Þjóðólfur - 30.05.1902, Page 4

Þjóðólfur - 30.05.1902, Page 4
88 manna settist á rökstóla og lýsti því yfir, að ekkert væri að óttast, og öll hætta væri úti. Að morgni 8. þ. m. var hald- in almenn þakkarguðsþjónusta í kirkjum bæjarins, og streymdi þá fólkið með glöðu bragði í kirkjurnar, en þá dundi allt í •einu eldgosið yfir bæinn, og fórust þar nær allir bæjarbúar um 25,000 að örfáum mönnum undanskildum, surnir segja 20— 30, en um það ber sögnum ekki saman. Eldurinn var svo ákafur á svipstundu, að skipin sem lágu á höfninni gátu ekki forð- að sér og brunnu þar upp, en skipverjar misstu lífið. Að eins eitt skip komst undan, með því að höggva sundur akk- erisstrengina, og halda með fullum gufu- krapti út úr höfninni, en missti þó 12 menn. 2—3 feta þykkt öskulag liggur nú þar sem St. Pierre var. og enn var fjallið að gjósa, er sfðast fréttist. Varð og manntjón í öðrum bæjum þar á eynni, en ár og lækir og öll vatnsból fyllt hraun- leðju, svo að þeir sem af komust gátu hvergi náð 1 drykkjarvatn, og urðu af því hin mestu vandræði. Menn eru hræddir við drepsótt á eynni, vegna hinna ógreptr- uðu líka, er liggja hrönnum saman og eitra loptið. Þar sem því varð við komið vortt líkin dregin saman í stórar hrúgur, hellt steinolíu yfir og kveikt í öllþ santan. En þar sér ekki högg á vatni. A sjó úti alllangt frá landi sigla skipin innan um fljótandi mannabúka. — Samskot eru þeg- ar hafin í Evrópu og víðar til hjálpar eyjarbúum þeim, sem eptir lifa. Um Búastríðið er fátt að segja, en frem- ur þykja nú góðar horfur um frið, þótt enn væru engir samningar komnir á 16. þ. m., en um það leyti söfnuðust foringj- ar Búa saman á friðarstefnu í bænum Vereeniging í Óraníu. — Heyrzt hefur, að Búar krefjist að fá almenna uppgjöf allra saka og vilji fá 10 miljónir punda (180 miljónir kr.) 1 skaðabætur handa Bú- um þeim, er misst hafa eignir sínar og orðið að yfirgefa hús og heimili,en hæp- ið þykir, að Englendingar ntuni ganga að því. Það er því fjarri því, að enn sé allt klappað og klárt þar syðrs. Verkfall mikið um alla Svlþjóð um miðjan þ. m., sakir þess, að verkamenn heimta almennan kosningarrétt. I sumum bæjum stöðvaðist öll umferð á járnbraut- um og götuvögnum og ekkert dagblað kom út. Nýtt þingmannsefni verður nú í kjöri 7. júní hér í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Það er H a 11 d ó r Jónsson bankagjaldkeri, sem er héraðs- búum og fleirum að góðu kunnur, enda hið álitlegasta þingmannsefni, maður mjög vel greindur og glöggur, einarður ogfylg- inn Sér. Þangað til í fyrra sumar hneigð- ist hann að stefnu Hafnarstjórnarmanna f stjórnarskrármálinu, en e'ins og margir 'aðrir skynsamir menn í þeim flokki, of- ‘bauð honum atferli þess flokks á þinginu, fékk megna andstyggð á öllu því athæfi, og er því nú talinn óalandi og óferjandi hjá þeirri klíku, eins og svo margir aðrir skynsömustu mennirnir, er þann flokk fylltu áður, en »fordæmdu« atgerðir hans á síðasta þingi. Þessvegna er »ísafold« í fyrra dag svo grettin og gröm yfir þessu framboði. Hún veit, að skjólstæðing henn- ar og uppáhaldi Birni Kristjánssyni er al- varleg hætta búin, því að auk stjórnar- skrármálsins stendur hann enn hraparleg- ar að vígi í bankamálinu gagnvart H. J., sem verið hefur hinn sárbeittasti mótstöðu- maður Warburgsbankans og manna bezt