Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. marz 1902. Jú 1 1 Pólitík Páls Briem’s. Nokkur skýringardæmi. Þeir, sem hafa lesið hið nýja valtýska hlutafélagsmálgagn „Norðurland« munu hafa séð fangamark Páls Briem’s amt- manns við afarlangar stjórnmálagrein- ar, svo að segja í hverju einasta tölu- blaði þessa félagsblaðs, er stofnað var til þess að snúa Norðlendingum til „réttrar trúar", trúarinnar á yfirburði og ágæti valtýskunnar. Mun marga haía furð- að á því, hversvegna amtmaður rauf hina löngu pólitisku þögn sína einmitt í því blaði og á þann hátt, sem hann gerði það. Það leit svo út, sem sam- þykkt Valtýsfrumvarpsins í sumar og aðferð meiri hlutans á þingi hefðu leyst hina bundnu hugsun hans, því að síðan hefur „pólitíkin" frá honum flóð út yfir alla bakka í „Norðurlandi", og kaffært ritstjórann svo gersamlega, að það hefur að eins endrum og eins sést á kollinn á honum upp úr flóðinu, svo að hann hefur enn þann dag í dag ekki getað fótað sig í Norður- landi, en flotið viljalaus með straumn- um hjá amtmanni, hvert sem honum hefur þóknast að flytja hann, enda mun undirritstj. hafa verið hentast, að láta yfirritstjórann ráða ferðinni. Hin pólitiska gandreið, er amtmað- ur hefur þotið á með„ Norðurlandið" beizlislaust þessa 5 mánuði, er það hefur lifað í þessum heimi, er ekki að eins dálítið brosleg, heldur jafnframt mjög athugunarverð, einkum þá er sá maður á hlut að máli, sem situr í virðulegu embætti, er frændmargur og fylginn sér og hefur þótt sýna mikinn dugnað í embættisfærslu, samfara góð- um vilja og áhuga á landsmálum. En þetta er ekki einhlítt, ef hið rétta taumhald, hina réttu stjórn, réttu festu brestur. Hr. P. Br. hefur verið svo óheppinn sjálfs sín vegna, að allt eða flest, sem hann hefur látið sjást eptir sig á prenti, síðan hann varð amtmaður, hefur verið hafið til skýj- anna í vissum málgögnum, af því að hann skrifaði það. Orð hans hafa verið tekin sem nokkurskonar „goða- svör", er vitnað hefur verið í eins og í heilaga ritningu, og sá verið talinn óalandi og óferjandi, er hróflaði minnstu vitund við því. Þessi hugsunarlausa, gapandi aðdáun vissra manna hefur skemmt höf. Hann hefur ekki þolað það, talið sér alla vegi færa og geng- ið feti lengra, en sannir vinir hans og góðkunningjar hefðu óskað. Og í þeim kunningjahóp telur ritstj. Þjóð- ólfs sig, þrátt fyrir það, þótt hr P. Pr. hafi í síðasta „Norðurlandi" að á- stæðulausu fundið hvöt hjá sér til að roinnast Þjóðólfs miður kurteislega, ekki vegna þess, að blaðið hafi gert nokkurntíma nokkra „árás" á amtmann, því að því fer fjarri, heldur sjálfsagt Vegna þess, að Þjóðólfur hefur ekki sérstaklega blásið í lúðurinn, þá er arntmaðurinn hefur talað, heldur látið aðra um það. Og skal síðar vikið að því. Pólitík „Norðurlandsins", sem amt- maðurinn hefur sett stimpil sinn á, hefur annars verið harla skjöldótt síð- an það hóf göngu sína, fyrst lofdýrð um Valtýsfrumvarpið (frv. síðasta al- þingis) og hnútur til 10 manna frum- varpsins, búsettur ráðherra í Reykja- vík lítt æskilegur o. s. frv. Svo þeg- ar frétt kom um, að stjórnin mundi að nokkru leyti vilja sinna 10 manna frumvarpinu með því að skipa ráðherra í Reykjavík, en engan ytra, þá koma „nýju tillögurnar" um tvo ráðgjafana, er báðir skyldu bera ábyrgð fyrir al- þingi og mæta þar.Sendibréf 5-menn- inganna til ráðgjafans með allan tví- veðrunginn og óheilindin þykir ágætt. Svo kemur friðarnefndin með sitt „pró- gram" „nýi stjórnarbótarleiðangurinn", er átti að hertaka allt Island og verða Norðlendingum til æfinlegrar sæmdar í sögunni. Og svo loks konungsboð- skapurinn, er