Þjóðólfur - 02.05.1902, Page 2

Þjóðólfur - 02.05.1902, Page 2
7 o íirði en hér, og því heldur von til þess, að úr rætist þar.« I öðru bréfi úr Húnavatnssýslu ds. 15. f. m. er sagt, að ísinn sé svo þéttur og samfrosinn á Húnaflöa, að riðið hafi ver- ið af Skagaströnd fram á hákarlalegu, og fara mundí mega með hesta yfir þveran flóann vestur á Strandir, ef ísinn væri nógu sléttur. Ur Skagafirði er skritað x6. f. m., að engin matvara sé fáanleg í kaupstöðum þar, og fæst af heimilum byrg til lengdar. A Akureyri kvað hafa verið einhver pír- ingur hjá kaupmönnum til skamms tíma. Bruni á Möðruvöllum. Hinn 22. marz síðastl. um miðjan dag brann skólahúsið á Möðruvöllum í Hörg- árdal til kaldra kola. Eldurinn kviknaði á efsta lopti í húsinu í einhverri kompu þar, eða út frá ofnpípunum úr kvisther- bergi þar, en annars vita menn ekkert um upptök eldsins. Brann þar mestur hluti af bókasafni Jóns Hjaltalíns skóla- stjóra (sem verið hefur í Rvík í vetur), en það var geymt á kvistherbergi því, er fyr var getið. Þó gat Ólafur Davíðsson settur kennari bjargað þaðan nokkru af handritum, er hann átti sjálfur, þar á meðal þjóðsagnasafni sínu, en einhver handrit kveðst hann þó hafa misst. Nokk- uð brann og af bókasafni skólans, en hús- gögnum skólastjóra og rúmfalnaði pilta varð bjargað. Aptur á móti missti Hall- dór Briem 1. kennari mestalla muni sína og bækur, en það var allt geymt á her- bergi hans á efsta lopti í norðurenda hússins. Sat hann þar inni, er eldurinn kom upp, og vissi ekki um hann, fyr en reykjarsvælan uppi var orðin svo mikil, að hann varð að forða sér í flýti og gat því sárlitlu bjargað af munum sfnum, er allir voru óvátryggðir. Húsið, sem var landsjóðseign var vátryggt fyrir 30,000 kr. Þetta er 4. bruninn á Möðruvöllum á rúmum 70 árum (1826 brann þar amt- mannsstofan, 1874 Friðriksgáfa, er reist var í stað hinnar, 1865 kirkjan og nú skólahúsið). Nú fá þeir viljasfnurn fram- gengt með hægu móti, er ólmir vildu flytja skólann frá Möðruvöllum til Akur- eyrar. Forsjónin hefur nú hagað því svo, að húsið skyldi ekki verða til fyrirstöðu. Bruna þennan bar svo að segja upp á 28 afmælisdag Friðriksgáfubrunans, er var 21. marz 1874. Innlend ábyrgðarfélög. Þessir brunar hvað ofan 1 annað í Eyja- firðinum draga dilk á eptir sér fyrir land- ið í heild sinni. Bruninn mikli á Akur- eyri í vetur mun meðal annars hafa vald- ið því, að eldsvoðaábyrgð á húsum ernú hækkuð á öllu íslandi upp í 7°/0 ogelds- voðaábyrgð á vörum upp 1 7 '/=%, og er það afartilfinnanlegt gjald. O g a 11 i r þessirpeningar sópast burt úr I a n d i n u. Skyldi nú ekki vera kominn tími til þess, að koma hér á stofn inn-. lendu brunabótafélagi og lífsábyrgðarfé- lagi, svo að menn þyrftu ekki, að sæta afarkostum af erlendum félögum? En þetta mál hefur, þótt undarlegt megi virð- ast, átt mjög erfitt uppdráttar á þingi og síðast í sumar er leið, er ábyrgðarmaður þessa blaðs ásamt öðrum þingmanni bar það upp 1 neðri deild. En það kemur sá tími, að menn sjá, að það hefur verið hraparleg glópska af þinginu, að hafaekki fyrir löngu sett á stofn hér meðlögumbæði bruna- bóta- og lífsábyrgðarfélög. Það er stórgróði hjá slíkum félögum í öðrum löndum, og því skyldi það ekki geta ver- ið eins hér. Stórkostlegir brunar eru hér á landi heldur sjaldgæfir, og með nægu eptirliti og góðum slökkviáhöldum mun naumast þurfa að óttast þá mjög. Von- andi tekur næsta þing eða sérstaklega þingið 1903 málþetta til alvarlegrar fhug- unar, og hrindir því til framkvæmda, því að lengri dráttur á því er ekki að eins landinu til stórskaða árlega, heldur til stórskammar, úr því