flett ofan af vitleysum og öfgum hinna í því máli, og nú síðast gagnvart reiknings- villum B. Kr., sem Isafold er að bera í bætifláka fyrir, með hinni venjulegu sann- leiksást. En það er hætt við, að vottorð hennar um reikningsglöggskyggni B. Kr. fram yfir H. J., verði harla létt á metun- um hjá kjósendunum, er þekkja báða mennina og fá tækifæri til að hlusta á, hvor þeirra getur gert Ijósari grein fyrir sínu máli á undirbúningsíundunum. Það er vfst líka á fárra vitorði, að ísafoldar- ritstjórinn beri nokkurt skynbragð á banka- mál eða reikningsfærslu yfirleitt. Vitleys- urnar, sem hann hefur látið blað sitt flytja í þessu efni bæði eptir Indriða og B. Kr. bera ekki vott um það, heldur miklu frem- ur um það, að þar dæmi blindur um lit. Það er annars gleðilegt fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslubúa, að þeir eiga nú völ á jafn mikilhæfum nrtanni, sem Halldóri Jónssyni, og eru því ekki neyddir til að burðast lengur með B. Kr. að minnsta kosti, enda er sagt, að H. J. hafi þegar mjög mikið fylgi víðsvegar í kjördæminu, eins og eðlilegt er, því að það er svo fjarri því, að kjördæmið sé valtýskt, að þar er einmitt öflug, eindregin mótspyrna gegn þeirri stefnu, og sérstaklega í banka- málinu, sem fyrir margra sjónum er nú aðalmálið, sem kjósa á eptir, því að það er svo fjarri, að það sé út af dagskrá, þótt þeir Warburg gangi að frumvarpi síðasta þings, að hættan er engu minni eptir en áður, að þ á verði róið öllum ár- um að því, að drepa landsbankann, koma honum á vald hlutafélagsbankans, svo að þeir Warbtirg geti orðið einvaldir í pen- ingamálunum hér. Til að afstýra þeirri hættu mega kjósendur ekki velja hluta- banjcamenn á þing. Hvorum er betur trúandi? Til þess að slá algerlega niður þessu fleipri Isafoldar um reikningsafglöp H. J. gagnvart B. Kr., virðist rétt að geta þess, að kennarinn í stærðfræði við lærða skól- ann, hr. Björn Jensson sagði meðal ann- ars við ritstjóra þessa blaðs í fyrra kveld: »Eg segi eins og séra Eiríkur Briem, að egkannþá ekki að gera réttan reikning, ef reikn- ingur H. J. gagnvart B. Kr. er ekki réttur«. Jafnframt gat hann þess, að B. Kr. mundi loks hafa skilið það sem H. J. var að kenna honum, og hefði því ávallt hopað á hæl, smokkað sér frá að- alumræðuefninu og slegið út í aðra sálma. Þá er B. Kr. hefði verið bæjargjaldkeri hefði hann haft þá reikningsaðferð við bæjarreikningana, sem hann nú væri að andæfa, sem rangri, en væri hárrétt. Kvaðst hann þá hafa verið endurskoðari bæjarreikninganna ásamt H. J. Nú geta þeir sem vilja, trúað betur reikningshöfðum(!) þeirra nafnanna (ísaf.- Bjarnar og B. Kr.), en yfirlýsingum tveggja hinna reikningsfærustu manna, sem hér er völ á, Björns Jenssonar adj. og séra Eiríks Briems. Efri-deildar ávarpið. Hver, sem les ávarp efri deildar til kon- ungs með athygli, sér undir eins, að þar er bókstaflega engin ósk um heimastjórn frá ávarþsflytjendum. Þeir tala að eins um ástand, sem þeir viti, að eigi sér stað, án þess að láta í ljós nokkurt álit um það. Nú hefur herra biskupinn lýst yfirþví, að maður úr andstæðingaflokki hans hafi fengið þá til að bæta því við, að þessi ósk þjóðarinnar væri einnig ríkjandi hjá mörgum þingmönnum. Hvar kemur þá fram heimastjórnaróskin hjá flokksmönn- um herra biskupsins? Alls hvergi. Er.