Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 2
IIO Ritdömur. Andvari: Tímarit hins íslenzka Þjbðvinafélags. — Tuttugasta og sj'ó- unda ár. Rvík icj02, 188 bls. Rit þetta, sem komið er út fyrir nokkru, er í þetta sinn sérlega efnis- mikið og vel vandað. Þess hefur ekki ávallt verið gætt sem skyldi, að And- vari á fyrst og fremst að vera pólitískt tímarit, því að til þess var hann stofn- aður í öndverðu að halda uppi merki Þjóðvinafélagsins, flytja leiðbeinandi, skýrandi greinar um frelsi og sjálf- stjórn íslands. Það hefði því verið undarlegt, sérstaklega á þessum tíma- mótum, ef Andvari hefði ekki tekið til umræðu þau mál, sem nú hafa mest verið á dagskrá hjá þjóðinni: stjórnar- skrármálið og bankamálið. í stað æfisögu einhvers þjóðkunns manns, er tírnarit þetta flytur á hvcrju ári, kemur nú ritgerð eptir Hannes Hafstein um pjóðfund íslendinga 1851 (50 ára minning) með myndum af 5 helztu þjóðfundarmönnunum: Jóni Sig- urðssyni, Eggert Briem sýslumanni, Jóni Guðmundssyni, Halldóri prófasti Jónssyni og Kristjáni Kristjánssyni (síðar amtmanni). — Mynd af Hann- esi prófasti Stephensen hefði átt að vera þar með, því að hann tók mjög mikinn þátt í gerðum þjóðfundarins, og var í mjög miklu áliti fyrir frjáls- lyndi, skörungsskap og staðfestu. Að vísu er æfisaga hans (með mynd) áður birt í Sunnanfara, en svo er einnig um hina 3:Jón Sigurðsson, Jón Guð- mundsson, og séra Halldór, sem And- vari flytur nú myndir af. Stutt æfiá- grip allra þessara manna, helzt allra þjóðfundarmanna, hefði og átt vel við samhliða þessari 50 ára sögulegu minn- ingu fundarins, sem hr. Hannes Haf- stein hefur ritað látlaust og stiililega. Hefur hann mest byggt á hinum ágætu ritgerðum Jóns Sigurðssonar um þetta efni í Nýjum Félagsritum, og er gott að hafa aðdraganda fundarins og sögu hans þarna á einum stað. Næsta ritgerðin er um stjórnarskrár- málið eptir Lárus H. Bjarnason sýslu- mann, löng og ítarleg, og er saga málsins þar rakin skýrt og skipulega. Gagnrýnir höf. þar hinar ýmsu stefn- ur, er komið hafa fram í málinu, bæði endurskoðunina og miðlunina, og líkar hvorug, þó miðlunin ver. Bezt fellur honum frumvarp B. Sveinssonar frá 1881 Og 1883, með því að þar hafi verið farið fram á bæði haganlegt, einfallt og ódýrt stjórnarfyrirkomulag, þar sem landshöfðingínn átti að fara með vald konungs, bséði löggjafarvald og umboðsvald, og dómsvaldið átti að vera hjá dómendum í landinu sjálfu. Þá talar höf. um það, er í fyrsta skipti var blásið til undanhalds með frv. því, er dr. Valtýr bar upp 1897, og tætir hann þann óskapnað sundur ögn fyr- ir ögn og sýnir fram á, hversu óhaf- andi og ófullnægjandi það fyrirkomu- lag hefði orðið fyrir Isltndinga, en frá sjónarmiði dönsku hægrimanna- stjórnarinnar hafi það verið gott, það hafi átt að tæla íslendinga til að gína við þessari óhappaflugu, og það hafi legið nærri, að það tækist. Svo skýr- ir höf. frá frumvarpi heimastjórnar- manna á síðasta þingi (10 manna frum- varpinu), er farið hafi fram á allt hið sama og hið endurbætta frv. Hafnar- stjórnarmanna, og auk pess jafn stór- vægileg atriði sem þau, að ráðherrann, maðurinn, sem fer með löggjafarvald konungs og framkvæmdarvald, skyldi eiga heima í landinu, að hann skyldi taka laun sín úr landsjóði og bera á- byrgð gerða sinna fyrir innlendum, pólitiskum