Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.04.1902, Blaðsíða 3
59 ltosning þar, eins og lög gera ráð fyrir. Og er hann ætlaði að fara að lesa á at- kvæðaseðlana, stóðu þeir dr. Valtýr og M. Torfason, upp úr sætum sínum, gengu að forsetastóli og tóku stöðu að baki aldursfors., V. til hægri, en M. til vinstri handar, og lásu ásamt honum á seðlana. Hafði doktorinn, sem er fremur væskils- legur vexti, sýnilega ekki lítið fyrir því, að teygja sig yfir olnbogabót Tryggva. En furðu seyrinn innra mann þarf sá að hafa, er getur látið sér detta í hug, að forseti muni leyfa sér að falsa atkvæða- greiðslu með röngum lestri á atkvæða- seðlana. Enda væri innanhandar, að at- huga seðlana á eptir, ef astæða þætti til. Það hefur verið sagt í ísaf., að heima- stjórnarmenn hefðu á alþingi í sumar sýnt af sér svo mikla óstilling, að flykkj- ast allir úr n. d. inn í e. d., þegarstjórn- arskrármálið var þar til umræðu. Þetta eins og fleira hefur blaðið sagt, til að reyna, að fá þá til að trúa, er ekki vissu hið sanna, það nfl., er öllum viðstöddum er kunnugt, að úr báðum deildum voru nokkrir þingmenn af báðum flokkum, nokkurnveginn jafnt áheyrendur stundar- korn 1 þeirri deildinni, er stjórnarmálið var hjá til umræðu. Og þegar ein þýð- ingarmikil atkvæðagreiðsla um þetta mál fór fram í e. d., bar svo við — af til- viljun? — að 4 Valtýingar (V. G., M. T., St. St., Sig. Sig.) stóðti í hvirfing bak við stól Axels Tuliniusar meðan á atkvæða- greiðslunni stóð. Þeir munu þó ekki hafa tortryggt hann?! Áhorfandi. Til „hins dóleidda*'. Sr. J. P.! Velkomið, að hafa ánægj- una af því, að »leggja út« gerðir rntnar og lesa orð nrín eins og —----biblíuna! B. B. Nýr sigur! Á laugardagskveldið er var, stofnuðu Valtýingar til stjórnarmálsfundar, er þeir nefndu svo, og höfðu sigað Jóni bóksala Olafssyni á undan sér — líkt og Búar reka stórgripi fyrir sér í áhlaupum. Fundur þessi átti að sýna gengi Valtýs- flokksins hér í bænum og samþykkja í ýmsum helztu landsmálum ofan í fund þann- er and-Valtýingar héldu um daginn. Undu Valtýingar illa við, hve gersamlega þeirurðu undir þá, og ætluðu nú að sýna sig; enda höfðu þeir „agiterað" fyrir fund- inn, hann Hjálmar og aðrir sendlar ísafoldar. Og sigur varð það líka — á „ísfoldsku", en á réttu máli einhver sá hraparlegasti ósigur, sem Valtýsklfkan hér f bæ hefur beðið um langan aldur. Á fundinum voru stóru spámenn Val- týskunnar, Kr. yfirdómari og fleiri, en ekki talaði Kristján á þeim fundi. Þrjú þingmannaefni Reykvfkinga töluðu — ásamt fleirum —- og skal hér nokkuð minnst á frammistöðu þeirra á fundinum. Jón Olafsson talaði, eins og vant er, af mælsku en niinni hyggindum; hafði lítið annað að segja, en að hann væri með konur.gsboðskapnum, og engum pólitisk- um flokk fylgjandi. í fundarlok boðaði hann þau stórtfðindi, sem hann nú upp á síðkastið hefur gengið þrunginn með, er hann bauð sig fram til aiþingis hér í Reykja- vík, — hér, þar sem allir þekkja hann!! Honum var mjög umhugað, að vita með vissu, hvort nokkrir pólitiskir flokkar væru nú til o. s. frv- — Eg þykist ekki þurfa að lýsa því nán- ar hér,hvaða fjarstæðaþað er fyrir Jón Olafs- son að hugsa til þingmennsku hér. Kosn- ingarnar munu þegjandi skýra frá því, hvers virði Reykvíkingar álíta J. O. sem pólitiska stærð. — Tryggvi Gunnarsson sagðist álíta, að ad því leyti, sem allir segdust