þá ekki sannleikurinn í raun og veru einmitt þeirra meginn, sem segja, að flokksmenn hans hafi ekki látið í ljós ósk sína um heimastjórn? Biskupinn hefði því verið vel sæmdur af að þegja um þessa heimastjórnarósk sína og flokksmanna sinna. Gamall gagnrýnir. Tllhæfulaus uppspuni er það, eins og fleira í síðustu »ísa- fold«, »að framselja eigi einhvern annan en bankastjórann, einhvern forustugarp í apturhaidsliðinu(!) til væntanlegrar kross- festingar(l) hér4. júní«. Hvað hyggst blað- ið að vinna með slíku bulli ? Er auðséð, að það er nú allmjög ráðþrota og hleyp- ur því með hverja vitleysuna á fætur annari til að draga fjöður yfir vanmátt og vandræði sinna eigin fiokksmanna. Þeir sem framseldir verða til krossfest- ingar 4. júní verða tveir Jónar, báðir úr flokki Hafnarstjórnarmanna. Heimastjórn- armenn hafa ekki nema einn kandfdat, Tryggva Gunnarsson bankastjóra, og ætl- ast þeir til, að hann hrökkvi einn við hinum tveimur á »krossfestingardegi« Isa- foldar 4. júní hér í höfuðstaðnum. Önn- ur kjördæmi munu reka nagla í iljar henn- ar hina dagana frá 2.—11. júní. „Vesta“ kom hingað í fyrri nótt frá Höfn norð- an um land. Hafði komizt á allar hafn- ir samkvæmt áætlun, svo að líklegt er, að ísinn hindri ekki skipaferðir umhverfis landið úr þessu. Þó mun enn vera ís- hrafl nokkurt inn á Húnaflóa. — Með skipinu kom hingað Kristján Jónasarson verzlunaragent o. fl. Sildarafli var ágætur á Eyjafirði, þá er »Vesta« fór þar um. Dálnn hér f bænum 22. þ. m. Magnús Magnússon lærisveinn í 3,bekklærða- skólans, ættaður úr Hvolhrepp, sonur Magnúsar heit. trésmiðs Bergsteinssonar frá Árgilsstöðum, nálega 23 ára gamall, efnispiltur til náms. Hann lézt úr lungna- tæringu. Hinn 27. þ. m. lézt hér í bænum úr heila-blóðfalli Þorkell Þorkelsson vindlagerðarstjóri, sonurséra ÞorkelsBjarna- sonar uppgjafaprests frá Reynivöllum, 28 ára gamall. Embsettisfrá vikning. Hinn 24. þ. m. hefur landshöfðingr samkv. tillögum biskups vikið séra Fil- ippusi Magnússyni að Stað á Reykjanesi frá embætti um stundarsakir, vegna megnr- ar grunsemdar um legorðsbrot o. fl. KuldatíO undanfarna daga með norðanbáli og næturfrostum. Nú með ,VESTA‘ lief eg fengið ljómnndi fnlleg: KORT "WJ til brúðknups- og fæðingnrdngn. 8 ÞiiigJioltsstræti 8. Halldóra Ólafsdóttir. F al 1 egu st u Brúðarkortin og Lukkuóskakort fást á !5 SKOLAVORÐUSTIG 5. Handa þingmanni óskast til leigu trá 20. júlí til þingloka 2 stór og björt Iier- liergi nióti snori og hvort innnr af öðru í góðu og kyrlátu húsi sem næst miðbæn- um. Ritstj. vísar á. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. • Glasgow-prentsmiðjan. 26 hafði nú tekið þátt í baráttunni fyrir fósturjörðunni og barizt svo vel, að hann dirfðist að biðja sjálfatt konginn um það, sem hann áleít að verða mundi henni til hamingju. Hún hafði gert honum smánarlega rangt til, og henni hefndist líka grimmilega fyrir það. Hún settist í sætið, studdi hönd undir kinn og starði niður í dynj- andi fossinn. Skyldi hann hafa setið hérna eins og hún sat nú og hugs- að um hana? Skyldi honum hafa sviðið eins sárt um hjartaræturnar og henni sveið nú ? Skyldi hann hafa grátið hérna eins og hún grét nú? En hvað fossinn óskapaðist og kvað með mörgum röddum hið fer- lega lag sitt! Rétt fyrir framan hana var fossbrúnin, rauðgrá og slitin, er myndaði eins