Þjóðólfur - 23.05.1902, Síða 3

Þjóðólfur - 23.05.1902, Síða 3
83 að J. S. var fremstur í flokki, er alþingi neitaði gildi grundvallarlaganna,—dr. Valtýr hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að berja fram, að þau væru hér gildandi, — »með þeirri einu viðbót«: að J. S. vildi gera Reykjavik að höfuðstað hinna æðri skóla og menntunar þjóðarinn- ar, en doktorinn vill flytja skólana burt úr landinu! I5/s—1902. Sigtýr. Árnessýslu (Þorlákshöfn) 4. maí. Tíðindi eru héðan fá. Við erum hér þennan tíma ársins á nokkurskonar út- kjálka veraldar; fréttum því lítið nema í gegnum dagblöðin, og sum þeirra eru við þá fjölina felld, að segja okkur fréttirsem ekki eru sannlejkanum samkvæmar (sbr. Þjóðviijann hans Skúla og fleiri sams- konar málgögn), og er því lítið um andlegan fróðleik að ræða hér. Að vísu erum vér hér í Þorlákshöfn betur settir, en margir sjómenn í öðrum fiskiverum, að því leyti, að hér er bókasafn til af- nota fyrir sjómenn með um 150 bindum bóka, og blaði er hér haldið úti á hverri vertíð nú í mörg ár, sem heitir »Sjómað- ur«. I því birtast smágreinar um málefni, sem varða veiðistöðina, formannavísur og í vetur hefur þar jafnvel verið rædd póli- tík. — Til tíðinda má það telja, að í vetur voru hér endurskoðuð og samþykkt lög fyrir »Sjómannasjóð Þorlákshafnar- veiðistöðu«, sem stofnaður var 1885, en hefur nú um mörg ár legið 1 dái. Sjóð- urinn er orðinn 7—800 krónur, og hefur allan þann tíma verið undir umsjón danne- br.m. Jóns Árnasonar í Þorlákshöfn. Á- kveðið tillag til sjóðsins er 1 þorskur á hverri vetrarvertíð úr hverjum mannshlut, sem skipt er af skipum þeim, er héðan róa til fiskjar. Tilgangur sjóðsins er, að veita þeirn mönnum hjálp, sem hér verða fyrir slysum eða veikindum svo og eptir- lifandi ættingjum þeirra, er hér deyja eða drukkna á vertfð, og er óhætt að full- yrða, að einhver félagsskapur setur sér lægra markmið, en sjóðstofnun þesssi hef- ur fyrir augum. I vertfðar byrjun var hér haldinn fundur til að ræða um íshúsbygg- ingu hér í Þorlákshöfn. Var í fundarlok leitað undirtekta viðstaddra manna með hlutaloforð, og lofuðu fundarmenn 3 —4 þúsund krónum í 25 kr. hlutabréfum til stofnunar fyrirtækisins. Húsbyggingin verður þó varla framkvæmd á þessu ári, því ís vantar í þetta sinn, til þess að mögulegt sé, að frysta síld í sumar, og er það þó aðaltilgangurinn með íshús- byggingu hér. I Þorlákshöfn má í flest- um árum veiða ógrynni af sfld, ef áhöld og kunnátta ekki bresta. Það er enginn vafi á því, að hér er bezti staðurinn fyrir þá veiði, fyrir öllu Suðurlandsundirlend- inu. Framkvæmdir í þá átt síðastliðið sumar sanna það ljóslega, þó ekki væru þær í stórum stíl.— Laugardaginn 26. f. m. hélt Pétur Guðmundsson kennari á Eyrarbakka fund hér. Eins og kunnugt er býður hann sig fram til þingfarar hér 1 Árnessýslu 2. júní n.k. Á fundinum roættu margir atkvæðisbærir menn úr kjördæminu og auk þeirra fjöldi sjómanna. Lýsti þingmannsefnið, — sem ereindreg- inn og öruggur heimastjórnarmaður — afstöðu sinni í stjórnarskrármálinu, banka- málinu, prestlaunamálinu og breytingu kosningarlaganna, skýrt og óhikað ogmælt- ist mjög vel. Um kosningarúrslit skal hér engu spáð, en ólíklegt þykir mér, að Árnesingar kjósi nú Valtýinga til þingfar- ar, þvf valtýskir hafa þeir aldrei verið, nema ef vera skyldi, að prestarnir höll- uðust eitthvað í þá áttina! Sannleikurinn er sá, að mjög fáir af