dómstóli, ennfremur að ekki mætti gefa út bráðabirgðafjárlög nema því að eins, að þingið hefði engin samþykkt m. fl. Höf. tekur og skýrt fram, að ákvæðið um annan ráðherra í Kaupm.höfn, er bæri ábyrgð fyrir hæstarétti, hafi verið sett í frumvarpið einmitt vegna pess, að heimastjórnar- menn þóttust vita, að Hafnarstjórnar- menn myndu fylgja kreddum hægri- mannastjórnarinnar um búsetu ráðherr- ans hér, eigi síöur en öðrum kredd- um hennar. Höf. tekur það einnig skýrt fram, sem þrásinnis hefur verið sýnt fram á í Þjóðólfi og annarstaðar, að Hafnarstjórnarmenn hafi samþykkt frv. sitt á síðasta þingi í þeim tilgangi, að þá væri björninn unninn, að vinstri- mannastjórnin mundi aldrei fara að bjóða pjóðinni meira frelsi eða sjálf- stœði, en pingið fœn fram á. Og til þess að sporna gegn því, að stjórnin tæki óskir heimastjórnarmanna að neinu leyti til greina, hafi svo refirnir verið skornir hjá Hafnarstjórnarmönn- um. Þess vegna hafi þeir hegðað sér, eins og þeir hafi hegðað sér, bæði á þingi og eptir þing. Af þessu stafi meðal annars allur mótsagnagrautur- inn og endileysurnar í 5 manna stjórn- inni svokölluðu, ummæli Valtýs á stúd- entafundinum 30. nóv. f. á. o. s. frv. Dregur höf. þar sauðargæruna alló- þyrmilega ofan af Hafnarstjórnarflokkn- um og forkólfum hans, svo að þeir standa þar eptir afklæddir í úlfshamn- um einum og hafa ekkert sér til rétt- lætingar, ekki einu sinni asnakjálkana úr hinni nafnkunnu sögu Jónasar Hall- grímssonar. Þeir eru því aumkvunar- verðir í allri sinni pólitisku nekt, haf- andi ekkert til að hylja með tvíveðr- unginn, götin og glappaskotin nema gagnsæjan og grautfúinn ósannindavef, ofinn saman í úrræðaleysi af eintóm- um hugsunarbláþráðum með heimsku- leg mannalæti, mont og yfirdrepsskap í fyrirvaf. Það er engin furða, þótt slík hlíf reynist haldlítil og skjóllítil til frambúðar. Ritgerð Lárusar sýslumanns er skor- inort og skarplegarituð, einsogvænta mátti frá hans hendi. Mun Hafnar- stjórnarflokknum verða ofraun að ætla sér, að hnekkja henni með rökum, enda hefur þess ekki verið freistað. En með útúrsnúningum og rangfærsl- um einum. sem ávaflt eru hin einu varnargögn þess flokks verður réttum málstað aldrei hnekkt. Þá er ritgerð í Andvara um banka- málið eptir Halldór Jónsson banka- gjaldkera, og er það inngangsræða, er höf. hélt á málfundi í Stúdentafélaginu 24. nóv. f. á., þar sem rætt var um mál þetta og utanfélagsmönnum boðið að taka þátt í umræðunum. Er það þörf og góð hugvekja og samin af miklum fróðleik, sýnt fram á helztu vitleysurnar, er bornar hafa < verið á borð fyrir almenning í ísafold, War- burgsbankanum til stuðnings, en lands- bankanum til hnekkis, og þær vitleys- ur hraktar rækilega, svo að ekki stend- ur þar steinn yfir steini. Lýsir höf. þar ýmsum leiðum, er fara megi til að auka veltufé í landinu, án þess að fara hlutafélagsbankaleiðina, og sýnir fram á, hve óhyggilegt og óviðurkvæmi- legt sé að afhenda hlutabankanum seðlaútgáfuréttinn óskertan í 30 ár, landið eigi að njóta þess arðs, sem honum er samfara, en ekki útlendir auðmenn o. s. frv. En íslandsráðgjaf- anum danska hefur nú þóknazt að líta öðruvísi á það mál, heldur viljað unna dönsku auðmannafélagi þessa arðs, al- veg eins og Hafnarstjórnarmennirnir íslenzku, þessir fölskvalausu föðurlands- vinir, er róið hafa