Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. júní 1902. M 24. Bið j ið ætí ð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLlKI ~ sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjan er liin elzta ogr stærsta í Daninörkn, ogr býr til óefað hina beztn YÖrn ogr ódýrustu í sainanbnrði við g-æðin. mc Fæst hjá kaupmönnum. Fyrir 2 krónur wwwwwwww geta nýir kaupendur fengið síðari hluta þessa yfirstand- andi árgangs Þjóðólfs frá l. júlí til ársloka. í kaupbæti fylgja tvö síðustu sögusöfn blaðsins (1 1. ogr 1 2. hepti), yfir 200 bls. með mörgum fallegum skemmti- sögum, en ekki verða þau send neinum fyr en blað- ið er borgað. Áskript að bessum hálfa árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang blaðsins. iff' Nýir kaupendur gefi sig fram sem allra fyrst, áður en upplagið af sögusöfnunum þrýtur. Alþingiskosningar. ii. í Strandasýslu var endurkosinn að Broddanesi 2. þ. m. Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum (nú á Kleifum á Sel- strönd), með 50 atkv., 3 greiddu ekki atkv. Jósep bóndi Jónsson á Melum tók framboð sitt aptur á kjörfundi, áður til kosningar kæmi. í Vestur-Skaptafellssýslu endurkos- inn á Leiðvelli s. d. Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, með öllum atkvæðum. Aðr- ir ekki í kjöri. í Skagafjarðarsýslu kosnir að Garði í Hegranesi s. d. Ólafur Briem umboðsmaður, með um 235 atkv. og Stefán Stefánsson kennari, með 1 34 atkv. Jón Jakobs- son forngripavörður fékk 123 atkv. í Gullbringu- og Kjósarsýslu kosn- ir 7. þ. m., Björn Kristjánsson kaupmaður, með 2 1 5 atkv. og Þórður Thoroddsen héraðslæknir, m’eð 1 7 5 atkv. Jón Þórarinsson skólastjóri fékk 121 atkv. og Halldór Jónsson bankagjald- keri 67 atkv. í Húnavatnssýslu endurkosnir á Sveinsstöðum s. d. Hermann Jónasson á Þingeyrum og Jósafat Jónatansson á Holtastöðum. Páll Briem amtmað- ur og Bj'órn Sigfússon fallnir. At- kvæðatala ekki frétt. í Dalasýslu kosinn s. d. Björn Bjarnarson sýslumaður.— Séra Jens Pálsson fall- i n n . Atkvæðatala ófrétt. í Mýrasýslu kosinn 9. þ. m. Magús Andrésson prófastur á Gilsbakka, með 67 atkv. Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu fékk 46 atkv. Útlendar fréttir. FriOur milli Búa og Breta. Enskblöðfrái—5. þ. m., er hingað hafa borizt flytja þau tíðindi, að nú sé loks kom- inn á friður á milli Búa og Breta. Var friðarsamningurinn undirskrifaður í Pret- oríu laugardagskveldið 31. f. m. kl. 10V2 af Kitchener og Milner landstjóra í Kap fyrir hönd Breta, en af Schalk Burgher, L. Botha, De Wet, Delarey o. fl. fulítrúum fyr- ir hönd Búa. Steijn forseti var ekki við- staddur friðarsamningana, sagður veikur — Mánudaginn 2. þ. m. las Balfour upp 1 neðri málstofu enska þingsins helztu skil- málana í friðarsamningi þessum. I 1. gr. hans skuldbinda Búar sig til að leggja nið- ur vopnin, afhenda öll skotvopn og her- gögn, og gefa upp alla frekari mótstöðu gegn yfirráðum hans hátignar Játvarðar konungs, er þeir viðttrkenna sem löglegan drottnanda sinn. Þá er þessi yfirlýsing var lesin upp, glumdi málstofan af