Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 4
9 6 ing kjörstaðarins í sýslunni haustið igoo. Telur þessi fréttasnati breytinguna á kjör- staðnum alveg ólöglega, eptir því sem ráðið verður af orðum hans, því hann efast um, að „fáist rétting á þessu", og getur þess að AxarQörðurinn hafi jafnan' verið talinn næst miðju kjördæmisins. Astæður til þessarar breytingar á kjörstaðnum telur hann enga aðra en „kappgirni amtmanns" sem hann segir valdi “megnri óánægju" meðal sveit- unga sinna. Þó að litlu skipti hvað svona ónafngreind- ur maður skrifar, skal eg samt gera „rétting" á orðum hans, því næst amtmanninum og sýslumanninum nær þetta mál mest til mín. Á þingmálafundi, sem haldinn var í Þórs- höfn 9. mal 1900, var af kjósendum úr Sauðaness og Svalbarðshreppum samþykkt svo hljóðandi áskorun: „Fundurinn samþykkti I einu hljóði að skora á kjörstjórann, að halda næsta kjör- fund að Svalbarði, þar eð sá staður virðist vera eins vel fallinn til kjörþingstaðar og Skinnastaður, þar eð kjörfundir hafa áður aldrei haldnir verið austan Axarfjarðarheiðar, og þar eð kjósendum þeim megin heiðar- innar, hefur því eigi verið sýndur hingað til fullur jöfnuður, að því er þetta snertir". Sem fundarstjóra téðs fundar, var mér fal- i& að fylgja þessu máli fram við kjörstjór- ann, sem eg einnig gerði. Af skiljanlegum ástæðum, sá kjörstjórinn sér ekki fært að verða við þessari áskorun. Skaut eg því máiinu til amtmanns og lét fylgja uppdrátt af kjördæminu, þar sem fjarlægðirnar frá Svalbarði og Skinnastöðum voru mældar í allar höfuðáttir út í yztu byggðajaðra kjör- dæmisins, til þess að séð yrði hvor þeirra lægi nær mrðju sýslunnar. Sýndi það sig þá, að þeir liggja viðlíka rétt frá norðri til suðurs, með þeim mismun þó, að Svalbarð liggur fast að mílu fyrir norðan miðdepil kjördæmisins, nær þeim hlutanum, sem miklu meir er byggður, en Skinnastaður því nær jafnmiklu fyrir sunnan miðdepil, nær þeim hluta kjördæmisins, sem er mjög lítið byggð- ur, en mestmegnis afréttarland. Aptur kom það I ljós, að Skinnastaður liggur allt of vestarlega í kjördæminu, því að þangað eru að eins 4*/» míla frá Bangastöðum á Tjör- nesi, vestasta bænum í kjördæminu, en 13 mílur frá Skoruvík á Langanesi, norðvestasta bænum, en frá Bangastöðum að Svalbarði eru 93/4 míla og frá Skoruvík 73/4 míla. Fjarlægðarmunurinn frá vestasta og austasta bæ kjördæmisins er því mílu meiri að Skinnastað en að Svalbarði. Skakkinn frá miðju kjördæmi til austurs og vesturs er á Skinnastöðum svo mikill, að þangað er */* mílu styttra frá fjarlægasta bæ að vestan, Bangastöðum, en frá nálægasta bæ austan Axarfj arðarheiðar, þ. e. frá Garði í Þistilfirði. En Svalbarð liggur að eins 1 mílu fyrir austan miðdepil. Eptir þessum mælingum, sem amtmaður tók góðar og gildar er það því sýnt og sannað, að Svalbarð er sá eini rétti kjörþingisstaður að lögum (sjá 29. gr. kosningarlaganna 14. segt. 1877). Amtmaður sýndi því kjörstjór- anum fram á, að Svalbarð væri sá.eini lög- legi kjörþíngisstaður sýslunnar, en kjörþing hefði jafnan verið haldið í lagaleysi á Skinna- stað. — Þetta nægir til að sýna, að þeir sem unn- ið hafa að þessu máli, og þá amtmaður fyrst og fremst, hafa unnið að því, að