Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.07.1902, Blaðsíða 3
I í I haga sér við heyskapinn (ekki að eg ætlist til, að þannig sé það haft með hann all an, heldur að einhverju leyti), en svo 1 stað þess, að sá verksparnaður sjómanns- ins, rýrir hans eigin reikning, gefur kýr heyskaparmannsins meiri arð, þegar hún fær súrhey með í askinn. Hið sama gild- ir um annan fénað, að því er þrif og holda- far snertir. Þær reglur, er eg álít einfald- astar, kostnaðarminnstar, en þó einhlítar til þess súrhey reynist vel eru: 1. að gryfjan sé tekin í þurrum, föstum jarðvegi, sé (mest) 6 feta breið, 6 f. djúp, lengd eptir vild. Hver 6 f. að lengd með þessari breidd og dýpt taka gras, sem srarar 20 þurheyshestum. 2. að heyið sé vandlega troðið jafnótt og í gryfjuna er sett, og föngin hrist vel í sundur. 3. að grasið sé hirt nýslegið og ekki látið þorna á teignum. 4. að 2—3 daga sé gryfjan höfð opin og bætt heyi á jafnóðum. og sígur. Að síð- ustu er heyið tyrft og fargið sett á. Sé brúkuð mold, verður jafnan að hafa hrygg upp af gryfjunni, svo ekki hlaupi vatn nið- ur í heyið. Eru þyngsli moldarinnar þá látin ráða sem mátulegt farg, Aðra yfir- gerð þarf ekki á gryfjuna fram að hausti, en þá er gott að moka moldinni frá og setja þurheyslön í staðinn. er svo sé eytt jafnframt súrheyinu að vetrinum. Ef fergt er með grjóti verður strax að gera yfir gryfjuna, svo ekki rigni í heyið. Þá verð- ur einnig að hlaða gryfjuna innan áður, en látið er í hana fyrst, — svo veggirnir beri yfirgerðina, — sem annars þarf ekki svo lengi, sem moldin heldur sér o: hryn- ur ekki úr hliðunum. Veggirnir þurfa að vera vel sléttir, lítið eitt fláir jafnt upp úr; er því betra að hlaða úr torfi eða kekkj- um, heldur en grjóti, sem jafnan verður ó- sléttara. Horn gryfjunnar er bezt að hafa bogmynduð, — ekki skörp, við það verða rekjurnar minni. Dyr má hafa á öðrum enda hennar nokkuðniður eptir veggnum, hentugast er að grafa í hól eða bala, svo hallað geti frá. Bezt er að skera heyið með heybníf eða ljá, því sé það leyst með heykrók, verður stálið ósléttara og tekur í sig lopt, enda miklu erfiðara verk. Margt af því, er eg hef hér tekið fram og álít af eigin reynslu nauðsynlegt til þess súrhey fáist gott, kemur rétt heim við áminnsta skýrslu Eggerts Finnssonar, ræð eg því til, að lesa hana til frekari upplýs- inga, en þess vegna set eg hér þessar lín- ur, að margir lesa Þjóðólf, sem ekki sjá Búnaðarritið, eða neinar sérstakar ritgerð- ir um súrhey. Geldingalæk 30. maí 1902. Einar J-ónsson. íslenzkur lýðháskóli. Eg undirritaður, sem dvalið hef við Ask- ov-lýðháskóla Dana frá 1 fyrra til að búa mig undir lýðháskólakennarastörf, hef á- formað að stofna í Reykjavík íslenzkan lýðháskóla 1. október næstkomandi með aðstoð þeirra manna, sem hér verða síð- ar nefndir. Aðalstefnumark skólans er að vekja og styrkja pjódræknistilfinninguna, glœða hug- sjótialífið og efla sið/erðisprekið. Einkunnárorð skólans vil eg hafa þessi: Trúin á guð, trúin á föðurlandið og trúin á sjálfan sig. Að mestu leyti fer kennslan fram eptir fyrirlestrum og samtali út af þeim við nemendurna. Skólinn hefur frjálst fyrirkomulag, legg- ur engin þvingunarbönd á nemendurna, né þreytir menn