fagnað- arópum. I 2. gr. friðarsamningsins er tekið fratn, að allir Búar utan Transvaal og Oraníu- ríkis, og allir fangar af Búaliði, sem ekki séu í Suður-Ameríku, og lýsi því hiklaust yfir, að þeir vilji vera þegnar Játvarðar konungs, skuli fluttir til heimkynng sinna svo fljótt, sem unnt sé, og trygging sé fengin fyrir, að þeir geti haft nægilegt lífs- viðurværi. I 3. gr. er tekið fram, að allir þeir sem gefist upp með þessum skilyrðum eða snúi heim aptur skuli njóta persónulegs frelsis og fá fasteignir sínar aptur og í 4. gr. er ákveðið, að engan þeirra borgara, er tekið hafi þátt í ófriðnum, megi draga fyrir lög og rétt fyr- ir aðgerðir sínar, nema þeir hafi beinlínis brotið gegn venjulegum hernaðarreglum samkvæmt kæru frá Kitchener til Búahers- höfðingjanna, áður en friður var saminn. Þessi brot skulu dæmast fyrir herrétti. I hinum öðrum greinum friðarsamnings- ins er ákveðið, að hollenzk tunga skuli kennd i skólunum í Transvaal og Óraníu, þá er foreldrar barnanna óski þess, og sömuleiðis sé tunga þessi leyfð við allan réttargang, þar sem nauðsyn krefji. Bann- að er öllum íbúunum að bera vopn eða eiga, nema með sérstöku leyfi, að eins til að verja eign sína. Fyrst verður sett her- mannastjórn í landinu, meðan verið er að friða það, en svo fljótt sem unnt er, skal borgaraleg stjórn koma í stað hennar, og því næst sé fulltrúaþing sett á stofn, til undirbúnings fullkominnar sjálfstjórnar í landinu. Um atkvæðisrétt innborinna manna skal ekkert ákveðið, fyr en sjálf- stjórn er komin á fót. Ekki má leggja neinn sérstakan skatt til herkostnaðar- greiðslu á landeignir manna í Transvaal eða Óraníu, en stjórnin brezka skal verja 3 miljónum pd. sterl. (34 milj. kr.) til að bæta bændum í Transvaal og Óraníu tjón það, er þeir hafa beðið á eignum sínum sakir ófriðarins og skal því meðal annars varið til að kaupa útsæði, fénað, áhöld o. fl., til þess að menn geti rekið fyrri atvinnu sína. Skal nefnd manna annast um skipt- ingu þessa fjár. Auk þessara fjárveiting- ar, lofarbrezkastjórnin að útvega lán vaxta- laust í tvö ár handa innbornum Búum en útlendingar og uppreisnarmenn skulu enga hlutdeild 1 því fá. — Að því er uppreisnar- menn í Kap snertir er ák veðið, að þeir skuli sviptir kosningarétti æfilangt og foringjar þeirradæmdir af herrétti fyrir landráð, en lagt á vald dómaranna, hverskonar hegning þeir skuli sæta. Þó er tekið fram, að lffláts- dóm megi ekki uppkveða yfir neinum upp- reistarforingja. Þetta eru aðalatriði friðarskilmálanna. Samkvæmt því hafa Búar orðið að sleppa sjálfstæðiskröfu sinni, og gefa sig undir yf- irráð Breta. Varð fögnuður mikill um allt England, þá er skilmálar þessir urðu þar kunnir, og þakkarguðsþjónustur haldnar í mörgum kirkjum. En Rússar og Þjóð- verjar eru mjög óánægðir yfir þessum úr- slitum, því að þeir voru farnir að vonast eptir, að Bretar mundu aldrei geta leitt ófriðinn til lykta, og veldi þeirra bíða þann hnekki, sem aldrei yrði bættur. — Kriiger, sem nú dvelur í Brussel, varð mjög dapur, er hann heyrði úrslitin og sagði: „Hjarta mitt er