Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.06.1902, Blaðsíða 2
94 er notið höfðu kennslu í mjólkurmeðferð til pess tíma, sóttu skólann fjórir aðrir kvennmenn, eldri og yngri, sem dvöldu þar i—3 vikur. Kennslan var ókeypis, en fyrir fæði og húsnæði þurftu nemend- urnir að greiða 25 kr. hver um mánuðinn. Kennslugreinarnar voru hinar sömu öll tímabilin nfl. : mjaltir, verkleg meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð, þvottur og ræsting, mjólkurreikningshald, bæði á mjólkurbúum og heimilum, (skrifleg og munnleg kennsla), mæling á fitu í mjólk með »Gerbers« fitumæli o. s. frv. Því næst skýrir höf. frá ferð sinni 1 fyrra sumar um Amess- og Rangárvalla- Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur. A Páfastöð- um í Skagafirði, hefur bóndinn, sem þar |býr, Albert Kristjánsson, ungur dugnaðar- maður, sett á fót hjá sér mjólkurbú á eig- inn kostnað, og lýsir hr. Grönfeldt nokk- uð fyrirkomulagi þess, segir að því sé bezt fyrir komið af þeim búum,-sem enn séu sett á stofn (til nýjárs 1902). Nefnir höf. ýmsa staði, er hentugir væru fyrir stofnun mjólkurbúa t. d. í Hrútafirði (Melum), Vatnsdal (Kornsá, þar er vísir af mjólkurbúi), í Skagafirði (Hofsstöðum, Miklabæ, Hólum í Hjaltadal, auk Páfa- staða) í Reykholtsdal (nálægt Reykholti) og í Árnessýslu, sem nú mun standa fremst, að því er mjólkurbúin snertir, er flest munu verða rjómabú. I Rangárvaliasýslu mundi hentugt að stofna mjólkurbú í Þykkvabænum og víðar. Yfirleitt munu þau geta þrifizt í hverri þéttbýlli sveit, þar sem vegir eru þolanlegir. Hinn 1. okt. f. á. hófst fjórða kennslu- tímabilið á mjólkurskólanum á Hvanneyri, ög var 6 nemendum þá veitt inntaka, svo að það sýnir ljósast, hve áhuginn á þessu máli er farinn að vakna á jafnstutt- um tfma. Kennslan var hin sama sem áður með þeirri viðbót, að búpeningsrækt var kennd 2 stundir á viku, prófmjöltun og reikningur sá og bókfærsla, sem þeim er samfara. Hinn 23. des. f. á. var opnað og tekið til notkunar hið nýja mjólkurskólahús á Hvanneyri, og lýsir hr. Grönfeldt því á þessa leið: »Það er tvlloptað, 14 álnir á lengd og 10 álnir á breidd. Kjallari er undir öðr- um enda hússins, 8X5 álnir. í kjallar- anum eru 2 herbergi, annað þeirra er not- að til að láta ostana brjóta sig í því, en hitt er haft fyrir ostabúr. Gólfið er stein- límt, og vatnsrenna eptir því. Á neðra lopti er mjólkurskáli, smjörbúr og osta- klefi. í þessum 3 herbergjum, er gólfið einnig steinlímt, og með hæfilegum halla, svo allt skólp geti runnið burtu og í stein- límda þró fyrir utan húsið, og þaðan rennur það burt gegnum leirpípu. Auk* þessara herbergja er þar kennslustofa, skrifstofa og forstofa, og úr henni liggur stigi upp á loptið. Á loptinu eru svefn- herbergi handa nemendunum, annað handa kennaranum og hið þriðja handa gestum. Auk þess er eitt herbergi autt, og klefi til að geyma í föt. Öll herbergin eru út- búin með það fyrir augum, að gera þau svo björt og hentug, sem auðið var. Verkfæri þau og áhöld, sem skólinn á, eru þessi: Skilvinda (»Alfa«), 1 smjör- hnoðunarvél, 2 strokkar, 1 sýringarfata, 1 fitumælir (»Gerbers«), 1 gasolíuvél, sem notuð er til að hita vatn, ásamt uppmúr- uðum katli; 1 ostapressa, rjómatunna og rjómakælir, 1 tugavog (ostapressan og tugavogin ókomin enn), og auk þess glös, þvottaburstar o. s. frv. Af innanhúsmun- um, er skólanum tilheyra, má ennfremur nefna 5 rúm uppbúin, borð, þvottaborð, þvottaskálar, stóla, ofna o. s. frv.