lögunum skyldi vera fylgt, en ólögunum aptrað, og og verðskuldar það' þakklæti heiðvirðra manna, þó að þessi „merki" fréttasnati beri sveitungum sínum á brýn, að slíkt verk hafi vakið og vekji „megna óánægju" hjá þeim. Það má vel vera, að Axarfjörður sé „bezta sveitin í kjördæminu"; en það eru mennirnir en ekki sveitirnar, sem kosningarrétt hafa. Fréttasnatinn slær botninn í með þessum orðum : .......fyrir engan mun viljum við að „Valtýskunni" standi happ af okkur optar — hvorki beint né óbeint". — Að því er hans eigin get;ðir snertir, væri ómaklegt að véfengja þessi orð; það er ekki óllklegt, eptir framkomu hans að dæma í þessu máli, að fleira röngu hafi staðið happ af honum um dagana. Að því leyti sem þetta nær til ná- unga hans, er bezt að þeir jafni það með sér. En að því leyti sem þetta kann að vera sletta til kjósenda austan Axarfjarðar- heiðar, þá er hún bæði ósönn og svo lúa- leg, að eg legg mig ekki niður við að svara henni. Snæbjörn Arnljótsson. Mannfallið 1 Valtýsliðinu lítur út fyrir að verða all- stórkostlegt við þessar alþingiskosningar, sem nú eru um garð gengnar, en fréttir hingað ókomnar úr 8 kjördæmum með 12 þingmönnum, einmitt úr þeim kjördæmum, sem meginstyrkur heimastjórnarmanna er. Nú er kunnugt orðið um kosning 18 þing- manna í 13 kjördæmum. Afþessumþing- mönnum eru 10 í heimastjórnarflokknum, en 8 að nafninu í hinum, svo framarlega sem þm. Vestmanneyinga og 2. þm. Árnes- inga eru taldir þar með, en séu þeir dregn- ir frá og bætt við hinn flokkinn, sem óhætt mun, verður hlutfallið 12 ; 6, eða helmingi fleiri úr heimastjórnarflokknum en hinum. Jafnvel þótt nú sé ekki reiknaður nema 2 atkv. munur milli flokkanna, má óhætt reiða sig á, að meiru munar, þá er gerð- ir verða upp reikningarnir og frétfir verða komnar úr Múlasýslum báðum, Þingeyjar- sýslunum og Eyjafjarðarsýslu. Horfurn- ar í Valtýsliðinu eru því harla daufar, eins og vænta mátti. Þeir hafa hvergi unnið neitt á, en fallið unnvörpum þar sem þeir hafa reynt að steypa heimastjórn- armönnum. Auk þeirra 4 burgeisa, er getið var um síðast, að fallnir væru (Val- týs, séra Ólafs í Arnarbæli, JónsJensson- ar, M. Torfasonar, að viðbættum hinum 5., Þórði í Hala) hafa síðan hnigið í val- inn, Páll Briem amtmaður, séra Jens Páls- son og Björn Sigfússon, Var það þrek- virki mikið af Húnvetningum að standa amtmann af sér, og sýnir Ijósast, hversu samtakagóðir og eindregnir flokksmenn þeir eru, sem láta málefnið sitja í fyrir- rúmi. Það er enginn vafi á því, að skript- ir amtmanns 1 »Norðurlandi« og hin miklu afskipti hans af þeim Isafoldar- og Valtýs- dilk þar nyrðra hefur fellt hann frá kosn- ingu í Húnavatnssýslu. Hann var offljót- ur á sér, að taka hlutdeild í sigri(l) Val- týinga á síðasta þingi. Og þykirossþað leitt amtmanns vegna, því að margt er þó vel um hann. Fln síðar rennur ef til vill upp stjarna hans, þá er kyrð er kom- in á. Enginn mun þó verða jafnhnugginn og hrelldur yfir falli sínu, sem Garðaprófast- urinn, þessi mikli föstuprédikana-höfundur í Isafold og einn þessara frægu, sískrifandi fimm stjórnenda Valtýsflokksins. Mann- inn sárlangar svo á þing, en hefur nú fall- ið þrisvar sinnum á i* 1/^ ári, og eru það fádæma hraktarir í