lífróður fyrir War- burgsbankanum og afhendingu seðla- útgáfuréttarins í hans hendur. Alberti hefur því ekki staðið einn og óstudd- ur með þetta álit sitt, og var því eng- in furða, þótt hann hraðaði staðfest- ingu frumvarpsins svo mjög, er hann hafði slíka bakhjalla og ráðanauta. Næsta ritgerðin er stutt grein eptir Boga Melsteð um heimastjórn eða Hafnarstjórn, og er þar lýst allgreini- lega framkomu dr. Valtýs og afskipt- um hans af stjórnarbótarmálinu, bæði á dögum Rumps sáluga og ' síðan. Höf. segir það meðal annars hreint og beint, að ráðgjafi íslands (Nellemannf), hafi sagt þegar í upphafi við V. G., að breytingar pær á stjórnarskipun fs- lands, sem V. G. flutti síðar inn á ping, fœru í andstœða átt við allar óskir Íslendinga að undanförnu, og að fsland ynni ekkert við pað, pótt pœr kœmust á (Andvari bls. 116). En svo fékk V. G. Rump til að leyfa sér, að mega flytja slíkt frumvarp í eigin nafni inn á þing. Og það var valtýskan, hin eina og ómeingaða valtýska, er kom fram 1897, og felld var þá þeg- ar á þinginu, þótt upp af ösku hennar risi síðan hin svonefnda nýja valtýska, sem ávallt var að taka nýjum og nýj- um myndbreytingum ásvipuðum grund- velli, sem fyr, er algerlega var kippt burtu með konungsboðskapnum 10. jan. og með því fótunum undan því, sem eptir var af hinni svokölluðu val- týsku. Þá er í Andvara löng ritgerð um jarðfrœði fslands eptir dr. Þorvald Thoroddsen í 2 þáttum, en framhalds- ins að líkindum von síðar. I þessum þáttum talar höf. um firði og flóa hér á landi, hvernig þeir hafi myndazt, dýpt þeirra o. s. frv., og um myndun hins norðlæga Atlantshafs og viðskilnað íslands við önnur lönd. Er margt að græða á ritgerð þessari, þótt nokkuð margorð sé sumstaðar, og hefði getað verið styttri, án þess að missa nokkuð af aðalkjarna sínum. En þess ber að gæta, að ritgerðin er skrifuð fyrir al- þýðu, og er því eflaust vel rituð frá því sjónarmiði. Þá eru nokkur ávarpsorð til kjós enda um bankamálið eptir séra Þór- hall Bjarnarson. Kveðst hann ekki geta vítt það sem hann vildi, að bar- izt er með oddi og egg fyrir hluta- félagsbankanum erlenda, eptir að það er sýnt og sannað, að vor eigin banki getur haft jafnmikið fé til umráða og hlutafélagsbankanum var ætlað með frumvarpinu síðasta. „Þá er ekki lengur verið að berjast fyrir því, að bæta úr peningaþörf landsins" segir hann. í þessari stuttu en gagnorðu grein sinni kemur höf. fram sem ein- dreginn mótstöðumaður Warburgsbank- ans, en meðhaldsmaður landsbankans, Og gengur með því beint úr flokki Valtýinga, er tekið hafa höndum sam- an til að koma landsbankanum á kné, eins og fleiru innlendu og þjóðlegu á valtýska vtsu. Síðast í Andvara eru prentuð hin fögru íslandsljóð Hannesar Hafsteins („Drottinn sem veittir frægð og heill til forna"), ersungin voru á aldamóta- hátíð ísfirðinga 1. jan. 1901, ennfrem- ur ágætt kvæði eptir sama höf. ort við áraskiptin 1901-02 („Rís heil þú sól, sem enn oss færir ár“ o. s. frv). Bæði þessi kvæði eru áður prentuð í blöðum, en það átti vel við, að prenta þau upp í Andvara; þau geymast einnig betur í tímariti. Héðinn. Sú rhey. I Búnaðarritinu — síðasta hepti — birt- ist enn allítarleg og 1 flesta staði rétt og hagkvæm leiðbeining til súrheysverkunar, er fleiri bændur ættu að gefa gaurn, en þeir einir, sem geta gert samanburð á