Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.07.1902, Blaðsíða 2
118 þráðarlagningu í sjó. Þesskonar frétta- þráð, er sem betur fer, líklega útséð um, að vér fáum úr þessu, þá er svo happalega hefur tekizt til, að til- raunir Valtýs til að fá sæþráð upp til Austfjarða mistókust. Því að slík sæ- þráðarlagning með landþráð hingað til Reykjavíkur þaðan að austan, hefði verið hið hraparlegasta glapræði og fyrirsjáanlegt stórkostlegt fjártjón fyrir landið, er það hefði seint eða aldrei bætur beðið. Því fór nú betur að sú heimskan er þó væntanlega dauð og grafin. Og ekki verður það borið í bætifláka fyrir hana, að uppfundning Marconi’s hafi ekki verið kunn, þá er þeir Valtýingar voru að spreyta sig á þessum Austtjarðaþráð, Ó, nei. En þeir vitringarnir þóttust vita betur en Marconi, og fullyrtu að uppfundning hans kæmí aldrei að neinu liði(U). Það væri ekki til nokkurs hlutar að bíða eptir því. Þetta kom beinlínis fram í þingræðum bæði 1899 og 1901. Þá mátti ekki heyra nefnt á nafn annað en þennan sæþráð til Austfjarða. Nú má búast við því, að þessir sömu menn treysti sér naumast til að halda lengur í skottið á hinum fyrri skoðun- um sínum, en þá eru þeir eins vísir til að leggjast á eitt í því, að lopt- skeytastöðvarnar hér á iandi verði ekki í Reykjavík eða í grennd við hana, heldur einhversstaðar á Austfjörð- um, eða sem íjærst þéim stöðutn, sem vænta má, að mest not hefðu af sam- bandinu. Því er nú einhvernveginn svo háttað, að óskiljanleg hlutdrægni eða ofurkapp ræður opt meiru hér hjá oss en heilbrigð skynsemi, þá er um ein- hver framfaranýmæli er að ræða. En væntanlega verður það hlutverk hinnar nýju stjórnar vorrar að koma þessu til framkvæmda á þann hátt, er haganlegast og jafnframt léttbærast verður fyrir landið í heild sinni, því að naumast má búast við, að til fulls verði gert út um þetta fyr en 1904. Og er ljúft að þreyja þann tímann. Þau 3 stórmál, er síðustu árin hafa nær eingöngu verið á dagskrá þjóðar- innar: stjórnarskrármálið, bankamálið og fréttaþráðarmálið eru nú komin í það horf, sem allvel má við una, og er það samfara utanaðkomandi atvikum eingöngu að þakka þeim mönnum, er skildu málin rétt í upphafi og ekki létu blekkjast af ryki því, er rótað var upp í kringum þau, þ e. með öðrum orðum þeim flokk í landinu, er haft hefur fyrir augum sanna velferð og sanna framför þjóðar sinnar í nútíð og framtíð. Þessu verður ekki móti mælt. Hefðu Valtýingar mátt ráða 1897 og síðan, hefði engin ráðherrabúseta hér á landi, engin heimastjórn verið f boði. „Sá sérstaki" hefði þá setið rígnegldur úti í Kaupmannahöfn, með alla yfirstjórn landsins, en skotizt hing- að að eins á þing. Hefðu Valtýingar mátt ráða í banka- málinu 1899 og 1901, eins og þeir vildu, þá væri enginn landsbanki fram- ar til, en fjármál vor komin að öllu leyti í útlendra manna hendur. Hefðu Valtýingar verið þess megn- ugir að geta komið til framkvæmda svo lagaðri fréttaþráðarlagningu (með sæþráð til Austfjarða og landþráð til Reykjavíkur) eins og þeir vildu, þá sætu landsmenn nú með þann bagga, er þeir gætu hvorki losað sig við né undir risið, bagga, sem fyr eða síðar hefði komið þeim algerlega á kné. Það er hamingju íslands og sönnum framfaravinum þess að þakka, að ekki hefur hlotizt stórtjón, stór voði fyrir landið í heild sinni af hinni svonefndu valtýsku pólitík, eins og hún htfur ver- ið rekin síðustu ár, í stjórnarskrármál- inu, bankamálinu og fréttaþráðarmál- inu. í ósjó og brimi eru