betri bændunum í sýslunni hafa verið né eru valtýskunni og hennar dilkum fylgjandi. Sjómaður. Býsna vandræðaleg er afsökun sú, sem ísafoldarritstjórinn er að gera nú síðast út-af »gatinu« um lögleysur(!) Lárusar sýslumanns 1 Stykkis- hólmi. Auðvitað er hann á sína alkunnu vlsu, að reyna að fóðra þetta lögfræðis- lega »gat« sitt, en gengur þar alveg þegj- andi fram hjá öllum aðalatriðunum í at- hugasemdum vorum síðast, a ð maðurinn (Ármann hreppstj.) hafði lofað sýslumanni, að mæta í Stykkishólmi, a ð málafærslu- maður, sem hann leitaði til hér, réð hon- um alveg frá, að fara nokkuð frekar út í þetta gagnvart sýslumanni, og svo 1 3. lagi það sem mestu skipti, að það var tekið skýrt fram í Þjóðólfi, að » 1 ö g - reglust j óri þarf ekki að elta mann, sem kærður erumglæp, á varnarþing hans, meðan á rannsókn stendur i málinu«. Þessu öllu sneiðir Isaf.maðurinn alveg hjá, en er í þess stað að fimbulfamba út í loptið um kanselhbréf og tilskipanir, sem ekki séu lög, (sá veit það(!) hvort þessi og þessi tilskipun er lög eða ekki!l). Það er auðséð, að honum veitir enn ekki af að lesa lagasafnið sitt betur ofan f kjöl- inn. Og þykir oss því réttast, að lofa Lárusi að kenna honum betur, ef vera kynni, að honum tækist að troða í hann undirstöðuatriðunum um rannsókn og rekst- ur sakamála. Honum veitir sannarlega ekki af þeirri fræðslu, þrátt fyrir 10 ára lögfræðisnám forðum, sem ekki hefur bor- ið neinn sýnilegan árangur, sbr. vottorð landshöfðingjans í vetur, er kallaði mann- inn »ólöglesinn«(!l). Dalasýslu 13. maf. Tíð hér hefur ágæt verið síðan á sumarmálum, stillt og úrfellalaus, með frostum margar nætur, en samt eigi hörð- um; gróður er því enn eigi nema dálítill litur í túnum. Heybirgðir manna eru nógar, og góð skepnuhöld. Sýslufundur var haldinn hér 19. aprfl, og næstu daga þar á eptir, og gerðist þar fátt sögulegt, nema það, að samþykkt var með meiri bluta atkvæða að leggja ekkert fé til að koma á brúnni á Laxá. Þetta þyk- ir mörgum undarleg ályktun, því með þessu ráðlagi er öllu því fé, sem til brúarinnar er búið að leggja, auðvitað sama sem kastað í sjóinn. Enað brúinfórafíhaust,þegar verið var að setja hana á, má telja mesta happ, þvf að í stórflóðinu, sem varð um mán- aðamótin, janúar og febrúar, kom það í ljós, sem engum datt 1 hug, að brúar- stöplarnir voru langt of lágir, svo brúin hefði molazt, ef hún hefði verið komin á. Vitanlega er allt þetta mál ómaklega lagt út sýslumanni vorum til skammar af ó- vinum hans, en á slíku er ekkert mark takandi, því að það er allt saman tómt kosningahatur og þingmennskurógur, og þess konar flokkadráttur mun, þótt ljótt sé, hafa haft áhrif í sýslunefndinni á brú- armálið. — Unglingaskólanum 1 Búðardal var sagt upp 5. þ. m., og höfðu fimm unglingar verið á honnm síðara hluta vetrarins. Þeir reyndust yfirleitt mjög vel að sér við prófið; en ómyndarlegt er, að slíkur skóli skuli vera svona illa sóttur. Þetta er samt vonandi að lagist síðar, og áhugi sýslubúa á menntamálum glæðist. Talið er víst, að bæði séra Jens og Björn sýslumaður keppi um þingmennsku hér í vor, og hafa báðir stóra flokka í fylgi með sér, og enn er ómögulegt að segja með vissu, hver nær standi að ná. Úr Dölum er Þjóðólfi ritað á þessaleið : Allmikið er hér rætt og hugsað um þing- mannakosningar í vor, en mestur órói er þó í Valtýingum eða fylgifiskum þeirra, og er vanséð hverjir drjúgari verða að leiks- lokum, þó