henni og sinni eigin reynslu í því efni. Svo sem höfundur þeirrar ritgerðar Egg- ert Finnsson tekur fram, eru þeir allt of fáir, einkum hér á Suðurlandi, sem súr- heyið brúka. Er þetta því undarlegra, sem í flestum sveitum eru nú orðið til bændur, einn eða fleiri, sem árlega búa til súrhey og reynist það vel; gætu því aðrir jafnan leitað sér upplýsinga án mik- illar fyrirhafnar hjá þeim, er hafa verklega eigin reynslu á tilhögun þess og viðurkenna hagsmuni þá, er af því leiða, einkum í rosatíðinni, sem nú virðist orðinn árlegur gestur okkar Sunnlendinga um sláttinn. Þar eg get ekki fallizt á allar reglur E. F., sem óbrigðular til réttrar verkunar á súr- heyi, þá vil eg stuttlega skýra frá, hvað eg álít að sé varlegt að brúka af því, er hann telur að sér hafi gefizt vel. Eg þekki nokkuð mörg dæmi, sum til- orðin hjá sjálfum mér, sum hjá næstu ná- grönnum, sem sanna það 1. að ef vatn hleypur ofan í gryfjuna eptir að búið er að þekja og fergja heyið, þá hefur það orðið til stórra skemmda, hvort sem fergt er með mold eða grjóti, — heyið þar orðið að for, sem dropinn hefur lent. 2. að grasþurt hey — því fremur ef meir er þurkað — vill mygla, eða að minnsta kosti tapa lit og lykt, og því gera minna gagn og jetast ver. Hjá föður mínum, er mörg síðustu búskaparár sín hafði jafnan súrhey meir og minna eptir tlð og ástæðum, reynd- ist ávallt bezt að hirða grasið nýslegið í áfalli eða vætu, hitt miklu ver, að láta það þorna. Hygg eg, að þar sé orsökin, að því örðugra er að troða heyið, sem það er þurara og verður þess vegna í því of- mikið lopt. Hef eg þessu til stuðnings þá tilraun, að sumarið 1900 bætti eg í súrheysgryfju nokkrum hestum af grasþurri töðu 3 vik- um eptir að hún var fyllt og moldin mok- uð á, en þá farið var að eyða heyinu um veturinn, var allt hið fyr hirta ágætt, en þessi efsta fló mygluð og vond, Nú vildi eg sjá, hvort þetta kæmi af því, að fargið var hreyft svo fljótt, eða af því, að heyið var þetta þurt, og hirði því aptur jafnmik- ið eptir 3 vikur 1901, en þori nú ekki að hafa það töðu, heldur úthey-mýrgresi. Þetta hélt sér alveg sem hitt, er fyr var hirt í gryfjuna þá, og gekk út í kýr sem taða, en þtjrkað er það þó alls ekki kúa- hey. Get eg ekki skilið, að þarna hafi gert muninn neitt annað, en safinn eóa vatnið í grasinu, og það gat því pressast betur saman. Þeir bændur, er oflítið kúahey hafa á venjulegan hátt, af jörðum sínum, ættu nauðsynlega að súrsa dálítið af hreinu sinulausu engjaheyi, sem kýr annars ekki éta. Það getur áreiðanlega komið að góðu gagni með. Eg veit til að sumir álíta gott, að þurka grasið nokkuð, áður þeir hirða það í súr- hey, og vitanlega er þægilegra að vinna að því svo, en agablautu, en líkast þætti mér, að þeir hinir sömu hefðu ekki reynt það nema á þann eina veg, úr því þeir ekki aðhyllast fremur hið nýslegna-blauta. Eg er sannfærður um. að í rosatíð borga sig ekki aðrir dagar betur um sláttinn en þeir, sem brúkaðir eru til að slá og hirða jafnóðum í súrhey. — Það hey næst með fullum krapti af teignum. Þar koma ekki til óþarfa snúningar út af skúrum né á- falli; þvf eins og sjómaður, semleggurinn í búðina aflann sinn blautan, er laus við öll frekari umsvif dagserfiðisins aðkvöldi, eins geta þeir verið það, er á þennan hátt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.