Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 4
» 124 þau eru, og á útjörð, einkum þar sem vot- lent er. — Þrisvar á næstHðnum 30 árum hefur orðið svo þur jörð, sem nú er orð- in. Allflestir hér byrjaðir að slá. Guð- mundur Isleifsson á Háeyri hefur hirt af hvanngrænu utantúnsheyi 150 hesta, en byrjaði slátt í flóðinu 7. þ. m. Hér hefur verið sérlega góður sildarafli á Eyrarbakka- höfn fyrirfarandi daga, svo að síldarveiði hefur heppnazt hér með langbezta móti, og fiskafli sérlega góður. Lítur því út fyr- ir, að hér sé nú aptur komin árgæzka, og lítur vel út með nýtingu á vetrarfóðri handa fénaði, og næga beitu fyrir fiskinn þetta ár. Fólk er svo fátt hér nú, að varla verð- ur notað nema sumt af því, sem annars mætti, ef nægur mannafli væri, en tíðin góða gefur gróða, einkum ef samlyndið manna á meðal væri henni fylgjandi". Áskorun tll alþingis hefur íslenzka stúdentafélagið í Kaupm,- höfn sent, og er hún svolátandi: Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn leyfir sér að skora á alþingi: Að fella stjórnarskrárfrumvarp það, — ef það verður borið upp til atkvæða, — er samþykkt var á síðasta alþingi, af því að það fer eigi fram á innlenda stjóm. Að samþykkja stjórnarskrárbreytingu þá, er samkvæmt konungsboðskap 10. jan þ. á. verður farið fram á í frumvarpi því, er stjórnin hefur ályktað að leggja fyrir alþingi og er í því fólgin, að ís- lenzka ráðaneytið í Kaupmannahöfn verði afnumið, en í þess stað stofn- sett ráðaneyti á Islandi með sérstök- um, sjálfstæðum ráðgjafa, er tali ís- lenzka tungu og sé búsettur á Islandi. KaupmannahÖfn 20. júní 1902. Fyrir hönd félagsins: Ari Jónsson, Björn Líndal, pt. formaður. pt. ritari. Gnnnlangur Claessen, pt. gjaldkeri. Öfriðapþytupinn í Isafold síðan þing var sett, þurfti ekki að koma neinum þeim á óvart, er þekkti hið sanna innræti þess málgagns. En margir mundu þó hafa búizt við, að það sæti dálítið á strák sínum og gerði ekki sitt ítrasta til að spilla allri samvinnu og öllu samlyndi í þinginu meðan verið er að komast að fastri niðurstöðu í hinu stærsta og helzta velferðarmáli þjóðarinn- ar, stjórnarskrármálinu. Það er enginn efi á, að slíku málgagni er kærast, að ill- indin og æsingin verði sem allra mest, því að annars væri það ekki að leggja í einelti vissa þingmenn úr heimastjórnar- flokknum með óviðurkvæmilegum aðdrótt- unum og getsökum, og reyna að egna flokkana hvorn upp á móti öðrum, ein- mitt á meðan mestu skiptir, að þeir geti komið sér saman í aðalmáli þessa þings; leikurinn auðvitað til þess gerður, að ó- frægja og afflytja meiri hluta þingsins nú þegar, til þess að gera flokksmenn sína — minni hlutann — að saklausum dúfum, er verði fyrir óverðskuldaðri meðferð af hinna hálfu, ekkert hugsað um, þótt öllu sé öfugt snúið, eins og vant er, að eins, ef málgagnið getur þjónað sinni lund og svalað sér í bili á persónulegum andstæð- ingum sínum. Almenningur ætti að sjá það og skilja, hvernigþetta óþrotlega ill- inda- og æsingamálgagn — Isafold — hegðar sér nú þegar í þingbyrjun. Það er sannarlega óvandari eptirleikurinn gagn- vart slíku ófriðargargi. Yér heimastjóm- armenn hljótum að vera á verði gegn slíkum ófögnuoi, er þykist tala í nafni heils flokks — minni hlntans, en auðvit- að öllum skynsamari mö num oggætnari í þeim flokk til stórrar skapraunar og ef- laust í fullkominni óþökk þeirra, því að allir vita, að skammaþvættingur blaðsins í garð heimastjórnarmanna stafar ekki af öðru en venjulegri geðvonzku og grát- þrunginni gremju yfir, að þjóðin hefur í kosningunum svarað illindaaustrinum, eins og hún hefur svarað, með því að senda nú Valtýingana gömlu á þing í allmiklum minni hluta. Af því kemur kvefið og hóst- inn. Þess vegna er þegar byrjað