« Að síðustu ryfjar höf. upp fyrir sér að hve miklu leyti meðferð mjólkur- og smjör- gerð hafi farið fram hér á landi næstl. 2 ár m. fl. hugleiðingum þar að lútandi, er réttast þykir að birta í heild sinni, bænd- um til athugunar. Hann segir svo: »Þó að ísland sé eins og flest önnur lönd, búið að koma sér upp mjólkurskóla, þá hefur það ekki næsta mikið að þýða, ef hann væri að eins nafnið, en eg hygg, að mér sé óhætt að segja, að skólinn geti einnig gert gagn. Fyrsta kennslutímabil- ið sótti skólann 1 nemandi, en þar á móti eru 6 nemendur fjórða kennslutímabilið, og aukþess sóttu fleiri, er eigi gátu feng- ið aðgang. Hér sést einnig framför, þar sem aðsóknin hefur aukizt svq mjög frá því fyrir rúmu ári síðan. Bændur, sem búa fjarri skólanum, senda dætur sínar langan veg, til þess að læra á honum, og tel eg það ekki þýðingarminnst. Það ber vott um, að viðkomandi menn skilja, að hér sé eitthvað að læra, og að betri með- ferð mjólkur geti gefið peninga í aðra hönd, ef rétt er að öllu farið. Eg vona að skólinn verði vel sóttur framvegis, og að hann geti orðið landinu til gagns og nota. Framför má það einnig telja, að síðastliðið sumar hefur smjör verið sent út til sölu. Hve miklu það nemur, get eg, því miður, ekki sagt um, þar eð mig vantar skýrslur um það. Eg hygg eigi fjarri sanni að áætla, að sumarið 1900 hafi verið flutt út 5000 pd., en síðastlið- ið sumar 20000 pd.; má það heita góð byrjun, ef útflutningurinn hefur fjórfaldazt á einu ári. I þriðja lagi má geta þess, að menn eru vaknaðir til meðvitundar um þýðingu félagsskaparins; er það vottur um vaxandi menning og framfarir. Yfirstandandi tími útheimtir það, að menn taki höndum sam- an, þegar um einhverja framleiðslu er að ræða, til þess að geta framleitt sem bezta, hreinasta og vandaðasta vöru, og með sem minnstum kostnaði, en geta fengið hana borgaða með sem hæstu verði. Þar sem nú er auðsæ framför, þó lítil sé, í smjörgerð og mjólkurmeðferð, þá get eg eigi leitt hjá mér, að minnast með nokkr- um orðum á þá deyfð, sem á sér stað í ýmsum öðrum greinum, sem þessu máli eru skyldar. Eg vil að eins nefna kyn- bætur, og þá sérstaklega kynbætur mjólk- urkúakynsins, og umbætur á fjósunum. Eru engin ráð til þess, á einn eðúr ann- an hátt, að bæta úr því, sem er ábóta- vant í þessu efni ? Stórfé fer árlega for- görðum sökum þess, að kýrnar verða að vera 8—9 mánuði af árinu í slíkum fjós- um, sem eg því miður sá allt ofvíðasíð- astliðið sumar. Þegar eg bað um leyfi til að fá að sjá fjósin, var mér opt svar- að á þá leið, að fjósið væri lélegt, og að það þyrfti aðgerðar við. Bætið þvl fjós- in, umfram allt aukið birtuna, og gerið þau loptbetri. Eg leyfi mér að segja, að bóndi sá, sem talinn er með dugnaðar- mönnum, að því er snertir jarðabætur, slétta tún o. s. frv., en hefur slæmt fjós, þá er hann að minni hyggju ekki dugnað- arbóndi, þar sem hann með þessu móti »sparar eyririnn, en fleygir krónunni«. Hér eiga sér auðvitað undantekningar stað, og sem dæmi má þess geta, að þeir sýslu- maður Björn Bjarnarson og Þorsteinn Thór- arensen á Móeiðarhvoli hafa báðir síðast- liðið sumar reist ný fjós rneð hentugu lagi. Gerið fjósin betri, bæði sterkari, bjart- ari og loptbetri, þá fyrst borgar það sig, að gera jarðabætur, til þess að geta fram- leitt mikið og gott fóður. Að því, er kynbæturnar snertir, þá fara þær hægt og gengur lítið. Bezt mundi fara á