Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 2
42 ástæðum með tilliti til stjórnarinnar, eins og ákvæði þess frumvarps (io manna frv.) um ráðherra í Höfn var beinlínis miðað við stjórn þá, er þá sat að völdum (hægrimannastjórnina), og þess vegna undir eins fallið frá þessum Hafnarráðherra, er það vitnað- ist, að stjórnin nýja kærði sig ekkert um hann, áleit hann óheppilegan. Ur því að stjórnin álítur ekki, eins og menn almennt álitu hér, að ráðgjafi hlyti jafnan að vera við hlið konungs, þá ættum vér sízt að krefjast þessa. En 1 Kaupmannahafnarráðherrann heldur P. Br. enn dauðahaldi, jafnvel eptir að konungsboðskapurinn er kominn, og styður það við kröfu Jóns Sigurðsson- ar um „erindreka" í Kaupmhöfn, þótt þar sé um allt annað fyrirkomulag að ræða. Hafnarráðgjafl amtmanns. P. Br. er auðsjáanlega undir niðri miklu hlynntari því, að taka frumvarpi Valtýs (ráðgjafa í Höfn), heldur en ráðgjafa í Reykjavík, þá er um það tvennt er að velja, samkvæmt konungs- boðskapnum. Hann virðist 'eiga und- urerfitt með að slíta sig frá Hafnar- arráðgjaíanum. Hann segir svo („Norð- url.“ 21. bl. I. bls. 3. d.). „Ef vér kjósum ráðgjafa í Reykja- vík, þá sleppum vér gamalli kröfu þjóð- fundarins og Jóns Sigurðssonar til að hafa ráðgjafa í Kaupmhöfn. Danir hafa boðizt til að greiða laun þessa ráðgjafa — og embættismanna í hinu ísl. ráðaneyti. Þetta fé nemur 30—40 þús. kr. á ári. [Hér er „fínt spekú- lerað" í því, að ísl. tími ekki að kosta sína eigin stjórn í landinu sjálfu!!]. Ef vér aptur á móti kjósum ráðgjafa í Kaupmannahöfn, þá höfum vér að vísu ekki sleppt [ekki það?] kröfu um ráðgjafa í Reykjavík, en vér höfum frestað(!) henni að minnsta kosti um tvö ár. Á alþingi 1903* 1) hejði mátt(!) [á líkl. að vera „mætti"] samþykkja frumvarp til stjórnarskipunarlaga [nýtt frv. með 3. aukaþingi 1904!] uin það, að leggja niður landshöfðingjaembætt- ið og ákveða, að ráðgjafa skyldi skipa í Reykjavík [t. d. P. Br.?], til þess að mynda ráðaneyti fyrir ísland, hsamt ráð- gjafanum í Kaupmh'ófn [t. d. dr. V. G.?] o. s. frv. — — — Spurningin er því fyrir íslendinga, hvort þeir eigi að sleþpa kr'ófunni um ráðgjafa í Kaupm- höfn eða fresta að fá ráðgjafa í Reykja- vík. Mörgum [þar á meðal P. Br?] mundi þykja réttara að sleppa engu[\\ og fresta heldur, að fá ráðgjafa í Reykja- vík.----------------“ Þessar setningar þurfa ekki skýring- ar við. Þær sýna fullljóst, hvernig amtm. er um og ó, eða réttara sagt, hversu nær hjarta hans Valtýsfrum- varpið liggur, því að tneðþví að taka það, segir hann, að engu sé sleppt, að eins slegið á frest(!) ráðgjafanum í Reykjavík. Hann má gjarnan bíða. Og síðar segir hann (sama tölubl. 1. bls. 4. d.).: „Það eru öll líkindi til þess, að vér þurfum að hafa tvo ráðgjafa (hér í Reykjavík). Efþettaer öldungis nauð- synlegt þá virðist varla geta orðið fyrirstaða á því, að vér fáum þetta. En ef vér fáum tvo ráðgjafa, þá get- ur annar ráðgjafinn dvalið eins lengi í Kaupmhöfn og nauðsyn ber til. [Er það ekki dýrmætt?]