kosningum hér á landi. Dugðu honum lítt skriptirnar í 5- mannastjórninni, eða húslesturinn kenni- mannlegi yfir Þjóðólfi í föstuinnganginn. Hvorugt mun hafa stutt hann til kosning- ar. Nú liggur hann á sfnum eigin lar- berjum, alveg eins og hann átti að liggja. Hann verður að lata sér nægja, að pré- dika 1 sóknarkirkjum sínum og í Isafold. Við prédikanir hans á þingi verða menn þó lausir fyrst um sinn, sem betur fer, og vonandi til langframa. Það er annars nokkuð hart fyrir Val- týsflokkinn, að verða nú ekki að eins að sjá á bak foringjanum sjálfum, heldur einn- ig einum úr »centralstjórn«(!) fimmmenn- inganna, sömuleiðis amtmanni o. fl. o. fl. máttarstólpum. — Það verður heldur enn ekki skarð fyrir skildi, flokkurinn allur tættur sundur og höfuðlaus. En svona eru forlögin grimm og syndagjöldin sár. EptirmsBli. Arni bóndi Þorvaldsson, sem andaðist að Innrahólmi 3. nóv. f. á., var fæddur að Stóra- Nýjabæ í Krísuvík árið 1824. Hann ólst upp með foreldrum sínum þar til hann var 19 ára, þá keypti hann hálfa jörðina Stóra- hólm til móts við föður sinn, þar sem þeir bjuggu þá. Þar andaðist móðir hans 1846, en faðir hans fluttist þá suður í Hafnir og kvæntist aptur. Árni sál. kvæntist árið 1853 Solveigu Þórðardóttur, var samt ekki vel við heilsu, og stundum mjög sjúkur, en aldrei bilaði hann þrek, og alltaf rétti hann við aptur, þótt af honum gengi sökum sjúk- leikans. Á Stórahólmi bjó hann 11 ár, og kostaði allmiklu til jarðarinnar, því hún var í óstandi, þá er hann tók við henni, en árið 1858 fluttist hann að landsjóðsjörðinni Meiða- stöðum, þótti hún liggia betur við útræði og sjávarhagnaði. Þas bjó hann 25 ár, og kostaði stórkostlega til þeirrar jarðar, bæði að húsum og jarðabótum; þar hafði hann mikinn sjávarútveg, lét smíða þiljubát og flutti vörur frá bændum til kaupstaðar. Á fyrri árum hans þar veiktist kona hans, og andaðist eptir 12 ára hjónaband og 5 ára sjúkdómslegu; þau eignuðust 8 börn, og lifa 2 dætur. Árið 1867 giptist hann eptirlifandi ekkju sinni, Ragnhildi fsleifsdóttur, og voru þau I hjónabandi 34 ár, og eignuðust 5 börn ; þar af lifa 2 dætur, báðar giptar. Árið i£6o tók Árni sál. við hreppstjórn í Rosm- hvalanesshreppi, og hafði hana á hendi um 20 ár; hreppsnefndaroddviti var hann 8 ár. Árið 1872 var barnaskóli byggður í Gerðum, og styrkti Árni skólann vel með fégjöfum og ýmsu öðru, sem til heilla hans mátti verða. Hann gaf og 100 krónur ekkj- um drukknaðra í Mýrdal 1870. Eptir 40 ára dvöl í Rosmhvalanesshreppi keypti hann Innrahólm á Akranesi 1883 og kostaði þeg- ar stórfé til endurbótar þar, eins og annar- staðar þar sem hann hafði búið. Þá varð hann hreppstjóri þar í Innrahreppnum; hann lét reisa nýja kirkju á Innrahólmi og gaf allmikið fé til hennar, og árið 1884 stofnaði hann búnaðarfélag þar, sem hefir mörgu góðu til leiðar komið. Árið 1898 voru hon- um veitt heiðurslaun úr sjóði Kristjáns lcon- ungs hins IX., en annars ekkert virðingar- merki, sem hann hefði þó átt skilið mörgum öðrum fremur. Þau hjón ólu upp fjölda barna, og giptust 30 frá þeim; og aldrei varð neitt slys hjá þeim við hinn langvinna og örðuga sjávar- útveg I ölium þeirra búskap. Af þessu framantalda má sjá, að Árni sál. var með