með vitnisburðum og þýðingarlausum prófum. Persónuleg áhrif kennaranna og kennsluaðferðin á að gera slíkt þýðingarlaust fyrir þroskaða menn. Skólinn tekur á móti jafnt kvennfólki sem karlmönnum á hvaða aldri sem er; að eins þurfa nemendurnir að vera fermdir. Ekki þykir fært, enn sem komið er, að heimta aðra undirbúningsþekkingu en þá, sem gerð er að fermingarskilyrði. Námsgreinar þær, sem kenndar verða og lagðar til grundvallar fyrir þeirri stefnu, sem að framan er bent á að skólinn hafi, eru: Móðurmálið, saga Islands, bókmennt- ir vorar eldri og yngri, goðafræði, söguleg eðlisfrœði, veraldarsaga, einkum menning- arsaga mannkynsins, biblíuskýring, heilsu- frœði, landafræði, reikningur, dráttlist og sóngœfingar. Auk þessa verða haldnir fyrirlestrar um ýms efni, t. d. um merk- ustu menn og skáld annara þjóða, um pjóð- félagsfrœði og hagfrœði o. s. frv. Fastir kennarar við skólann verða, auk undirritaðs: fröken Olafía Jóhannsdóttir, sem hefur fyrir nokkrum árum gengið á Askov-háskóla, cand. theol. Sigurbjörn A. Gislason, sem hefur kynnt sér lýðháskóla- kennslufyrirkomulag í Danmörku, einkum í Askov. Aðrir kennarar og fyrirlestramenn, sem halda fleiri eða tærri fyrirlestra, eru þessir: Lektor Þórhallur Bjarnarson (1 stund á viku í Islandssögu, án nokkurs endur- gjalds). Steingrimur Thorsteinsson yfirkennari um ýms skáld annara þjóða. Jón Olafsson ritstjóri um íslenzk skáld og nýrri bókmenntir vorar. Sigutður Jónsson kennari nokkra fyrir- lestra um helztu menn Dana. Brynjólfur Þorláksson stýrir söngæfing- um og Stefán Eiríksson tréskeri kennir dráttlist. Sagnfræðingur Jón Jónsson hefur lofað að láta nemendur skólans fá aðgang að þeim fyrirlestrum, sem hann væntanlega heldur 1 Islandssögu í nafni Stúdentafé- lagsins. Skólaárið er frá 1. okt. til 1. apríl. Kennslukaup fyrir allan tímann er 30 kr., sem borgist með 15 kr. 1. okt. og 15 kr. 3. janúar. Þeir, sem sækja skólann, þurfa að hafa vottorð frá presti sínum um gott siðferði. I sambandi við skólann verður skóla- heimili fyrir þá nemendur utan Reykjavík- ur, sem æskja eptir að fá ódýran kost og húsnæði; þó getur þetta því að eins feng- izt, að nokkuð margir hafi sótt um það fyrir 15. sept. A þessu skólaheimili verð- ur kosturinn miklu ódýrari en annars- staðar. Skólaheimili þetta verður að eins stofn- að með því augnamiði, að skólavera nem- endanna verði sem kostnaðarminnst og gagnlegust, og svo til þess, að kennararn- ir geti leiðbeint þeim í undirbúningstím- unum og haft meiri persónuleg áhrif á þá, haft eptiríit með þeiro, að þeir ekki verði fyrir ýmsum miður hollum áhrifum bæjar- lífsins. Menn verða að hafa sótt um skólann fyrir 15. sept. og fá allir þeir inntöku, sem sækja um hann og koma til skólansfyrstu dagana f október. Allar aðrar upplýsingar veitir undirrit- aður um skólann og norðanlands cand. theo). Sigurbj. A. Gíslason á Neðraási í Skagafirði. Reykjavfk 26. júní 1902. Sig. Þórólfsson. Kosningaþáttur úr Vestmannaeyjum, Lengi höfðu kjósendur Jóns landritara ætl- að sér að virða að vettugi allan þann skamma- þvætting, sem „ísaf.