að þjóðin fer að heita sjálfri sér ráðandi, og ætlar sér að standa á eigin fótum. Um Skagafundinn. Einhver „Skagabúi" hefur í 20. tbl. „ísa- foldar'1 skýrt frá fundi, sem haldinn var hér 6. þ. m. Eptir þeirri skýrslu að dæma, gæti marg- ur ókunnugur haldið, að hér hefði verið haldinn stór „pólitískur" fundur, þar sem Valtýingar hefðu borið sigur úr býtum, og orðið í miklum meiri bluta. En fjarri fer því, að svo hafi verið. Fundarboðið var auglýst, af oddvita R. Þ. Jónssyni, nokkrum tímum fyrir fundinn, var því mörgum ókunnugt um hann fyr en laust fyrir fundartímann, og sumir vissu ekk- ert af honum. Á fundinum munu hafa ver- ið um 20 kosningarbærir menn, og nokkrir aðrir þar fyrirutan. Fundarsal höfðu Good- templarar látið í té, fyrir ákveðna þóknun um tímann, og var það í samningum milli fundarboðandans og þeirra, að kirkjan skyldi njóta ágóðans. Enginn fundarstjóri né skrif- ari var kosinn, og engin atkvæðagreiðsla fór fram. Það ræður því að líkindum, að skýrsla „Skagabúans" í „ísafold", hlýtur að vera óná- kvæm, þar sem enginn fundarskrifari var, enda var það ekki tilgangur fundarmanna, að birta neina fundarskýrslu. En úr því greinarhöf. hefur fundizt svo mikil þörf á, að fræða almenning um fund- inn, þá hefði það verið honum ólíkt sæmra og drengilegra, að segja rétt frá, hvernig um- ræður féllu á báðar hliðar, heldur en geta að eins þess, sem honum sjálfum þóknaðist, og hann vissi að kæmi málgagni sínu bezt, en draga fjöður yfir það, sem honum hefir á einhvern hátt mislíkað. Annars féllu um- ræður svo, að það leit fremur út fyrir, að menn væru að teygja tímann, til þess að ná sem mestu inn fyrir kirkjuna, heldur en fram kæmi verulegur „pólitiskur“ áhugi. — Alleinkennileg er framsetning höf. á ræðu oddvitans í stjórr.arbótarmálinu. Það er að vísu iýðum. ljóst, að hann hefur verið ramm- valtýskur, en að aðalinntak ræðu hans hafi verið eins og frá er skýrt í blaðinu, mun fáa fundarmenn reka minni til. Yfir höíuð er þvælan um stjórnarbótamálið, meira og minna afbökuð. Hvað snertir skilning frambjóðand- ansáfundarsamþ. Reykvíkinga, þá er hannsvo fjarri allri sanngirni, aðfurðu stétir, enda var útúrsnúningur hans og skilningsleysi ræki- lega hrakið af einum fundarmanni. Furðuðu sig allir á sljófskygni oddvitans. En svo klikkir greinarhöf. út með þessari makalausu setningu : „Skoðanamun á stjórn- arbótarmálinu munu einstakir menn hafa ráð- ið hér, og svo mun vera enn!!!“. Á fundinum kom enginn skoðanamunúr fram í þessu máli, allir voru sammála um, að þiggja tilboð stjórnarinnar um búsettan ráðgjafa hér á landi, ófleygað og óskorað. Er þetta því hrein og bein lokleysa. En um hitt voru menn ekki samdóma, hvorum flokkn- um væri að þakka, að stjórnarbótarmálið væri komið á svona góðan rekspöl. Heima- stjómarmenn færðu rök að því, að það væri sínurn flokki að þakka, en Valtýingar þökk- uðu það sínum. Ekki er með einu orði minnst á það í skýrslunni, sem eiginlega var aðalatriði fund- arins, sem sé, um framboð oddvitans til þing- mennsku fyrir kjötdæmið. En greinarhöf. hefur auðsjáanlega þótt betur við eiga, að breiða yfir það, enda blés ekki byrlega fyrir frambjóðandanum á fundinum. Mönnum þykir ekki sjálfstraustið, eitt út af fyrir sig nægilegir þingmannskostir. Það mun óhætt að fullyrða, að Valtýing- ar hafa ekki magn atkvæða hér í plássi og verða kosningarnar í vor vonandi til þess að sýna, að þeir verði ekki í meiri hluta. Það heilræði ætti „Skagabúinn“ að hafa hugfast, að skýra hlutdrægnislaust frá mála- vöxtum, ef hann framvegis kynni að birta skýrslur um fundi héðan. Það mun verða honum fyrir beztu. 