. Það þaíBfcdilega að verða pláss fyrir tvo r^gjafa, ef ekki sinn í hvoru landi, sem bezt væri, þá í Reykjavík 1) Ef til vill er þetta prentvilla fyrir 1901, en hún er óheppileg, ekki heldur leiðrétt 1 næsta blaði. Það var þá Ijóta yfirsjón- in af þinginu 1901, að gera þetta ekki. báða. Komist P. Br. á þing þá mega menn reiða sig á, að hann lætur ekki málið á sig ganga með, að 2 ráðgjafar skuli landinu stjórna, þrátt fyrir það þótt stjórnin hafi lýst því yfir, að hún teldi slíkt fyrirkomulag óhafandi. „Hraparlegt, pólitiskt glappaskot" kallar amtmaðurinn það, ef Valtýsfrum- varpið hefði ekki verið barið gegnum þingið næstl. sumar, „og hefði landið ef til vill aldrei beðið þess bætur" hnýtir hann aptan við („Norðurl." 22. bl. 2. bls. 1.—2. d.). Hér gengur amtm. lengraen Kristján Jónsson yfird., sem kannast þó við, að aðferð meiri hlutans í sumar þurfi réttlætingar, það sé „árangurinn" sem hafi réttlætt stefn- una, eins og nú er kunnugt orðið, En P. Br. tekur mun dýpra í árinni. Það var ekki að eins ágætt í sjálfu sér að knýja þetta stórmerka frumvarp til samþykktar, heldur „hraparlegt póli- tiskt glappaskot" hefði það ekki ver- ið gert, hefði nokkurt tillit verið tek- ið til óska minni hlutans. Þetta er mjög fallega talað(!) og hreinskilnis- lega, enda mjög eðlilegt frá sjónar- miði P. Br., því að hann er svo log- andi hrifinn af frumvarpinu, að Valtýr sjálfur hefur naumast verið ánægðari með það. Það hafa verið tekin nóg dæmi úr grein hans til að færa mönn- um heim sanninn um það. ,,MillisporiO“. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að P. Br. er í rauninni fullkomlega andstæður búsetu ráðherr- ans í Reykjavík. Hann segir nfl. („Norð- url.“ 22. bl. 2. bls. 2. d.), að sér hafi ekki hugnazt „millisporið", sem Þjóð- ólfur „hafi verið að tæpta á í vetur". Vill hann láta oss gera þjóðinni grein fyrir þessu millispori. Þetta er und- arleg meinloka ’njá amtm. Hannlæzt ekki skilja þetta, en skilur það ofur- vel, hafi hann lesið Þjóðólf 6., 13. og 20. des. f. á. Þar er það tekið nægi- lega skýrt fram, hvílíkur tvíveðrung- ur og óheilindi séu í 5-mannabréfinu, er annaðhvort fari fram á landstjóra með ráðgjöfum hér eða að eins ráð- gjafa í Höfn, samkvæmt Valtýsfrum- varpinu, Þar átti enginn millivegur að vera. Og þessa vitleysu vítti Þjóð- ólfur, því að það mun engum geta dulizt, að milli þessara tveggja alger- lega andstæðu tillagna, liggur hið rétta „millispor" sporið í rétta átt til full- kominnar heimastjórnar nfl. ráðherra búsettur í Reykjavík. Þorir hr. P. Br. að neita því ? En hversvegna þykist hann þá ekki skilja það, sem svo skýrt var tekið fram íÞjóðóifi? Svarið ligg- ur opið fyrir. P. Br. vill alls ekki kann- ast við, að ráðherrastjórn búsett í Reykjavík sé æskilegri en ráðherra- stjórn í Kaupmhöfn, samkv. Valtýs- frv. Þar er leysingin gátunnar, skýr- ingin á uppgerðar skilningsskorti amt- mannsins, enda segir hann berum orð- um um þetta „millispor" Þjóðólfs-ráð- herrabúsetu í Rvík („Norðurl." 