902, Side 3
3i * gódu meðallagi ogþvi varla hugsanlegt, a9 menn verði heyvana, þar sem fæstir bændur munu ekki hafa farið að hýsa sauðfé fyr en undir jól og hesta miklu seinna. Fiskafli hefur verið talsverður ullt árið og fiskurinn í fremur háu verði. Síldarveiði var og töluverð á síðastliðnu sumri. Fiestir sjómenn hér um sióðir eru nú farnir að kannast við, að sfldin sé afar-nauðsynleg fyrir fiskiveiðarnar, og eru því farnir að hafa meiri áhuga á að afla sér hennar. — í Ólafsvík er íshús, sem var byggt fyrir nokkrum árum, en Því miður hefur það ekki undanfarin ár getað komið að tilætluðum notum, þar eð það hefur ekki haft nægilega sild með að fara; það er fyrst nú í ár, að útlitið er betra, því að nú sem stendur er tals- verð síld í húsinu. Verzlunarástandið hefur aldrei verið glæsilegt hér undir Jökli. í Ólafsvík erti 2 verzlanir, en það virðistsannarlega ekki vera vanþörf á þriðju verzluninni, þar sem reynslan undanfarin ár hefur sýnt, að skortur hefur verið á helztu nauðsynja- vörum fyrir og um miðjan vetur. Nú kvað vera skortur á öllum nauðsynjavör- um, að heita má, við verzlun hins íslenzka verzlunar- og fiskifélags í Ólafsvfk, en Grams verzlun kvað hafa eitthvað af skornum skammti að miðla sínum verzl- unarmönnum. Það væri því óskandi, að Sturla kaupmaður í Rvik yrði við áskor- un margra héðan, að setja upp hér öfl- uga verz'.un, því að svona má ekki leng- ur ganga til, ár eptir ár. Jöklurum hefur aldrei verið hossað hátt, að þvf er andlegt líf og þroska snertir, og það kveður svo rammt að, að þeimopt í ræðum og ritum hefur verið jafnað við skrælingja, og það síðast i »ísafold« síð- astliðið ár, þegar þeir ekki fóru að orð- um hennar og höfnuðu hinum miklu þing- mannshæfileikum ritstjóra hennar. En þrátt fyrir þetta er mér óhætt að fullyrða, að alþýða manna hér um slóðir, er ekki á öllu lægra menningarstigi, en íslenzk alþýða yfirleitt í öðrunt landshlutum. Bóka- og blaðafýsn er hér töluverð og nýlega hefur verið stofnað bóka- og lestrarfélag í Ólafsvík, sem þegar hefur fengið tölu- verða útbreiðslu. Pólitiskur áhugi manna befur vaxið mik- ið á síðustu árum; menn eru hér almennt farnir að skilja það betur og betur, að vér Islendingar þurfum að fá v e r u I e g a stjórnarbót, en ekki neitt kák, eins og Val- týingar ár eptir ár hafa verið að reyna að þjappa inn á þjóðina. Eins og reynslan hefur sýnt, voru Snæ- fellingar sérstaklega heppniríþingmanns- vali sínu síðastliðið ár, enda munu þeir almennt kunna þingmanni sínum hinar beztu þakkir fyrir framkomu hans á sið- asta þingi. Kosningaúrslit í vor eru þvi auðráðin hér í sýslu, ef sami þingmaður verður aptur í kjöri, sem flestir niunu vona. Það er ekki til neins fyrir »ísa- fold« og önnur henni verri blöð, að vera að reyna að breiða það út meðal íslend- 'nga, með óþokkalegum blaðagreinum, að sýslumaður vor sé illa þokkaður af sýslu- búum. Sannleikurinn er sá, að sýslumað- Ur Lárus Bjarnason er yfirleitt vel látinn af sýslubúum sínum, og er það að mak- legleikum, því að hann er röggsamt yfir- vald og drengur góður. Ritað í janúarmán. 