Þjóðólfur


Þjóðólfur - 27.06.1902, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 27.06.1902, Qupperneq 2
102 verknað, að loka inni geðveika menn nfl. að »slá utan um«, þ. e. »slá saman kassa utan um þá«!! Það er ekki af illu, heldur af því að menn hafa engan til að vaka yfir sjúklingum þessum. Og þetta er eina »1 ækn i n gi n«, sem menn þekkja hér gegn geðveiki. Hinir geðveiku eru »boðnir upp« eins og úrgangshestar í Danmörku, þeir sem heimta minnsta borgun fyrir að taka Þ*. fá þá; hvort sjúklingarnir komast á góðan bæ eða slæman, hjá fátæklingum, sem ekki erú vaxnir þeim vanda, er þeirí fávizku sinni takast á hendur, eða þekkja þá ábyrgð er þeir baka sér — um það hirða sveitastjórnirnar vanalega ekkert, ef það að eins verður sveitarsjóðnum svo ódýrt sem unnt er. Og sveitasjóðirnir eru fá- tækir f hinni almennu fátækt. Um þetta reit eg einnig ráðaneytinu. Bréf mitt tíl ráðherrans var sent aflands- höfðingja og landlækni til Kaupm.hafnar í marzmánuði síðastl. Eg vildi, að ráð- herrann fengi að vita sannleikann, eins og hann væri, til þess að hann gæti betur skorið úr, hvort menn hefðu breytt rétt eða rangt gagnvart hinum geðveiku og gagnvart mér, sem talsmanni þeirra. Ráðaneytið hefur með hinni hátíðlegu þögn sinni gert það að verkum, að allt helzt í sama óhæfilega horfinu sem fyr. Og eg hef varið heilu ári æfi minnar til að bíða hér í Reykjavík — sannarlega hugkvæm aðferð gegn manni, er hefur algerlega án tillits til eigin hagsmuna, sem fágætt mun vera hér á landi á síðari tímum, boðið landstjórninni vinnu sfna og 50,000 krónur — til þess að láta ekki lenda við órðaskvaldur eitt, en koma á fót stofn- un, er með tímanum gæti rúmað marga vinnufæra geðveika menn, svo að útgjöld- in við framfærslu þeirra minnkuðu, eða yrðu að líkindum minni en nú, í allri þeirri óreglu, sem nú á sér stað. Að þessu mttndi verða framför, fyrst og fremst að því er snerti hei'subót rnargra geðveikra manna, er svo gætu unnið landi sínu gagn, en nú situr allur þorri þeirra, er læknaðir verða, auðvitað í fjötrum sínum, og verða smátt og smátt algerlega rænulausir og sljóir, en þá er öll von um apturbata úti. Um þetta ritaði eg einnig ráðherran- um, er ekki hefur talið það ómaksins vert, að skipta sér neitt af frumvarpi mínu, að minnsta kosti ekki svo að heyrzt hafi hingað til Islands«. Því næst getur hr. Schierbeck þess, að hann hafi ekki viljað slá til hljóðs fyrir frumvarpinu í blöðunum, því að þess hefði ekki átt að þurfa, er um svo bersýnilegt nauðsynjamál var að ræða, enda kveðst hann vera algerlega mótfallinn lækn- fræbilegum deilugreinum f blöðunum, er verði til þess að rýra álit læknastéttar- innar hjá almenningi, eins og dæmi séu til. Jafnframt getur hann þess, að hann hafi ritað ráðherranum um, hvernig fjár- laganefnd neðri deildar hafi breytt frum- varpi hans og ekki til bóta, enda hafi sér aldrei verið sent frumvarp alþingis til álita og samþykktar, það vanti t. d. í það afar mikilsverð ákvæði um eptirlit með stofnuninni af landstjórnarinnar hálfu, er sé öldungis sjálfsagt, þá er um einstakra manna stofnanir sé að ræða. A Englandi séu t. d. slíkar stofnanir skoðaðar helm- ingi optar en stofnanir rfkisins, og á Frakk- landi 4 sinnum ári. Hyggur hr. Schier- beck, að það sé ekki óhugsandi, að þessi hraparlega gleymska hafi orðið fnimvarp- inu að falli í ráðaneytinu, enda þótt það afsaki ekki þögn þess gagnvart honum. Einnig getur hann þess, að í frv. alþingis standi ekkert um, að hann eigi að taka hina hættulegustu sjúklinga, eða þá sem verst sé farið með, og ekki heldur neitt um það, að arðurinn af vinnu sjúkling- anna skuli ganga til þess að greiða eitt- hvað af hinum árlega kostnaði við rekstur stofnunarinnar. Með því að taka að eins vinnufæra sjúklinga á stofnunina, gæti hann sjálfur, þótt launalaus væri, haft toluverðan