Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 4
11 2 Jón Brynjölfsson, 3 Austurstrreti 3 fékk nú með „Ceres" og „Botnia" frá Berlín mikið úrval af skófatnaði svo sem: Karlmanns reimuð stígvél og skó, úr Boxskálfskinni. — reimaðir skór brúnir, — túristaskór, ristarskór. 3 teg. kvennmanns reimuð stígvél, fín og gróf, 4 — — skó, hnepta- fjaðra- reimaða- og bandaskó. 4 — unglingaskó — — — — — reimuð stígvél, 6 teg. barnaskó og stígvél. Skófatnaðurinn er vandaður að efni og verki og með nýjasta lagi. Ólikur því, sem margir eru að selja nú hér í bænum. ////////////////////////////' VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,S U N‘ í Lundúnum, sem er eitthvert hið tryggilegasta og elzta félag í þeirri grein (stofnað 1710), hefur beðið mig að vera aðalumboðsmann sinn hér á landi fyrst um sinn. Gerist mönnum því vitanlegt, að félag þetta tekur að sér með sann- gjörnum kjörum brunaábyrgð á húsum, á allskonar lausum munum, svo sem húsgögnum, varningi, vinnuvélum og allskonar áhöldum, jarðarafrakstri, fénaði, sem inni brennur, og skipum, sem í höfn eru, eða á land eru sett. Eg hef sjálfur vátryggt hjá þessu félagi bæði bókasafn og aðra innanstokks- muni í margt ár, og líkað það vel. Þangað til önnur skipun verður á, geta menn snúið sér til mín um vátryggingar hjá félaginu. Reykjavík 1. júlí 1902. Jón Þorkelsson, Dr phil., hinn yngri. Enn þá meiri sparnaður, Klæðaverksmiðja ein í Danmörku býður mönnum að skipta við sig. gHJT' Hún tekur að eins 5 ® í alklæðnaðinn: y'2 ® ullartuskur og 1V* ulk Ódýr vinnulaun Vönduð viðskipti. Einnig vinnur hún allskonar Kjölatau, Sjöl og Drengja— fataefni — Nokkur fataefni unnin úr ull og tuskum liggja til sýnis hjá undirrituðum, sem er umboðsmaður fyrir verksmiðjuna og veitir- allar ' nauð- synlegar upplýsingar. =| Gerið svo vel og líta á sýnishornin. |= Virðingarfyllst. Guðm. Sigurðsson. k 1 æ ð s k e r i. Að þar til gefnu tilefni, lýsi eg því yfir, skógfræðingur o. fl. — „Hólar" fóru aptur 9. þ. m. og með þeim prestarnir, er fyr var getið, og séra Pétur Jónsson á Kálfa- fellstað með konu sinni. Með ,Reykjavíkinni‘ úr Borgarnesi komu 5. þ. m. prestarnir séra Árni Þórarinsson á Rauðamel (Mikl- holti) og séra Jóhannes L. L. Jóhannsson á Kvennabrekku með konu sinni, fóru apt- ur í fyrra dag. Ýmislegt frá alþingi 1901 nefnist nýr ritlingur eptir séra Jón Bjarna- son (Rvík). Skrifar höf. þar með eldheit- um áhuga sem ungur væri um stjórnarskrár- málið og bankamálið, og erenginn Valtý- ingasmjaðrari. Hefðu eflaust margir gott af að lesa ritling þennan. Hann er til sölu hjá höf. Eyrarbakka-farganið. Um síðustu helgi kom hér maður aust- an af Eyrarbakka, Jón organisti Pálsson, sem um fjöldamörg ár hefur verið þar barnakennari og verzlunarmaður við Le- foliisverzlun. Segir hann að verzlunar- stjóri P. Nielsen hafi 5. þ. m. látið sig vita, að hann gæti ekki veitt honum at- vinnu lengur en nú fram yfir lestirnar, enda hefði hann (J. P.) eins og fleiri verzl- unarþjónar við þá verzlun, ekki verið ráð- inn sem fastamaður, þótt hann, fremur en margir hinna, hafi verið þar eptir lestirn- ar eða allan þann tíma ársins, sem hann ekki stundaði kennslu, 5 kl.tíma á dag í 5 mánuði að vetrinum til, hinn tíma árs- ins í verzlunarinnar þjónustu, ýmist sem bókhaldari eða forstöðumaður fytir útibúi verzlunarinnar austur á Stokkseyri og við skrifstörf kvelds og rnorgna meðan kennslu- tíminn hefur staðið yfir. Það er nú mjög líklegt, að nánari fregn- ir