Þjóðólfur - 04.07.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.07.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. júlí 1902. JS 27. Frumvarp stjórnarinnar um breyting á stjórnarskrá íslands samkvæmt konungsboðskapnum io. jan. þ. á. kom nú með „Botnia". Þykir réttast að birta það hér í heild sinni, svo að almenningur geti séð, hvernig því er háttað 1 öllum einstökum at- riðum. 1. gr. (2. gr. stjórnarskrárinnar). Konungur hefur hið æzta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands, með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórn- arskrá þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ís- land framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir Island má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, og verður að tala og rita íslenzka tungu. Hann skal hafa aðsetur í Reykja- vík, en fara svo opt, sem nauðsyn er á, til Kaupmannnahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Landssjóður Islands greiðir laun og eptir- laun ráðgjafans, svo og kostnað við ferðir hans til Kaupmannahafnar og dvöl hans þar. Nú deyr raðgjafinn, og gegnir landrit- arinn þá ráðgjafastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefur verið nýr ráð- gjafi. Ráðgjafinn veitir þau embætti, sem lands- höfðingja hefur hingað til verið falið að veita. 2. gr. (3. gr. stjórnarskrárinnar). Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarathöfn- inni. Alþingi getur kært ráðgjafann tyrir embættisrekstur hans eptir þeim reglum, er nánara verður skipað fyrir um með lögum. 3. gr. (5. gr. stjórnarskrárinnar). Konungur stefnir saman reglulegu alþingi annaðhvort ár. Án samþykkis konungs má þingið eigi setu eiga lengur en 8 vik- ur. Ákvæðum greinar þessarar má breyta með lögum. 4. gr. (1. málsgr. 14. gr. stjórnarskrárinnar). Á alþingi eiga sæti 34. þjóðkjörnir al- þingismenn og 6 alþingismenn, sem kon- ungur kveður til þingsetu. 5. gr. (15. gr. stjórnarskrárinnar). Alþingi skiptist í tvær deildir, efri þing- deild og neðri þingdeild. í efri deildinni sitja 14 þingmenn, í neðri deildinni 26. Þó má breyta. tölum þessum með lögum. 6- 8r- (r7- gr. stjórnarskrárinnar). Kosningarrétt til alþingis hafa: a, allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, er með sérstakri ákvörð- un kynnu að vera undanskildir ein- hverju þegnskyldugjaldi, eigi fyrir það missa kosningarrétt sinn; b, allir karlmenn f kaupstöðum og hrepp- um, sem ekki eru öðrum háðir setn hjú, ef þeir gjalda að minnsta kosti 4 kr. á ári sem aukaútsvar; c, embættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingarbréf eða eru skip- aðir af yfirvaldi því, er konungurhef- ur hefur veitt heimild til þess; d, þeir sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða við prestaskólann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitt- hvert annað þessháttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þótt ekki sé þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir sem hjú. Enginn getur átt kosningarrétt, nema hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þeg- ar kosningin fer fram, hafi óflekkað mann- orð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, eða, hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða honum verið gefinn hann upp. Með lögum má afnema auka-útsvars- greiðsluna eptir stafl. b. sem skilyrði fyrir kosningarrétti. 7. gr. (19. gr. stjórnarskrárinnar). Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag í júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomu- dag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 8. gr. (1. liður 25. gr. stjórnarskrárinnar.) Eyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frum- varp til fjárlaga fyrir Island, fyrir tveggja ára fjárhagstímabilið, sem í hönd fer. Með tekjunum skat telja tillag það, sem sam- kvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu Islands í ríkinu 2. jan. 1871, 5. gr. sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sérstaklegu gjalda íslaiids. 