því, að Stofnuð væru kynbótarfélög, og að kyn- bótastöð væri einnig sett á fót, sem hefði úrval af beztu gripum, er fyndust hér á landi. Kynbótagripi mætti útvega vfðs- vegar að, og sem dæmi vil eg nefna kýrn- ar á Hofstöðum í Skagafirði. Þar eru 9 kýr alls, og eru 6—7 af þeim af ágætu mjólkurkúakyni. Með góðri meðferð, hentugu fóðri og réttu uppeldi, gætu slík- ir gripir fætt af sér úrvals skepnur, sem svo mætti nota til kynbóta og á þann hátt stuðla að því, að hér komi upp sam- Jtynja mjólkurkúakyn. Og ef nú í sam- bandi við þetta, væri komið á sýningum, og vænstu gripirnir verðlaunaðir, og loks, ef bændur héldu töflur yfir mjólk og fóð- ur kúnna, þá mundi þetta hvað með öðru, og án mikils tilkostnaðar, styðja að því, að bæta nautgripakynið og um leið land- búnaðinn«. Göfug vinkona. Svo nefni eg hina göfugu skozku skáld- konu Mrs. (frú) Disney Leith, sem fyrir löngu er kunnug orðin hér á landi af terðum sínum. Mrs. Leith er þess vel makleg, að henn- ar verði lengi að góðu getið meðal ís- lendinga. Það var ekki fyr en í vetur að eg kynntist kveðskap hennar og sjálfa hana sá eg fyrst í fyrra sumar. Þóttist eg þegar sjá, að þar sá eg konu í ætt við Auði hina djúpauðgu. Við hittumst í Sveinatungu í Borgarfirði, kom hún þá að norðan með föruneyti sínu. Var veður gott urn morguninnog ræddi égmargtvið hana og mæltist til, að eignast kvæði henn- ar. Nú hef eg kynnt mér þau, og það eru þau, sem eg sérstaklega vildi benda á — þó það hafi áður verið gert í ýmsum blöðum vorum. Mrs. Leith er hámennt- uð kona og skáld mikið. Jafnast kvæði hennar yfirleitt við skáldskap enn þá nafn- kunnari enskra (eða skozkra) skáldkvenna. En að vísu er kveðskupur hennar allur, það sem á Englandl er kallað, reserved, og aristocratic. Hún er stórborin og stórauðug kona og því er þess lítil von, að hún syngi sama »sk al a« og realistar eða byltingamenn. — það lofar hún frænda sín- um Mr. Svinburne (þjóðskáldi Eng- lendinga. Hún fylgir hinum eldri ídeölsku og rómantiskulífsskoðunum,er trúkona,hug- stór og siðlát og blótar enga nýja guði. Um frumleik mun hún lítið hirða eða frægðarkeppni, en öll hennar yrkisefni eru lika ófölsuð: náttúran og mannlífið, allt stórt, fagurt og frægilegt hreyfir hennar hörpustrengi. En það, sem helzt snertir hjartarætur vor Islendinga í kvæðum eptir Mrs. Leith, ef menn skilja þau, það er aðdáun henn- ar á landi voru með náttúru þess, sögu og fólki. Aldrei hefur útlendur maður, ur, karl eða kona, helgað Isafold hýrri orð eða hjartnæmari kvæði en þessi hágáfaða. og göfuga kona. Mrs. Leith skilur ekki einungis tungu vora, heldur skilur hún hjartahreim hennar og sögu vorrar. Pró- fessor K e r í Lundúnum segir i sinni á- gætu bók: »Epic and Romance«, að hjarta- strengur hins norræna anda hjá oss, sem enn þá muní lifa, en sé bersýnilegur fram í dauða Jóns biskups Arasonar, sé h et j u- bragurinn (the heroic strain). Þennan brag heyrir líka frú Leith í sögumvorum og tungu vorri, og ekki sízt í bergmáli dala vorra. Því samskonar braghreim heyrir líka hver, sem gott eyra hefur, á ættjörð hennar Skotlandi, Hennar helztu yrkisefni eru og tekin úr sögum vorum, það eru sagnkvæði, ballads, svipuð Gríms Thomsens, en liprari og fegurri, þótt forneskjan birtist betur hjá Grími. Af þeim kveðlingum þykja mér, ef til vill beztir: »Skarphéðinn«, »Kári«, »Flosi«, »Illugi bróðir Grettis« og »Gunnhildur konungamóðir«, (sem er oftirlítið meistara- verk