fáist um þetta atriði að austan, eða um hinar eiginlegu orsakir þessarar uppsagn- ar, og jafnvel þó að reynt verði af ein- hverjum að láta líta- svo út, sem að hér sé ekki ttm annað að ræða en venjulega og í alla staði vel viðeigandi uppsögn á atvinnu þessa manns, þá er ahnenningur mjög gramur yfir þesstt atferli verzlunarstjórans P. Nielsens, að minnsta kosti hér í Reykja- vík, að því leyti er vér höfttm heyrt, og einróma þeirrar skoðunar, að atvinnusvipt- ing þessi stafi af pólitiskum ástæðum. Fólk fæst ekki til að trúa öðru, því þaðer jafn- kunnugt, að þessi maður hefur ekki íátið verzl- unarstjórann þoka sannfæringu sinni í hinni óviðjafnanlegu kosningahríð fyrir austan, sem hitt, hve Valtýssinnar þar, og það jafn- vel nýfermdar telpur og óráðnirunglingar, sem ekkert skyn bera á neitt mál og allra sízt landsmál, hafa gengið langt f því að reyna að þóknast Valtýsklíkugæðingunum þar eystra, en ekki farið það höndulegar en svo, að gera það allt „á eigin kostn- að“, sem kunnugt er hér fyrir löngu, og orðið að almennu umtali og hneyksli hér í bæ og víðar. En þegar það fer nú að ganga svo langt, að menn fara að rnissa atvinnu sína fyrir sannfæringarfestu sína, og að óviðkomandi málefni, sem kosningarnar hvorki geta né eiga að hafa áhrif á, þótt virðingarverð séu og góð, eru látin líða illt fyrir ofsóknir hugsunarlausra unglinga, og góðir og nýtir menn dregnir inn í þennan ofsókna- og ósannindavef valtýska flokksins, til þess að reyna að kúga þá með valdi til að láta af sannfæringu sinni — þá fer nú skörin að færast upp í bekk- inn. Þarf nú frekari sannana við fyrir ó- svífni sumra Valtýs-legátanna? Hvaðlangt skyldu þeir leyfa sér að fara? Auðvitað má búast við, að slíkar og því líkar að- farir hafi átt sér víðar stað á landinu af hálfu Valtýinga, en vér vonurn, og þykj- umst vera vissir um, að Eyrarbakki kórón- arþað alltsaman, enda erþettaathæfikallað „Eyrarbakka-farganið“,ogvekurþað viðbjóð og fyrirlitningu hvers einasta góðs og ær- legs manns, sem um það veit. Frásögnin um Ameríkuför séra Einars Vigfússonar frá Desjarmýri í Þjóð- ólfi 4. þ. m. ervillandi. Kirkjan er nýbyggð, og gekk til þess auðvitað allt hennar fé. Staðurinn hafði eigi verið tekinn út, er séra Einar fór; en mér er kunnugt um, að hann setti næga trygging fyrir fullu álagi. — Um aðvörun til biskups er mér eigi kunnugt, veit enda ekki, hvaða reglur eða form gilda um það; en prófastur vissi um fyrirætlunina nokkrum tíma áður en prestur fór. Förin var heldur ekki gerð með neinni leynd. Eg skrifa þessar línur til þess að koma í veg fyrir, að séra Einar verði hafður fyrir rangri sök, og vænti eg, að yður, þerra rit- stjóri, sé kært, að birta þær í næsta blaði Þjóðólfs. p. t. Reykjavík 6. júní 1902 Jón Jónsson. (frá Múla). n i.iiiii ■ ■ ■ 1 1 ■ ■ ■ 1I1 ■ ■ • ■ ■ • ■ ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinraii Gjalddagi Þjóðólfs er 15. þ. m. Einhleypur maður óskar eptir öðr- um til að leigja með sér herbergi á góð- um stað í bænum. Ritstj. vísar á. Óskilafé selt í Grímsneshreppi veturinn 1901 —1902. 