Þjóðólfur - 02.05.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.05.1902, Blaðsíða 1
* 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. maí 1902. JTs 18 Útlendar fréttir. Kaupmanuíihöfn 16. apríl. I gær var innanríkisráðgjafi Rússa Ssipjagin rnyrtur af stúdent nokkrum, er kveðst heita Malychev. — S. ætlaði á ráðaneytisfund og var kominn inn í for- stofuna 1 húsi ríkisráðsins; vék M, þá að honum, klæddur einkennisbúningi (sem rússneskur »adjútant«), og kvaðst hafa meðferðis bréf til ráðgjafa frá Sergius stór- fursta. En er S. rétti höndina eptir bréf- inu, skaut M. á hann 5 skammbyssukúl- um, og særðu 2 af þeim ráðgjafa til bana. Þetta gerðist kl. 1 e. h. og hálfri annari stundu síðar andaðist S. — M., sem þeg- ar var höndlaður, kvaðst hafa lesið við háskólann í Kiew; fyrir hluttöku sína í óeirðum þeim, er þar urðu í fyrra, hafði hann orðið fyrir hegningu, og í hefndar- skyni framdi hann nú þennan glæp. Ssipjagin varð að eins 43 ára gamall., hafði verið ráðgjafi síðan 1899, en átti innan skamms að víkja frá völdum, ein- rnitt aí því, að hann þótti ekki nægilega harður við stúdenta og aðra óróamenn. — Seinustu orð háns höfðu verið þessi : »Hversvegna er eg myrtur? Eg veit ekki til, að eg hafi gert á hluta nokkurs manns«. Morðið kvað hafa fengið mjög á keis- ara, er persónulega var viðstaddur sorg- arathöfn þá, er sama daginn var haldin yfir hinum látna í innanríkisráðaneytinu. Eins og áður er ávikið, er þetta ekki fyrsta tilræðið, sem rússneskir embættis- menn hafa orðið fyrir af æsingaflokknum þar í landi. Aður héldu menn fjölmenna íundi undir berutn himni til þess að mót- mæla yfirgangi valdhafenda, og lentu þá venjulega í áflogum og stympingum við lögregluliðið ; en nú hafa þeir tekið upp hina sömu ógnunar- og skelfingarpólitík, sem nihilistar beittu forðum daga. I B e 1 g í u er enn allt í uppnámi og ekki annað sjáanlegt, en að óeirðunum niuni halda áfram. Menn heimta éigi að eins almennan kosningarrétt, heldur einnig jafnrétti kjósenda ; nú er fyrirkomu- lagið þannig, að ríkismenn og ýmsir aðrir hafa fleirfaldan atkvæðisrétt. Til breyt- ingar á þessu heimta frjálslyndu flokkarn- ir endurskoðun á stjórnarskránni, en stjórnarflokkurinn með ráðaneytið de Smet. de Naeýer í broddi þumbast fyrir. Þess er getið, að Leopold konungur muni hlynntur endurskoðun, en að vald hans sé lagalega svo takmarkað, að hann engu geti áorkað upp á eigin spýtur. Rósturnar hafa verið hroðalegar og kostað mikið blóð. Skammbyssur, dyna- mit, vitriol og grjót eru þau vopn, sem múgurinn hefur beitt. Ástandið er því ískyggilegra, sem stjórnin ekki getur reitt sig á herinn. Ekki að eins hefur það komið fyrir, að hermenn hafa sungið sósialistasöngva á strætunum, heldur hefur og einn af æztu mönnum hersins, er um það var spurður af ráðaneytinu, ber- lega látið efa sinn í Ijósi um hlýðni her- liðsins. — Forsprakkar alþýðumanna láta það á sér skilja, að málinu muni haldið til streitu, þótt það kosti algerða upp- reisn ; til þess að herða á hnútnum hafa verkamenn um land allt hætt vinnu; tala vinnuleysingja kvað þegar vera 250,000. Þeir S