Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 11. apríl 1902. 1 5. „Bóndaso n“ °g Bjöpn Kpistjánsson. Eptir Halldór Jónsson. »Bóndason úr sveit« hefur ritað grein um bankamálið í 12. tbl. »Þjóðólfs« þ. á., sem hr. Björn Kristjánsson hefur svo ritað á móti í. 15. tbl. »ísafoldar«, þar sem hann þykist reka rnjög stamp- inn á »bóndason« þennan. Mér kemur að sönnu grein þessi ekk- ert við; eg hef hvorki ritað nokkurt orð né nokkurn staf í henni; en mál- efnið, sem þar er um að ræða, kemur öllum landsmönnum við. Hitt er það og, að »bóndason« þessi setur banka- dæmi sín fram nokkuð á annan veg, en þeir hafa gert, sem um bankamál- ið hafa ritað í blöðunum hingað til, enda er ágreiningurinn milli hans og B. Kr. aðallega um þetta reikningsform; mig langar því til, að leggja hér orð í belg. »Bóndason« setur upp dæmi sín á þann hátt, að hann telur einnig tekju- meginn jafnstóra fjárhæð sem þá, er bankinn borgar árlega í afborgun af gullláni sínu. Þetta hyggur B. Kr.að sé hin mesta vitleysa, og þykist sanna að svo sé. Eg vil nú leitast við að sanna það, að »bóndason« hafi rétt fyr- ir sér í þessu formi, en að B. Kr. fari hér með rangt mál. Það ætti reyndar að liggja hverjum glöggum manni í augum uppi, að taki bankinn gulllán og leggi í kassa sinn, getur hann eignazt þetta gull sannar- lega á þann hátt að borga það. Svo og hitt, að hann eignast árlega svo mikla upphæð af því í krónutali, eins og hann borgar lánardrottni sínum í af- borgun í krónutali. Sé gulllánið t. a. m. H/4 milj. kr. og bankinn borgi í afborgun af því fyrsta arið 25 þús. kr. þá er hann við það orðinn sannur eig- andi að 25 þús. kr. af gullinu, svo að lánardrottinn hans á þá ekki í vörzlum hans eptir af gulli nema 1V4 milj. kr. ~ 25 þús. kr. = 1225 þús. kr. — Á líkan hátt fer það, ef B. Kr. kaup- ir skip fyrir 8000 kr., borgar upp í það 4000 kr. úr eigin vasa, en tekur 4000 kr. lán til að borga það að fullu. í raun ^réttri á hann þá sjálfur að eins hálft skipsverðið. En greiði hann nú lánardrotni sfnum að ári liðnu 1O0O kr. i afborgun skipslánsins, þá er sú breyt- ing orðin, að hann er orðinn sanneig- andi að 5000 kr., í skipinu, en skuld- in við lánardrottinn hans hefur minnkað um 1000 kr.; er komin niður í 3000 kr. Svo fer ár frá ári, unz skuldin er greidd að fullu, en hann orðinn sann- eigandi alls skipsins. Þetta hygg eg muni vera það, sem »bóndason« hef- ur viljað láta koma fram í reikningum sínum; og honum tekst það réttilega. Á reikningi B. Kr. er aptur á móti sá stóri galli, að hann ber það ekki með sér, að bankinn verður sanneig- andi ár hvert að jafnstórum hlut af gullforðanum eins og ársafborguninni nemur. Reikningur B. Kr. er sem sé að eins »kassa-reikningur«,.er sýnir að vísu innborgun og útborgun, sem fram hefur farið a arinu, en ekki fjárhags- ástandið í reikningslok. En þá er ekki nema hálfsögð sagan. Við slíka reikn- ingsfærslu sezt fjárhagsástandið því að eins, að »kassa-reikningnum« fylgi jafn- aðarreikningur yfir eignir og skuldir í lok reikningsársins, eða reiknings tíma- bilsins. »Bóndason« viðhefurþá reikningsað- ferð, er að vissu leyti innibindur í sér bæði »kassareikning« og jafnaðarreikn- itig, og sem er það lang-almennasta reikningsform hér á landi. B. Kr. getur sannfært sig um þetta, ef hann vili, með