hagnað af vinnu þessara 16 manna, ef hann væri hrékkjamaður og hugsaði eingöngu um sinn eigin hag. Þá víkur hr. Schierbeck að öðru höfuð- atriðinu í bréfi sínu til ráðherrans: þýð- ingu stofnunar sinnar fy rir þekk- ingu á geðveiki hér á landi, með því ,að stúdentar. á læknaskólanum gætu, þótt í smáum stfl væri, kynnt sér undir- stöðuatriði þessarar sjúkdómsfræði, með hæfilegri vfsindalegri leiðbeiningu og dá- lítilli bóklegri kennslu, svo að þeir gætu sjálfir lært að greina sundur og rannsaka ýmsar tegundir geðveikinnar, en það lær- ist aldrei við bóknám eitt, eða með því að sjá geðveikan mann endrum og sinn- um. A þann hátt komist menn aldrei að réttum skilningi á hinu mismunandi eðli geðveikinnar, samkvæmt því sem kröfur nútímans heimta af læknum. Það sé því að eins á geðveikrastofnun- um með leiðbeiningum sérfróðramanna í þeirri sjúkdómsgrein, að nemendur geti fengið nokkurnveginn Ijósa og skýra hugmynd um hinar margbreytilegu orsakir þessarar veiki, og hver lækningaaðferð eigi bezt við þannogþann sjúkling. Tal- ar. hr. Schierbeck meðal annars um þá tegund geðveiki, er leiði af ofnautn á- fengra drykkja, er reyndar sé ekki ávallt orsök veikinnar, heldur opt og einatt hins vegar, að ofnautn áfengra drykkja stafi af geðveiklun hjá manninum upphaflega. En það yrði oflangt að fara nánar út í það efni hér. Hr. Schierbeck tekur ennfremur fram, að læknaskólanemendur geti haft mjög þýðingarmikil not af stofnun hans, að því leyti, að þar gætu þeir fengið hugmynd um, hvað vottorð um verknaðarábyrgð sakamanna hefur að þýða. Yfirvöldin geta nfl. heimtað af hverjum héraðslækni yfir- lýsingu um, að hve miklu leyti sakamað- urinn hafi verið með réttu ráði eða sturl- aður á geðsmunum, einmitt þá er afbrotið var framið. Og þessu vottorði er ekki að eins dómfelling hins ákærða háð, held- ur er einnig komið undir því heiður eða vanvirða ættingja hans. Hr. Schierbeck getur þess, að eins og nú horfi við geti enginn læknir á Islandi gefið þesskonar vottorð, er sé að nokkru verulegu gagni og vísindalega rétt eptir nútíðarinnar kröfum, einmitt vegna þess, að enginn læknir hér á landi hafi kynnt sér geðveiki rækilega og nógu lengi til þess. Jafnfrámt getur hr. Schierbeck þess, hve afarerfitt það sé að úrskurða, hvort einhver maður hafi einhverntíma fyrrum verið með réttu ráði eða ekki, og stund- um sé það öldungis ómögulegt jafnvel fyrir hinn æfðasta sérfræðing. Því meira sem menn viti því varkárari séu menn í úrskurðum sínum, en þeir sem viti lítið eða ekkert séu vanalega fljótastir að fella skjótan úrskurð, eptir einhverjum ytri ein- kennum veikinnar, sem alls ekki sé að reiða sig á. Hr. Scierbeck er gramur yfir því, að það sé komið Undir vottorði fáfróðs læknis, hvort hinum ákærða verður hegnt eðá ekki, og hyggur að dómararnir hafi optast nær miklu meiri reynslu, meiri þekkingu 1 þessu efni, heldur en læknarnir hér. Hr. Schier- beck segir, að á geðveikrastofnun hans mundu héraðslæknaefni geta fengið leið- beiningar um sjálfa rannsóknarað- ferðina, hvernig þeir ættu að fara að til þess að fá nokkurnveginn rétta hug- mynd um sjúkling þann, er skoðaður er, á hver sjúkdómseinkenni ætti að leggja mesta áherzlu o. s. trv. í>etta var, eins ög fyr er geíið, annað höfuðatriðið í bréfi Schierbecks til ráð- herrans, og svo segir hann í skýrslu sinni: »Síðast í bréfinu gat eg þess, að áhugi minn í því að bæta kjör geðveikra manna, er sættu illri meðferð hér á landi mundi aldrei réna, en eg gæti hins vegar ekki lofað því, að reisa hæli fyrir þá eínhvern- tfma síðar, með því að eg ætlaði að afla mér írekari þekkingar í læknisfræði og leggja stund á aðra sérfræðigrein hennar, því að ætla sér að lækna geðveika menn án sérstakrar stofnunar, er sama sem að ætla sér að slökkva stórbruna án slökkvi- áhalda. Síðustu orðin í bréfi mínu voru tilvitn- un úr hinni