Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 1
OLFUR. 54. árg Reykjavík, föstudaginn 1 1. júlí 1902. M 28 Kosningasigur heimastjórnarmanna. Svar þjöðarinnar. Það ætti að vera hreinasti óþarfi, að þrátta minnstu vitund um það, hvor flokkurinn, heimastjórnar- eða Hafnar- stjórnarflokkurinn, hafi borið efra hlnt við kosningar þær til alþingis, sem fram fóru í næstl. mánuði. Enginn maður með óbrjálaðri skynsemi getur haldið því fram í fullri alvöru, að Hafnarstjórnarflokkurinn hafi unnið „mikinn og frægan sigur"(!!). Og samt er þessi langavitleysa kaldhömruð fram í „fúlustu" alvöru, að því er virðist hjá málgagni því, er Hafnarstjórnar- menn hafa hnýtt aptan í sig og dans- að með frammi fyrir þjóðinni næstl. 5 ár. Þessi konungsgersemi, þessi pólitiska skopparakringla, hefur gert þá meistaralegu uppfundningu í stærð- fræðinni, að 12 sé meira en 18. Mik- il er vizkan!. Sú uppfundning ætti að verða heimsfræg. Þetta pólitiska allragagn ætlar nfl. að fara að telja fólki trú um, að flokkstnenn þess 12 að tölu séu liðsterkari en 18 heima- stjórnarmenn(!l). Með þeim reikningi er auðvelt, að telja sig ávallt í meiri hluta, en hitt er annað mál, hvernig sá reikningur reynist í framkvæmdinni. Menn hafa einnig gert óvenjulega mik- ið gys að þessum barnaskap málgagns- ins og hreystiyrðum þess. jafnt vinir sem óvinir. Þá fer „Þjóðviljinn" skyn- samlegar að, til að leyna ósigrinum, og láta það að minnsta kosti líta svo fit á pappírnum, að flokksmenn hans séu liðsterkastir á þingi. Hann gerir sér nfl. lítið fyrir og klýfur heima- stjórnarflokkinn sundurítvénnt(!!),í „um- bótamenn" og „freka íhaldsmenn “(!!). Auðvitað er sú flokkskipting á engu viti byggð, tóm haugavitleysa, smíðuð að eins til þess að kljúfa sýona ápapp- írnum þennan fjölmenna flokk, svo að Hafnarstjórnarmenn geti orðið liðflestir. En vitleysan verður á þennan hátt dá- lítið ísmeygilegri í fljótu bragði, en hjá systur hans elskulegri, þótt tilgang- urinn sé hinn sami og allt beri að sama brunni, þá er farið verður að gera upp reikningana í framkvæmd- inni. Þá verður klofningur Skúlaþarna á pappírnum alveg jafn áreiðanlegur og þýðingarmikill eins og hin stærð- fræðilega uppfundning Bjarnar. Þar hallast ekkert á, nema þetta, að Björn hefur lært „margskonar tölur" hjá Indriða og B. Kr., og gert uppfundn- ingu sína í sambandi við þann vísdóm, en Skúli hefur lært deilingu eina af latneska málshættinum: „divide et im- pera" (dreifðu og þú munt stjórna), sem hann einmitt vitnar til í þessu sama blaði, sem hann er að „deila" heimastjórnarflokknum. Þessar tilraunir Hafnarstjórnarblað- anna til að leyna óförunum, gera hvorki til né frá. Það er bara hlegið að þeim og annað ekki. Það er nokkurskonar skrípaleikur, sem þau. eru að leika frammi fyrir þjóðinni. „skemmtun fyrir fólkið", sem þau veita svo opt á sinn eiginn kostnað, sitja með sveittan skallann yfir að búa til ýms kringil- yrði, er geti geymzt í minningu þjóð- arinnar, eins og t d. það snilliyrði hjá Foldinni nýlega, að frumvarp stjórnar- innar hið nýja væri „alveg orðrétt að mestu leyti" eptir valtýska frumvarp- inu frá síðasta þingi. Hið frægasta hirðfífl konunga á fyrri tímum mundi ekki hafa getað komizt kynduglegar að orði. „Foldin" er sjálfsagt að búa sig undir einhverja slíka embættisþjónustu hjá Valtý við tignartróninn hans til- vonandi, sem sumir eru þegar farnir að krjúpa við, mænandi löngunarfull- um, bráðsólgnum augum í bitana af borði hans og Warburgs. En hvað kosningarnar sérstaklega snertir, þá þarf ekki að deila um það að þjóðin hefur þar tekið af skarið, sýnt hversu hún hefur matið framkomu Hafnarstjórnarflokksins á síðasta þingi með því að endurkjósa að eins helm- ing þeirra manna, er atkvæði greiddu með Hafnarstjórnarfrumvarpinu, en varpa hinum helmingnum af sér, auk 5 annara, er áður áttu sæti á þingi, og þennan flokk fylltu. Það eru að eins 8 menn, sem nú eru á þingi og samþykkt hafa frv. síðasta þings (Björn Kristjánsson, Guðl. Guðmundsson, Magnús Andrésson, Olafur Briem, Sig- urður Jensson, Skúli Thoroddsen, Stef- án Stefánsson, Þórður Thoroddsen), en 7 þeirra hafa fallið: Axel Tulinius, Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson, Magn- ús Torfason, Ólafur Ólafsson, Valtýr, Þórður Guðmundsson) og hinn 8. lagði ekki út a djúpið aptur (Sig. Sigurðs- son). Hér hefur þvi fallið réttur helm- ingur af hinu þjóðkj'órna þingliði þeirra síðast, því að Einar Jónsson telst að því leyti í þeirra flokki, að hann greiddi Hafnarstj.frumvarpinu atkvæði í neðri deild, bjargaði því með atkvæði sínu út úr deiidinni, þótt hann iðraði þess seinna, er hann vissi um ráðaneytis- skiptin. 