Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. ágúst 1 902. M 31. Biðjið ætið um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKI sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörkn, og; byr tii óefað hina heztn TÖrn og ódyrnstn í samanbnrði við gæðin. Fæst hja kaupmönnum. ^ Alþingi. i. Hinn 26. f. m. var alþingi sett, þriðja aukaþingið sem haldið hefur verið. Séra Eggert Pálsson á Breiðabólstað hélt snjalla ræðu í kirkjunni og lagði út af Fil. 2,1—4. Eptir að landshöfðingi hafði sett þingið og lesið upp boðskap konungs, skoraði hann á elzta þingmanninn, Sighvat Arnason, að ganga til forseta- sætis og gangast fyrir prófun kjörbréfa og kosningu á forseta hins sameinaða þings. Við kjörbréf þingmanna var ekkert verulegt að athuga. En lagt var fyrir | þingið eptirrit af rannsóknum, er sýslu- I maðurinn í ísafjarðarsýslu hafði haldið snemma í f. m. út af kæru, er hon- um hafði borizt úr Sléttuhreppi, þess efnis, að fé mundi hafa verið borið á kjósendur þar til atkvæðafylgis við Skúla Thoroddsen og séra Sigurð Stef- ánsson. Meðal annars sannaðist við rannsókn þessa, að einn aðalfylgismað- ur Skúla norður þar hefði fengið 70 kr. sendar frá honum, en hvort maður þessi hafi varið þeim ólöglega, er auð- vitað dómaranna að skera úr. Að greiða farareyri manna frá og af kjör- fundi, er talið heimilt. Ýmislegt fleira, er í ljós kom við rannsókn þessa, t. d. svonefnda „aukaþóknun" til einstakra kjósenda o. fl. töluvert grunsamt, þyk- ir ekki ástæða til að gera að blaða- máli að svo stöddu, meðan rannsóknin er svo skammt komin. En amtmaður fyrirskipaði þegar frekari rannsókn, er hann hafði kynnt sér málsskjölin. Um mál þetta spunnust allharðar um- ræður. Hafði Lárus Bjarnason fram- sögu málsins á hendi fyrir hönd þeirrar kjörbréfadeildar, er hafði kosninguna í ísafjarðarsýslu til athugunar, og tókst honum það mæta vel, talaði með mik- illi ró og stillingu, en alvarlega. Skúli bar harðlega af sér alla hlutdeild í sök þessari, og Kristján Jónsson og Guð- laugur Guðmundsson studdu mál hans. Var ræða Kristjáns einkum afarstórorð og ofstækisfull, en fór alveg fyrir ofan garð og neðan, enda fékk hann sína vöru selda hjá Lárusi, og lagði því ekki út aptur. Eptir uppástungu framsögumanns (L. H. B.) var svo látandi ályktun af- hent forseta og samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum: »Þingið játar að vísu, að ástæða væri til að fresta samþykkt á kosningu 1. þingm. ísfirðinga — vegna framkomins gruns um, að fé hafi verið borið á kjósendur hans — þangað til próf þau væri til lykta leidd, er þegar eru fyrirskipuð, en af þvf að sú frestun annarsvegar mundi útiloka þing- manninn frá þingi og atkvæðamunurinn hins vegar milli þingmanna þeirra, er voru kosnir í Isafjarðarsýslu og hinna, er ekki náðu kosningu, var allmikill, sættir þingið sig eptir atvikum við ráðstafanir þær, sem hlutaðeigandi amtmaður þegar hefur gert, f því trausti, að þær leiði til að komast fyrir hið sanna í málinu og samþykkir þvf kosninguna«. Aðrar kosningar voru samþykktar umræðulaust. Þá var kosinn forseti sameinaðs þings séra Eiríkur Briern með 32 atkv. (Júl. Havsteen 1, Hallgr. Sv. 1, einn seðill auður) en varaforseti Júlíus Havsteen með 32 atkv. Skrifarar sameinaðs þings voru kosnir: Hannes Þorsteinsson ineð 21 atkv. og Lárus. H. Bjarnason með 19 atkv. (Sig. Stef. 16, Guðl. Guðm. 14). Til efri deildar voru kosnir: Guð- jón Guðlaugsson (34). Guttormur Vig- fússon (34), Jósafat Jónatansson (34), Sigurður Jensson (34), Eggert Pálsson (33) og Skúli Thoroddsen (18). Næst fékk Björn Kristjansson 14 atkv. Að því búnu skiptust þingmenn í deildir. í neðri deild var kosinn forseti Klem- ens Jónsson með 22 atkv., og varafor- seti Þórhallur Bjarnarson með 22 atkv. en skrifarar Árni Jónsson með 23 atkv. og Jón Magnússon með 22 atkv. í efri deild var kjörinn forseti Árni Thorsteinsson í einu hljóði, varaforseti Guðjón Guðlaugsson með 6 atkv. eptir endurtekna kosningu, en skrifarar Egg- ert Pálsson og Sigurður Jensson með IO atkv. hvor. Skrifstofustjóri alþingis er dr. Jón Þorkelsson landsskjalavörður. Dr. Val- týr, er almælt var, að sækja mundi um það starf, mun hafa séð að það mundi árangurslaust og sótti því ekki. — Innanþingsskrifarar í neðri deild eru Jóhannes Sigfússon kennari og Jens Waage cand. phil. og í efri deild Jón Þorkelsson cand. jur. og Jón Þorvalds- son cand. phil., en á skrifstofunni Pétur Hjaltested cand. phil. og Þórður Jens- son cand. ph.il. Stjórnarskrármalið. Stjórnarfrumvarpið um breytingu á stjórnarskránni, sem áður er kunnugt, var til 1. umr. í neðri deild 28. f. m. Ekki töluðu aðrir í málinu en lands- höfðingi, Lárus Bjarnason og Guðl. Guðmundsson. Að loknum umræðum varð töluvert þref um það, hvort rétt væri að taka til greina hlutfallskosn- ingabeiðni frá valtýska flokknum gamla, af því að engin tilkynning um liðs- fjölda flokkanna eða um neina ákveðna flokkasldptingu, hefði komið til forseta, og hélt landshöfðingi því fram, að hlut- fallskosning gæti því ekki fram farið. Lárus Bjarnason lýsti því yfir fyrir hönd flokks síns, að hann væri ákveð- inn og héti heimastjórnarflokkur, en Guðlaugur viðraði fram af sér, að skýra frá hvað flolckur hans nefndist, en krafð- ist hlutfallskosningar einbeittlega og ákvað forseti þá, að hún skyldi fara fram skriflega, og voru þessir kosnir: Lárus Bjarnason Guðlaugur Guðmundsson Sigurður Stefánsson Hannes Þorsteinsson Jón Jónsson Pétur Jónsson Ólafur Briem. Formaður nefndarinnar er Pétur Jóns- son, en Lárus Bjarnason skrifari. Hér birtist ágrip af umræðunum: Landshöfdingi: Eg skal leyfa mér rað benda h. d. á tvö atriði í athugasemdun- um við frv. það, sem hér liggur fyrir. Fyrra atriðið er það, að stjórnin tekur það fram, að eigi beri að skoða frv. þetta sem samn- ingagrundvöll, sem megi gera frekari breyt- ingar á, heldur eins og tilboð, sem alþingi er í sjálfsvald sett, að taka eins og það er, eða kjósa heldur frv. frá í fyrra. Þetta sama, sem hér er tekið fram, er nákvæm- ar útskýrt í bréfi ráðgjafans til mín, og til þess að eigi verði hægt síðar að segja, að eg hafi eigi skýrt allskostar rétt frá orð- um hans, skal eg leyfa mér að lesa þau upp úr bréfinu, eins og þau standa þar á dönsku, og eru þau þannig: „-----erden ikke sindet at indgaa paa Forslag tilÆnd- ringer i sit Forslag, herunder ogsaa Re- daktionsændringer af den Beskaffenhed, at der kan være Tvivl underkastet, om Meningen efter dem i Virkeligheden for- bliver den selvsamme som för“. Hér er það skýrt tekið fram, að stjórnin vilji ekki ganga inn á neinar breytingar á frv., ekki einu sinni orðabreytingar, ef nokkur vafi leikur á, að þær haggi efninu, og þá mun þetta þannig að skilja, að ekki hafi hún á móti því, þótt orðfærið væri lagað, ef þörf þykir, sé hins að eins gætt, að efnið breytist að engu leyti. Annað atriðið, sem eg vildi minnast á, er þhð, að í athugasemdunum við frv. bein- ir ráðgjafinn því að þinginu, að heppilegt væri, að það léti í Ijósi til leiðbeiningar fyrir stjómina