“ og „Þjóðv." hafa ver- ið að peðra úr sér til þeirra þ. á., og lofa þeim að sparka, sótast og svívirða eptir vild og svala heiptinni út af því, að okkur hug- kvæmdist, þó seint væri, að slfta okkur apt- an úr lest Valtýs; en þegar vér fengurn að sjá síðasta fúleggið um „kosningarnar í Vest- mannaeyjum" f 35. tölubl. „ísafoldar", út- klakið hér 3. júní (daginn eptir kjörfundinn), gátum vér ekki stillt oss tim, að svara fá- einum orðum vegna hinna ókunnu lesenda blaðsins. í fæstum orðum sagt, er ómynd þessi eintóm ósannindaþvæla frá upphafi til enda, sem ber vott um skort á sannleiksást og gremju yfir ósigrinum, en ekki betri manna brag, þótt því væri meðal annars haldið að fylgjendum landritarans, „að það væru allir betri mennirnir og hann J. á H., sem fylgdu doktornum". Er það ljóst, að sú göfuga persóna, sem spunnið hefur þenn- an kosningalopa, hefur haft minna til að vinna til þarfa, en „bændur og sjóarar" höfðu hér um þær mundir. Fyrst segir göfug- mennið, að „kosningabaráttan hafi verið hörð og snörp, sem við mátti búast". Hún var vfst „hörð“ og hún var líka löng, en að eins af hálfu Valtýsliða, því hún byrjaði í októ- ber f. á. og hélzt fram á kjörfund (2. júní). Hinir höfðu allhægt fyrir, nema að verjast sarginu og suðunni, sem sýnir betur en allt annað, að ekki hafa allir trúað hér á dokt- orinn, né treyst á hæfileika hans til gagns eða góðs fyrir landið. Að baráttan hafi hafizt með þeim hætti, að „óviðkomandi aðskotadýr hafi læðst að í- stöðulitlum kjósendum og tælt þá með falsi og blekkingum til að skrifa undir skjal, með hverju þeir hafi verið skuldbundnir til að kjósa ekki þann, sem hefði verið þingmað- ur þeirra um mörg ár o. s. frv.“ er eins og önnur ósannindi. Sannleikurinn er sá, að vér skoruðum af frjálsum vilja skriflega á landritarann að gefa kost á sér til þing- | mennsku hér, þvf við álitum okkur það jafn- frjálst, eins og að skora á doktorinn að gefa kost á sér við næstu kosningar á undan. fyrir fortölur hans liða, þótt suma iðraði þess á eptir. Vér lofuðum að kjósa land ritarann, ef hann yrði í kjöri, og kom aldr- ei til hugar að láta ginnast af neinum for- tölum, skjalli eða fögrum loforðum til þess að hafa hann fyrir „narra", því vér þekktum hann sem gáfaðan, samvizkusaman og vand- aðan framfaramann og föðurlandsvin, er bera má gott traust til. Vér vitum, að hann er enginn bragðarefur né grobbfullur at- kvæðasníkir, ekki ráðríkur loptkastalasmið- ur né drottnunargjarn tvískinnungur. Vér þekkjum hér engin „aðskotadýr“ (en svo nefnast ferfœttir refir) sem „tælt hafi kjós- endur með falsi og blekkingum". Hér koma svo margir innlendir og útlendir menn, sem okkur dettur ekki í hug að nefna því nafni, og ekki heldur doktorinn, sem þó var hér á rjátli með atkvæðasníkjur meðal „sjó- aranna" um mánaðaxdíma, og kom til flestra eða allra 2—8 ferðir, hélt opt fyrir þeim vöku og tafði þá frá vinnu með sínum post- ulatölum, sargi og veiðibrellum. Og þótt vér höfum allir, hver með öðrum, að einum eða tveimur undanskildum, verið kallaðir heimskingjar og sauðarhöfuð fyrir það, að hafa skorað á landritarann til þingmennsku, kemur okkur ekki til hugar, að nefna hina sannleiksgjörnu atkvæðasmala doktorsins refi eða innlend „aðskotadýr", því vér vitum, að þeir eru menn, sem vilja ráða svo atkvæða- greiðslu hinna „lftilsigldu" sem öðru, en „aðskotadýr" leggjast á lömb og lasburða fénað. Það er annars furða, að „öllum betri mönnunum" skyldi ekki þykja óvirðing í því, að „sjóarar", „bændur" og heimskingjar" kysi hina þriðju persónu mannlegrar þrenn- ingar. Aðalformælandi doktorsins vildi rétt- læta það, að V. hefði spillt friði meðal þings og þjóðar með því, að Kristur og Lúther hefðu líka raskað friðnum. Ur vitnisburði þessara þriggja kjósenda á kjörfundinum, sem doktorsliðinu tókst að snúa til að ganga á bak orða sinna, og gera sig þar með að víðfrægu athlægi, og úr „tugthúshótununum", sem Jónsliðum á jafnvel að hafa verið ógnað með", ef þeir héldu ekki hópinn, gerum vér jafnlítið og öðrum ósannindaþvættingnum. Sama sannleiksbragðið I og sami uppspuninn er það, þar sem sagt er, að „talsmenn Jóns hafi talið ýmsum kjósendum trú um, að landrit- arinn væri orðinn bankastjóri og væri því ekki lakara, að hafa hann sér hliðhollan!" Þetta hefir enginn heyrt hér fyr en fúlegg- ið birtist f „Foldinni". Þessi ótrúlegi upp- spuni ber annars vott urn talsverða van- þekkingu, ekki síður en hjá ónefndum þing- manni fyrir fáurn árum, sem ekki þekkti löngu frá þorski! Almenningi hér mundi hafa stað- ið alveg á sama, hvort bankastjórinn varð Tryggvi, Jón eða einhver annar vandaður maður. Og bankabækurnar hljóta að bera það með sér, að eyjabúar hafa ekki sótt lán í bankann. Sjórinn hefur verið og mun verða þeirra banki, svo það var þó á dá- litlum fæti bygg't, þegar þeir voru heiðraðir með „sjóara“-nafninu, og það var líkt þvf, þegar „Þjóðfýlan" nefndi eyjabúa „fýlunga- elsku endabörn Iandsins" fyrir nokkrum árum. „Að rnönnum hafi verið hótað atvinnutjóni", er á sömu bókina lært. Skyldi hafa átt að banna „sjóurunum" að róa? fjallamönnun- um að veiða fug!? smiðum að smíða ? bænd- um að rækta og hirða um jarðir sínar eða réttara sagt, jarðir landssjóðs? Um litla aðra atvinnu er hér að tala. Ekki munu embættismennirnir 3, sem allir fylgdu dokt- ornum, hafa fengið hótun um embættismissi. „Undirróðurinn og pukursfundirnir", sem fúleggja smiðurinn bregður „forustusauðum" landritarans um, hlýtur að sanna máltækið: „Enginn ætlar það öðrum, sem hann er ekki gjarn á sjálfur". Auðvirðilegri „undir- róður og pukursfundir" geta ekki hugsazt, en þeir, sem doktorinn og hans nótar áttu hér við einn og annan og einn og einn í einu, aptur og aptur við sömu mennina af kjós- endurn landritarans, og sumt af því sem þar fór fram á þeim fundum, er hollast, „að ekki korni fram í dagsljósið". Að menn hafi verið „klafabundnir", og „að hinum klafabundnu hafi verið bannað að mæta á hinum opinbera fundi Valtýs", eru áfram- haldandi ósannindi og tilbúningur. Sann- leikurinn er sá, að fæstum fylgjendum landrit- arans mun hafafýst að heyra meira af grobbi, skjalli og fortölum en komið var á undir- róðurs- og einsetufundunum, og ekki þótt taka því, að sitja af sér atvinnu við að hlýða á meira af því tagi, enda mátti fá þaðdag- lega. „Að einn veslings maður hafi greitt atkvæði móti sannfæringu sinni, og hann hafi verið neyddur til þess, að greiða at- kvæði móti Valtý af nákomnum vanda- manni", og „að hann hafi sagt þetta", er sama meistaraverkið og annað, sem stendur í fúlegginu. Svo kemur höfuðprýðin og