2I/4 1902. S. Um landskjalasafnið. I síðasta tbl. »FjaIlkonunnar« er þess getið um Valdimar heitinn Asmundsson, að hann hafi samið skrá yfir landskjalasafnið, er að allra dómi, sem vit hafa á, taki langt fram þeirri skrá, er síðar hafi verið samin. Þetta er nokkuð hæpin staðhæf- ing, því að dómi flestra þeirra manna, sem safnið hafa notað, er skrá Valdi- mars heit. Ásmundssonar svo úr garði gerð, að fæstum mönnum, er nokkur kynni hafa af skjalasöfnum og skrásetningu þeirra, mundi koma til hugar að haga skránni þannig, því hún er ekkert annað en hrein bréfaskrá, í stað þess að hún ætti að vera handhæg yfirlits-skrá. Skrá Valdimars heit, nær að eins yfir eina 10 pakka af fleiri þúsundum og fyllir heilt bindi í ark- arbroti, og skal þess getið um leið, að skrásetning í sama formi yfir allt safnið mundi taka fleiri mannsaidra, ef einn maður ynni að því verkí, og skráin sjálf fylla eitthvað um 70 bindi í arkarbroti. Á þessu geta allir séð, hve handhæg og »praktisk« sú skrásetning hefur verið. Þessa er hér getið, af því að ekki verður betur séð, en að í »Fjallkonunni« sé ann- aðhvort vísvitandi eða af stakri vanþekk- ingu hallað réttu máli, því það er mál allra manna, sem safnið þekkja, að skrá sú, er seinna var samin af Hannesi Þor- steinssyni, taki skrá Valdimars heitins langt fram, að því er handhægð snertir, og sé þó um leið fullnægjandi til að glöggva sig á safninu. Reykjavík 28. apríl 1902. Jón Jónsson sagnfr. * ♦ * Til skýringar skal þess getið, að V. Á. vann einn að skrásetningu yfir 2 fyrstu pakkana. Síðar fékk hann mig til aðstoðar við skrá- setninguna, og lét hann þá fylgja sama fyr- irkomulagi, sem hann var byrjaður á. Skipt- um við þá svo verkum, að eg raðaði bréf- unum og skrásetti aðalefni þeirra, en V. hreinskrifaði eptir mínu uppkasti. Bjarni Símonarson, sem nú er prestur á Brjánslæk, samdi registrið við skrána. Þá er eg tók vlð skrásetningunni 1891, breytti eg aðferð- inni, gerði sktána handhægari og auðveldari, því að það var auðsætt, að með hinni að- ferðinnihefði skrásetningunni harlaseintorðið lokið, eins og Jón sagnfræðingur segir. H Þ. Samsðngur var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu 27. f. m. undir forustu Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara. Söngfélag »KristiIegs félags ungra manna« söng þar allmörg lög, og þótti vel takast. Hinnrik Erlendsson lækna- skólastúdent söng 2 lög »sóló« en dansk- ur maður Sofus Petersen lék áfiðlunokk- ur lög úr hinum fræga söngleik »Carm- en« eptir Bizet og nokkur lög úr söng- leiknum »Troubadouren« eptir Giuseppe Verdi, og var mikill rómur gerður að hvorutveggju, enda lék maður þessi mjög vel á þetta hljóðfæri. — Samsöngurinn var vel sóttur. Jarðskjálftaklpp allharðan varð vart við hér í bænum 29. f. m. kl. xo'/a f. h. Nýtt flugrit, er nefnist „Tildrög stjórnarbótarinnar" hefur Einar Hjörleifsson rítstj. sent út með blaðinu „Norðurland" og telur hann sig höfund bæklingsins, er hann ætlast til að eptirkomendurnir skoði sem óhlutdræga, sanna sögu stjórnarskrármálsins stðan 1893. Er auðheyrt af gorgeirnum öllum, að mað- urinn ætlast til að verða stórfrægur ( nú- tíð og framtíð fyrir þetta snilldarverk. Það er gefið í skyn, að jafn Ijómandi leiðar- vísir ( völundarhúsi stjórnarbótarbaráttu stðustu ára hafi hvorki verið ritaður né muni verða ritaður. Svo fallega, sam- vizkusamlega og óhlutdrægt þykist þessi nýi Tacitus Islands segja söguna. En „sag- an" hans Einars mun aldrei verða það heimildarrit, er óhlutdrægir íslenzkir sagna- ritarar munu byggja á, af því að hún hef- ur dálítinn galla, sem lengi hefur þótt