Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 2
58 á stjórnarbótarbaráttu vorri. Takist kosningarnar í vor svo hraparlega, sem reyndar er ekki gerandi ráð fyrir, að Hafnarstjórnarmenn, fylgifiskar Val- týs, komi liðfleiri á þing en heima- stjórnarmenn, þá er stjórnarmáli voru öllu í mikið tvísýni teflt, svo mikið tvísýni, að sjálfstæði og sjálfstjórn ís- lands mundi verulegur háski búinn, því að Hafnarstjórnarmönnum á síðasta þingi þótti svo vænt um króann sinn — valtýska frumvarpið — að þeir mundu kynoka sér við að stytta honum ald- ur, heldur lofa honum að lifa, ef þeir gætu, og smella með því „stjórnarbót- inni“ sinni á þjóðina. Þá gætu þeir sigri hrósandi sezt að krásunum hjá Valtý þeirra elskulegum. Nú er því tekinn afarmikill kosningalífróður í öllu Hafnarstjórnarliðinu, og því svæsnari, sem nær dregur kosningunum. Þeir sjá hve þýðingarmiklar þær eru fyrir framgang þess máls — valtýskunnar —, er þeir hafa tjóðrað sig svo lengi við, þvi að þrátt fyrir allar yfirlýsingar þeirra um fylgi við konungsboðskap- inn — ráðherrabúsetuna hér — þá er sjálfsagt fyrir alla þa kjósendur, er heimastjórnar óska fremur en Hafnar- stjórnar, að hrinda hverjum þeim frá kosningu, er annaðhvort hefur á síð asta þingi greitt atkvœði með frumv. Valtýs eða vitanlegt er um, að ver- ið hafi áhangandi Hafnarstj'órnar- steýnunnar og stutt hana, því að það er vissara að trúa ekki fagurgala þeirra nú. Lofum þeim að bíða þangað til síðar, er lengra er liðið frá og kapp- ið farið að kólna, ef einhverjir þeirra manna kynnu að öðru leyti að þykja nýtir á þingi. Nú í vor verða kosningarnar ein- göngu að suúast um tvö aðalmál, fyrst og fremst um stjórnarskrármálið, og svo um bankamálið, er gert hefur verið að eindregnu flokksmáli í Valtýsliðinu. Kjósendur verða að gæta þess, að hafna þeim mönnum, sem þekktir eru að því að hafa viljaðkoma landsbank- anum fyrir kattarnef og afhenda seðla- útgáfurétt landsjóðs útlendingum í hend- ur. En það eru fjörráð við fjárráð vor, og skal ekki frekar á það minnst í þetta sinn. Það mál ætti að vera orð- ið landsmönnum nokkurnveginn ljóst. Kjósendur til alþingis! Þér verðið að hafa það hugfast, að á yður hvílir þung ábyrgð, ef kosningarnar mistak- ast í þetta skipti. Yður verðurað vera fulljóst, hve afarþýðingarmiklar þær eru, og hversu áríðandi er, að þér lát- ið ekki blekkjast til að velja þá menn sem fulltrúa, sem kunnir eru að fornu og nýju Valtýsfylgi í stjórnarskrármál- inu og bankamálinu. Það getur kom- ið yður og niðjum yðar óþægilega í koll. II. Af því að nú er svo skammt til kosninganna þykir Þjóðólfi hlýða að minnast ofurlítið nánar á þær í hin- um einstöku kjördæmum til leiðbein- ingar fyrir kjósendur, og verður þá byrjað á Austuramtinu og haldið það- an norður og vestur um. í Austur-Skaþtafellssýslu kvað séra Olafur í Arnarbæli hafa hugsað til þingsetu aptur, og töluvert smalað þar fyrir hann í vetur, en eptir síðusfu fréttum mun hann hafa gugnað við það, því að mælt er, að hann sé nú lagð- ur upp í leiðangur fyrir sjálfan sig i Árnessýslu, ásamt Éggert bónda í Laug- ardælum(?), og ætli þeir félagar nú að knýja það kjördæmi undir ok Valtýs, og verður síðar minnst á það nánar. En svo spá menn því, að Valtý sjálf- um