optast nær 3 öldur samferða, hver á fæturannari. Þá kalla sjómenn „ólag", en á eptir þessum 3 stóröldum verður sjór kyrr- ari og er það kallað „lag". Þá sæta vanir sjómenn færi til landtöku. En Valtýingar vildu sæta „ólaginu", ann- aðhvort vísvitandi eða óvitandi, hleypa til skipbrots og farga áhöfn allri. En því tókst þó að hamla að mestu. Nú er ólagið riðið hjá, öldurnar þrjár, er Valtýingar ætluðu að láta hlaupa með sig á land. Nú eru hinir teknir við stjórninni og taka land með heilu. Jafnvel þótt sjór verði ekki með öllu kyr nú þegar eptir jafmnikið ólag, þá má búast við, að þrjár jafngeigvæn- legar öldur, þrír jafnhættulegir boðar rísi ekki að sinni á hinum íslenzka pólitíska ólgusjó. Ban kamál i ð í dönskum blöðum. í Kaupmannahafnarblaðinu „Börs- en“, sem er verzlunar- og fjármála- blað í miklu áliti, er birt 3. þ. m. ítar- leg og fróðleg grein um peningamark- aðinn erlendis eptir Sigvardt Salo- mon víxlamiðlara í Kaupmannahöfn. Ber öll greinin vott um, að maður þessi er mjög vel að sér í bankamál- um og peningamálum yfirleitt, og er þvx' skoðun hans á bankamáli voru eins og það nú horfir við, eptirtektaverð, en um það fer hann svofelldum orð- um síðast í grein sinni: „Fregnin um, að lögin frá síðasta alþingi um stofnun nýs banka á ís- landi hafi hlotið staðfestingu, mun varla vekja mikinn fögnuð, hvorki á tslandi eða í Danmörku. Auðvitað hljóta menn að meta þá meginreglu dóms- málaráðherrans, að synja ekki þeim Iögum staðfestingar, sem landshöfðingi hefur veitt meðmæli sín. En í þetta skipti hefði þó ef til vill verið ástæða til þess að breyta frá reglunni og láta alþingi það, sem nú hefur verið kall- að saman, taka málið til nýrrar með- ferðar, því að það er alkunnugt, að síðan að frumvarpið var samþykkt á alþingi, hefur allt önnur stefna einnig orð- ið ofan á á íslandi eptir ráðaneytisskipt- in hér, og það er engin launung, að hið pólitiska ástand á undan hefur ver- ið notað til þess að knýja fram stofn- un þessa banka. Þeim, sem nákunn- ugir eru högum íslands og einungis hafa gagn þess fyrir augum, en ekki eigin hagsmuni. mun vera það ljóst, að slík bankastofnun mun alls ekki stuðla að náttúrlegum og heppilegum framförum í búnaði og verzlun á íslandi. Hinar mörgu nýju bankastofnanir í Noregi fyrir nokkrum árum stuðluðu einmitt mjög að hinum miklu féglæfrafyrirtækj- um og óhemjulega gróðrabralli, erþá fór að bera mjög á. Það er almennt kunn- ugt og viðurkennt, að stjórn lands- bankans er í höndum mjög dugandi manna, sem öðrum fremur eru nákunn- ugir högum íslands síðasta mannsald- ur. Þess ber að gæta, að landsbanki íslands er (að nokkru leyti) landsstofn- nn og veitir því svo sem þjóðbanki langtum meiri tryggingu heldur en fjár- gróðafyrirtæki einstakra manna. Það er því mjög sldljanlegt, að hinn nýi banki vill gjarnan sameinast gamla bankanum, en vonandi verður aldrei neitt úr því. Þeir menn, sem setja þennan nýja banka á stofn, hafa aldrei áður svo kunnugt sé, látið sér sérlega annt um ísand, eða haft neina þekk- ingu á högum þess. — Ollum þeim, sem nákvæmlega þekkja hag íslands er það ljóst, að hæfileg aukning lands- bankans, svo sem lengi hefur verið í ráði og nú að nokkru leyti er komin í framkvæmd, mun vera fullkomlega nægileg til að uppfylla allar þærkröf- ur, sem með sanngirni verða til hans gerðar Og miklu betur geta bætt úr fjármálum íslands á náttúrlegan, ör- uggan og skynsamlegan hátt. Veð- deild sú, sem landsbanki íslands hefur nýlega stofnað, hefur