9. gr. (28. gr. stjórnarskrárinnar). Þegar lagafrumvarp ersamþykktí annari hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykkt. Verði þar breytingar á gerðar, gengur það aptur til fyrri þingdeildarinn- ar. Verði hér aptur gerðar breytingar. fer frumvarpið af nýju til hinnar deildar- innar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman í eina málstofu, og leiðir þingið þá málið til lykta eptir eina umræðu. Þegar alþingi þannig mynd- ar eina málstofu, þarf til þess, að gerð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig sé á fundi og eigi þátt í atkvæða- greiðslunni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslit- um um hin einstöku málsatriði, en til þess að lagafrumvarp að undanskildum frum- vörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, i’erði samþykkt í heild sinni, þarf aptur á móti að minnsta kosti, að tveir þriðjungar at- kvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. 10. gr. (34. gr. stjórnarskrárinnar). Ráðgjafinn fyrir Island á, samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðun- um eins opt og hann vill, en gæta verð- ur hann þingskapa. I forföllum ráðgjafa má hann veita öðrum manni umboð til þess að mæta á alþingi fyrir sína hönd. Atkvæðisrétt hefur ráðgjafinn eða sá, sem kemur í hans stað, því að eins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. 11. gr. (36. gr. stjórnarskrárinnar). Hvorug þingdeildin má gera ályktun um neitt, nema meira en helmingur þing- manna sé á fundi og greiði þar atkvæði. 12. gr. (39. gr. stjórnarskrárinnar). Þyki þingdeildinni ekki ástæða til að gera ályktun um eitthvert málefni, þá get- ur hún vísað því til ráðgjafans. 13. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er um í 2. gr. (3. gr.stjskr.)., koma út, skal hæstiréttur ríkisinsdæma mál þau, er alþingi höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir Island út af em- bættisrekstri hans, eptir þeim málfærslu- reglum, sem gilda við téðan rétt. Athugasemdir stjórnarinnar. Við frumvarp þetta hnýtir stjórnin (eða réttara sagt ráðgjafinn) allítarleg- um athugasemdum, bæði um málið í heild sinni og við hverja einstaka grein. í hinum almennu athugasemdum er þess getið, að samkvæmt fyrirheiti í konungsboðskapnum verði frumvarp síðasta þings staðfest, ef þingið sam- þykki það að nýju í ár, og gerir ráð- gjafinn ráð fyrir, að það verði lagt fyrir þingið af þingmanna hálfu, en sjálf leggur stjórnin það þá ekki fyrir. En jafnframt segir ráðgjafinn, að það hafi þó verið afráðið að leggja frv. frá stjórninni, það er hér er birt, fyrir alþingi, og gefa því kost á að velja B i ð j i ð æ t í ð um •----------------■'■'■'■'■'■'■'■'■'■'■• ........ . OTTO M0NSTED S * 4 DANSKA SMJÖRLÍKl * * sem er aiveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Terksmiðjaii er liin elztn og- stærsta í Danmtfrku, og býr til óefað hiua beztu vöru og ódýrustu í samnnburði við gæðin. Fæst hja kaupmönnum. um þessi tvö frumvörp og er það gert af því, segir ráðherrann, „að stjórn- inni er kunnugt, að hvorki óskum hinn- ar íslenzku þjóðar né alþingis um end- urskoðun á stjórnarskránni er í raun og veru fullnægt alveg með frumvarpi þingsins". Svo heldur ráðherrann áfram: „Nú ber að vísu bæði hin fyrri saga stjórnarskrármálsins vott um það, og eins hefur það og komið fram opinberlega nú á síðustu tímum, að óskir margra Islend- inga í þá átt að losa Island stjórnarlega út úr hinu danska ríki tara æði mikið lengra en svo, að þessi eða nokkurönnur stjórn geti séð sér fært að aðhyllast þær, og er það þá heldur ekki tilætlunin með þessu frumvarpi að verða við þessum ósk- um. En það sem stjómin getur til fulls fallizt á, er krafa hinnar íslenzku þjóðar uip, að hin æzta stjórn hinna íslenzku mála sé í höndum íslenzkra manna í ná- inni samvinnu við löggjafarþing landsins. I frumvarpi alþingis er að eins reynt að fullnægja þessari kröfu með stjórnarskipun- arákvæðum, sem tryggi það, að ráðgjafi Islands semji sjálfur við alþingi og sé þeim hæfileikum búinn, sem til þess þarf, en eigi farið fram á, að breytt sé neitt því fyrir- komulagi, að hann, eins og hinir ráðgjaf- ar konungs býr í Kaupmannahöfn og hef- ur umsýsludeild sína þar. Það sem enn þá. vantar á, að fullkomlega náið samband sé á milli ráðgjafans og ekki einungis al- þingis heldur og sjálfrar þjóðarinnar og þeirra lífskjara og ástands, er löggjöf og stjórn eiga við