merkilegasta atriðið í þessurn óþverralega ósannindavef: „Að eirtn aldraður maður hafi verið sóttur og dreginn á kjórfundinn af návandamönnum sinum og kúgaður til að greiða landritaranum atkvœði, og pað hafi verið hans pyngstu spor á æfinni, er hanrt gekk pá að kjörborðinu". Hefði þetta verið satt, væri það ekki mikill heiður eða upphefð fyrir helztu fylgismenn doktorsins, nfl. lögreglustjóra, læknirinn og prestinn oa svo alla betri mennina", að hafa horft á slíka meðferð aðgerðalausir I Ekki er get- ið um afskipti þeirra. Til þess að bíta höf- uðið af skömminni, hefði fúleggjasmiðurinn þurft að láta sýslumanninn banda „návanda- mönnunum" frá hinum aldraða, læknirinn að leggja plástur á meiðsli hins „dregna" og jafnvel gefa honum „morfín" til að deyfa kvalirnar, og prestinn hughreysta hinn kúg- aða og jafnvel „taka til bæna" eða „þjón- usta" hið hrjáða gamalmenni eptir slika með- ferð. Hinn elzti af kjósendum landritarans er fyrverandi hreppstjóri Ingimundur Jóns- son, bóndi á Gjábakka, en ekki hrumari en svo, að hann hefur optast róið í vetur og vor, án allrar læknishjálpar, og gengið dag- lega óstuddur af mönnum að starfi sínu, og eins á kjörfundinn um 200 faðma veg, og iðulega til kirkju nálægt 4oofaðma; og þótt hann sé í tölu „sjóara" og „bænda" í Vest- mannaeyjum, mun hann verða álitinn öllu virðingarverðari persóna en fúleggjasmiðir Foldarinnar. Hann hefur aldrei stigið l laukana af landsjóðsmat né lafað í embætti mest til þess að hirða launin, en hann hef- ur staðið með sóma í stöðu sinni og borið léttilega byrðar sínar. Að llkindum hafa hans „þyngstu spor á æfinni verið að ganga undir líttnýtum embættislubbum og land- eyðum, sem ekki hafa þekkt, hvort þeir hafa verið bornir eða „dregnir". Hvar skyldu þessir „sumir“ hafa sagt, „að þeir greiddu landritaranum atkvæði, hver sem í boði væri á móti og hverjar skoðanir sem hann hefði, af þvj þeir ættu honum svo gott upp að unna, og tveir hefðu að þakka J. M. það, að þeir hefðu ábúð á jörðunum, sem þeir sætu á“. Ekki heyrðist neitt á þessa leið á kjörfundinum 2. júní. Skyldi doktorinn hafa fengið þennan fróðleik á sín- um sigursælu atkvæðasníkjuferðum, er stóðu hér yfir mánaðartíma? Það er ótrúlegt, að J. M. hafi haft byggingu þjóðjarða hér fyrir augum sínum, sem atkvæðabeitu (fyrir 8— 10 árum), þá hann var hér umboðsmaður, og lyginni er það líkt, að nokkur hafi greitt honum atkvæði nú vegna þess, að hafa feng- ið af honum byggt eitt landsjóðshreysi fyrir 8—10 árum. En þessu, sem öllu öðru rit- uðu héðan okkur til handa, mega þeir trúa sem vflja, og gleðja sig við þá trú og vís- dómsfullu góðgirni, sem út úr þvf skín, f baráttunni við sinn sfðasta óvin. En það er „ísafold" að segja, að sumir „heimskingj- arnir" og „sjóararnir" ættu að rneta einingu þá og eindrægni, sem hún hefur vakið hér, og svo róginn og ritverkin þeim til handa þannig, að sjá fiskunum sínum annan betri farborða, en „gefa þá út á hana" framvegis. 2/7 1902. Nokkrir kjósendur Jóns landritara. ,Hólar‘ komtt að austan 6. þ. m. Með þeim komu Jón prófastur Jónsson á Stafafelli, séra Jón Guðmundsson í Nesi í Norðfirði með konu sinni til lækninga, Flensborg

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.