þróazt á skyn- samlegan hátt og orðið að miklu gagni. Ofmikil aukning á veðlánum, getur auðveldlega haft í för með sér líkt byggingahrófatildur, sem farið er að verða allískyggilegt á síðustu árum við hinar mörgu nýju bankastofnanir hér í borginni. Landsbanki íslands er ekki neinhluta- félagsbankastofnun, og þarf því ekki að hugsa um að græða, en er, sem betur fer, svo settur, að hann þarf ein- ungis að taka tillit til sannarlegra hags- muna íslands." Svona lítur þessi danski fjármála- fræðingur á bankamál vort frá almennu sjónarmiði, og sýnir það, að margir Danir skilja það rétt og þykir það und- arlegt, að ísland skuli vilja afsala sér jafndýrmætum réttindum sem seðlaút- gáfuréttinum. — En fjármálafræðing- arnir íslenzku eru á annari skoðun. Þeir telja rétt þennan einskisvirði eða lítils- virði, og standast ekki reiðari en ef talað er um, að vér sjálfir eigum að hafa not hans. Mikil er spekin mann- anna! Eða þá samvizkusemin. Sleggjudómar E. Hjörleifssonar um alþýðumenntun. Eg hef ekki séð fyrirlestur Einars Hjör- leifssonar um alþýðumenntun hér á landi fyr en f dag, að eg fékk sérprentunina lánaða; en eg get heldur ekki stillt mig um, að segja nokkur orð um hann. Á 3. bls. segir Einar: „Mér er kunnugt um þá skoðun sumra merkisþresta, að eitt- hvað töluvert af kvenfólki hér á landi verði ólœst að kalla má, þegar það er komiðyfir tvítugt. Eptir ferminguna líta þessarstúlk- ur aldrei í bók“. Hverjir skyldur þessir merkisprestar vera? Það er spurning, sem hlýtur að vakna hjá öllum, sem þetta heyra eða lesa,. þrí það, sem eg hef kynnzt um Vestur-, Norður- eða Austurland nær þetta engri átt, og er jafnlangt frá sannleíkan- um og austrið er langt frá vestrinu. Það er annars eptirtektavert, að Einar byggir alla dóma sína á sögusögn annara, en ekkert á eigin þekkingu, sem heldur er ekki við að búast, þar sem hann er alveg ókunnugur alþýðu manna hér á landi; hefur víst fáum alþýðumönnum kynnst, en það tel eg illforsvaranlegt, að byggja allt á slúðursögum annara, sem flutt er í ópin- berum fyrirlestri, og óafsakanlegt, aðjafn- órökstuddir sleggjudómar skuli vera birtir í Tímariti Bókmenntafélagsins. En sögu- mennirnir, það eru þó merkisprestar og áhugasamir kennarar, munu sumir segja; en trúi því hver sem trúa vill. Gamalt máltæki segir: „Sækjast sér um líkir o. s. frv." Ef menn halda, að það séu merkis- prestar, sem mest slúðra í Einar, þá ætla þeir víst og, að hann sé sjálfur merkís- maður, en það er ekki skoðun allra, held- ur hið gagnstæða, þótt raunalegt sé. Eg skal fúslega játa, að margt af okkar alþýðumönnum les ekki vel (o: ekki af list),'en hitt þori eg að fullyrða, að flest af fermdu fólki getur lesið, og les sér til fullkomins gagns flestar bækur, sem fyrir koma, jafnt karlar sem konur, og því er það líka rangt hjá merkisþrestinum, að óvíða sé fólk svo læst, að það geti lesið „guðspjallamál" séra Jóns Bjarnason- ar; og það er ennfremur rangt, að lestur- inn hjá öllum þorranum sé svo staglsam- ur, að unglingarnir verði ekki taldir bæna- bókarfærir. Eg skyldi með mestu ánægju sýna Einari það, ef ástæður leyfðu, því að eg þekki mörg börn 10 og 11 ára, sem engin minnkun er að láta lesa húslestur. Á 4. bls. kemur E. með þann fróðleik, að kennari einn hafi á stóru svæði rann- sakað bókabirgðir heimilanna, og að hann hafi á meiru en helming þeirra ekki fund- ið aðrar bækur en skyldubækur barnanna, enga guðsorðabók til lestra, ekki biblíuna eða neitt annað prentað mál. — Eins og