chal c k-B u rger, Steijn o. fl. eru nú komnir til Pretoríu (frá Klerks- dorp) og hafa átt fund með þeim M i 1 11 e r landstjóra og K i tc h e n e r'lávarði. Til þessa tíma hafa og friðarhorfurnar verið heldur góðar, en alveg nýkomin hraðfregn frá Lundúnum segir kominn apturkipp í samningana. Búar halda reyndar ekki fram kröfunni um fuiikomið þjóðarsjálf- stæði, en heimta meðal annars uppgjöf allra saka fyrir uppreisnarmenn í Kapný- lendu svo og, að fyrirskipun Kitcheners frá í fyrra um, að Búar, er ekki létu af ófriði, skyldu undir vissum atvikum rækir úr landi og eignir þeirra gerðar upptæk- ar, skuli ónýtt. Eptir áðurnefndri frétt eru það þessar kröfur, er.virðast ætla að verða friðarsamningnum að fótakefli. Nán- ari skýringar vantar þó e'nn. Það hafa þótt slæm tíðmdi og vakið mikla gremju í Englandi, að nokkrir her- foringjar í liði því, sem Bretar hafa feng- ið til hjálpar frá Ástralíu, hafa gert sig seka 1 svo mikilli grimmd gagnvart mót- stöðumönnum sínum, að þeir að ráðstöf- un Kitcheners hafa verið kærðir fyrir rétti og dæmdir nokkrir til dauða og aðrir til æfilangrar hegningarhúsvinnu. Höfuðpaur- arnir, Handcock og Morant, er báð- ir voru tekniraf lffi, höfðu meðal annars látið skjóta ;o eða 12 hermenn af liði Búa, sem komu vopnlausir að herbúðum þeirra og gáfust upp. Þeir H. og M. höfðu komizt á snoðir um, að Búar hefðu all- mikið fé meðferðis (um 20,000 pund sterl- ing), og það er haldið, að þeir hafi viljað klófesta pyngju þessa. En þegar til kom sýndi það sig, að peningarnir voru trans- vaalskir seðlar, sem ekki lengur eru gjald- gengir. Af ótta fyrir því, að glæpur þeirra kæmist upp, drápu þeir H. og M. enn- fremur þjóðverskan trúboða, von Hesse, og þjón hans. Hesse bjó þar í nándinni (við Pietersburg) og hafði fengið vitneskju um illvirki þeirra. En tveir undirforingj- ar, Morrison og Grey, er höfðu neitað að hjálpa rnorðingjunum og þess vegna áttu von á að fara sömu leið sem Búar, flúðu í tæka tíð og sögðu Kitchener alla söguna. Kruitzinger, einn af herforingum Búa, sem Bretar höfðu ákært fyrir morð, er sýknaður saka, en er þó framvegis í haldi. Það var K., sem menn héldu Del- arey mundi kaupa lausan með Methuen. 14. þ. m. lagði fjármálaráðgjafinn enski Hicks-Beach fyrirþingið fjárlagafrum- varpið fyrir næsta fjárhagstímabil. Er gizkað svo á, að gjöldin nemi 45mil- jón £ meira en tekjurnar, og til þess að bæta úr þessu var m. a. stungið upp á að hækka tekjuskattinn, og að leggja inn- flutningstoll á kornvörur (3 pence pr. 100 íg) og mjöl (5 pence pr. 100 ®), svo og að taka ríkislán (32 milj. £). Af blöðun- um sést nú, að frumvörpin tim korn- og mjöltollinn og ríkislánið þegar eru sam- þykkt. — Afríkustríðið kvað kosta að öllu samantöldu 160 milj. £. Þrátt fyrir friðarsamningana heldur ó- friðnum áfram; Búar hafa eptir hinni um- getnu nýju hraðfregn mælzt til að fá vopnahlé, en verið neitað tim það. í Austur-Asíu hefur það orðið til tíðinda, að Rússar hafa gagnvart Kínverjum skuld- bundið sig til að sleppa aptur Mant- schurílandi, sem þeir svo að segja höfðu lagt undir sig, meðan á Kínastríð- inu stóð. Rússar