sé ætlað með tilstyrk Guðlaugs sýslumanns að hertaka Austur-Skapta- fellssýslu, því að valtur kunni að verða sess Valtýs í Vestmannaeyjum. Treysta menn Guðlaugi þá bezt til að styðja foringjann upp í Ólafs sæti, en prestur þoki um set, og það þá látið ráðast, hvort hann geti holað sér nokkurs staðar niður annarsstaðar. Auk þess getur sýslumaður sem kjörstjóri í báð- um sýslunum — Austur- og Vestur- Skaptafells — reyntað hagaþví svo til, að hann komist sjálfur að í austursýsl- unni, en Valtýr í hinni. En mjög er þá Skaptfellingum gengið, ef þeir láta þrengja inn á sig manni, er jafnóþarf- ur hefur reynzt á þingi sem dr. Val- týr, og jafnmikil pólitisk óöld hefur risið af í landinu. Með kosningu hans mundu Skaptfellingar setja kórónuna á allt valtýska hneykslið síðan 1897. En sem betur fer mun engin hætta á, að svo verði. Skaptfellingar eru eflaust sjálfstæðari og þjóðræknari menn en svo, að þá hendi slíkt óhapp. Auk þess hafa nú Austur-Skaptfeilingar völ á hinum gamla þingmanni sínum Jóni prófasti Jónssyni á Stafafelli, sem nú kvað hafa lýst því beinlínis yfir, að hann væri eindreginn heimastjórnar- maður og genginn úr liði Valtýs. Er því sjálfsagt fyrir Austur-Skaptfellinga að kjósa hann, ef þeir hafa ekki á öðrum völ, sem aldrei hefur verið bendlaður við neina valtýsku, enda mun séra Jón nú hafa allmikið fylgi í kjördæminu. Gagnvart Valtý, Guð- laugi eða séra Ólafi, er enginn vafi á, að séra Jóni er bezt treystandi til að efna loforð sín og fylgja heimastjórn- arflokknum að máli, og það eitt er nóg fyrir kjósendur til að velja hann framar hinum, hverjum um sig, enda mun séra Jón auk þess vera andstæð- ur Warburgs bankanum svo nefnda og að því leyti ákjósanlcgri enhver hinna, þótt meiri mælgimenn séu en prófastur. í Suður-Múlasýslu eru kosningahorf- ur hinar álitlegustu fyrir heimastjórn- arflokkinn, því að enginn minnsti vafi er á því, að Guttormur Vigfússon verði endurkosinn, Hann er svo kunnur að staðfestu og tryggð við sinn málstað, svo góður drengur og svo reyndur orðinn sem þlngmaður, að Sunnmýl- ingar fara ekki að hafna honum. Jafn- framt er fullyrt, að kosinn verði með honum einhver þessara þriggja manna: Jón Bergsson óðalsbóndi á Egilsstöð- um, Björgvin Vigfússon umboðsm. á Hallormsstað eða Ari Brynjólfsson bóndi á Þverhamri, hver þeirra sem mest fylgi hefur, því að sá þeirra verð- ur í boði, en allir eru menn þessir eindregnir heimastjórnarmenn, og hin líklegustu þingmannaefni. Tulinius sýslumaður kvað gerast svo djarfur að bjóða sig aptur, ensýslubúar hans jafn- staðráðnir í að gera honum þann greiða, að láta hann sitja heima, og er þeirra vit og forsjá að meiri. Jón Óiafsson, er ætlaði að steypa Guttormi með til- styrk Axels, er nú alveg hættur við þá fyrirætlun, •— fékk alls enga áheyrn þar eystra, en ætlar nú að leggja und- ir sig höfuðstaðinn(l) Um Norður-Múlasýslu er það að segja að þar bjóða sig fram úr heima- stjórnarflokki: séra Einar í Kirkjubæ og líklega Ólafur Davíðsson verzlunar- stjóri á Vopnaflrði, því að eptir síð- ustu fréttum kvað hann hafa fengið leyfi hjá yfirmönnum sínum í Höfn að bjóða sig fram til þings, og þykir því enginn vafi á að hann verði kosinn, því að hann er sagður hæfileikamaður mikitl, einarður