vera konungs- bod. fylgjandi, væru hér engir flokkar, en með því að reynslan hefði kennt mönn- að treysta ekki þeim um of, sem brugðizt hefðu, þá hlytu hér að verða flokkaskipti um kosningarnar — hverjum þjóðin vildi treysta til að standa við sínar yfirlýsingar og hverjum ekki. Tók hann það ennfrem- ur fram, að Isafold sem málgagn Valtýs- flokksins gangi ekki sem bezt á undan sínum flokksmönnum að því er áreiðanleik og sannsögli snertir, sem sjá mætti af því, að hún hefði dirfzt að skýra algerlega rangt frá því, sem fram fór á síðastliðnum póli- tiskum fundi, þrátt fyrir að húsfyllir var þá viðstaddur, sem hlaut að vera f fersku minni, hvað gerzt hafði á fundinum. — Hvernig ætti að treysta slíkum til þess að standa við sínar yfirlýsingar? — Þessari forsjálni var tekið með fögn- uði af áheyrendum. Jóni Jenssyni þótti ekki fallegt, að tor- tryggja sig um það, að hann mundi taka konungsboðskapnum, sagðist vera vand- aður maður og lipurmenni — það dygði ekki að koma fram eins og einhver bölv- aður þjösni í pólitíkinni o. s. frv. Leidd- ist mönnum þessi fyndni ekki svo mjög, en hitt þótti mönnum leiðara, þegar hann fór að þakka valtýskunni fyrir konungs- boðskapinn. —Er það nú orðið að almennri meiningu manna hér í Reykjavík, að ef J. J. dettur í hug að komast á næsta þing, þá sé hon- um betra að sitja heima, en að koma á pólitiska fundi og gera háð að sjálfum sér. Þessir tveir nýafstöðnu pólitisku fundir mega því vera sönnum heimastjórnar- mönnum hið mesta gleðiefni, bæði að þvf er snertir undirtektirnar undir konungs- boðskapinn, og ekki síður bankamálið, þar eð samþykkt var að hafna svonefndum „stórabanka", sem Björn Kristjánsson hef- ur verið að dragnazt með, en hugsa heldur um að efla landsbankann. Isafold getur því sagt að hún og henn- ar nótar hafi unnið nýjan og stóran sig- ur! — samkyns og endranær, er hún þyk- ist hafa sigrað mótstöðumenn sína. Aheyrandi. Á sko p un. Þá er Austur-Landeyingar urðu fyrir hinu stórkostlega manntjóni árið 1894, urðu ýms- ir, bæði utan og innan Rangárvallasýslu til þess að rétta þeim hjálparhönd og skjóta saman fé handa þeim, sem mesta neyðina liðu. En það fé, sem þá kom inn, varð svo mikið, að áliti þeirra, sem um það áttu að fjalla, að eigi sýndist brýn þörf á, að brúka það allt þá í svipinn. Og af afganginum. 550 krónum, var því stofnaður sjóður, er ber nafnið: „Styrktarsjóður handa ekkjum og munaðarleysingjum í Rangárvallasýslu". — Eins og skipulagsskrá þessa sjóðs ber með sér (sbr. Stjórnart. B. 8, 1895), er það til- gangur þessarar sjóðsstofnunar, að styrkja þær ekkjur og munaðarleysingja í sýslunni, er þess hafa brýna þörf og efni sjóðsins leyfa, sérstaklega þar sem um sjódrukknanir og voveifleg dauðsföll er að ræða. — En þar sem sjóðnum bætast ekki neinar vissar tekj- ur, en hann nær, samkvæmt skipulagsskránni, yfir allstórt svæði, þá gefur að skilja, að ó- tal, ótal mörg ár hljóta að líða þar til hann getur veitt nokkra verulega hjáip, ef hann að eins verður að þroskast fyrir eigin krapta, þ. e. a. skilja, fyrir hina árlegu vexti ein göngu. Þess vegna leyfi eg mér, sem nú- verandi í stjórn sjóðsins, að skora hér með á alla sjálfstæða sjómenn úr Rangárvalla- sýslu, en sérstaklega þó formenn — þar þeir geta eðlilega haft góð áhrif á háseta sína — að hafa sjóð þennan í huga á þess- ari yfirstandandi vertíð eða við