nýútkomnu bók »Den norske Sindssygelovgivning* eptir hinn nafnfræga norska sérfræðing í lagalegri sálarlífsfræði (Retspsyckiatri) Poul Winge, en tilvitnunin er svo látandi: ,Mennsegja að meðferð þjóðfélagsins á kvennþjóðinni sé bezti mælikvarðinn fyr- ir menningu þess, já, það er satt, að það er góður mælikvarði, en eg held, að eg þekki annan enn betri: meðferðina á hinum geðveiku!' Og eg vil lúka þessari skýrslu minni með þeirri innilegu bón til allra þeirra, er hafa geðveika menn á heimili sfnu: Takið burtu, að svo miklu leyti sem frekast er unnt, öll bönd og lok- uð þvingunarhylki, þau gera ekk- ert annað en herða á veikinni og auka þj án i n garn a r. Látið heldur einhvern greindan og góðan mann gæta aumingjanna, eptir þvf sem unnt er. Og umfram allt, ef þér haldið þeim fjötruðum þá látið þá lausa að minns.ta kosti nokkrar klukkustundir á hverjum degi, svo að þeir geti komið undir bert lopt með ept- irliti, oghin þröngu lokhýsi þeirra verði hreinsuð. Munið eptir að fyr- ir hundrað árum leysti hinn nafnkunni Pinel fjölda hinna geðveiku sjúklinga í Bicétre í París á dögum stjórnarbylting- arinnar miklu — og gerið eins og hann! Það verður aukið ómak fyrir yður í fyrstu, en minnist þess, að þér hefðuð aldréi átt að taka við sturluðum manni, efþérhafið ekki svo mörgum karlmönnum eða kvenn- mönnum á að skipa, að þér þurfið ekki binda aumingjana! En umfram allt, leysið fjötr- ana, opnið fangelsin, að minnsta kosti 2 stundiráhverjum degi, og fariðmeð sjúklinginn út í sumar- loptið, meðangerterhreintí klef- anum hans og nýtt lopt látið streyma þar inn!« Hr. Schierbeck lýkur máli sínu með þeirri ósk, að sá næsti, sem taki málstað geð- veikra manna hér á landi, láti bráðlega til sín heyra og fái áorkað því sem hann hafi ekki getað, nfl. að fá ráðaneytið til að tala. * * * Af þessari fróðlegu skýrslu, er hér hefur verið birt svo ítarlega, sem rúmið leyfði sést ljósast, hversu brennandi áhuga hr. Schierbeck hefur á þessu nauðsynjamáli, og hversu þungt honum fellur það, eins og eðlilegt er, að hið veglynda og fágæta tilboð hans virðist vera virt að vettugi hjá íslenzka ráðaneytinu. En þótt ráðherrann hafi ekki svarað enn, og frumvarpið sé ekki enn staðfest, þá getur það samt orðið inn- an skamms, og vonandi að svo verði, en það er eðlilegt, að hr. Schierbeck leiðist að bíða eptir þessum úrslitum og þyki drátt- ur málsins og þögn ráðherrans lítt skiljan- legt, því að auðvitað getur hann ekki bú- ið sig neitt verulega undir þetta, fyr en frumvarp þingsins er orðið að lögum og enda óvíst, hvort hr. Schierbeck sinnir málinu hér eptir, úr því að honum hefur verið sýnd svo lítil hluttekning í þessu áhugamáli hans af hálfu landsstjórnarinn-, ar. Það er náttúrlegt, þótt hr. Scierbeck vilji ekki standa lengi frammi fyrir stjórn- inni til að bíða eptir því, hvort stórkostlegt fjártilboð úr eigin vasa hans til lándsins þarfa, auk vinnu hanssjálfs verður þegið eða ekki. Það getur hver og einn þreifað hend- inni í sinn eiginn barm, hvort honum mundi ekki leiðast sú bið. En samt sem áður er vonandi, að hr. Schierbeck gleymi hálf- velgjunni og hirðuleysinu hjá þeim, sem hér eiga hlut að máli og setji stofnunina á fót svo framarlega sem frumvarpið verður stað- fest bráðlega. Þess má geta, að margur fátæklingurinn hér f bæ og víðar, er hr. Schierbeck hefur líknað sem læknir án þess að taka nokkra borgun fyrir mun sakna hans sárt, ef hann neyðist til að fara héðan sakir þess, að hann fær enga áheyrn f því áhugamáli sfnu er hann hefur viljað leggja bæði eigið fé og krapta í sölurnar fyrir til að hrinda áleiðis. Það væri sannarlega hart, sannar- lega ómannúðleg aðferð gagnvart jafnmikl- um mannvini, sem hr. Schierbeck hefur pýnt sig, manni, sem hefur getið sér hér almannalof og almenna Hylli fyrir lipurð, nærgætni og framúrskarandi hjálpsemi við