1902. Jöklari. Tývamál. '■ Hann Árni er látinn ( Leiru. Hann Vaitýr er dæmdur og dauður, loks datt hann nú sögunni frá; þið sjáið hvar Sess hans er — auður, hann seint munum skipaðan fá. Já, nú er vor foringi fallinn, — hvar finnum vér jafningja hans? — Hann stýrði okkur kænlega karlinn og kenndi’ okkur réttindi lands. Og hann var sú hönd, sem oss studdi í hverskonar sorgum og þraut, og hann eins og hetja oss ruddi að hásæti ráðgjafans braut. Þvi höldum upp hetjunnar merki og heitum á Skúla og Björn, og einnig skal Einar hinn sterki oss efla við þjóðfrelsisvörn. Og föllum ei sjálfir, þótt félli vors foringja dauðlúna önd! Nei, verum nú þéttir á velli og verjumst nú sigrandi hönd. — Þvi enn lifir Indriði góði og öndin er Guðlaugi hjá, og herfær er Hjálmar hinn fróði, svo hann má til riddara slá. En Magnúsa- þrenningin mæta, hún mun okkur hollust í bráð, og hún skal vors herskara gæta og henni vér felum vort ráð. Hann Stefán er stinnur að verjast og styrkur er Sigurður vel; sem jötnar þeir Jónarnir berjast, þeim jafnsnjallan Kristján eg tel. En enginn er Ólafi llkur, þá íklæðist tröll-remmi hann; á fold vorri finnst ekki slíkur, er fara með skotvopnum kann. Og biskupinn bætir úr nauðttm, með bæntim hann hlífir oss vel, og forðar oss fávísum sauðum við falii, við glötun og hel. Tyrfingur. ,Skrumauglýsingar‘ B. Kristjánssonar. Björn Kristjánsson, kaupmaður í Reykja- vík, skrifaði í surnar sem leið helzt til langa grein í 38. tbl. Isafoldar þ. á. um orgelaug- lýsingar mfnar, sem hann kallaði skrumaug- lýsingar, ( þv( skyni að ófrægja og aptra mönnum frá að kaupa orgel þau, sem eg býð fram, en gylla fyrir mönnum, að kaupa orgel trá Petersen & Steenstrup, eða rétt- ara sagt, aðalumboðsmanni þeirra hér á landi. Eg hef dregið að svara þessari grein þang- að til nú, að eg get gefið nokkrar upplýs- ingar um hið „sanngjarna verð" á orgelum þeim, sem P. & St. og umboðsm. þeirra hér á landi selja. Aðalumboðsmaðurinn er nfl. sjálfur B. Kristjánsson, og er því ekki að furða, þótt hann skrifaði hnjóð um orgelin, sem eg sel. Hann skrifaði hnjóð um fyrrum kennara sinn, Jónas Helgason, eða söngfræði hans, þegar B. Kr. vildi sjálfur gerast „organisti'1; hann skrifaði hnjóð urn Zöllner & Vídalín, þegar hann sjálfur vildi gerast pöntunarstjóri' og hann skrifaði skammir um Skapta ritstjóra Jósepsson, af því Skapti dró taum þeirra Z. & V. En fyrir það málæði lýsti Skapti B. Kr. lygara, og veit eg ekki til, að B. Kr. hafi átt hægra með að hrinda því af sér, en að færa sönnur á getsakir þær, er hann gerði Tryggva bankastjóra Gunn- arssyni á þingi síðastliðið sumar, en sem Tryggvi neitaði að hæfa væri í. Enginn skyldi því furða sig á, þó að lítil hæfa væri í grein hans í 38. tbl. ísafoldar. B. Kr. hneykslast á orðunum : „Heimsins vönduðustu og ódýrustu orgel o. s. frv.