Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 4
44 launum næsta ár fyrir framúrskarandi dugn- að í jarðabótum, svo sem fyrir túngirðingar og sléttur (minnst dagsláttu), fyrir vel byggða og laghelda safnþró, og aukna matjurtagarða; er þetta, að eg veit, í fyrsta sinn, sem þessu hefur verið heitið, og er það eflaust spor í rétta átt. Þar komst einnig til tals skipting á hreppnum í tvo hreppa, og er það sérstaklega efri hlutinn, sem þess ósk- ar; er það eflaust ekki að ástæðulausu, því eins og nú er, er hreppurinn mjög stór og umfangsmikill. Lítið heyrist hér talað um kosningarnar næsta vor, eða að minnsta kosti kveður ekkert upp úr með það enn þá, en þó verð- ur það optast umtalsefni hjá mönnum, þeg- ar þeir hittast, og heyri eg engan svo fróð- an, að hann hafi hugmyndum, að neinn bjóði sig fram úr valtýska flokknum svo kallaða. Pólltiskur fundur var haldinn á Isafirði 5. þ. m. og svo hljóðandi ályktun samþ. með 31 samhlj. atkvæði: »Fundurinn lýsir því yfir, að hann er meðmæltur stjómarskrárbreytingu, byggðri á grundvelli þeim, sem ræðir um í síð- ari hluta konungsboðskaparins,*og skorar á kjósendur að kjósa þá eina til alþingis, sem ótvírætt lofa og treystandi er til að fylgja eindregið fram innlendri ráðgjafa- stjórn með ráðgjafa búsettum í landinu, en hafna þeim, sem fylgdu fram stjórnar- skrárbreytingarfrumvarpi því, sem sam- þykkt var á síðasta þingi«. ,Samsðng‘ hélt »Músikfélag« Reykjavíkur 12. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu undir forustu Br. Þorlákssonar söngkennara. Meðal annars söng þar nýstofnað söngfélag, er kallar sig »Káta pilta«. Frk. Elizabet Stephensen sörtg »sólo«, sömuleiðis Jón Jónsson sagn- fræðingur og Arni Thorsteinsson. Þorst. Jónsson járnsmiður lék á fíólín, og spil- að var á 10 hljóðfæri »sólo og kór« úr Judas Maccabæus eptir Hándel. Sam- söngurinn var mjög vel sóttur. Látinn er nýlega Jón Magnússon, bóndi að Broddanesi í Strandasýslu, faðir Björns prests á Miklabæ í Blönduhllð. Hann var kominn hátt á níræðisaldur, og hefur hann um langan aldur búið á Brodda- nesi og hélt búi til dauðadags. Hann var merkur sæmdarmaður. Sjálfsmorð. Hinn 3. þ. m. andaðist í Laugardals- hólum Magnús Magnússon, fyrrum bóndi í Efstadal. Hafði hann þá um morguninn reynt að fyrirfara sér með því að skera sig á háls, en tókst ekki alveg. Var þá læknir sóttur um daginn, en hann gat ekkert að gert, og dó maðurinn um daginn. Hann hafði lengi verið mjög bil- aður á geðsmunum, samfara líkamlegri vanheilsu. Var annars manna stilltastur í framgöngu, greindur vel og vandaður. Slysfarir. Um næstl. helgi komu ýms þilskip hing- að inn meira og minna löskuð, og sum með meidda menn, en 2 menn höfðu farizt, sinn af hvoru skipi. Hét annar þeirra Kristófer Jónsson fráPatreks- firði, og var að eins ráðinn í þennan eina »túr«. Hann féll útbyrðis af skipinu »Josefina« 7. þ. m. Hinn, sem drukkn- aði hét Helgi Magnússon unglings- piltur (18 ára) af Akranesi, og var á skip- inu »Kjartan« (eign J. P. T. Brydes). Hann fór útbyrðis snemma morguns 8. þ. m. í hægum vindi, féll aptur á bak út af borð- stokknum, er skipið tók skyndilega veltu, og varð annar skór hans eptir á þilfarinu. Allar björgunartilraunir urðu árangurs- lausar. Það heyrðist eða sást ekkert til piltsins framar. r Til ábuðar eru tvær hjáleigur í Hraungerðishverfinu lausarí næstkomandi fardögum, Starkar- húsin og Heimalandið. Hraungerði 24. febr. 1902. Ólafnr Sæmnndsson. ,IMPERIAL‘-ÞAKPAPPISN er hinn eini pappi, sem þolir rig-ning-arnar á ís- landi. Hann fæst ávalt hjá fiísla Þorbjarnarsyni í Reykjavík. Sýnishorn send ókeypis til 1. júlí um allt Island þeim sem óska. Þeir sem vilja fá GÓÐ og ÓDÝR TAU í sumar, gætu komið og pantað þau frá Chr. Jiincbers klæðaverksmiðju nú áður en „Laura" fer. (íísli Þorbjarnarson. Nýprenjuð eru : SKÓLAL J ÓÐ Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. Jörð til sölu og ábúðar. Heimajörðin Stóru-Vogar í Gull- bringusýslu með hjáleigunni Garðhús- u m ertil sölu nú þegar, og fæst til ábúðar í fardögum 1902. Vænt steinhús fylgir jörð- inni, 