og fylginn sér, og hinn ótrauðasti heimastjórnarmaður. En færi svo, að hann einhverra h'.uta vegna geti ekki gefið kost á sér, hafa Norð- mýlingar augastað á öðrum velhæfum manni í hans stað, Sölva hreppstjóra Vigfússyni á Arnheiðarstöðum (bróður Guttorms alþm.), greindum manni og gætnum. Enþaðtelja menn líklegt, að séra Einar nái endurkosningu. Er hann nú viss fylgismaðut beimastjórnarflokks- ins, og því hættulaust fyrir þann flokk að styðja hann af fremsta megni. — Hinsvegar kvað Jóhannes sýslumaður aptur gefa kost á sér, og jafnvel Jón fyrv. alþm. frá Sleðbrjót sem flokks- maður sýslumanns(l) og er það nokk- uð kynlegt, ef satt er. Það ætti að vera nóg til þess, að Norðmýlingar höfnuðu honum. En vér viljum ógjarn- an trúa því, að honum hafi missýnst svo að ganga í bandalag við sýslu- mann í þessum kosningaleiðangri. Það ætti að reynast mjög misráðið fyrir hann. En sýslumaður á ekkert erindi á þing, að minnsta kosti meðan öll von er ekki úti um, að Valtýr mágur hans komist að, og enda ekki hvort sem væri. Mega og Norðmýlingar vita það, að enginn er Valtý trúrri né fylgispakari, sem eðlilegt er að vísu frá „almennu sjónarmiði“. Um þing- mannshæfileika hans að öðru leyti vilj- um vér ekki dæma, af því að oss er kalalaust við manninn persónulega. — Vér vonum fastlega, að Norðmýling- um auðnist að senda nú ótvíræða heimastjórnarmenn á þing. Um Norður-Þingeyjarsýslu er fátt að segja. Þaðan fær Valtýsflokkurinn ekki liðsauka. Og tekst nú vonandi betur en síðast, þá er Norður-Þingey- ingar voru svo óheppnir, að vera full- trúalausir á þingi og styðja þannigað yfirráðum Valtýsflokksins. Eptir því sem heyrzt hefur, mun Árni prófastur á Skútustöðum talinn einna líklegast- ur til þingmennsku þar. Og mun það sæti vel skipað, er hann skipar á þingi-__________________ í Suður-Þingeyjarsýslu verður Pétur á Gautlöndum að sjálfsögðu endurkos- inn. Um aðra ekki þar að tala, er við hann geti keppt eða vilji keppa. í Eyjajjarðarsýslu er Stefán bóndi i Fagraskógi taiinn viss með endur- kosningu, enda er Eyfirðingum engin vansæmd að honum. Hann er einarð- ur maður, frjálslyndur, staðfastur mjög í skoðunum, og drengur hinn bezti. Slikan kynnti hann sig á síðasta þingi. Hins vegar hefur nokkur mótspyrna myndazt í Eyjafirði gegn Klemens sýslumannijónssyni,ensamt getur verið, að hann nái kosningu. En Guðmund- ur hreppstjóri Guðmundsson á Þúfna- völlum kvað hafa allmikið fylgi í kjör- dæminu, svo að hann geti jafnvel orð- ið sýslumanni skeinuhættur. Hann er eindreginn heimastjórnarmaðnr. Ur flokki hinna er ekki nefndur neinn kandídat, því að menn ætla, að Einar Hjörleifsson heykist við framboðið. Reyndar kvað hann hafa verið að manga til við Eyfirðinga síðan í haust, en orðið lítt eða alls ekkert ágengt. Er sennilegt, að glæsimenni þetta prýði ekki þingbekkina í þetta skipti, enda þótt „Norðurland" gæti án hans verið. í Skagafirði er fjöldi kjósenda ó- ánægður með fyrri þingmenn sína, og vill gjarnan skipta um, enda mættu þeir báðir missa sig af þingi. Er það ekkert launungarmál, að margir hrepp- ar kjördæmisins hafa þegar sent Jóni Jakobssyni landsbókaverði áskorun um að gefa kost á sér þar nyrðra í hinu forna kjördæmi sínu, en óvíst er enn, hvort