olnbogabörn lífsins, þau sem sitja í skugg- anum, en njóta svo lítils af sólskini tilver- unnar. Valtýskap aðferðip. I 31. tbl. ísafoldar þ. á. er grein, sem eitthvert N. ritar og nefnir: »Hvað þeir hugsa sér«. Hún á að vera svar á móti ritsmíð minni í Þjóðólfi (20. tbl. þ. á.), sem heitir: »Yfirburðir tíumannafrv. yfir frv. Valtýinga«. Öll þessi grein er nú eigi annað en lygar, útúrsnúningar og rang- færslur. Greinin byrjar á því, að segja, að ritgerð mín sé samanburður á 10-m.frv. og frumv. því, er oss nú stendur til boða. Á þessum helberu ósannindum byggist svo allur ritdómurinn, og er það sannarlega valtýsk aðferð, að umhverfa svona öllu frá því sem rétt er. Bæði fyrirsögnin og öll ritgerð mín ber það með sér ljóslega, að hún er samanburður á þeim tveimur frumvörpum, er voru til umræðu á síðasta þingi, en enginn samanburður við það fyr- irkomulag, sem ráðherrann ætlar að leggja fyrir aukaþingið í sumar. En að hinu get eg eigi gert, að greinin kemur óþægi- lega við kaun Valtýinga, því af henni sést, að 10-m.frv. er miklu betra, en val- týska ómyndin. Þessi herra N. vill þakka stnum flokki það, að heimastjórn er nú í boði, en allir sannsýnir menn geta aptur eigi annað en kannazt við, að heimastjórn sú, er ráðherrann ætlar að bjóða oss, er alveg sama sem farið var fram á í »til- lögu til þingsályktunar« í þessu máli.sem Hannes Hafstein bar upp í þinglokin f fyrra, en Valtýingar felldu fyrirhonumog samkvæmt þvt, er hann fór fram á við ráðaneytið í sendiför sinni, en þá fer heið- ur vor heimastjórnarmanna af málinu, að verða vafalaus. Utúrsnúningur er það, að eg hafi sagt, að búsetan en eigi þingræð- ið sé höfuðatriðið ( stjórnarbótinni, því eg sagði, »að krafan um innlenda stjórn væri höfuðkjarninn í hinni stðari stjórn- arbótarbaráttu Islendinga«, og á öðrum stað, »að búseta stjórnandans í hverju landi væri aðalatriði«, en um þingræðið talaði eg ekkert á þeim stað, en veik að því annarsstaðar sem sjálfsögðu. Öll vitnunin til ástandsins á Finnlandi er því tómur reykur, sem þessi Isafoldarmaður þyrlar upp eingöngu til að umhverfa auð- skildu máli. Það er líka ómögulegt með sanni að segja, að Finnlendingar hafi í reyndinni innlenda stjórn, því landstjórinn þeirra er að eins verkfæri Rússa, og hann verður t öllum greinum, að lúta boði og banni stjórnarinnar í Pétursborg, svo hin sanna stjórn Finnlands er útlend og situr í öðru landi, og beitir þaðan harðstjórn við þjóðina, en þannig hafa víst engirog jafnvel eigi Valtýingar hugsað sér stjórn Islands. Utúrsnúningurinn verður því að tómri vitleysu. — Þá kallar þessi höfundur allar umbóta- tillögur mínar og annara heimastjórnar- manna »fleyga«, sem hann segir eg vilji setja sem skilyrði íyrir því, að stjórnar- tilboðinu sé tekið. Með þeim rangfærsl- um endar þessi lúalega ritgerð. Það er nú ekkert undarlegt, að Valtýingar kalli allar umbótartillögur »fleyga«, er komið sé með málinu til falls, enda hafa þeir gert þetta látlaust slðan í fyrra, þvt þeir hafa í reyndinni aldrei viljað neina inn- lenda stjórn hsnda Islendingum og ekkert meira en Hafnarstjórn sína; þess vegna hata þeir allar uppástungur um endurbæt- ur og nefna þær ýmsum lítilsvirðingar- nöfnum. Þeir vilja, að fjárráðin séu ó- fullkomin ogþar að auki illa tryggð, þeim er illa við innlendan landsdóm og hata umbót á skipun efri deildar. Stöðulögin en eigi stjórnarskrána sjálfa, vilja þeir láta vera grundvallarlög landsins, og hafa þing- ræðið ófullkomið. Það vill nú svo vel til fyrir mér, að á tveimur Stöðum í ritgerð minni er með ljósum orðum tekið fram,, að þótt þessar frekari umbætur séu æski- legar, þá sé samt sjálfsagt, að sleppa þeim fyrst um sinn, ef hætt sé við, að þær verði höfuðatriðinu til falls, og því vil eg láta leita hófanna hjá ráðherranum um það,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.