eru ekki vanir að sleppa því, sem þeir einusinni hafa klófest, og það má þvl ganga að því vísu, að þeir hata ekki af eintómri óserplægni gert Kínverjum þetta kunningjabragð. Astæð- unnar má, að því er sagt er, leita sum- part í samningnum milli Breta og Jap- ana, sumpart í þeirri virðingu eða ótta, sem Rússar bera fyrir Bandamönnum 1 Norður-Ameríku. Bandamenn, sem eru vinir Breta og Japana, þótt ekki nafi þeir enn að minnsta kosti gerzt sambandsmenn þeirra, eiga nú orðið voldugan herflota og vilja — síðan þeir eptir sigurinn á Spánverjum komust »upp á lagið« — gjarn- an færa kvfarnar meira og meira út. I Mantschuri reka þeir allmikla verzlun, og hafa »dipIomatarnir« amerísku launungar- laust róið að því árum, að Rússar skil- uðu Kínverjum eign þeirra aptur. Kulkalt er sem stendur milli S v i s s a og Itala. Silvestrelli, sendiherra Itala í Bern, kvartaði j'fir því við stjórnina, að blað eitt þar í landi hefði farið ósæmi- legum orðum um Umberto heitinn kon- ung. En S. var svo gífuryrtur, að Sviss- ar reiddust og heimtuðu að losast við hann. Þessu neituðu Italir. Svo slitu Svissar sambandinu við S. Italir borg- uðu í sömu mynt og slitu sambandi við svissneska sendiherrann í Róm, dr. Carlin. Og þar við situr enn. Ráðaneytisforseti Steen í Kristjaníu hefur sagt af sér. Krónprinsinn, er gegn- ir konungsstörfum, hefur falið forseta stór- þingsins Berner á hendur að mynda nýtt ráðaneyti. Bretar eiga sem gerðannenn að skera úr landaþrætumáli þjóðveldanna A r g e n t - ína og Chile í Suðurameríku. Viðauki. Eptir nýjustu enskum blöð- um frá 22. f. m. er því við að bæta, að ekki er enn til fulls örvænt um, að til friðar dragi með Búum og Bretum. Hinn 19. f. m. fóru foringjar Búa burt af friðarstefn- unni hjá Kitchener, hver til sinna flokka 1 allar áttir: Stejn og Delarey suðtir í land, De Wet vestur 1 Heilbronn, Louis Botha langt austur í land til Vryheid en Lucas Meyer lengst norður í land. Ætla þeir hver um sig að bera undir liðsmenn sína friðarskilmála þá, er talað hefur verið um í Pretoríu, og verði þeir almennt sam- þykktir af Búahernum, er ætlazt til að for- ingjar þeirra komi aptur með þau friðar- boð til Pretoríu. Auðvitað ráða höfðingj- ar Búa mestu urn, hvort gengið verður að skilmálunum eða ekki, en um það vita menn ekki með vissu, er þeir fóru frá Pretoríu, hvort þeir hafa verið ánægðir með þá, eða í nokkrum friðarhugsun- um. — Kitchener hefur verið að berja á Búum meðan friðarsamningarnir stóðu yfir, og þykist hafa tekið um 320 þeirra hönd- um vikuna 14.—21. f. m., drepið 18, sært 19 o. s. frv. — Það getur því brugðizt til beggja vona, hvort nokkur friður verð- ur upp úr þessum málaleitunum. Óeirðunum í Belgíu er nú að mestu lokið, og allur þorri verkamanna tekinn aptur til vinnu. Á Rússlandi eru enn hinar sömu við- sjár, og uppþot hingað og þangað um landið. Einnig urðu róstur nokkrar í Helsingfors, höfuðborg Finnlands 18. f. m., og tóku 10,000 manns þátt f því uppþoíi. Varð herlið að skerast þar 1 leikinn. Víðar á Finnlandi ókyrrð mikil, og allmegnar æsingar gegn Rússum. Staf- ar það mest af hinum nýju