endalok henn- ar- ~ Að vísu ganga allir daglega í dauð- ans hættu, en þó ekki hvað sízt þeir, sem um lengri eða skemmri tíma verða að sækja lífsbjörg sína og sinna út á hið opna haf. Og er því ekki ósennilegt, — miklu fremur til þess ætlandi, — að mönnum I slíkum kringumstæðum komi iðulega til hugar, hver forlög blði konu og barna, ef ferjuna ekki ber að landi þann og þann daginn. Og sé slík hugsun vakandi fyrir mönnum, þá ætti þeim ekki að vera óljúft, að styðja með 1 eða 2 fiskvirðum stofnun, sem hefur þann tilgang, að styrkja þeirra eða annara eptir- látna ástvini og einStæðinga, en sem ekki fær notið sín vegna fátæktarinnar og þess, hversu fáir þeir eru, sem um gagn hennar og tilgang hugsa á meðan neyðin etgi krepp- ir að. — Frá aldaöðli hafa áheit átt sér stað, sumpart að vísu vegna hjátrúar, en sumpart líka til guðsþakka og vegna þess, að menn hafa álitið þann, sem á er heitið alls góðs maklegan. Og með tilliti til þessa sýnist ekki illa viðéigandi, að þeir sjómenn úr Rangárvallasýslu, sem eigakonu og börn, bíðandi heima með kvíða og þrá í brjósti, geri það áheit með sjálfum sér, að rétta sjóðstofnun þessari sína veiku og vanmátt- ugu hjálparhönd, ef drottinn leiði þá heila á hófi og með sæmilegum afla heirn aptur, þessari stofnun, sem hefur þann aðaltilgang, ef efnin leyfdu, að svara fyrir þeirraogann- ara slíkra' manna líf, frá efnalegu sjónar- miði skoðað. — Að vísu hefur reynsla síðast- liðinna ára sýnt oss Rangæingum það, bæði þegar slysið hitti Austur-Landeyinga 1894 og nú á síðastliðnu vori Austur-Eyfellinga, að hönd bræðranna og systranna í fjarlægð er alls ekki lokuð, þegar þörfin kallar að, heldur örlátlega fram rétt. En þótt gott sé að taka slíkum vottum mannkærleikans, sem vér Rangæingar höfum orðið aðnjótandi og þeir séu mikillar þakkar verðir, þá ber oss, þá ber hverjum einum, að hafa það hug- fast, ad betra er hjd sjd/fum sér ad taka, en sinn bródur að bidja. — En að vér Rangæ- ingar yrðurn í framtíðinni færari um, að taka á móti slíkum og þvílíkum slysum, sem oss hefur á liðnum árum af sjáfarins völdum hent, það hefur óefað verið tilgangurinn með þessari sjóðstofnun, enda bendir og skipulagsskráin til þess. En eigi þessi sjóður fyrir ekkjur og munaðarleysingja í Rvs., að bafa aðra og rneiri þýðingu, en nafnið tórnt, þá verður það að verða vakandi fyrir mönnum þeim, sem hlut eiga að máli, að nafnið eitt getur ekki styrkt eða hjdlpað peim, sem hjálpina purfa i framtfðinni., held- ur verður sjóðurinn fyrir almenna og drengi- lega tilstuðlun þeirra, sem hlut eiga að máli að geta tekið þroska og framförum, svo til- gangurinn náist. Og að því, að þeir menn, sem þetta sérstaklega snertir, leggi hver ög einn fram sinn litla skerf, eiga þessar línur að miða. En hafi þessi mín áskorun einhverja þýðingu, þá mundi það nægja, að þeir, sem vildu rétta sjóði þessum styrkt- arhönd sína skrifuðu inn þær krónur eða þá aura við þá verzlun, er þeir ættu við- skipti við, því að að óumsömdu ber eg það traust til allra siíkra verzlana, að þær mundu borga mér eða þeim, sem þá stæðu fyrir sjóði þessum krónurþær og aura í peningum umtölulaust og heldur hvetja en letja við- skiptamenn sína til að rétta honum hjálp- arhönd. Breiðabólstað 14. rnarz 1902. Eggert Pálsson. VOTTORÐ. Eg hef síðustu 6 ár verið þungt hald- inn af geðveiki og brúkað við því ýmis- leg ineðul, en árangurslaust, þar til eg fyrir 5 vikum fór að brúka Kína-ltfs-elix- ir Waldemars Petersen í Fjiðrikshöfn. Þá fekk eg undir eins reglulegan svefn; og þegar eg var búinn með 3 glös af elixírnum, kom verulegur bati, og vona eg, að mér batni alveg, ef eg held á- N fram með hann. Staddur í Reykjavík. Pétur Bjarnason frá Landakoti. A.