Þjóðólfur - 01.08.1902, Blaðsíða 3
123
í álitskjali því, er hinn verkfróði
ráðanautur stjórnarráðsins í þessu brú-
armáli, forstjóri Windfeld-Hansen, síð-
an hefur skrifað um málið, lætur hann
fyrst í ljósi mikinn efa á því, að nauð-
syn hafi verið til að láta hætta vinn-
unni að brúnni, eins og gert hafði ver-
ið, og kemur síðan fram með tillögur
um, hvað gera þurfi til þess að fuligera
brúna, og vísar jafnframt að því er þessi
tvö atriði snertir til bréfs frá hlutafé-
laginu Smith, Mygind og Hiittemeier,
er hann lét fylgja álitsskjali sínu, og
mun alþingigefinn kostur á að kynna
sér bæði álitsskjalið ásamt bréfinu, er
því fylgdi, og hin tvö framangreindu
bréf frá Sigurði verkfræðing Thorodd-
sen. Hann áætlar, að til þess að full-
gera brúna og ferjuna með þeim breyt-
ingum á hinni upprunalegu gerð þeirra,
sem nauðsynlegar eru eða að minnsta
kosti æskilegareptir nú fengnum upp-
lýsingum, muni þurfa hér um bil 25,
OOO kr. auk þess sem áður er veitt,
°g byggir þetta álit bæði á framhalds-
tilboði frá fyrgreindu hlutafélagi og út-
reikningum Sigurðar verkfræðings Thor-
oddsen. Það er gert ráð fyrir því í
áætlun þessari, að sendur verði verk-
fræðingur til íslands til þess að hafa
verkstjórnina á hendi við brúarstæðið
í stað Sigurðar verkfræðings Thorodd-
sen. Bæði hefur félagið gert ráð fyrir
þessu, þegar það sendi framhaldstilboð
sitt, og þegar litið er til þess, að erfitt
mun fyrir Sigurð verkfræðing Thorodd-
sen annara anna vegna, eins og átti sér
stað í fyrra, að dvelja allan þann tíma
við brúna, sem sá, er umsjón hefur,
þarf að vera þar, og þó einkanlega til
þess, er gerzt hefur hingað til í þessu
máli, þykirstjórnarráðinu íallastaði rétt,
að svo verði gert.
Eptir nú að stjórnarráðið hafði feng-
ið upplýsingar um, að efni það, sem
er geymt við brúarstæðið, ekki mundi
rýrna að neinum mun, þótt látið yrði
bíða í tvö ár að fullgera brúna, varð
það að telja athugavert án samþykkis
aiþingis að leggja út í svo mikinn auka-
kostnað, sem samkvæmt skoðun for-
stjóra Windfeld-Hansens þurfti til þess
að fullgera mannvirki þetta svo vel væri,
og það því fremur sem efasamt var,
hvort hægt mundi að hafa efni það í
brúna, sem með þurfti í viðbót við það,
sem var við brúarstæðið, fullbúið og
flutt þangað fyrir sumarbyrjun 1902.
Stjórnarráðið fékk því loforð félags-
ins fyrir því, að tilboð þess um að full-
gera mannvirki þetta skyldi standa, þótt
vinnunni yrði frestað enn eitt ár, en
þó með fyrirvara af þess hálfu, ef verð
á efninu skyldi breytast að miklum mun
á því tímabili.
Það virðist eptir málavöxtum að hafa
verið ónauðsynlegt og mega telja mið-
ur farið, að verkfræðingur sá, er um-
sjón hafði, lét hætta vinnunni í fyrra
sumar. En eins og komið er, virðist
hinsvegar eigi vera annað að gera, en
fara að ráðum forstjóra Windfeld-Han-
sens og þeirri reynslu og upplýsingum
um ásigkotnulag botnsins og vatnshæð
fljótsins er fengust í fyrra í byrjun brú-
arvinnunnar, og gera brúna bæði svo
háa og langa, að engin hætta geti
verið fyrir hana. Það virðist ekki minnsta
ástæða til þess að !áta ekki sama fé-
lagið hafa vinnuna á hendi og í fyrra,
enda er því eigi að neinu leyti um að
kenna hvernig fór, og mundi líka ept-
ir því sem komið er auðvitað vera bæði
mjög torvelt og kostnaðarsamt að fá
aðra til að gera það sem á vantar.