á, að rægja meiri hlutann, ef vera kynni, að þaðróg- burðarútsæði félli einhversstaðar í góðan jarðveg. En sáðmaðurinn er of vel þekkt- ur orðinn meðal hinnar íslenzku þjóðar, að hann geti gert sér nokkra von um, að hin þokkalega iðja hans beri nokkurn á- vöxt. Þjóðin ætti að hrista af sér til fulls hina valtýsku martröð, er nú hefur troðið hana næstliðin 5 ár. Að þ v í ættu allir sannir heimastjórnarvinir að stuðla af fremsta megni. Farsæld lýðs og lands í nútíð og framtíð er undir því komin, að það takist. Heimastjórnarvinur. Dálnn er hér í bænum 25. f. m. séra Þor- kell Bjarnason uppgjafaprestur frá Reynivöllum 63 ára gamall, fædduf að Meyjarlandi í Skagafirði 18. júlí 1839 og voru foreldrar hans Bjarni hreppstj. Bjarna- son á Sauðá og Margrét Þorkelsdóttir frá Fjalli í Skagafirði Jónssonar. Séra Þor- kell naut undirbúningskennslu hjá móður- bróður sínum Jóni rektor Þorkelssyni, kom í skóla 1857 ogvarútskrifaður 1863 með 1. einkunn, tók embættispróf á presta- skólanum 1865 með 1. einkunn; fékkMos- fell í Mosfellssveit og vígðist þangað 1866, en fékk Reynivelli 1877. Varð að segja af sér vegna vanheilsu vorið 1900, því að meðan hann var á þingi 1899 veiktist hann þunglega (af heilablóðfalli) og lá lengi dauðvona, en lifði þessi 3 síðustu ár með mjög veikum burðum. Hann sat á þingi fyrst sem þjóðkjörinn þingmaður fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu og síðan sem konungkjörinn nokkur þing. — Hann var fróður um margt, einkum í sögu íslands, og hefur ritað allmargt sögulegs efnis. (Islandssöguágrip, Siðbótarsögu o. fl.), en hafði ekki tök á að gera sjálfstæðar sögulegar rannsóknir. í stjórnmálum þótti hann jafnan íhaldsmaður. Meðal barna hans með eptirlifandi ekkju hans Sigríði Þorkelsdóttur er Jón cand. jur. f Reykja- vík og Soffía kona Jóns Gunnarssonar verzlunarstjóra í Hafnarfirði. A kjörfundi í Galtarholti 3. sept. 1900 lýsti þingmannsefnið, séra Magnús Andrés- son, stefnu sinni í bankamálinu þannig, að sér stæði stuggur af stofnun hlutafélagsbanka með seðlaútgáfurétti í 90 ár, og hann kvaðst aldrei mundi greiða atkvæði með banka- frumvarpi eins og því, sem var fyrir þinginu 1899. En hinsvegar kannaðist hann við, að nauðsynlegt væri að bæta úr peningaeklunni í landinu, og ef engin ráð fyndust til þess önnur, mundi hann þó verða með stofnun hlutafélagsbanka, ef svo yrði um búið, að yfirráð landstjórnarinnar yfir þeim banka, væru nægilega tryggð. — Það er víst, að þessi var aðalhugsunin í orðum þingmanns- efnisins um þetta atriði, en orðrétt munum við þau ekki — Við fullyrðum því, að það sé mishermt, sem stendur í 16. tölublaði Þjóðólfs þ. á., að séra Magnús Andrésson hafi á alþingi 1901 — gert í bankamálinu annað en það, sem vænta mátti, eptir ræðu hans á kjör- þinginu, áður en gengið var til kosninga. — Lt'k hugsun og hjá séra M. kom og fram í ályktun þingmálafundar Mýrasýslu 28. maf 1901, sem hljóðar þannig : — „Fundinum dylst ekki nauðsyn á banka með nægilegu starfsfé, sniðinn eptir þörfum landsmanna, en lætur þá skoðun í ljósi, að æskilegast væri, að sá banki væri innlendur og að seðlaútgáfurétturinn væri ekki afhent- ur frá landinu". — 29. júní 1902. Þorsteinn Ðavíðsson, Þorsteinn H.jálmsson. (hreppstjóri Þverárhlíðarhr.). (oddviti í Þverirhlíð). Giiðm. Olafsson, Olafur Þorbjarnarson. (á Lundum). (Kaðalstoðum). Þsrsteinn Líndal Satómonsson, (hreppstj. Hvítársíðuhrepps) Jón Pdlsson, Ólafur Stefánsson. (oddviti Hvítársiðuhr.). (búfræðingur i Kaimannstungu). Veðnráttnfar i Rvík í júlí 1902. Meðalhiti á hádegi. + 11.1 C. —„ nóttu . + 5.9 „ Mestúr hiti „ hádegi. -t- 15 „ (h. x.). —kuldi „ —. + 7 „ (h. 16.). Mestur hiti „ nóttu . + 9 „ (h. 2.). — kuldi,, „ • + 3 „ (aðfn.h.28.). Svo má