22. bl. 2. bls. 2. d.). „Stjórn þess flokks, sem studdi al- þingisfrumvarpið [nfl. 5-menningarnir], ritaði ráðgjafanum bréftil að mótmœla pessu og ekki lét dr. Valtýr sitt eptir liggja að vinna gegn þessu [nfl. ráð- herrabúsetunni hér]. Já, ekki er furða þótt P. Br. flytji Valtý alúðarþakkir fyrir þessa baráttu hans gegn heima- stjórn, og gaman er að sjá ísafold í einfeldni sinni prenta þessa setningu upp eptir amtmanni, er hún kall- ar „sæmilega merkilegan mann“(l). Skyldi nokkur geta efast um úr þessu til hvors flokksins P. Br. eigi að telj- ast og hversu fylgi hans við konungs- boðskapinn muni trútt og traust? Tll að fá friðl Það væri rangt að skiljast svo við þessa „Lokagrein" P. Br., þ. e. „Enda- lok baráttunnar" í „Norðurlandi", að þess væri ekki getið, hversvegna höf. vill samt fallast á stjórnartilboðið (ráð- herra í Reykjavík) fremur en Valtýs- frumvarpið, hversvegna hann þykist þó heldur vilja sleppa kröfunni um Kaup- mannahafnarráðgjafann, heldur en fresta Reykjavíkurráðgjafanum. eins og hann kemst að orði. Jú viti menn. Hann segir („Norðurl." 21. bl. 1. bls. 3. d.). „Eg álít rétt að gera petta [þ. e. taka fremur stjórnarfrumvarpið], til þess að sefa æðið og ofsann. Hinum hatursfullu(í) árásum á þá, sem barizt hafa fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar [sjálfsagt Valtýr og hans flokkur, P. Br. etc.], þarf að linna. Vér þurfum að fá frið innan- lands. Friðurinn er nokkuð dýrkeypt- Ur [einmitt!]. Vér förum á mis við það fé [ó!], sem Danir vilja leggja til ráðaneytisins í Kaupmannahöfn. En á þetta legg eg samt litla áherzlu [svo!]; hitt er miklu lakara [já, þar kemur það, hversvegna friðurinn er svo dýr- keyptur], að vér sleppum kröfunni um að hafa ráðgjafa í Kaupmannahöfn" [mikil hörmung!]. Þarna geta nú allir séð svart á hvítu, hversu Ijúft hr. amtmanninum er, að fallast á stjórnartilboðið — ráðherra í Reykjavík Hann gerir það að eins til að kaupa(!) frið á sig og sína menn — stjórnarbótarmennina(l), svo að þeir verði ekki enn meiri píslar- vottar, en þeir eru orðnir, svo að of- sóknunum(!) gegn þeim linni af hálfu hinna óguðlegu, þeirra sem ekki vilja hlusta á sannleikans raust af munni spámannanna, þessara herra, sem einir þykjast hafa rétt til að kalla sig föð- urlandsvini, einir vilja landinu vel, og einir vita, hvað til þess friðar heyrir. Skyldu Húnvetningar ekki komast í 7. himinn yfir því, hversu kandídat- inn þeirra hefur skrifað fallega fyrir sig í „Norðurlandinu", og hversu vel honum hefur tekizt að færa mönnum heim sanninn um, að það sem oss nú vantar, er ekkert annað en að fá amt- mann Norðlendinga á þing, til að semja frið(!) á sinn hátt, nfl. þennan dýr- keypta frið, þann frið, sem gæti orð- ið að þeim argasta ófriði og óheppi- legustu sundrungu, er land vort byði aldrei bætur, því að þeir sem tala um afardýrkeyptan frið svona fyrirfram, kynnu að hætta alveg við að semja þann frið, þá er til þeirra kasta kæmi. Þessvegna væri kjósendum ráðlegast að senda þá eina á þing nú, sem hreint og beint fylgja stjórnartilboðinu, afþví að það sé gott í sjálfu sér, en ekki þá, sem skoða það að eins sem neyð- arúrrœði, til að fá frið. Vér erum mjög smeikir við, að þessi nýja friðarpólitík hr. P. B. fari alveg út um þúfur, ef hann verður formæl- andi hennar á þingi. Hann verðurað afsaka, þótt vér höfum litla trú á hon- um sem friðarsemjanda. Vér vildnm heldur ráða honum til að bíða nú byrjar, þangað til hann er kominn í Reykjavíkurráðaneytið, og gefst tæki- færi til að vinna að viðreisn atvinnu- vega landsins m. fl. Þá er sennilegt, að hann gæti unnið eitthvað landinu