Forstjóri Windfeld-Hansen telur fram-
haldstilboð félagsins sanngjarnt, ogþar
sem stjórnarráðinu hefur þótt rétt að
fylgja tillögum hans að öllu leyti, er
hér farið fram á, að veittar séu þær
25,000 kr., sem hann ætlast á, að þurfa
muni í viðbót".
Mannflutningar.
Útflntningnr — innflutningnr.
Fyrir mörgum árum hef eg lagt það til,
að stofnað væri til innflutnings manna í
landið, til að vega móti utflutningi þeim
úr landinu til Vesturheims, er átt hefur
sér stað.
Engin ráð tel eg tiltækileg til að hepta
útflutninginn. Menn verða að fá að vera
sjálfráðir um gerðir sínar og ferðir, leita
sér atvinnu þar sem hver hyggur bezt.
En sjálfsagt er, að leiðbeina mönnum í
því sem öðru, og andæfa lygasögum og
tálsnörum, er lagðar eru fyrir fólkið.
Margt af því fólki, er flytur til Ameríku
héðan og annarstaðar frá, gæti vafalaust
átt betri framttð hér, en þar. Þetta þart
að gera kunnugt og skiljanlegt, og vinna
að því, að svo geti orðið.
Island má heita ónumið, óræktað land,
og hér er bæði til sjós og lands nóg verk-
efni, og Iífsskilyrði fyrir margfallt fleira
fólk, en til er í landinu. Vissi alþýða
Norðmanna, Svía og Finna um það eins
og það er, tel eg vafalaust, að menn frá
þessum löndum vildu eins vel flytjahing-
að eins og til Ameríku. Enda frá Amer-
íku sjálfri rnundi fólk nú vilja flytja hing-
að ef það gæti, en vegalengdin og kostn-
aðurinn við að komast það, er því til
fyrirstöðu.
En frá fyrnefndum Norðurlöndum ætti
flutningurinn hingað ekki að vera dýrari
en til Ameríku. Hér eru nú kaupkostir
fyrir verkamenn betri en almennt gerist
þar, og enda heimilisréttarlönd ætti að
mega veita innflytjendum hér ekki svo fá,
og með nýjum mönnum koma nýir lífs-
straumar, nýjar hugmyndir og vinnulag
inn í landið, sem gæti haft góð áhrif á
þjóðina.
Eina h r a,ð v i r k a ráðið til að hepta
útstreymi úr landinu og ráða bót á mann-
skortinum, álít eg að sé, að stofna til inn-
flutnings frá Norðurlöndum. Þangað verð-
ur að senda »agenta«, og komast í sam-
band við gufuskipafélög, til dæmis þau,
er stunda síldflutning frá Austfjörðum,
um að flytja fólkið.
Atvinnu má ætla því, t. d. á þilskipum,
við vegagerðir, vistir hjá bændum, og láta
því í té jarðir með góðum kjörum, þar
sem nú er lítið um ábúð vegna manna-
skorts, þó landkostir séu góðir, og enda
um heimilisréttarlönd, t. d. jarðir í Snæ-
fellsnessýslu, er landssjóður á, og nú eru
í eyði eða verra, þo landkostir séu þar
hinir beztu.
Auðvitað verður landssjóður að leggja
fram fé til »agitationarinnar« utanlands.
Það er þjóðarnauðsyn að fá mann-
fjölgun 1 landinu.
Vilja ekki fleiri láta til sln heyra um
þetta ?
B. B.
,Hægri menn* og ,vinstri menn‘.