fremstu bændum hér á landi, enda fundu menn það alstaðar hvar sem hann var, að hann skaraði fram úr öðrum. Hann var framkvæmdarsamur og áræðinn, en um leið ljúfmenni og friðsamur, glaðlyndur og greindur vel og minnugur; hann var og bezti heimilisfaðir og eiginmaður, hjálpfús og ráðhollur, guðhræddur og guðrækinn trúmaður, og er mikill söknuður að honum í alla staði. (B. Gr.). Með s/s Kronprindsessa Viktoria komu 10. þ. m. miklar birgðir af Alls konar vörum til verzlunarinnar „Edinborg“. Hvergi betri kaup. ROGN og andre islandske Pro- dukter modtages til Forhandling. Billig Betjening. Hurtig Afgjörelse. Einar Blaauw. Bergen. Norge. Þakknrávarp. I mínum þungbæru og langvinnu veik- indum, voru það margir, sem réttu okkur — hér undirrituðum — hjálparhönd, bæði með gjöfum og annari góðvild, og viljum við þar tilnefna eptirfylgjandi heiðurshjón: sóknarprest okkar séra Gísla Jónsson og frú hans á Mosfelli, Skúla lækni og frú hans í Skálholti, Gunnlaug hreppstjóra og konu hans á Kiðjabergi og Eggert bónda og konu hans á Vaðnesi. Þessir hafa allir gefið okkur á höfðinglegan hátt. — Af hrærðu hjarta vottum við hér með öllum okkar kæru hjálparmönnum innilegasta þakklæti, og biðj- um Guð að launa þeim af ríkdómi sínum hér og annars heims eilíflega. Mýrarkoti í Grímsnesi 1902. Þóranna Þorbergsdóttir. Gaðm. Einarsson. Hér með lýsi eg yfir því, að eg er ekki sá Rangæingur, er skrifað hefur greinina: “Fjallkonan og Þórður I Hala" í 9. tölubl. Þjóðólfs þ. á. Verða því þeir, er mig hafa meint höfund hennar að snúa sér annnað, með þá tilgátu. Vestri-Geldingalæk 5. júní 1902. Einar Jónsson. Bunaðarfélag Islands. Ársfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 21. júní kl. 6. e. h. í I ð n a ð a r m a n n a h ú s i n u. Á ársfundinuin verður skýrt frá fram- kvæmdum féiagsins og fyrirætlunum, rædd búnaðarmálefni og bornar upp þær tiliögur, er fundurinn óskar að búnaðarþing félagsins taki til greina. Reykjavík 10. júní 1902. Þórh. Bjarnarson. Ekta Ljáblöðin MEÐ FÍLSMYND komin í „Edinborgu. 20 þml. löng 75 aura stykkið 22 — — 80 — minna þegar tylft er keypt í einu. Ásgeir Sigurðsson. Leirtau ymisiegt nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Kramvara alls konar, þar á meðal g ó ð u og ódýru Kjöla- og Svuntutauin, Gardínutauin alþekktu, Sirzin og Tvisttauin, sem aldrei hafa kom- ið eins falleg og ódýr eptir gæðum, Flonelette hvítt og mislitt, Flauel af mörgum litum, Sessuborð úr rósóttu flaueli, Silki af ýmsum litum, Yfirstykkjatau, fallegir Barna- kjólar, Sjöl og Herðaklútar, SÓl- og Regnhlifar og m. fl. nýkom ið með „Laura" og „Ceres" í verzlun Sturlu Jónssonar. Sundmaga og Gotu kaupir enginn hærra verði fyrir pen- inga út í hönd, en Ásgeir Sigurðsson. Til þeirra sem neyta liins ekta Kína-lífs-elixírs. Með þvf að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að því, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr, og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandi hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Ástæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs sfns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi - j,- í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.