hernaðarút- boðslögum, er Rússastjórn hefur þröngvað upp á Finna. Jarðskjálftar miklir hafa orðið í Guat- emala. Bærinn Amatitlan hrunið til grunna, og Qvezaltenang næst stærsti bær- inn í ríkínu, að nokkru leyti. Um 500 manns hafa misst lífið í jarðskjálftum þess- um, en haldið að manntjónið sé enn meira, því að fréttirnar um þetta voru ný- komnar til enskra blaða. Hroðalegt slys varð á ánni Ohio í Illi- nois. Eitthvert stærsta gufuskipið, er geng- ur þar á ánni (City of Pitsburg) brann til kaldra kola á svipstundu og létust þar 60—-70 manns, eða helmingur fólks þess, er á skipinu var. Vilhelmfna Hollandsdrottuing liggur allhættulega veik. Ástandið á Norðurlandi er sökum hafíssins og þar af leiðandi harð- inda og siglingaleysis víðasthvar fremur bágborið, og horfir sjálfsagt til vandræða, ef ísinn hindrar lengi skipaferðir. Að þvl er Húnavatnssýslu snertir, er allgreini- leg lýsing á þessu í fréttabréfi til Þjóðólfs úr nyrðri hluta sýslunnar, ds. 16. f. m. Þar segir svo: »Tíðin er afarill lengstum; t. d. frá 18. marz til 2. þ. m. stóð alltaf nálega lát- laus stórhríð af norðri með 12—20 gr, frost á C. hér við sjóinn, setti þá sum- staðar niður afarmikla fönn, og er jarð- laust enn, þar sem verst er. 3. þ. m. stillti til, og gerði gott veður og sólbráð þang- að til 14. þ. m., og hafa síðan verið vonzku- hríðar ognorðanrok, og svo er enn. Húna- flói er gersamlega fullur af ís, og allt samfrosta út fyrir Reykjarfjörð, og út undir Hafnarif hérna meginn. Hefur verið gengið af Vatnsnesi beint yfir á Blöndu- ós, og sömuleiðis af Vatnsnesi og yfir á Strandir, og mætti sjálfsagt ganga þessa hellu, hvar sem væri, þó það hafi ekki verið reynt. Æðarfuglinn hrynur niður unnvörpum, og er sagt, að sumstaðar megi ganga á torfunum af honum dauðum og hálfdauðum á ísnum. Hefur hann aldrei fallið svo, síðan veturinn8o—8i,ogverð- ur þó sjálfsagt enn verra nú, ef ísinn fer ekki því íyr, sem ekki lítur út fyrir. Há- karl hafa margir aflað mikið upp um fs- inn, á Skagaströndinniog sömul. viðBlöndu- ós. Munu vera komnir víða 2—4 tunnu hlutir af lifur, og jafnvel meira, auk þess er sumir höfðu fengið á báta áður en ís- inn kom. Önnur höpp hefur ísinn ekki flutt þessari sýslu, en mikið illt að vanda. Ekki ber til muna á heyleysi enn, en ekki má þetta lengi ganga, ef vel á að fara, enda er þetta orðinn harðasti vetur sfðan frostaveturinn 80—81, og eykur nú drjúgu við, ef vorið verður illt, en þá var það gott. — Hér horfir til stórra vandræða með matvöru, hvað sem líður úr þessu, og er það eðlilegt, því fyrst og fremst er marz-ferð »Vestu« ávallt treyst nokkuð, og auk þess hefur stærsta verzlun sýslunn- ar verið kornmatarlaus síðan í sumar er leið, og hafa því verzlunarmenn hennar komið á hinar verzlanirnar bæði hér eystra og á Borðeyri, og er þetta heldur bág fyrirhyggja, en ætti að verða til þess, að bændur færu að íhuga, hvort þeir ættu ekki sjálfir betri fyrirKyggju í fórum sín- um, en kaupmannatraustið, ef þeir leit- uðu vel. Sama er sagt af Sauðárkrók, en Isinn er sagður miklu greiðari á Skaga-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.