í danska hægrimannablaðinu „Natio-
naltidende", er nú upp á síðkastið
hefur verið aðalmálgagn dr. Valtýs, er
25. og 27. júní birtskýrsla um kosn-
ingarnar hér á landi f hverju einstöku
kjördæmi. Er skýrsla þessi send blað-
inu sem hraðfrétt frá Ritzau fréttaskrif-
stofu. Eru þar allir flokksmenn Valtýs
kallaðir „hægri menn“, en heimastjórn-
armenn „vinstri menn", og er það
auðvitað alveg rétt flokkgreining, skipt-
ing, serrt Danir skilja vel. Blaðið ger-
ir heldur enga athugasemd við þetta.
Því — málgagni doktorsins — er auð-
vitað fullkunnugt um, að hann sjálfur,
flokksforinginn, er og hefur verið
„hægri maður" og flotið hingað til
á trjám hægrimannastjórnarinnar. Og
hvað er þá eðlilegra eptir allri fram-
komu flokks hans hingað til, en að
kalla hann því nafni, sem bezt táknar
afstöðu hans í ísl. stjórnmálum fyrog
síðar? Það getur því verið álitamál,
hvort ekki væri langréttast framvegis,
að taka upp nöfn þessi sem flokks-
nöfn hjá oss: hægri menn = Valtýing-
ar og vinstri menn = heimastjórnar-
menn, fyrst og fremst vegna þess, að
þá er heimastjórn að líkindum bráð-
lega er fengin, þótt ekki sé í fyllsta
mæli, verður síðarmeir t. d. eptir þing
1903 minni ástæða til að halda föstu
heimastjórnarflokksnafninu, og svo
vegna þess, að allur þorri embættis-
mannanna íslenzku tilheyrir hinum
flokknum, en allur þorri almennings,
eða hin svokallaða „ólærða" stétt
miklu fremur heimastjórnarflokknum.
Nú er hægri flokkurinn í minni hluta
hjá oss, en vinstri flokkurinn í meiri
hluta, alveg eins og í Danmörku, enda
er nú alger stjórnarfarsbreyting að
komast á hér, eins og ráðaneytisskipt-
in þar, þá er vinstri flokkurinn hafði
til fulls náð yfirhöndinni. Þessvegna
eiga þessi nýju nöfn mjög vel við, j
þá er ekki er framar um neina Hafn-
arstjórn að ræða, eða flokk, sem hér
eptir geti kennt sig við Valtý, því að
með dauðadómi Hafnarstjórnarinnar
hans, er hann sjálfur „örendur og olt-
inn á hnakkann", og flokksheiti bund-
ið við nafn hans þessvegna hégóminn
einber úr þessu. Mörgum hinna nú-
verandi Valtýinga mun einnig vera
kærast, að þeir séu ekki lengur bendl-
aðir við hann, heldur kallaðir því nafni,
sem bæði er handhægt og réttmætt:
„hægri menn".
í umræðum um stjórnarskrána í
neðri deild 28. f. m. vildu þeir held-
ur ekki láta uppi neitt ákveðið flokks-
heiti, en skoðuðu sig þó sem alger-
lega sérstakan flokk, andstæðan heima-
stjórnarflokknum með þvf að krefjast
hlutfallskosningar, eins og þeir hafa
síðan gert í öllum eða flestum málum
með hlutfallskosningakröfum sínum.
Hið nýja flokksheiti kemur því í góð-
ar þarfir fyrir þá, er þeir þykjast ekki
vita sjálfir, hvað þeir eiga að nefna
sig. Þótt heimastjórnarflokkurinn verði
ef til vill látinn halda hinu gamla nafni
stnu nú fyrst um sinn, verður að
líkindum minni ástæða til þess, þá er
hinn flokkurinn er orðinn sammála
heimastjórnarstefnunni, sem ekki verð-
ur til fulls séð fyr en að loknu næsta
aðalþingi. Hefði flokkurinn látið alla
flokkagreiningu niðurfalla nú þegar,
og gengið hiklaust inn í heimastjórn-
arflokkinn, svo að þingið nú hefði
myndað einn óskiptan flokk, þá var
allt öðru máli að gegna. En það hef-
ur hinn háttvirti minnihluti ekki get-
að fengið af sér, heldur viljað halda
flokkaskiptingunni uppi, þrátt fyrir
samkomulagið í aðalmálinu — stjórn-
arskrármálinu. Þessvegna er réttast
að nefna hann því nafni, er bezt á við,
og „Nationaltidende" Valtýs-málgagn
og hægrimanna í Danmörku hefur svo
réttilega gert.