áður, miða eg minn kunnugleika við það, sem eg hef farið yfir af Vestur-, Norður- og Austurlandi,— á Suðurlandi er eg alveg ó- kunnugur — en hvergi þekki eg, að eins sé ástatt og kennarimi lýsir því. Það er líklega helzt á litlu svæði í kring- um Faxaflóann, t. d. á Álptanesinu 1 Garða- hverfinu, að svo aumlega er ástatt, og má það furðu gegna, að fróðleiksfýsnin og ljós menntunarinnar skuli ekki hafa skinið skærar en svo yfir það pláss, sem er þó svo nærri Flensborgarskólanum. — I Þing- eyjarsýslu vona eg, að þau heimili séu fá, þar sem árlega sé ekki keypt eitthvað af nýjum bókum, og eitthvert blað haldið, Eg skal reyndar játa, að þau eru ekki ölL mjög uppbyggileg blöðin okkar, því það sem Einar segir um „sum“ blöðin, finnst mér eiga ágætlega við „Isafold", meðan hann var meðritstjóri hennar. Áhugaleysið í öllum efnum telur E. vera þroskaskort, óþroskaðan skilning, óþrosk- aða tilfinningu, óþroskaðan vilja, og af sömu rótum er samtakaleysið runnið; en hitt dettur honum ekki í hug, að áhuginn sé daufari og samtökin minni fyrir ein- angrun manna upp um sveitir og út um annes, strjálbyggðina, langræðið og veg- leysurnar. Þeir munu þó fleiri, sem telja þetta hafa talsverða þýðingu. Þá er það gómsæt rúsína á 10. bls., þar sem E. heldur, að enginn geti kennt börn- um nema sá, sem tekið hefur kennarapróf í Flensborg. Allir gagnfræðingar, búfræð- ingar og kvennaskólastúlkur eru óhæf — nema gagnfræðingar frá Flensborg? — Eg skal sízt neita, að fátt sé meira vandaverk en kenna börnum, svo vel sé, og óefað eru þeir nokkrir, sem við það fást, sem ekki eru sem bezt hæfir til þess; enmeiri þýðingu hafameðskapaðir hæfileikar manns, en kennarapróf, þótt frá Flensborg sé. Þaðan hafa líka kornið lélegir kennarar, því „þótt náttúran sé lamin með lurk o. s. frv." Eg skal fátt tala um skilning kvenna- skólastúlknanna á kvæði séra Mattíasar, en með allri virðingu fyrir honum, efast eg um, að hann hafi sjálfur skilið kvæðið betur en stúlkurnar. Að „Kvöldvökurnar" séu óhæf barnabók, er ný uppgötvun, því ef þar eru ekki til góðarbarnasögtir, þá eru þær hvergi til; hitt er annað mál, hvort málið á þeirn sé gott eða ekki. Kvöldvökurnar gela, í höndum góðs kennara, verið einhver bezta barna- bók, þrátt fyrir það, þóttmálið sé óvandað. Þá er það ein nýja kenningin, að skól- ar ferðist um! Eg, að minnsta kosti þekki ekki til þess, og hef aldrei fyr heyrt getið um umferðaskóla, en umferðakennara hef eg marga þekkt, og veit vel, að þeir hafa sumir gert ómetanlegt gagn. Bamafræðsluvanrækslan er að ætlun E. H. svo mikil hér á landi,‘og skilnings- leysið á mikilvægi menntunarinnar, að engin trygging er íyrir, að skólamir verði notaðir eins og skyldi, og umsjónin víst að mjög miklu leyti hvergi til, nema á pappírnum, skólanefnumar gersamlega eptirlitslausar, því að eptirlit skólanefnda og presta metur E. að e?igu, þar sem þau hafi ekkert vit á því. Þetta er meining E. H., og hún verður manní að eins skilj- anleg á þann hátt, að wírtóprestarnir séu svo sorglega fáir, því sjálfsagt hafa þeir þó bæði vit og vilja í bezta lagi. — En ef ekki má trúa öllum þorra presta okkar fyrir eptirlitinu nfeð barnaskólunum, þá fer að vandast málið, og fáir líklega færir um það, nema Einar sjálfur ogkenn- arinn. Því þótt kunnugir menn telji hann bera eigin hagsmuni meira fyrir brjósti en heill almennings með öllum sínum starf- andi áhuga, þá ætti slzt að leggja trúnað

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.