fullt at sorg og sút. Það er allt og sumt, sem eg get sagt“. Hann og dr. Leyds ætla ekki að hverfa heim aptur til Transvaal, heldur lifa í út- legð það sem eptir er. Staðfestu og þolinrnæði þeirra Kitchen- ers og Milners er einkutn þakkað, hversu samningarnir gengu greiðlega. I ræðu, sem Kitchener hélt í Vereeniging fyrir full- trúum Búa, hrósaði hann hinni frægilegu vörn þeirra, sagði, að það væri engin van- sæmd að verða loks að Iúta fyrir ofurefl- inu, og hefði hann verið þeirra meginn, hefði sér þótt mikill heiður í því, að hafa gengið jafn-drengilega fram, og varizt jafn- rösklega, eins og þeir hefðu gert. Var gerður góður rómur að þeim ummælum hans. Konungur hefur nú sæmt hann „viscounts" nafnbót, er samsvarar hér um bil greifanafnbót. Auk þess hefur kon- ungur persónulega ritað þinginu, og mælzt til að Kitchener væru veitt 50,000 pd. sterl. (900,000 kr.) í heiðursgjöf fyrir frammistöðu sína, og ætla menn, að þingið veiti það. (Roberts fékk 100,000 £). Gengur nú lofið um Kitchener fjöllunum hærra í enskum blöðum, og eru Englendingar afarhreykn- ir yfir þessum úrslitum, sem eru miklu betri, en margir þar væntu. En Búar hafa séð, að frekari mótspyrna mundi árang- urslaus, og því ekki séð seinna vænna að ná þolanlegum friðarkostum. En ófriður þessi, sem staðið hefur nálega 3 ár hefur vakið eptirtekt alls heimsins á þessari smá- þjóð í Suður-Afríku, er unnið hefur sér svo mikið til frægðar í þessum ójafna hildar- leik. Sagt er, að þeir Botha, De Wet og Del- arey muni bráðum ætla að ferðast til Ev- rópu til að leita samskota handa bág- stöddum löndum sínum og ef til vill til að sýna sig. Má geta nærri, að þeim verði ekki illa tekið. Waldeck-Rousseau, ráðaneytisforsetinn frakkneski, hefur sagt af sér völdum, á- samt öllu ráðaneytinu, 3. þ. m., þá er Lou- bet var kominn heim aptur úr Rússlands- för sinni. Leon Burgeois ætla menn að eigi að mynda nýtt ráðaneytið. Eldgosunum heldur enn áfram í Vestur- Indlum. Um mjdlkurskólann á Hvanneyri og mjólkurbúln hefur H. Grönfeldt mjólkurfræðingur rit- að allfróðlega skýrslu í Búnaðarritinu (16. árg. 2. h.) sem nú er nýútkomið. Lýsir hann fyrst ferð sinni austur í Arnessýslu sumarið 1900; skoðaði hann þarmeðal ann- ars mjólkurbúið á Syðra-Seli í Ytrihrepp, sem er fyrsta mjólkurbúið, er stofnað var hér á landi. Hinn 1. nóv. 1900 byrjaði fyrst kennsla í mjólkurmeðferð á Hvann- eyri, en þar var þá margt óundirbúið til kennslunnar, enda stóð hún ekki nema 3 mánuði, og sótti að eins 1 stúlka skólann. Orsökina til þessa telur höf. þá, að flestir hafi verið máli þessu ókunnugir, og svo jafnvel meðfram vantraust á skólanum. Hinn 1. febr. f. á. hófst annað kennslu- tímabilið og var því lokið með burtfarar- prófi 30. apríl. Þá nutu 4 stúlkur kennsl- unnar, auk hinnar 5., er kom á skólann 3 vikum síðar en hinar. Hinn 4. maí hófst þriðja kennslutímabilið, og stóð fram í miðjan júlí. Voru þá 2 stúlkur í skól- anum til náms og seinasta mánuðinn bætt- ist hin 3. við. Auk þessara 9 stúlkna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.