skoðun sína á því, hvernig heppilegast mundi vera að koma í kring breytingum þeim á æztu umboðsstjórn landsins, sem samfara hljóta að verða eða samfara geta orðið stofnun hins innlenda ráðgjafaembættis og niðurlagning lands- höfðingjaembættisins. Vil eg skjóta þvt til h. d. til yfirvegunar, áður en hún kýs nefnd þá, sem eg geri sjálfsagt ráð fyrir, að skipuð verðií stjórnarskrármálinu, hvort hún vilji fela hinni sömu nefnd á hendur að taka lfka til yfirvegunar breytingarnar á umboðsstjórninni eða skipa sérstaka nefnd til að íhuga þetta. Ldrus Bjarnason: Þá er nú loksins upp- runninn sá dagur, sem vér heimastjórnar- menn höfum lengst þráð. Þingi og þjóðer í dag,þrdtt fyrir al/t, gefinn kostur á heimastjórn aí þeirri stjórn, sem meiri hluti alþingis, eða að minnsta kosti meiri hluti efri deildar bar ekki til meira traust en svo, að hann lagði fyrir hana 13. ág. í fyrra sumar sama frumvarp- ið, Hafnarstjórnarfrumvarpið, og hann bauð íhaldsstjórninni sáluðu í þingbyrjun. Skýjaborgirnar, sem svo voru kallaðar í fyrra, eru komnar niður í jörðina, eru drðnar að kastala, kastala, sem vonandi enginn lengur þorir að ráðast á, kastala, sem allir nú þykjast elska, sem allir nú þykjast hafa byggt. Eg skal fúslega kannast við það, að það skiptir minnstu máli um faðernið, sjé barn- ið að eins efnilegt; en það verð eg þó jafnframt að segja, að foreldrinu er ekki láandi, þótt það vilji ekki láta óviðkom- andi mann eigna sér efnisbarnið þess, eins og aptur á móti hitt er auðskilið, að sá, sem ekki hafi átt barnaláni að fagna, gjarn- an vill eigna sér efnisbarnið. Það leiðir heldur ekki til neins, að þrátta um fað- ernið. Vér eigum hvort sem er ekki von á Salómon með sverðið, til þess að bjóða oss upp á að skipta króanum. Rauði þráðurinn í baráttu okkarheima- stjórnarmanna hefur alltaf verið tvíþættur. annar sá, að stjórnsérmálanna ætti heima í landinu og hinn sá, að þjóð og þing hefði hæfileg tök á stjórninni. Fyrri þátturinn er fenginn oss rauður og traustur. Ráðherrann okkar hefur með Alexandersegg skynseminnar höggvið sund- ur Gordiusarhnúlinn, sem útlendir og inn- lendir íhaldsmenn hnýttu löndunum Dan- mörku og Islandi saman með. Ráðherrann verður allt af að vera við hlið konungs, sögðu kreddumennirnir. Það eru 350 mílur milli konungs og íslendinga, svo að ráð- herrann getur ekki allt af veiið við hlið konungs, úr því að hann á að mæta á al- þingi; en hvort hann er lengur eða skem- ur við hlið konungs, skiptir ekki máli, sagði ráðherrann, því má hann sitja á Islandi. Þetta er svo skýrt og skorinort, að það hlýtur að ganga inn í hvert höfuð. Hinn þráðurinn er ekki alveg bláþráða- laus; þingið verður að hafa tök á stjórn- inni ef vel á að fara, bæði siðferðisleg tök og haldi þan ekki, þá lfka lagatök. Sið- ferðislegu tökin eru fengin, úr því að stjórn- in á að sitja hér í landinu og sækja laun sín og virðingu sína 1 hendur þinginu, en það vantar ekki lítið á lagalegu tökin. Vér heimastjórnarmenn höfðum hugsað oss, að stjórnin ætti að bera ábyrgðgerða sinna í landinu sjálfu, en því miður verður nú væntanlega ekki girt fyrir það í pessu frumvarpi, en frumvarpið opnar mögulegleika til þess að bæta úr því með sérstökum lögum. Vér heimastjórnarmenn, eða að minnsta kosti nokkur hluti vor, hefðum og helzt kosiðf að stjórnin hefði ekki getað gefið út bráðabirgðarfjárlög ofan í þingið, en þess eigum vér heldur ekki kost. Vér hefðum og margir hverjir helzt kos-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.