1 stað þessara 8 manna, er Hafnar- stjórnarflokkurinn hefur misst af þing- bekkjunum, hafa þeir að eins fengið 2, líklega nokkurnvegin dygga fylgis- menn (Sig. Stefánsson og Þorgrím Þórðarson), svo að í raun réttri eru þeir io-menningar nú á þingi. En til þess að lofa þeim að fylla tylftina, geta hinir staðið sig vel við, atkvæða- fjöldans vegna, að lofa þeim að telja þá Jón Magnússon og Eggert Bene- diktsson í þeirra flokki, enda þótt Þjóðviljinn sé svo hæverskur, að vilja ekki eigna sér J. M. heldur telja hann „flokkleysingja", sem sjálfsagt er Hka réttara. Erl sú niðurskipun Þjv. staf- ar auðvitað af engu öðru, en þykkju við J. M., fyrir það að hann steypti Valtý. Skakkafall það, er heimastjórnar- menn hafa orðið fyrir við kosningarn- ar, hefur hinsvegar að eins verið fall Hannesar Hafsteins í ísafjarðarsýslu, Biðjiðætíð u m •------------• OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKI sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er hin elzta off stærsta í Danmörkn, og býr til óefað hina beztn vörn og ódýrnstn í samanbnrði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. og að vissu leyti fall Bjarnar Bjarnar- sonar í Borgarfirði. Af öðrum fram- bjóðendum þess flokks hafa 7 fallið við kosningarnar, margir með mjög litlum atkvæðamun, en úr hinna flokki 15, þar á meðal 5, er áður höfðu set- ið á þingi, en ekki hinu síðasta. Til frekari skýringar og fróðleiks, birtum vér hér skýrslu um, hvernig at- kvæði hafa verið greidd á öllu land- inu við þessar kosningar. Sést ljós- ast af henni, hve miklu fleiri atkvæði hafa fallið á heimastj órnarmenn en Hafnarstjórnarmenn, þ. e. nál. 700 fleiri. Þau atkvæði eru talin á „milli flokka", sem vanta til þess að fylla alla tölu greiddra atkvæða, þá er lögð eru sam- an atkvæði þeirra tveggja frambjóð- enda sitt úr hvorum flokki, er fæst at- kvæði hafa fengið. Með því næst mest nákvæmni um flokkaskiptinguna. Alþingiskosningar 1902. Heima- stjórnarm. Hafnar- stjórnarm. Milli flokka. Alls kusu: Reykjavík 224 179 5 408 Borgarfjarðarsýsla 180 »> » 180 Mýrasýsla 46 67 w 113 Snæfellsnessýsla 52 » » 52 Dalasýsla 82 77 »» «59 Barðastrandarsýsla 15 34 »» 49 ísafjarðarsýsla 118* 230 12 360 Strandasýsla 50 » » 50 Húnavatnssýsla 146 94 3i 271 Skagafjarðarsýsla 118 129 »» 247 Eyjafjarðarsýsla 262 » » 262 Suður-Þingeyjarsýsla .... 139 » „ «39 Norður-Þingeyjarsýsla .... 65 n »» 65 Norður-Múlasýsla 140 134 »» 274 Suður-Múlasýsla 153 49 9 211 Austur-Skaptafellssýsla .... 35 52 »» 87 Vestur-Skaptafellssýsla .... „ 58 » 58 Rangárvallasýsla 213 163 9 385 Árnessýsla 161 145 26 332 Vestmannaeyjasýsla 28 23 »> 5i Gullbringu- og Kjósarsýsla . 67 175 47 289 Samtals: 2294 1609 139 | 4042 Svona hefur þjóðin svarað. Skýrsla þessi, sem er mjög fróðleg til yfirlits, sýnir svart á hvítu, svo að ekki verður á móti mælt, hversu sig- ur-staðhæfingar Valtýinga eru fjarri öllu viti — með nál. 700 atkv. minni hluta. Þeir hafa ekki fengið nánda- nærri helming allra greiddra atkvæða, ekki nema 2/5- En væri lögð saman atkvæðatala heimastjórnarmanna, þeirra er kosnir hafa verið og hinna, án þess hins rétta hlutfalls væri gætt, þá yrði munurinn miklu meiri, en sú skýrsla væri ekki eins nákvæm eins og þessi. Af þessari skýrslu sést einnig, hversu margir kjósendur hafa greitt atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig. Er Reykja- vík þar hæst, eins og eðlilegt er (408), en milli 3—400 hafa greitt atkvæði í þessum 3 sýslum: Rangárvalla- (385), ísafjarðar- (360) og Árnessýslu (332). í samanburði við kjósendatjölda mun kjörfundur langbezt sóttur í Rangár- vallasýslu af öllum kjördæmum lands- ins, að Vestmannaeyjum auðvitað und- anskildum, enda er atkvæðajalan hæst í Rangárvallasýslu á eptir höfuðstaðn- um, og er það sæmd fyrir kjördæmið. Að öðru leyti sannar skýrsla þessi betur en langar málalengingar, hversu mjög Valtýingar hafa lotið í lægra haldi við þessar kosningar. Það má því á sama standa, hvað „ísafold" og „Þjóðviljinn" þvaðra um þetta fram- vegis. Þau geta hvort sem er aldrei hnekkt þessum tölum. Allar slíkar skýrslur eru óþægilegar viðureignar. Þær geta verið skrambans ónotalegar bláberar tölurnar, þá er verja þarf ó- sannindi og lausaflimt gagnvart þeim.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.