því að gæta að reikn- ingum ýmsra opinberra sjóða, sem eru prentaðir í Stj.tíð. árlega. Efþeireiga einhverja fasta innstæðu eða eignast hana, eru þeir allir undantekningalaust færðir í líku reikningsfortni, og það, er »bóndason« viðhefur — nema banka- reikningurinn einn, en honum fylgir œfinlega jafnaðarreikningur. Utlendir bankar auglýsa í blöðum að eins jafn- aðarreikninga sína. Eg skal benda B. Kr. á Stj.tíð. síð- ustu, fyrir 1901. Þar er á bls. 10: Reikningur fiskimannasjóðsins, saminn af Halldóri Daníelssyni, bæjarfógeta; á bls. 52. reikningur Jóns Sigurðssonar legats, saminn af Páli Briem amtmanni ogjónasi Jónassyni; á bls. 71—72 reikn- ingur söfnunarsjóðsins, saminn af Eiríki Briem, Jóni Jenssyni og Birni Jenssyni. Enginn mun efast um, að þessir menn allir kunni að gera upp reikninga. All- ir þessir reikningar og miklu, miklu fleiri eru samdir í samskonar formi, sem »bóndason« viðhefur. Enda er það óhjákvæmilegt að færa upphæðir veittra lána og borgaðra lána aptur til jafn- aðar, þegar reikningsfærslunni er hag- að svo, að eignir sjóðsins við árslok (= activa jafnaðarreikningsisn) eru teknar upp i ársreikninginn sjálfan, sem út- gjöld, og hann er látinn byrja með til- svarandi eignum frá f. á. sem tekjum. Þetta sama form hefur landfógeti jafn- an notað við viðlagasjóðsreikning lands- ins. Þetta er þannig svo ákaflega al- mennt og rétt reikningsform, að það er stórmerkilegt, að kaupmaður B. Kr. skuli ekki þekkja það, en dirfast að vé- fengja það. Ársfjórðungsreikningar landsbankans eru aptur á móti færðir sem »kassa- reikningur«, enda fylgja peitn pess vegna œfinlega jafnaðarreikningur,því að annars vœri alls ekki auðið að sjá fjárhagsástandið. Eg hygg því, að hver reikningsfróð- ur maður geti skilið það, að »bónda- son« viðhefur bæði rétt og mjög venju- legt reikningsform, en að reiknings- form það, sem B. Kr. viðhefur er alls- endis ófullnægjandi, þar sem hann vant- ar það, að sýna fjárhagsástandið í lok reikningsársins. Sá jafnaðarreikningur sem B. Kr. hlyti að gera samkvæmt dæmi því, er hann tekur, yrði að sýna IO þús. kr. árságóða sem varasjóð. Hann mundi líta úthérum bil á þessa leið: Biðjiðætíð um •----------- --------------------------- OTTO MONSTED’S * DANSKA SMJÖRLÍKI * * sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksiniðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztn vörn ogr ódýrnstn í samanbnrði við gæðin. Fæst hja kaupmönnum. Eignir: Gullforði Fé í útlánum . | Fé í sjóði. . . . j 1,250,000 kr. 2,485,000 - 3,735,000 kr. Skuldir: Bankaseðlar í umferð . 2,500,000 kr. Eptirafláni (fyrir gull- forða) .... 1,225,000 - Varasjóður .... 10,000 - 3,735,000 kr. Eg skal ekki blanda mér neitt í deil- urnar uiji hinar einstöku fjárupphæðir, sem notaðar hafa verið bæði fyr og nú í reikningsdæmunum; þær eru allar á- gizkanir, settaraf handahófi, og ýmsar þeirra langt frá sennilegar; hægt að deila um þær fram og aptur. Glögg merki þess er það, að B. Kr. notar nú allt aðrar áætlana-upphæðir en hann viðhafði í sumar, þá er hann var í hlutafélagsbankanefndinni. En það sem þó er allra afkáralegast hjá B. Kr. er það, að hann kemur nú í grein sinni með söniu villuna, sem Indr. Einarsson flaskaði á síðastliðið haust, en sem B. Kr. þó segir, að Indriði »hafi leiðrétt í sömu