14 ál. langt og 10 ál. breitt. í með- alári fást 3 kýrfóður af töðu; útheysslægj- ur eru litlar, en landkostir góðir, og út- beit fyrir sauðfé er í bezta lagi, bæði í Qöru og heiðarlandi. Flesta vetur gengur sauðfé þar af gjafarlaust. Við Vogastapa var árlega til skamms tíma bezta veiði- stöð við Faxaflóa, og við Vogavík er lög- giltur verzlunarstaður. Verðið er lágt og borgunarskilmálar mjög góðir. Lysthafendur snúi sér til stjórnar Lands- bankans. Tryggvl Gunnarsson. T rypographinn er hið bezta og handhægasta áhald til að taka mörg endurrit af samá skjali. Fæst í tveim stærðum, kvarto og folio í bókaverzlun SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR. Þar fást einnig: Vasapennar úr gulli (Pelican pennar); bezta tegund vasa- pennaaðdómi þeirra.sem hafa notað þá. Gullblek, pautt blek, óaf- máanlegt merkiblek til að merkja lín, og m e r k i b 1 e k til að merkja kassa. Mikid af RITFÖNGUM. HÖFUDBÆKUR, KASSARÆKUR og KLADDAR, og inargt fleira. Allt mjög ódýrt eptirgæðum. VERZLUNIN (b 01 crq o- .GO DT H AA B4 Q* hefur alltaf miklar birgðir af öllum nauðsynjavörum t d. matvöru Kaffi. Sykur. Töbaki o. fl. o. fl. •s n» OQ , g P tr < "S 5’- 0 rt- c c0 ■ 3 . r-t ir -t D CTQ V . lO n> D P- N rt >- SL rr P 0 (A P -t crq 3 0 7? T5 n> TD 3 0 0 c Flest til bygginga, svo sem Þakjárn — Pappa innan og 1 húss — Saum allskonar—Málning — Fernisolíu — tti — Betrekstriga - Kalk — Cement — Múr- steina — Ofna — Eldavélar Til bátaútgjörðar : Færin alþekktu — Kaðla Netagarn — Segldúk Öngla margar tegundir bæði úr bómull óg hör. Gaddavírinn — ætíð nóg til af honum. Saltfiskur og haröfiskur mjög ódýr. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Áð eins vandaðar vörur eru fluttar. u. o Hvergi í bænum fá sveitamenn r-t* | jafngott port fyrir hesta sína. Verzlunin „GODTHAAB“ stenzt alla samkeppni, bæði hvað snertir verð og VÖrugaeði. c- rp 3 CTQ Thor Jensen. | í KRANSAR, stórt úrval, BLÓM- \ | KRANSBORÐAR og SLAUFU-PÁLMA- GREINAR. Elnnig allskonar KORT fást ætíð hjá mér. Skólavörðustíg 5. Svanl. Benediktsdöttir. LJnDIRRITADUR yflrréttarmálaflntn- ingsmaðnr hefur hús, íbúðarhús og verzlunarhús til sölu á góðnm stað í bænnm; ennfremur útvega eg mönnum, er flytja ætla hiugað til bæjarins, liús með géðn verði og gúðum skilmálnm, og gef allar nauðsynlegar upplýsingar gegn mjög vægri borgun. Reykjavík í marz 1902. Oddur Gislason. Inntökupróf til 1. bekkjar hins lærðaskóla verður haldið laugardaginn 28. júní næstkomandi. Um inntökuskilirðin vís- ast til reglugjörðar skólans 12. júlí 1877 3- 8r- °g til síðustu Skólaskírslu. Þeir nísveinar, sem vilja setjast ofar enn í neðsta bekk, verða að vera komn- ir til Reikjavíkur í birjun júnímánaðar, til þess að þeir geti gengið undirpróf með lærisveinum skólans. Reikjavíkur lærða skóla 6. mars 1902. Björix M. Ólsen. E 3 -a G c 50 <D E 3 bD bo 'E 3 bc c ‘E <D a n p Z 010 t 10 <o& P* cn C fe ro 15 æ +-> «3 d bX) a> > <s> co CD A — (O <D -J3 fO z cö « — fl Þ* « m <B QC t h , cn £ < >, * G Z ►3 < fl CQ I*eir, sem skulda lestrarfélagi presta í Arnessýslu eru vinsamlega beðnir að borga hið fyrsta til undirskrifaðs. Hraungerði 6. marz 1902. Ólafur Sœmundsson. )9V~ Trésmiðnr Magnús Biöndnlil vill taka efnilegan pilt til kennslu. V ottorð. Eg finn mig ómótstæðilega knúða til að senda yður eptirfarandi meðmæli: Eg undirrituð hef mörg ár verið mjög lasin aftaugaveiklun, krampa og ýmsum öðrum veikindum, er staðið hafa í sam- bandi við það, og er eg hafði leitað ýmsra lækna árangurslaust, fór eg að brúka Kína-lífs-elixír frá Waldemar Petersen í Frederiksbavn, og get með góðri sam- vizku vottað, að hann hefur veitt mér óumræðilega meinabót, og ftnn eg, að eg get aldrei án hans verið. Hafnarfirði í marz 1899. Agnes B j a r nadót t i r. húsfreyja. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis samæ sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kínu-Kfs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að —p-1 standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendt, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.