að fást, sem sé það, að ráðgjafinn og stjórnardeild hans fái aðset- ur á Islandi, er það, sem lagafrumvarp þetta hefur á boðstólum. Stjórnin hefur ástæðu til að ætla, að aðalorsökin til þess, að þetta var ekki tekið upp í frumvarp alþingis, hafi verið sú, að þingið taldi það ófáanlegt. Ástæðan til þess hefur og ef til vill meðfram verið sú, að það hefur verið talinn galli, að Island hefði með þessu skipulagi mestan hluta ársins eigi ráðgjafa sinn fyrir sig hjá konungi og hinni annari stjórn, og má að vfsu telja það annmarka; en það mun þó víst eigi fjarri sanni, að þjóðin telji þennan annmarka og þann kostnaðarauka fyrir landsjóð, sem þetta fyrirkomulag kann að hafa í för með sér, léttari á metum en þá kosti, sem það hefur í för með sér, að ráðgjaf- inn hefur aðsetur í Reykjavík. Allt það, sem komið hefur fram í blöðunum og annarstaðar, eptir að boðskapur konungs kom út í vetur, hefur og, að því er stjórn- inni er kunnugt, lotið að þessu". Þetta er meginkjarninn úr hinum al- mennu athugasemdum við frumvarpið. Að því er snertir einstakar greinar frumvarpsins, hefur ráðgjafinn ekki gert neinar athugasemdir við aðrar en 1. gr. sem mestu skiptir, og 8 gr. (i.lið 25. gr stjórnarskrárinnar). Um I. gr. — aðalatriði frumvarpsins — búsetu- greinina, fer hatm svofelldum orðum: Við 1. gr. í frumvarþi alþingis (2. gr. stjórnarsktdrinnar) er þannig farið fram á að bætt sé, að ráðgjafinn skuli hafa aðset- ur í Reykjavík, en fari svo opt, sem þörf gerist, til Kaupmannabafnar til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. Að þess- ar stjórnarathafnir séu bornar upp í ríkis- ráðinu, er nú sem fyr stjórnarfarsleg nauð- syn, og eins og það er sjálfsögð meginregla, að málin séu borin upp af þeim ráðgjafa sjálfum, sem stendur fyrir þeirri grein mála, sem þau heyra undir, eins mun það og, þegar um íslenzk mál er að ræða, vera haganlegast f raun og veru, að þau séu borin upp af ráðgjafa íslands sjálfum, þar sem hann er nákunnugur högum og hátt- uro landsins og stendur í beinu sambandi við alþingi. Og návist hans þar yrði með öllu nauðsynleg, þá er vafi kæmi upp um það, hvort eitt eða annað af þeim málum, sem hann vildi hafa fram 1 ríkisráðinu, stofnaði eigi eining ríkisins í hættu eða kynni eigi að skerða jafnrétti allra danskra ríkisborgara. Því þar sem það auðvitað gæti ekki komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna færi að skipta sér af neinu því, sem er sérstaklegt mál Islands, þá erþað hinsvegar eins sjáltsagt, að það væri skylda allra hinna ráðgjafanna að mæla í móti, ef Islandsráðgjafinn gerði tilraun til að ráðast á annaðhvort þessara tveggja atriða, alveg á sama hátt og það væri réttur og skylda Islandsráðgjafans að mæla í móti, ef reynt yrði frá Dana hálfu að losa um sambandið við Island, eða halla jafnrétti Islendingaíkonungsríkinuávið aðradanska þegna. Þau árin, er alþingi er háð, verður ráð- gjafinn að fara tvívegis til Kaupmannahafn- ar, tyrst til þess að bera upp í ríkisráðinu stjórnarfrumvörp þau, sem hann ætlarsér að leggja fyrir alþingi, og slðan eptir þing- lok til þess að bera upp lagafrumvörp þau, sem samþykkt hafa verið. Endranær verð- ur það undir hans áliti sjálfs komið, hvort eitthvert mál, sem samkvæmt eðli sínu á að berast upp fyrir konungi í ríkisráðinu, sé svo mikilsvarðandi eða svo sérstaklega lagað, að hann þurfi að vera við staddur sjálfur, eða hann vill fela einhverjum hinna ráðgjafanna að bera það upp fyrir sína hönd. Kostnaðurinn við ferðir hans verð- ur og á þennan hátt í beinu hlutfalli við þýðing þeirra mála, er hafa valdið ferð- unura. Af flutning ráðgjafans og hinnaríslenzku stjórnardeildar til Islands leiðir auðvitað það, að ákvæði 6. gr. í lögum 2. jan. 1871 um hina stjórnariegu stöðu Islands í ríkinu getur eigi lengur átt við, að því er kostn- inn við þessa deild stjórnarinnar snertir, sem þaðan af verður að leggjast á lands- sjóð Islands. Til þess að taka af öll tví- mæli um þetta atriði, er hér farið fram á, að það sé sagt með berum orðum, að téð- ur sjóður greiði laun ráðgjafa og eptirlauil hans, svo og kostnað við ferðir hans tn Kaupmannahafnar og dvöl hans þar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.