fremur slæmur í slíkum ritum, þann galla, að sagan er sannleikanum öldungis ósam- kvæm, naumast snefill af sannri sögu þar í, að þvt er snertir hinn rétta gang baráttu þessarar. Ritlingurinn er ekkert annað en alltsmeygilega ritað varnarskjal fyrir atferli þess flokks, er Hafnarstjórnar- flokkur eða Valtýingar hafa nefndir verið, gegnsýrt af hlutdrægni og sögulegum ó- sannindum um alla baráttuna yfirleitt, mest allt samfelld uppsuða úr gömlum Isafoldargreinum í Einars ttð, og nýjum „Norðurlands“-greinum, og geta menn þá ímyndað sér, hvernig ritið muni vera úr garði gert, og hversu hinum sögulegu sann- indum sé nauðgað. Verður síðar nnnnst á allrahelztu fjarstæðurnar og rangfærsl- urnar í þessari nýju „Aldamótasögu" mr. E. Hjörleifssonar. Eptipmæll. Um Sigurd heítinn Magnússon frá Kóps- vatni, er andaðist í Skálholti 14. f. m., og getið var um í síðasta blaði, hefur einn vin- ur hans ritað á þessa leið: „Hann ólst upp með foreldrum sínum til 14 ára aldurs, en var eptir það hjá Jóni óð- alsbónda og hreppstjóra á Kópsvatni, til þess er Jón lézt 1855. Gekk Sigurður þá að eiga Kristrúnu dóttur Jóns og tók jörðina eptir hann, bjó þar síðan til elli með orðlagðri rausn og dugnaði. Kona hans var sann- nefnd ágætiskona, bæði að ráðdeild og fram- kvæmdarsemi, og eigi síður að lipurð og góðgirni. Af 10 börnum þeirra eru 6 á lífi. Sigurður sál. var bæði hreppstjóri og hrepps- nefndarmaður í Hrunamannahreppi, og rið- inn við hvert einasta framfaramál sveitar sinnar á þeim tlma; átti hann mikinn og og góðan þátt í öllu því, er til umbóta horfði í sveitinni. Og líka sóttu einstakir menn hann opt að ráðum, þá er varða þótti, því hann var bæði úrræðagóður og heilráður. Hjartagóður var hann, svo hann mátti ekk- ert aumt sjá. Búmaður var hann góður, jarðabótamaður og framfaramaður í því sem öðru. Rausnarmaður var hann orðlagður og höfðingi heim að sækja. Manna var hann glaðværastur og skemmtilegastur í við- ræðu, svo að kalla mátti, að hann væri mesti æringi. En jafnframt var hann fjöl- hliða hyggindamaður og skoðaði hvað sem var með óháðri, heilbrigðri skynsemi. Þau hjón brugðu búi vorið 1900, og fóru að Skál- holti til tengdasonar síns, Skúla læknis Árna- sonar. Þótti þá ærið skarð fyrir skildi í sveit þeirra. Nú var Sigurður þrotinn að heilsu og nær hálfáttræður að aldri, hélt þó óveikluðum sínum andlegu hæfileikum til hins síðasta, að kalla mátti“. Missögn var þaðíblaðinu hér um dag- inn, að séra Olafur í Arnarb. hefði riðið austur í Skaptafellssýslu um miðjan f. m. En fregn þessi gekk þá staflaust hér um bæinn. í þess stað reið séra Ó. ofan á Eyrarbakka og vtðar þar ( grennd til atkvæðasmölunar. Bar þá vel í veiðar, því að sýslufundur var haldinn þá dagana á Bakkanum og stóð hann 6 daga samfleytt(!). Taka nú Valtý- ingar ákafan lífróður þar í kjördæminu. „Mig tangar til að geta tekið vingjarnlega í hend- ina á yður í vor, ef þér kjósið mig og hann E.“, hafði einn þingmennskukandídat- inn haft fyrir inngangsorð við kjósendur, er hann átti tal við. Misprentnð í síðasta tölubl. „í Slútnesi" 2. erindi 11. línu: „voldugu" les ,volduga‘; 9. er. 9. línu: „jurtirnar" les: ,grösin‘; 10. er. 10. línu: „þau“ les: þair. / / / / /■/ / / / / / / / / / / / / / / / /■■/■'/ /!./-/ / 40-50 AlklæðnaÖir seljast nú með miklum afslœtti til hvítasunnu. Munið eptir að ódýrast er að kaupa^föt í BANKASTRÆTI 14. ^ * Nýkomið með s/8 Laura margar og mj'óg fallegar tegundir af Fataefnum Alklæðnaði —- Sumarfrakka og sérstaklega mjög E1 e g a n t Buxnaefni, einnig 4 tegundir f Fermingarföt.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.