segja, að fegursta sumarveður hafi verið allan mánuðinn. Stöku sinnum hafa komið regnskúrir. en lítið orðið úr; jörð orðin mjög þur síðustu dagana; fór að rigna talsvert hinn 31. af sunnan-land- suðri. ’/8 J. Jónasscn. Fyrir 2 krónur geta nýir kaupendur fengið síðari hluta þessa yfirstand- andi árgangs Þjóðólfs frá 1. júlí til ársloka. í kaupbæti fylgja tvö síðustu sögusöfn blaðsins (1 1. og 1 2. hepti), yfir 2 00 bls. með mörgum fallegum skemmti- sögum, en ekki verða þau send neinum fyp en blað- ið er borgað. Áskript að bessum hálfa árgangi er einnig bindandi fyrir næsta árgang blaðsins. HT* Nýir kaupendur gefl sig fram sem allra fy rst, áður en upplagið af sögusöfnunum þrýtur. Ómissandi á hverju ísl. heimili. Verið er að gefa út: Mattli. Jochnmson: Ljóðmæli I.—IV. Safn af ljóðmælum skáldsins, frá yngri og eldri árum. Mjög mikið af þeim er áður ó- prentað. Æltast er til, að safn þetta komi út í 4 bindum, hvert bindi um 300 bls. að stærð. Myndir af skáldinu og æfiágrip skálds- ins er ætlast til að fylgi safninu. Fyrsta bindið kemur út ( haust 1902, og framvegis eitt bindi á ári hverju. Hvert bindi selt innbundið í einkarskraut- legu bandi, gull- og litþrykktu, og kostar: Fyrir áskrifendur: kr. 3,00. I Íausasölu: kr. 3,50. Verð þetta er nærri því helmingi lægra, en kvæðabækur vanalega seljast hér á landi. Það er sett svo lágt til þess, að sem allra flestir geti eignast safn af Ijóðmælum „lár- viðarskáldsins". Vcrð þetta mnn þó verða liækkað að ninn, iindir eins 0g útgáfnnni er lokið. Pantið því kvæðasafnið sem fyrst hjá næsta bóksala! Prentsmiðja Seyðisfjarðar, 24. júlí 1902. David Ostlund. BOTNFARFI, Nordens Kobberstof. Framvegis nægar birgðir hjá Ve rz I. Godtbaab. Munið eptir, að það er samkeppni frá þessari verzlun, sem hefur fært niður verðið á vörutegund þessari. Fljótandi Asfalt er það bezta og ódýrasta, sem fæst til að smyrja á grunna, múrverk og tré, til að verja sagga. Má smyrja því á eins og olíufarfa, og þarf ekki að hita það. Fæst keypt hjá Jóni ReyJtdal, málara. Þingholtsstræti 22. Reykjavík. Tapazt hafa úr pössun 2 hestar, rauð- ur og grár, merktir: J. N. á lend. — Þeir, sem kynnu að hafa séð ofannefnda hesta, eru beðnir að gera M. W. Biering, Lauga- veg 5, aðvart með það sem fyrst. Vo 11 o r ð . Eg hef verið mjög magaveikur, og hefur þar með fylgt höfuðverkur og annar lasleiki. Með því að brúka Kí n a-lí fs-e 1 i x í r frá hr. Valde- marPetersen í Friðrikshöfn, er eg aptur kominn til góðrar heilsu, og ræð eg því öllum, er þjást afslík- um sjúkdómi, að reyna bitter þennan. Eyrarbakka. Oddur Snorrason. KÍNA-LIFS-ELIXtRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v p að líta veleptirþví, að F ' standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínveiji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Stórt og vandað þilskip, með útbúnaði til fiskiveiða, er nú til sölu með góðuni skilmálum. Semja má við undirskrifaðan mála- flutningsmann. Rvík 31/7 1902. Oddur Gíslason. Lciðarvísir til lífsóbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar fcauðsynlegar upplýs- ingar. ROGN og andre islandske Pro- dukter modtages til Forhandling. Blllig Betjening. Hnrtig Afgjörelse. Einar Blaauw. Bcrgen. Norge. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðalninboðsmaður á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. Hálslín, Slipsi og Slaufur fyrir karimenn, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan. i***@3m* <*&®S*t* Mustad’s önglar (bunir til i Noregi). eru nú eingöngu notaðir við fiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hjá verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. Skip til sölu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.