og geysistórt hné; fram af því steyptist áin í gagnsæj- um grænum boga niður í hyldýpið og þeytti upp froðu og úða, sem þyrlaðist eins og þokumökkur niður yfir bera hamrana. Ekki þurfti nema eitt gálaust stökk niður í þetta dynjandi, niðandi, mjallhvíta froðuhaf — þá var úti um alla eymd og alla mæðu að eilífu. Nei, hún varð að fara burtu — burt frá þessari freistingu, áður en hún fengi vald yfir henni, áður en hana færi að svima, áður en — Knútur kæmi. Hún stóð upp og gekk út úr runnunum, sem slúttu fram af foss- brúninni, en það lá við, að hún hrapaði fram af brúninni af ótta og ör- vínglun, því að í því bili sá hún Knút standa frammi fyrir sér. „Ert þú hérna, Ingiríður?" spurði hann hissa, en með blíðri röddu. Ingiríður vissi ekki, hverju hún átti að svara eða hvað hún átti að gera af sér. Loksins stamaði hún þó fram : „Kemur þú hingað?" „Já, endrum og sinnum". „Hér er einmanalegt". „Eg kann svo vel við það“. „Ó já, það er heldur ekki það versta". „Meinar þú einveruna"? „Já. Eg hef reynt hana“. Hann horfði hissa á hana og sagði: „En nú er þó einveran úti“. 27 Hún endurtók með áherzlu : „Hún er ekki það versta". „Hvað meinar þú með því?" „Ekki neitt. Vertu sæll, Knútur!" í því bili heyrðist óp mikið, hást og heiptarlegt ofan úr brekkunni fyrir ofan þau. Uppi í urðinni miðri, þar sem brattast var, stóð And- rés með byssu í hendinni, tæplega tuttugu skref frá Knúti og Ingiríði. Rétt fyrir ofan hann lá vegurinn yfir fjöllin. „Loksins hef eg náð í ykkur", kallaði hann niður til þeirra. „Þið höfðuð faþð ykkur vel, en sá maður er enn ekki í heiminn borinn, er geti gabbað mig". Hann skalf og titraði af reiði; hann setti byssuna upp að kinninní og mælti: „Nú skaltu fá að deyja, Rjóður-Knútur!" En f því bili hljóp Ingiríður fram fyrir Knút og mælti : „Eg skal þá fara á undan. Skjóttu nú! Eg er ekki smeik við að vera skotspónn þinn". * „Það er af því að þú veizt hvað þú átt skilið", kallaði Andrés og lét byssuhlaupið síga niður um nokkra þumlunga, -,,en á þér hef eg allt- af færi. Skríður þú í felur á bak við pils, Knútur?" „Hvað höfum við Ingiríður til saka unnið?" kallaði Knútur og tók mjúklega í Ingiríði, til þess að fá hana til þess að ganga til hliðar. Við mættumst hérna af tilviljun í fyrsta skipti núna, og höfum ekki skipzt á nema fáum orðum, en undir eins og þú kemur auga á okkur, þá dettur þér þegar allt hið versta í hug og hefur morðvopnið til taks". „Nú, þú ert þa hræddur við dauðann, Rjóður-Knútur! En það var svei mér kynleg tilviljun, að þið sky-lduð hittast á slíkum stað, þangað’ sem engir eru annars vanir að koma". „Það var heldur engin tilviljun", kallaði Ingiríður upp, því að reið- in og þrjóskan fengu nú algerlega yfirhönd yfir henni; hún réð sér ekki fyrir ást og harmi, ótta og hatri; hún vafði handleggjunum utan um hálsinn á Knúti og æpti hástöfum til Andrésar, svo að kvað við í hömr- unum: „Skjóttu nú! Við fundumst af því að við unnumst og skiljum nú ekki framar. Skjóttu nú! Við drögum hvort annað niður í gljúfrið, hvort okkar sem þú hæfir — - Hann rak upp öskur. Svo kom glampi og reykjarmökkur. Ingi- ríður lét aptur augun, en þegar hvellurinn heyrðist og hún fann, að hún. hafði ekki orðið fyrir skotinu og Knútur stóð enn hjá henni, þá opnaði

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.