grein«. Indriði hefur ekki tek- izt að leiðrétta villuna svo rœkilega, að B. Kr. hafi skilið hann B. Kr. segir sem sé, að af því »að bankinn verði að svara hinum útlenda lánardrottni sín- um í gulli, verði hann þegar eptir eitt ár að draga inn seðla, sem nemi tvö- földum reikningshallanum«. Það var einmitt petta, sem Indriði var að leið- rétta, af því að hann viðurkenndi, að það væri rangt hjá sér. En B. Kr. skilur ekki villuna enn. Indriði var þó það betri, að hann lét sér skiljast það, að banki, sem fær á ári hverju yfir 3/4 milj. kr. tekjur innborgaðar erlendis, muni geta notað 75 þús. kr. af þeim til að borga afborgun og vexti skuld- ar sinnar þar. Hann reyndi því sjálf- ur að kveða niður drauginn. En B. Kr. vekur hann nú upp aptur og byggir svo á honum allan sinn vísdóm — sem vitanlega verður fóstri líkur. Þar sem B. Kr. ber það á mig, að eg hafi einhverstaðar áætlað kostnað við hvert útibú 10 þús. kr. á ári, hygg eg að það sé misminni hans eða mis- skilningur. 1 grein minni um stóra hlutafélagsbankann í Andvara 1900 — gerði eg þvert á móti ráð fyrir kostn- aði við útibú hans, 5—6000 kr. á ári við hvert, og var pó par að ræðaum meira fjármagn en nú er. Hitt kann eg einhvern tíma að hafa sagt, að sú upphæð mundi reynast oflítil, ef setja ætti á stofn sjálfstæða banka í kaup- stöðum landsins með samastjórnarfyr- irkomulagi og landsbankinn hefur. Ofanritaðri grein hefur ritstj. »ísa- foldar* neitað um upptöku í blaðið. Eins og allir sjá, er grein þessa lesa, er hún að eins hógvær leiðrétting á þremur villum f grein eptir B. Kr. í 15. tbl. sísafoldar; i° þeirri villu hjá B. Kr., að »bóndason« hafi rangt reikn- ingsform, 2° þeirri villu, að banki þurfi að skerða gullforða sinn, þótt árstekj- ur hans »netto« ekki nægðu til að greiða að fullu ársafborgun af láni og 30 þeirri villu, að eg hafi áætlað 10 þús. kr. kostnað við hvert útibú á ári. Þetta, að ritstj. ísaf. lokar dálkum blaðs síns fyrir slíkum leiðréttingum, sýnir, að hann vill ekki láta lesendur sína hafa aðgang að því, að lesa það sem rökrétt er og satt í þessu banka- máli. En þegar svo langt er komið, er ekki að vænta, að nokkur réttsýnn maður taki hið allra minnsta mark á ritsmíðum þeim, sem blaðið flytur um málið, enda úir þar og grúir að jafn- aði af fáfræði, öfgum, vanþekkingu og rangfærslum. Halldór Jónsson. Kosningarnar í vor. I. Nú líður óðum að þeim tíma, er þjóðin á að velja sér fulltrúa til auka- þingsins í sumar, og þótt að Hkindum megi gera ráð fyrir, að nú verði ekki tjaldað nema til einnar nætur, og nýj- ar kosningar fari fram aptur 1903, þá ríður samt mjög mikið á, að nú sé vel til valsins vandað, því að kosningarn-- ar í vor eiga að vera og hljóta að vera hinn sanni undirbúningur und- ir kosningarnar 1903. Það sem auka- þingið í sumar samþykkir f stjórn- arskrármálinu, verði valtýska frv. hafn- að, það verður þingið 1903 að sam- þykkja óbreytt, ef allt á ekki að fara út um þúfur, og ef vér eigum að fá enda a þessari stjórnarskrárdeilu, sem nú mörg undanfarin ár hefur að meira eða minna leyti kæft öll önnur þýðingarmikil mál. „Varðar mest til állra orða, und- irstaðan rétt sé fundin “. Það er auka- þingið í sumar, sem í raun og veru ræður öllu um, hverjar lyktir verða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.