1. Hvít gimbur veturgömul, m.: sýlt biti apt. h., fjöður fr. hangfj. apt. v. 2. Hvítt gimburl., m.: sýlt biti apt. h., gagn- bitað v. 3. Hvítt geldingsl., m.: heilr. h., tvístýft fr. v. Eigendur þessara kinda vitji andvirðis þeirra, að frádregnum kostnaði, til hrepp- stjórans fyrir veturnætur 1902. Jarpskjóttur hestur, ójárnaður, með heilrifað hægra, bita apt. vinstra, er í óskilum hjá Magnúsi Ólafssyni á Hraða- stöðum í Mosfellssveit. Hlnn 3. júlí fer eg rneð „Ceres" til Parísar, og mun naumast koma aptur til Reykjavfkur, fyr en að nokkrum mánuð- um liðnum. — I þessari fjarveru minni hef eg afhent hr. málaflntningsmanni Od«li Oíslasyni, Rvfk, reikninga mína, og veitir hann borg- un viðtöku fyrir mína hönd og innheimtir útistandandi skuldakröfitr mínar frá fyrra árí (læknisþóknun og laun). Hann tekur og á móti reikningum til mín, er mér verða svo tafarlaust sendir og borgaðir með fyrstu ferð. Reykjavík 30. júní 1902. Schierbeck læknir. I sambandi við ofanskráða auglýsingu, leyfi eg mér hér með að skora á alla þá, er skulda Schierbeck lækni, að greiða mér eða semja við mig um greiðslu skulda sinna fyrir 1. ágúst næstkomandi. Oddur Gíslason. Til þeirra sem neyta Iiins ekta Kína-lffs-elixírs. Með því að eg hef komizt að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, að Kína-lífs-elixírinn sé jafnáhrifamik- ill sem fyr, vil eg hér með leiða at- hygli manna að þvt, að elixírinn er öldungis samskonar sem fyr. og selst með sama verði sem áður nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandi hjá hinum háttvirtu kaup- mönnum. Ástæðan fyrir því, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til íslands allmiklar birgðir af honum, áður en tollhækkunin gekk í giMi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðnir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs- elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendinni og firmanafnið Waldemar Pet- ersen Frederikshavn, ennfremur að á flöskustútnum standi Vj-.P’ í grænu lakki. Fáist elixírinn ekki hjá kaup- manni yðar eða heimtað sé hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverj 1 flösku eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. að eg álít með öllu hættulaust, að kaupa bækur, ritföng o. fl. í bókaverzlun Guð- mundar bóksala Guðmundssonar á Eyrar- bakka, og frábið mér, að eg sé borinn fyr- ir öðru. Eyrarbakka 1. júlí 1902. Ásgeir Blöndal. Tapazt hefur 1 vatnsstígvél á veginum frá Kolviðarhól niður að Hólmi. Finnandi skili því að Reykjakoti í Ölfusi gegn borgun. ,K vitteringinL Þeim, sem voru áheyrandi að skuldakröfu þeirri, er hr. Jón Sigurðsson fyrverandi bóndi í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, gerði á hendur mér á kjörfundi á Stórólfshvoli 2. júní þ. á., skal eg hér með sýna, hve rétt nrál hann hafði að sækja, — J. S. heimtaði, að eg sýndi sér og sendi „kvitteringuna", — hér getur hann fengið að sjá hana : Þær þrjátíu krónur í peningum, er börn- um mínum voru útlagðar við skipti eptir afa sinn, Sigurð sál. Isleifsson á Barkarstöðum, eru mér í dag skilvíslega afhentar af bónd- anum Högna Sigurðssyni á Seljalandi. Syðstu-Mörk 7. des. 1893. Jón Sigurdsson. * Að framanritað eptirrit sé orðrétt sam- hljóða mér sýndu frumriti, það vottar hér með notarialiter eptir nákvæman samanburð. Skrifstofu Vestmanneyjasýslu 2. júlí 1902. Magnús Jónsson. Gjaldið 12 — tólf— aurar, greitt. Magnús Jónsson. En þeim, sem framvegis eiga viðskipti við nefndan dánumann, skal eg ráðleggja að varðveita ekki ver en eg hef gert viðurkenn- ingar hans,------og Jóni sjálfum að vera ugglausari urn, að „kvitteringin" sé töþuð, dður en hann krefur um goldna skuld í næsta skipti, eða þó að minnsta kosti að láta tíu ár vera liðin frá greiðslu hennar. Vestmannaeyjum 2. júlí 1902. Högni Sigurðsson. (frá Seljalandi).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.