fyrir sig) »Þorlákur helgi*. Og til að sýna braglist höf., set eg hér sýnishorn þessa síðasta smákvæðis í bún- ingi íslenzkrar rímlistar — efni og hætti vikið við, eins og mér fannst bezt fara : Þorlákur biskup helgi, *J* 1193. »Daufleg jól! Uro hlíð og hól ið hvíta dáins lín. Að biskupsstól, er burt var sól menn beina ferðum sín. En tæp eru skjól og tímans hjól: af tári brá hver skín. Menn hópast brátt úr hverri átt, en hví er söngva stans ? og hvergi dátt né kveðið kátt um komu lausnarans ? Því höfuð hátt nú liggur lágt hins ljúfa biskupsmanns. Því Islands sól sitt auglit fól, er enn í heiði stóð. Ó ljúfa skjól, sem ljósið ól og landsins gladdi þjóð: Þitt dýrðlings ból, þinn biskupsstól nú byrgir sorgin hljóð! Ein fimmtán ár með bjartar brár sá biskup prýddi stól. Hvort glóa tár eða gróa sár á grund, sem klakann ól: Svo dýrðarhár, svo dæmafár ei drekkur biskup jól. Svo margan mann þú sást með sann, þú sögufróða land, sem afrek vann og frægðir fann um fold og eyja band: en aldrei þann, sem eins og hann þitt æzta prýddi stand, — I daga þrjá við dapra þrá svo drúpir staðarlið, unz hniginn ná við leiðin lág þeir leggja að kristnum sið. En hvflu háa öld sú á. • sem erfir Drottins frið. Eitt af kvæðunum um Reykjavík byrjar á þessa leið: Hve fagurt skín mér Skotland með skóg og vötn og hlfð, og skrautleg er hún fóstra mín1) sú mararperlan fríð. Þó heyrði’ eg hrósað eyju, sem henni væri lík, En hver vill mála svipinn þinn. ó fríða Reykjavík 1 Mattli. Jocliumsson. Árétting. Samkvæmt síðustu tölubl. ísaf. hefur Isafoldar-klíkan þó ekki þorað beint að biðja þá hr. E. Br. og B. J. að taka apt- ur yfirlýst álit sitt á reikningsdeilum mín- um gagnvart B. Kr. og Isafold. Það hefur klíkan ekki séð sér fært, í von um árangur. Annað og meira en þetta segir vottorð þeirra ekki. Isafoldar-Bjöm skal eg minna á, að það er altítt í öllum hinum menntaða heimi, að blaðamenn leita álits (interviewera) vitmanna og ,fag‘mannatil að komast að sannleika í málum; álit þeirra er svo birt í blöðum og stendur óhaggað, svo lengi sem þeir ekki sjálfir heimta leiðrétting á því, sem eptir þeim er haft, eða breyt- ing á því. ísafold sjálf hefur optnot- að þessa aðferð, meðal annnars í lækna- skóla- og spftalamálinu hérna um árið. Þar sem álit hinna tveggja reiknings- fróðu manna (E. B. og B. J.) er fyrir löngu birt, og þeir hafa samþykkt það með þögninni, og Isaf.-klíkan hefur ekki séð sér fært að fá þá herra til að mótmæla því — stendur það fast ogtvíl- laust sem fullur sannleikur, sam- kvæmt öllum almennum reglum. ísaf. getur ákallað Gróu sína á Leiti eins opt og hún vill. Yfirlýstu áliti þessara fræði- manna hefur hún ekki getað haggað. Og klíkan hefur ekki þorað að gera tilraun til þess við þá sjálfa. En gaman verður að færa nokkur vitni fram í dagsljósið í máli því, sem ísafoldar- Björn þykist ætla að höfða á móti mér. — Samkvæmt hinu prentaða, yfirlýsta ómót- mælta áliti hinna 2 reikningsfróðu manna, E. Br. og B. J., er Björn Jónsson ritstj. Isafoldar orðinn opinber ósanninda- maður að því, að reikningsform »Bónda- sonar« sé »vitleysa«, eins og hann kemst að orði í 20. tölubl. ísafoldar. Björn Jónsson ritstj. ísaf. hefur ásamt J. Jenssyni endurskoðað reikning Búnaðar- félags Suðuramtsins 1891, og gefið þeim reikning svo hljóðandi áritun: *) þ. e. eyjan Wight. Þar á Mrs. L. lysti- garð mikinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.