kollvarpaði öllu hrófa- tildrinu, og tvístraði öllum leiðangrin- um, svo að engin urmul sá eptir af honum, eins ög jörðin hefði gleypt alla fylkinguna. En það var ekki með glöðu geði, sem herforinginn blés til undanhalds og rauf liðsafnaðinn. Það sýnir ljósast grein hans „Endalok bar- áttunnar" í Norðurlandi 11., 15, og 22. f. m. Það er sérstaklega þessi grein, sem þarfnast dálítið nánari athugunar við, til þess að almenningur sjái, hvoru- megin í baráttunni hr. P. Br. hefur staðið og stendur enn, og hversu ó- ljúft honum hefur verið stjórnartilboð- ið, þótt hann í orði kveðnu segist muni fylgja því. — Með því að heyrzt hefur að amtmaður hyggi alvarlega til kosningar í Húnavatnssýslu í stað heimastjórnarmanns þar, þa er áríð- andi, að kjósendur þar geri sér ljóst, hvers þeir mega vænta, ef amtmaður kemst a þing, og hvort það muni svo afarhappasælt fyrir ákjósanlegar og frið- samlegar lyktir á málinu, að "amtmað- ur fái sæti á þingi í þetta sinn. Vér skulum nú dálítið athuga það eptir greinum hansí „Norðurlandinu" : „Enda- lok baráttunnar". — Valtýskan 1897 mikilsvepð. Amtm. segir („Nl.“ 22. bl. 2. bls. 1. dálk.). „Eptir þing 1897 skrifaði einn af þingmönnum mér, og spurði mig um álit mitt á stjórnarmálinu, eg kvaðst álíta tilboð stjórnarinnar n.ik- ÍlSVert1), en eg vildi hafa tryggingu fyrir fjárráðum þingsins". Og svo fer hann að tala um, að hann hafi unnið að undirbúning Rangár-miðlunarinnar. Af þessu sést, að P. Br. hefur undir eins verið með valtýskunni í fæðingu hennar, þótt hann fyndi á henni ofur- lítinn agnúa. Annarsstaðar í greininni skýrir hann frá því, að hann hafi þá (eptir þing 1897) skrifað Valtý og sagt honum, að hann yrði að hafasig 1) Allar leturbreytingar gerðar af oss. Ritst. undanþeginn því að skoða setu íslands- ráðgjafans í ríkisráðinu ólögmæta, en Valtýr hafði sagt á þingi, að enginn íslendingur mundi hafa þá skoðun. Valtýr varaði sig þá ekki á því, að P. Br. var á öðru máli. Þar skákaði P. B. Valtý, var þá þegar kominn lengra en hann.! Engln eptirsjá i 61. gr. í fullu samræmi við skoðun sína á ágæti valtýskunnar 1897, segir amt- maður („Norðurl." 20. bl. 1. bls. 2. d-)> þegar hann er að tala um, hverju vér gleðjumst mest af nú við „leiks- lokin". „Eru þeir menn ekki teljandi, sem gleðja sig af því, að öi. gr. varhald- ið? Eg imynda mér, að meginþorra kjósenda sé svo gersamlega sama um þessa grein, að þeir viti fœstir, hvað i henni stendur. Og þó var einu sinni kappið svo mikið, að því var haldið fram, að þessi grein væri gimsteinn- inn í stjórnarskránni". Það þarf töluverða harðneskju til að bera annað eins og .þetta á borð fyr- ir íslenzka kjósendur, að þeim sé ger- samlega sama um þessa grein, viti fæstir hvað í henni standi, þvert ofan í órækar sannanir, þvert ofan í marg- yfirlýstan vilja í flestum kjördæmum landsins, að menn vildu halda þessari grein, og þvert ofan í orð Hafnarstjórn- armanna sjálfra, er lýstu því yfir á þingi síðast, að þeir hefðu orðið að sleppa þessu atriði úr frumvarpinu sakir svo eindreginnar og alvarlegrar mótspyrnu þjóðarinnar. Þetta hlýtur amtmanni að vera kunnugt, þótt hann vilji ekki kannast við það, af því að hann hef- ur endilega viljað láta svipta oss þeim rétti, sem 61. gr. veitir oss. Gengur hann þar jafnvel feti framar í fylgi við Valtýsfrv. gatnla, en svæsnustu fylgismenn þess dirfast að gera nú, því að á síðasta þingi þorði enginn þeirra, að taka þennan króa að sér til framfæris, — þetta dýrasta djásn í hrossakaupum stjórnarinnar, þá er hún sendi Valtý út af örkinni með ráðgjaf- ann á þingi. En P. Br. hefði óefað ekki