til gagns og framfara. En nú sem stend- ur myndi happasælast fyrir friðsamleg- ar og ákjósanlegar lyktir stjórnarskrár- málsins, að hann léti stórpólitíkina liggja á milli hluta, skipti sér sem minnst af henni, því að vér höfum nóg af sundrungu og glundroða, þótt ekki verði nú farið að hefja nýja flokka, brydda á nýjum útúrdúrum, sem geta orðið öllu málinu að falli. Blómskúfar þeir, sem hér hafa verið tíndir úr loka- grein amtmanns munu geta sannfært menn um, hversu heppilegt það sé, að hleypa honum nú að á löggjafarþing þjóðarinnar. Það ættu Húnvetningar að íhuga vandlega. í næsta blaði verður minnst dálítið nánar á það, sem amtmaður sérstak- lega víkur að Þjóðólfi í þessari ein- kennilegu „lokagrein" sinni. S kólaröð í Beykjaríkur lærða skóla við miðs- vetrarpróf 1!H)2. [Svigatölurnar aptan við nöfnin sýna upp- hæð námsstyrksins í krónum; en hér kem- ur að eins fyrri hluti hans til greina, því að síðari hlutanum verður ekki úthlutað fyr en ( maímán. næstk] VI. bekkur. 1. Þorsteinn Þorsteinsson, Rvík (100). 2. Magnús Guðmundsson, Holti í Svína- dal (100). 3. Jón Magnússon, Rvík (75). 4. Bjarni Jónsson, Rvík (75). 5. Ólafur Björnsson, Rvlk. 6. Pétur Bogason, Rvík. 7. Bjöm Þórðarson, Móum á Kjalarnesi, umsjónarmadur skólans og i bekknum (100). 8. Sigurður Guðmundsson, Mjóadal í Húnavatnssýslu. 9. Halldór Jónasson, Eiðum í Eiðaþinghá, umsjónarmaður úti við. 10. Brynjólfur Björnsson, Bolholti í Rang- árvallasýslu (50). 11. Halldór G. Stefánsson, Rvík. 12. Vilhjálmur Finsen, Rvík. 13. Jón Benedikts Jónsson, Fremra Arnar- dal í ísafjarðarsýslu (25). Rturla Guðmundsson, Rvík, Sigurður Sigtryggsson, (25) Rvík og Sigvaldi Stefánsson (25) Rvík. tóku ekki próf sakir veikinda. V. bekkur. 1. Geir Zoéga, Rvík. 2. Guðmundur L. Hannesson, Stað í Að- alvík (100). 3. Jóhann Briem, Hruna (75). 4. Bogi Brynjólfsson, Rvík (25). 5. Georg Ólafsson, Rvík. 6. Ólafur Þorsteinsson, Rvík. 7. Guðmundur Guðmundsson (Jóhannes- sonar), Kirkjubóli í ísafjarðarsýslu (75). 8. Haraldur Sigurðsson, Rvík. Lárus Sigurjónsson, Húkavík í Norður- Múla. umsjónarmaður í bekknum (75) tók ekki prót sökum veikinda. IV. bekkur. 1. Stefán Jónsson, Hrísakoti á Vatnsnesi (100). 2. Konráð Stefánsson, Flögu í Vatnsdal (100), nmsjónarmaður í bekknum. 3. Ólafur Þorsteinsson, Eyrarbakka (75). 4. Jón Kristjánsson, Rvík. 5. Guðbrandur Björnsson, Miklabæ í Skagafirði (50). 6. Björn Pálsson, Rvík (75). 7. Bogi Benediktsson, Rvík (75). 8. Gunnlaugur Þorsteinsson, Vík í Mýr- dal. 9. Oddur Hermannsson, Rvík (25). 10. Jóhann Gunnar Sigurðsson, Svarfhóli í Miklaholtshr. (75). 11. Gunnar Egilsson, Rvík. 12. Magnús Júlíusson, Klömbrum í Húna- vatnssýslu. Jón Kristjánsson, Víðidalstungu, tók ekki próf sakir veikinda. III. bekkur. 1. Þorsteinn Briem, Álfgeirsvöllum í Skagafirði. 2. Magnús Pétursson, Sauðárkróki (50). 3. Ólafur Jóhannesson, Rvík (25). 4. Björgólfur Ólafsson, Rvík (50). 5. Ólafur Lártisson, Selárdal. 6. Brynjólfur Magnússon, frá Ljáskógum í Dalasýslu (50). 7. Andrés Björnsson, Brekku í Skagafirði, umsjónarmaður í bekknum (25). 8. Júlíus Havsteen, Akureyri. 9. Þórarinn Kristjánsson, br. nr. 4 í IV. bekk.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.