ð framanskráð yfirlýsing sé af frjáls- um vilja gefin og að hlutaðeigandi sé með fullri skynsemi, vottar L. P á 1 s s o n prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjáflestum kaupmönnum á fslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta veleptirþví, að p standi á flösk- unum I grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið VValde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. Reikningur yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins í Stykkis- hólmi fyrir árið 1901. Tekjur: 1. Peningar í sjóði frá f. á.....1.650. 26 2. Borgað af lánum: a. fasteignarveðslán . 670. 00 b. sjálfskuldarábyrgð- arlán.............9.697. 00 c. lán gegn annari tryggingu......... 4Q°- 00 10.767. 00 3. Innlög í sparisjóðinn á árinu .............6.786. 37 Vextir af innlögum lagðir við höfuðstól. . 573. 80 7.360. 17 4. Vextir: a. af lánum .........1.019. 23 b. aðrir vextir . . . 35- 10 1.054.33 5. Ymislegar tekjur.............. 50. 07 6. Ógreiddir vextir.............. 16. 65 7. Fasteign...................... 857.85 Alls 21.756. 33 Gjöld : 1. Lánað út á reikningstímabilinu: a. gegnfasteignarveði 850. 00 b. — sjálfskuldaráb. 11.595. 00 c. — annari trygg- ingu................1.100. 00 i3.i;a^. 00 2. Utborgað af innlögum samlagsmanna .... 5.272. 96 Þar við bætast dag- vextir 16. 23 5.289. 19 3. Kostnaður við sjóðinn a. laun 75. 00 b. annar kostnaður . Lri tJ O 127. IO 4. Vextir; a. af sparisjóðsinnlög- um 573- 80 b. aðrir vextir .... 573- 80 5. Til jafnaðar móti tekjulið 6 . . . 16. 65 6. Fasteign útlögð sjóðnum .... 667. 60 7. í sjóði hinn 31. des. 1.536.99 AIls 21.756.33 Jafnaðarreikningur sparisjóðsins í Stykkishólmi 31. des. 1901. (I !ok reikníngstímabilsins). Akti va. 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. fasteignarveðskulda- bréf.............1.865. 00 b. sjálfskuldarábyrgð- arskuldabréf .... 13.833. 00 c. skuldabréffyrirlán- um gegn annari tryggingu . . . . . 1.300. 00 i6.qq8. 00 2. Fasteign...................... 667, 60 4. Utistandandi vextir, áfallnir við lok reikningstímabilsins....... 16. 65 5. í sjóði.................... 1.536.99 Alls 19.219.24 Passi va. 1. Innlög 157 samlagsmanna alls 17.670.86 2. Fyrirfram greiddlr vextir, sem eigi áfalla fyr en eptir lok reikn- ingstímabilsins................ 524. 09 3. Tiljafnaðarmóti tölulið ^íaktiva 16.65 4. Varasjóður....................1.007.64 Alls 19.219.24 Stykkishólmi 31. desenrber 1901. Stjórn sparisjóðsins. Lárus H. Bjarnason, Sœm. Halldórsson. S. Richter. * * * Reikning þennan höfum við undirritaðir endurskoðað og finnum ekkert við hann að athuga. Stykkishólmi 21. marz 1902. Agúst Þórar insson, Armann Bjarnason. KRANSAR, stórt nrval, BLÓM- KRANSBORDAR og SLAUFU-PÁLMA- fJREIJíAR. Eiiinig allskonar KORT fást ætíð hjá mér. Skólavörðustíg 5. Svanl. Benediktsdöttlr. Verzliin Sturlu Jónssonar hefur nú með „Laura" fengið mikið af alls konar RAMMALISTUM, semseljastódýrara en nokkru sinni áður.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.