látið þetta höfuðdjásn falla af Valtý, heldur spennt það sem fastast um enni hans, ef hann hefði setið á þingi síðast. Fóru þar Hafnarstjórn- armenn mikils á mis. — Það var ann- ars leiðinlegt, að „ísafold" skyldi ekki þarna hrökkva til að „koma mönnum í skilning um hið sanna og rétta" um 61. gr., eins og P. Br. segir („Norð- url." 22. bl., 1. bls., 4. d.) að hún hafi gert með svo makalausum árangri við ríkisráðskredduna. Isaf. á að hafa kveðið hana alveg niður hjá öllum, nema ritstjóra þessa blaðs. Það er nú meðal annars sá gallinn á þessum ummælum amtmanns- ins, að ísafold hefur aldrei kveðið neitt niður nema sjálfa sig og sínar skoð- anir. Þær hefur hún jarðað hverja á fætur annari á ungum aldri, engu ó- sleitulegar en P. Br. hefur „skrínlagt" skoðanir sínar frá 1885. Oss furðar ekki á, þótt P. Br. kalli Benedikt Sveinsson hinn mesta öfgamann, af því að hann (P. Br.) náði ekki flokks- forustunni úr hendi hans eptir 1889, og vildi því ekki sitja lengur á alþingi. En nú er Benedikt horfinn af orustu- vellinum og áhrif „öfgamannsins" ekki lengur að óttast á þjóðina. Sumir kunna því að ætla, að nú sé „pláss fyrir Pál" til forustu eða myndunar nýs flokks. En á þeim flokki mun ekki þörf nú. — En hvað ríkisráðssetu ráðgjafans snertir, þá hafa meiri lög- fræðingar, en P. Br., að honum ólöst- uðum, skoðað hana sem óheimila og ólögmæta og kröfuna um, að sérmál vor séu ekki borin upp í ríkisráðinu, sem eitthvert hið þýðingarmesta atriði í réttarkröfum íslendinga gagnvart Dönum, réttarfarslega og stjórnskipu- lega skoðað. Og skulum vér meðal annars benda P. Br. á tillögur lands- höfðingja um þetta efni í bréfi hans til ráðherrans20. des. 1895, útafþingsá- lyktunartillögum alþingis. Það hefur ávallt verið svo, eins og komið væri við hjartað í stjórninni, hvenær sem þessari kröfu vorri hefur verið hreyft, og sýnir það ljóst, að hún telur það ekki alveg þýðingarlaust frá sínu sjón- armiði, því að naumast heldur hún fast í þetta af umönnun fyrir okkar hag, vegna þess, hve „dýrmætur rétt- ur það sé fyrir íslendinga, að hafa rétt til að hafa ráðgjafa fyrir sig f ríkisráði konungs", eins og tilvitnun P. Br. til sinna eigin orða(H) áður hljóðar í „Norðurl." (20. bl. 1. bls.«4- d.). Hann segir og, að þá er „Corp- us juris" (Einar Hjörleifsson(l?) milli sviga) f ísafold og dr. Valtýr hafi ver- ið að skrifa um afgreiðslu málanna í ríkisráðinu, þá hafi „loptið þrátt fyrir þetta þó ekki viljað hreinsast", og „þessvegna var það" segir hann, „að þegar eg fór að rita um stjórnarmál- ið, þá skýrði eg frá því, hvernig af- staða ráðgjafans fyrir ísland hlyti að vera í ríkisráðinu". Og þetta hreif. Þar kló sá er kunni, þá er Einar og Valtýr hrukku ekki til. En þótt krafa vor um algerða lausn ráðgjafa vors úr rfkisráðinu sé fullkom- lega réttmæt og sjálfsögð, þá er auð- vitað, að gagnvart stöðugri neitun stjórnarinnar verðum vér að láta þá kröfu niðurfalla og ekki gera hana að þrætuepli, sérstaklega ef oss auðnað- ist að fá það fyrirkomulag, sem gerir setu ráðgjafa vors þar naumast öðru- vísi en að nafninu til, sem hlýtur að verða, að því er snertir ráðgjafa bú- settan hér í Reykjavfk, og það var þetta atriði, sem vér lauslega bentum á í neðri deild alþingis í sumar, eins og P. Br. minnist á. Oggyér getum frætt hann á því, að þaí^Horu fleiri í okkar flokki, sem höfðu jJessa söniu skoðun, þótt þeir kvæðu ekki upp úr með það, vildu beinlínis setja í frv. á- kvæði um, að Reykjavíkurráðherrann skyldi alls ekki eiga sæti í ríkisráð- inu, en því var sleppt af „praktiskum" k

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.