óskandi væri, að heimastjórnar- menn ynnu sigur. Og ef svo ekki verður, þá á það mest rót sína f framkomu Jóns Jónassonar kennara við unglingaskóla f Búð- ardal. Hann hefur sýnt sig í að vera einn sá ötulasti meðmælandi eða kosningasmali séra Jens Pálssonar, fyrverandi þingmanns, því að hann hefur bæði skriflega og munn- lega barizt fyrir þvf, og því miður ekki allt af á vel sæmilegan hátt, sem ljóslega sýnir sig í grein hans í ísafold 81. tölubl, 1901. Þar segir hann beinlínis, að Björn sýslumaður njóti bónþægni sinnar hjá Suður-Dalamönn- um, en ekki framkomu sinnar á síðasta þingi. En þetta er algerlega rangt, því að við Suður- Dalamenn höfum kosið hann fyrir þingmann, ekki að eins vegna þess, að hann hefur reynst okkur vel, síðan hann kom hér í sýslu, heldur munum vér kjósa hann aptur í vor, fyrir framkomu hans í stjórnarskrármálinu og öðrum málum á síðasta þingi, því að við vitum fyrir víst, að hann er ekki valtýsk- ur, og vil eg því óska, að hann komist hér að við kosningarnar, sem eg reyndar tel lítinn vafa á. Ekki veit eg til, að sýslu- maður hafi beðið nokkurn mann að kjósa sig, eða hafi haft kosningasmala, þótt Jón kennari segi í áðurnefndri grein, að hann leggi töluvert kapp á að ná kosningu. Annað, sem talað er um í þessari grein Jóns, vil eg ekki gera að umtalsefni mínu, því mér finnst það ekki svaravert og ekki koma þingmennsku við. Mér finnst að slík- ar greinar, sem þessi áðurnefnda, sýni hið göfuga(!) innræti mannsins, sem ritar, og hversu hann er að reyna að nudda sér upp við séra Jens, með því að níða pólitiskan andstæðing hans, enda má sjá á meðfylgj- andi áskorun til skólastjórnar unglingaskól- ans í Búðardal, hve mikla óánægju fram- koma þessa kennara í Isafold hefur vakið hjá mönnum hér. Vér undirskrfaðir íbúar Miðdalahrepps, skorum hér með á hina væntanlegu stjórn unglingaskólans í Búðardal, að taka herra kennara Jón Jónasson eigi fyrir kennara skólans framvegis, nema hann lofi hátíð- lega að tala og rita engar skammir, ónot eða óhróðursgreinar um nokkurn mann hér í Dalasýslu, né vera að gera uppistand nokk- urt með afskiptasemi sinni af málum sýsl- unnar, eða með kosningaundirróðri til þing- mennsku fyrir neina menn, því vér álítum slíkt allt óhollt nemendum á skólanum. p. t. Stóraskógi, 12. apríl 1902. Kr. .JónsKon, Magnús Hjálmtýsson, Gnðin. Klemensson, Jóh. L. L. Jóhannsson, Hildiþór Hjálmtýsson, Kl. Baldvinsson, Signrður Jósúason, Jónas Jónasson, Sveinn Torfason, Baldvin Baldvinsson, Snmúel Jósúasou, Ólafur Finnsson, Ólafur Jónssou, Benedikt Snorrason, Sveinn Finnsson, Jón Klemensson, Skarpliéðinn Jónsson, Jón Nikulásson, Jón Einarsson, Björn Finnsson, Finnur Einarsson, Yigfús Magnússon, Snorri Þorláksson. Nýtt þingmannsefni er nú komið upp úr kafinu í Austur- Skaptafellssýslu, Þorgrímur héraðslæknir Þórðarson á Borgum, Valtýingur mikill og helzti styrktarmaður séra Ólafs fyrrum. Hafði hann farið læknisferð út í Öræfi, hina fyrri af þeim ferðum, er hann fær sérstakan landsjóðsstyrk(l) fyrir. Var þar Guðlaugur sýslumaður fyrir á Sandfelli. Þar var svo undir eins drifin upp áskor- un til læknisins að gefa kost á sér til þing- mennsku, og haldið með hana austur eptir sýslunni um Suðursveit, Mýrar og Nes, en ýmsir höfðu þó neitað að skrifa undir, þar á meðal margir helztu bænd- ur. En annars mjög ósleitulega að gengið frálæknisins hálfu, svo að tvísýnt er um, að séra Jón