“, og blöskrar mér það ekki, því það er bæði hægt að skilja þau skynsamlega og líka eins og skómakari. Eg kalla orðin skynsamlega skil- in á þessa leið : heimsins ódýrustu orgel ept ir gcedutn og heimsins vön/tudustu orgel ept- ir verdi, og er hér auðskiljanlega eingöngu átt við útsöluverd. En hitt kalla eg skó- makaraskilning, að álíta, að orgel, sem aug- lýst er að kosti t. d. 125 krónur, sé skilyrð- islaust talið vandaðasta orgel sem til sé, vand- aðra en orgel, sem eru miklu hljóðmeiri og kosta t. d. þrefallt rneira. Annars stendur mér á sama, hvernig B. Kr. skilur auglýs- inguna, eg veit að allir skynsamir menn skilja hana, eins og eg nú benti til. Af þv( B. Kr. leggur nokkuð einkennilega þýðingu ( „ódýrt“ og „dýrt“, ætla eg strax að gera dálitlar athugasemdir við það. Þó að hann skrifi óskýrt og grautarlega, eins og þeir, sem vilja segja það, sem þeir þora ekki að standa við, sýnist mér augljóst, að hann vilji telja lesendunum trú um, að ódýr orgel hljóti að vera óvöndud — en orgel þau, sem eg sel eru ódýr — , og eins að dýr orgel — en orgel þau sem P. & St. og utnboðsm. selja eru dýr — séu eiginlega ekki dýr held- ur vönduð, því „verzlunarhúsið P. & St. setja sanngjarnt verð á vöru sína, miðað við vöru- gæðin", að því er sannleiksvitnið vottar. Til að sanna þessa kenningu segir hann sögu af föður mínum, sem auðsjáanlega er rangfærð, sé hún ekki eptir B. Kr. eða annan lélegan smið, því ódýr þýðir ekki í nútíðarmáli óvand- aður, heldur sama sem „prisbillig" á dönsku, „preiswerth" á þýzku og „good bargain" á ensku, nfl. það sem gott verð er á, lágt verð eptir gæðum. Eg get því með fullum rétti ráðið mönnum til að kaupa ódýr orgel og m. a. s. að kaupci aldrei annað en pað, sem er ódýrt, sé það fáanlegt, því eg álít Islend- inga ekki hafa, fremur en aðra rnenn almennt, efni á að kaupa dýrt, gefa tneira fyrir hlut- inn en hann er verður; það skyldi þá vera viðskiptamenn B. Kr., kauptnannsins, sem rœðtir mönnutn frd að kaupa ódýrt, og væri þó öllu gott að þeir eins og aðrir vari sig d slíkum viðskiptum. Að svo komnu skal eg þá sýna, að orgel þau, sem eg sel séu að öllu leyti vönduð. 1. Beethoven Piano & Organ Company, Washington N. J. U. S. A., hefur fengið mörg verðlaun, gullmedalíur og önnur' á sýningum innan og utan Ameríku, fyrir orgel sín, þar á meðal gullmedalíu á sýn- ingu í Lundúrum 1887, þar sem Banda- menn sýndu, og má sjá skírteini það prent- að aptan á verðskrá verksmiðjunnar. 2. Beethoven félagið hefur í 20 síðastfiðin ár selt yfir 150,000 orgel, og veit eg ekki til að nokkur önnur verksmiðja hafi selt jafn mörg orgel á jafn stuttum tíma. Eg hef ennfremur ( höndum prentuð 1000 vottorð um gæði þessara orgela. Messrs Cornish & Co. Washington N. J., U. S. A. hafa, mér vitanlega aldrei sent orgel sín á sýningar; en eg hef í höndum vottorð frá merkum söngfræðingum og organistum ( stórkirkjum Lundúnaborgarum að orgel þeirra séu vönduð. Þeir hafa í 50 ár selt yfir 250,000 orgel og píanó, og hef eg í höndum prent- uð vottorð frá kaupendunum svo þúsundum skiptir. B. Kr. hefur ekki sýnt, að hann hafi þá þekkingu ( „akústik", sem þarf til að geta dæmt um orgelgerð. Engu að síður segir hann : „Eg hef sjálfur séð og reynt eitt af hinum skárri harmonium frá þessari verk- smiðju fyrir nokkkrum árum .... allan ná- kvæmari innri