hann sér sér fært ýmsra erfið- leika vegna að verða við þeim áskor- unum. En þó eru meiri líkur til þess, og ættu Skagfirðingar þá ekki að vera í neinum vafa um að kjósa hann, því að hann er maður mjög vel máli far- inn, óveill og harðsnúinn að hverju sem hann gengur, en Valtýingur eng- inn og því góður liðsmaður í heima- stjórnarflokknum. Er og talið víst af kunnugum mönnum, að hann nái kosn- ingu í Skagafirði, ef til kemur. Ásamt honum hafa nú Skagfirðingar einnig völ á mjög efnilegu þingmannsefni úr heimastjórnarflokknum, en það er séra Björn Jónsson á Miklabæ, er mun bjóða sig fram gegn þeim 01. Briem og Stefáni, fyrir áskoranir ýmsra manna. Séra Björn er alkunnur dánumaður, hæfileikamaður og stefnufastur í skoð- unum, langlíklegasta þingmannsefnið, er Skagfirðingar munu hafa innan hér- aðs, enda þótt hann hafi lítt eða ekki gefið sig við pólitík fyrri. Væri Skag- firðingum sæmd að honum sem fulltrúa ásamt Jóni Jakobssyni í stað þeirra Ól. Br. og St. St. Skiptu þeir nú þannig um hefðu þeir rækilega rek- ið af sér slyðruorðið, er þeir hafa hingað til fengið fyrir deyfð og áhugaleysi í landsmálum, ef til vill óverðskuldað, og af því að þingmaður þeirra annar (Ó. B.) hefur verið svo einstaklega „svæfandi". En samt er Stefán talinn miklu valtari fyrir, enda er hann ekki mosavaxinn sem hinn. í Húnavatnssýslu er Hermann tal- inn viss, en óvíst enn, hver verður með honum úr hans flokki, annaðhvort fyrv. þingm. Jósafat Jónatansson, eða annar góður bóndi. Jósafat þó talinn líklegastur, enda á hann marga fylgis- menn, og ekki þarf að efast urn trú- lyndi hans og staðfestu. Sumir kvað þó hafa augastað á séra Bjarna Páls- syni í Steinnesi sem þingmannsefni af heimastjórnarflokki, en óráðið er, að hann gefi kost á sér. Júlíus læknir býður sig fram, en mun ekki fá nægi- legt fylgi. Svo eru Hafnarstjórnar- menn hins vegar með Pál Briem amt- mann og ef til vill Björn Sigfússon á Kornsá, en talið sennilegast að þeir muni ekki leika fram nema öðrum þeirra — amtmanni. En allhæpið mun, að hann nái kosningu, að því er frétzt hefur, enda væri það kynlegt, efHún- vetningar færu nú aptur að falla í faðm valtýskunnar, svo einbeittlega sein þeir hafa barizt gegn henni. En amtmað- ur hefur sýnt það ljóslega með grein- um sínum í „Norðurlandi", að hugur hans hefur hneigzt og hneigist allur valtýsku meginn. Skal ekki farið frek- ar út í þá sálma hér, enda hefur þess áður verið getið, hvers vegna ráðlegra mundi, að amtmaður kæmi ekki á þing í þetta sinn. Norðurland má- held- ur ekki án hans vera, því að þá yrði það höfuðlaust, og Einar ráðalaus. Tortryggni. — «0 » — Þegar lieimastjórnarmenn halda því fram, að vissara sé, að kjósa ekki Valtý- inga til þings í vor, erviðkvæðið hjáfor- kólfum og blöðum Hafnarstjórnarmanna, að slíkt sé ástæðulaus og ljót tortryggni, enda þótt margir sannsögulegir viðburðir gefi heimastjórnarmönnum rétt til slíkrar tortryggni gagnvart andstæðingum sínum. Eitt af því, er gefur ástæðu til að tor- tryggja Valtýinga, er það, hve tortryggn- ir þeir eru sjálfir. Alþingissetningardaginn síðastliðið sum- ar mátti sjá eitt slíkt dæmi: Aldursfor- seti n. d. Tr. G., stýrði fundi við forseta-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.