prófastur á Stafafelli nái kosningu, en taldi sig áður vissan, hefði séra Ólafur haldið áfram með framboð sitt, því að hann kvað nú hafa haft þar miklu minna fylgi en síðast, og meðal annars vegna þess hætt þar við og snúið sér að Árnessýslu. Undarlegt er, að ísa- fold skuli nú síðast láta ógetið þessa nýja þingmannsefnis Austur-Skaptfellinga, þá er hún er að telja upp önnur ný þing- mannaefni t. d. Jón Þórarinsson í Gull- bringú- og Kjósarsýslu og Jósep Jónsson á Melum í Strandasýslu (móti Guðjóni). Og hvers vegna minnist hún ekki á þessa undirskriptasmölun Þorgríms læknis? Eða skartar það allt vel á þeirra flokki, sem hún telur ósóma fyrir hinn flokkinn? Sannleikurinn er sá, að það eru einmitt Valtýingar, er beita látlaust þeirri aðferð, að skuldbinda menn fyrir fram með skrif- legum undirskriptalolorðum. — En þá. steinþegir Isafold, eins og þor'skur, þegar flokksmenn hennar eiga hlut að máli, en skrökvar í þess stað upp á hinn flokkinn, að hann liggi á þessu lúalagi. Mikil er sannleiksástin og samkvæmnin!! Dáinn er úr »slagi« 14. þ. m. merkismaðurinn Ketill Ketilsson dannebrogsmaður í Kotvogi í Höfnum, nær áttræður, talinn einn meðal efnuðustu manna í sýslunni og framkvæmdarmaður mikill. Faðir hans Ketill Jónsson (J- 1869) var bróðir Stein- gríms hreppstjóra á Hliði á Álptanesi, móðurföður Steingríms Stefánssonar bóka- varðar í Washington, en móðir Ketils heit. var Vigdís dóttir merkismannsins Jóns Daníelssonar dannebrogsmanns í Stóru- Vogum, föðursystir Eggerts heit. Waage. Kona Ketils heit. var Vilborg Eiríksdótt- ir bónda á Litlalandi í Ölfusi Ólafssonar, og er eitt barna þeirra Helga kona séra Brynjólfs Gunnarssonar á Stað í Grinda- vík. __________ Lausn frá prestskap hefur séra Tómas Björnsson á Barði í Fljótum fengið frá næstu fardögum. Rektor B. Ólsen hefur verið kjörinn félagi norska vís- indafélagsins í Kristjaníu. Finnur Jónsson professor var kjörinn félagi þess 1 fyrra. Saémd þessi veitist ekki öðrum en merk- um og kunnum vísindamönnum. Skákdálkur Þjóðólfs. Nr. 3. Eptir Pétur Zóphóníasson. Box 32 a. Rvík. 2. Tafl. Drottningarpeðsbyrjun. Hvítt. S vart: A. Halprin H. N. Pillsbury. 1. d2—d4, d7—ds 2. Rgi— f3, Rg8—fó 3. e2—e3, C7—c5 4. 1)2—Ö31), c5Xd4 5. e3Xd4, Rb8—c6 6. C2—C4, Bc8—g4 7. Bfi—e2, e7—e6 8. 0—0, d5Xc4 9. 1)3 XC4, Ha8 —c8 10. Bci—b2, Bf8—e7 11. Rbi—d2, O O 12. Ddi—-b3, Dd8—C7 13. Hai—ci, Hf8—d8 14. Db3—e3, Be7—d6 r5- g2—g3. Dc7—35 16. Be2—d3, Da5—h5 17. Rf3— gs, e6—e5! 18. d4—d5, Rc6—d4 19. h2—114, I17—h6 20. Rg5—e4, Rf6Xe4 21. Rd2Xe4, Rd4—Í3 + 22. Kgl g2, Bd6—b8 23. Hfi—hi, Í7~f5 24. Re4—C3, e5—e4 25- Bd3—e2, Hd8—e8 26. Rc3—bs, fs~4 27. De3—33, e4—e3! 28. ds—d6, Rf3—e5 29. Bb2Xe5, f4-f3 + 30. Kg2— h2, He8Xe5 31. Be2—d3, Bg4—d7! 32. f2Xe3, Dh5—g4 33. Bd3—fi, He5—h5 34. HCI C2, Hh5Xb5 35. HC2—d2, Hb5XeS 36. Da3—b2, He5 Xe3 37. Db2Xb7, Bd7—c6 38. Db7—b2, f3—D og hvítur gefur taflið upp sem tapað. Tafl þetta er teflt á kappskákarþingi í Vín hinn 6. júní 1898, og fékk Pillsbury fyrstu fegurðarverðlaun fyrir það, (400 kr.). Hann fékk þá og II. verðlaun (4000 kr.). 9. Taflþraut eptir Hermann Keidanski. Hvítt: Kb8, Dai, Hg7, Pd3, e4 = 5 menn. Svart: Ke6, Pd7 = 2 menn. Hvítt mátar í 2. leik. 10. Taflþraut eptir K. Makovsky. Hvítt: Kf8, Db4, Ha5, Pe5 = 4 menn. Svart: Kd7, Bc8, Pc7 = 3 menn. ______ Hvítt mátar í 2. leik. 1) Betra er d4Xc5-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.