frágang vantaði . . . Mátti því vel líkja því við „óaftrekt úr“. Hefði B. Kr. kunnað sér hóf, og að eins sagt, hvernig sér hefði pótt hljóðið í þessu orgeli, gat það skoðazt sem meinlaust og þýðingarlaust gasp- ur eins manns á móti þúsundum: en þar sem hanngerist til að lasta „innri frdgang" í orgelum þeim, sem dómnefndirá stórsýning- um eða tnerkir tónfræðingar hafalokið lofs- orði á, verður það last hans að skoðastsem ósatt níð eða atvinnurógur, geti hann ekki sannað, að sér hafi að eins gengið hrekk- laus heimska tíl, og það því fremur, sem hann nefnir ekki, að hann hafi séð fleiri.en eitt af þessum orgelum, sem hann svo dæm- ir öll eptir, eins orgel frá Beethoven félaginu. Beethoven P. & O. Co. ábyrgist einnig orgel sín ( 25 ár á þessa leið : Allar bilanir, sem á þvf tímabili verða á orgelum félagsins, þær sem orsakast af smið- inu eða efninu, en ekki af illri meðferð eða húsakynnum, bætir félagið : 1. með því að senda fjaðrir ókeypis, ef þær brotna, og ann- að sem hægt er að senda með pósti, 2, með því að borga viðgerðina sanngjörnu verði, 5. með því að taka við orgelinu, ef ekki er hægt að gera við það hér á landi, og senda annað nýtt í staðinn eigandanum að kostn- aðarlausu. Bili því eitthvað í orgelum frá þessari verksmiðju, sem henni er um að kenna, geta eigendur þeirra hér á landi snú- ið sér til mín, meðan eg er fulltrúi félagsins. Til tryggingar því, að ábyrgð þessi sé áreið- anleg, skal eg geta þess, að Beethoven fé- lagið er staðfest með landslögum. Það hef- ur starfsleyfi til 1925, og því verður að minnsta kosti haldið áfram þangað til. Messrs Cornish & Co. auglýsa einnig 25 ára ábyrgð, og efast eg ekki um að þeir muni uppfylla hana á lfkan hátt og hér að ofan er nefnt. Rausið úr B. Kr. um 25 ára ábyrgðina er því ómerkt hjal þess manns, sem ekkett vissi um það sem hann var að segja. Þessi orð hans : „Ábyrgð verksmiðju í Ameríku hlýt- ur að vera einskisvirði fyrir menn hér úti á Islandi" . . ., neyðist eg til að reka ofan í hann sem ósannindi. Eg skal einnig geta þess, að allir þeir, sem pantað hafa orgel hjá mér og hafa minnzt á þau, svo eg viti, hafa lokið tniklu lofsorði á þau, og hef eg í höndum skriflega vitnisburði frá þeirn. Svo læt eg prenta hér vottorð ept- ir orgelstnið, alþekktan heiðursmann og völund: Vottot ð. Eg undirskrifaður, sem hefi skoðað mörg hin svonefndu „amerísku orgel og harmonía", bæði þýzk, dönsk, sænsk, norsk, ensk og frá Amertku, og þar á meðal 2 orgel frá Beet- hoven Piano & Organ Co. Washington N. J. U. S. A. og 3 orgel frá Messrs Comish & Co. í sömu borg, votta fúslega, að eg hefi engin orgel af Kkri gerð og með sama spila- fjölda séð vandaðri. Einkum var orgel með 5 octövum 34/5 spili (ferföldu hljóði) frá Beet- hoven Piano & Organ Co., sem kostaði 185 krónur í innkaupi, frábærlega fullkomið og vandað fyrir það verð. Skal eg sérstaklega taka fram, hvað nóturnar voru klökkar og líflegar, stigið létt og jafnt, og hvað óvenju- lega vel var búið um hljóðopnunina, og að kontrabassinn var í stokk, sem annars er ekki vant að vera, nema ( beztu og fullkomn- ustu orgelum. Orgelið var bæði hljóðmikið og hljóðþýtt. Kassinn var allur úr hnottré, með háu baki með slípuðum spegli í, víða útskorinn, smekkvtslega gerður og mjög traustur. Þórshöfn 19. nóv. 1901. Jón J. Arnason. Af þessu öllu vona eg, að lesendurnir sjái þegar, að orgelin eru v'onduð. En um leið og eg því sný mér að Petersen & Steenstrup bæði sent útsölumönnum og orgelsmiðum, skal eg þó gefa enn eina tryggingu fyrir sannsýnilegum gæðum orgela Beethoven P. 6 O. og Messrs Cornish & Co. (Niðurl.) Þorsteinn Arnljótsson. Fyrirlestur um Island og Ameríku hélt Stefán B. Jónsson (frá Dunkárbakka) í Iðnaðarmanna- húsinu 18. þ. m, Talaði ræðumaður eink- um um, hve mikil gæði Island hefði fólg- in í skauti sínu, hve rnikið væri hér ógert og hve landsmenn hefðu litla trú á land- inu. Það þyrfti að auka framleiðsluna á allan hátt, fyrst og fremst með því að yrkja landið, svo að grasrækt og garð- rækt tækju sem mestum framförum o. s. frv. Minntist og á smjörverkun o. m. fl., er hér verður ekki talið, enda áður tekið fratn í ræðu og riti. En aldrei er góð vísa of opt kveðin, og þeir eru aldrei of margir, er leitast við að vekja trúna og traustið á ættjörðu vorri, og benda mönnum á, að landið sé gott, ef þjóðina brestur ekki þekkingu, dugnað og vilja til að hagnýta sér gæði þess. Og það er víst ekki oftalað hjá ræðumanni, að það má engtt síður komast vel af hér á landi en í Manitoba. Að fyrirlestri þessurn var gerður góður rórnttr, nema ef til vill af þeirn, er trúlitlir eru á framtíð landsins, a f þ v í að framfarirnar ganga svo smá- um fetum og eru e n n meir í orði en á borði hjá oss. En orðin liggja þó til alls fyrst, og að nokkrum áratugum liðnutn erum vér þess fullvissir, að hér verði þó margt öðruvísi og álitlegra umhorfs en nú, þótt framkvæmdirnar séu enn skammt á veg komnar. Sjónleikar. Nýi leikurinn, sem »Leikfélagið« er tekið að leika, heitir »Skírnin« eptir »Peter Sörensen« (réttu natni Carl Möller). Leikur þessi á að vera fyndinn gaman- leikur, og fellur sjálfsagt Dönum vel í geð. En fyndnin í honum er fremur dauf og allt athæfi leikendanna svo óeðlilegt og afkáralegt, að naumast verður hlegið að því. Verður því einskonar leiðinlegur skrípaleikur úr öllu saman, laus við alla fegurð, öil skáldleg tilþrif, og eru því naumast líkur fyrir, að svona lagaður leik- ur verði hér vel sóttur til lengdar. Það hjálpar ekki, þótt margir leikendurnir leiki vel og sumir mjög vel (t. d. frk. Gunn- þórunn og Friðf. Guðjónsson), því að efni leiksins er svo háttað, að meginþorri á- heyrenda mun fá nóg af að sjá hann einu sinni. Félagið helði því átt að taka sér eitthvert veigameira verkefni fyrir hend- ur en þetta eptir »Hina týndu Paradís«. Eptlrmseli. Hinn 20. apríl f. á. andaðist, að heim- ili sínu Lóni í Kelduhverfi merkismað- urinn Kristjdn bóndi Arnason. — Faðir hans var Árni umboðsmaður, Þórðarson frá Kjarna ( Eyjafirði, en móðir Árna, kona Þórðar var Björg Halldórsdóttir, systir Björns prófasts Halldórssonar I Garði í Kelduhverfi.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.