Skemmtisamkoma Rangæinga,
Laugardaginn 19. júlí síðastl. héldu
Fljótshlfðingar, Landeyingar og Eyfelling-
ar skemmtisamkomu á Alabökkunum fyrir
ofan Dalsel (undir Eyjaföllum) og þar haldn-
ar tölur af þessum mönnum: Oddv. Ein
ar Arnason í Miðey setti samkomuna;
séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað mælti
fyrir minni Kristjáns konungs ÍX., hreppstj.
Vigfús Bergsteinsson fyrir minni íslands
og hreppstjóriTómas Sigurðssoná Barkar-
stöðum fyrir minni héraðsins, og mæltist
þeim öllum mjög vel og á milli var sung-
ið vel við eigandi kvæði, er var mjög vel
af hendi leyst; ennfremur orti Markús Sig-
urðsson frá Fagurhól mjög laglegt kvæði,
er var sungið á eptir.
Kappreiðar voru og svo reyndar og voru
fljótastir (á stökki) grár hestur frá Árgils-
stöðum og rauðskjóttur hestur frá Skála,
en af skeiðhestum var fljótastur bleikur
hestur frá Tómasi hreppstj. á Barkarstöð-
um. — Glímur voru einnig, og voru bezt-
ir glímumenn: Bjarni Benediktsson í Ár-
kvörn og Guðm. Erlendsson á Hlíðarenda,
en í kapphlaupi var fljótastur ísleifur Er-
lendsson á Hlíðarenda. Við söng og dans
skemmti fólkið sér til kl. n um kveldið.
Skemmtunin fór mjög siðprýðislega fram
og eiga förstöðumenn hennar þakkir skil-
ið fyrir þá framtakssemi, að láta ekki þann
neista deyja út, sem Ásahreppingar hafa
kveikt nú um tvö síðastliðin sumur, og
munu þeir hafa í hyggju, að halda sams-
konar skemmtun á næsta sumri, og er
vonandi, að fleiri málsmetandi menn sýsl-
unnar skerist í leik með þeim til að gera
það fullkomnara, sér og öðrum til gleði
og ánægju, heiðurs og heilla. fi. G.
Aðvörun.
Landlæknir dr. Jónassen hefur sent Þjóð-
ólfi tii birtingar eptirfarandi grein.
Eg hef nokkrum sinnum verið spurður
um, hvort eigi væri ráðlegt að fá sér
hlustarhimnur þær, sem auglýstar hafa ver-
ið við og við 1 blöðunum og kenndareru
við dr. Nicholson.
Efnuð frú er sagt, að hafi gefið 20,000
kr. til læknisstofnunar læknis að nafni
Nicholson, svo fátæklingar gætu útvegað
sér ókeypis fyrnefndar hlustarhimnur og
fengið með því móti bót á heyrnarleysi.--
Eins og búast mátti við, er auglýsing
þessi um tilbúnar hlustarhimnur frekasta
blekking. Þessu er þannig varið:
Maður nokkur ritaði nefndri læknisstofn-
un og bað hana að senda sér 2 af þess-
um ókeypis himnum. Stofnunin svaraði
um hæl og sendi manninum prentað eyðu-
blaðtil útfyllingar, þar sem spurt var um,
hvernig heyrnardeyfðinni og fl. væri varið.
Maðurinn fyllti út eyðublaðið og sendi
stofnuninni það. Sendi hún svo svohljóð-
andi svar: „Veiki yðar stafar af samvexti
heyrnartaugarinnar og stýflu í heyrnarpíp-
unni ásamt eyrnabólgu, af því að þvagsýra
er í blóði yðar, sem stýflar smáæðarnar í
eyranu. Vil eg ráða yður til að brúka
svo sem tvær hlustarhimnur, sem eg skal
senda yður ókeypis. En jafnframt verðið
þér að brúka dr. Simpsons meðal nr. 21
til þess að bera á himnurnar (meðalið
kostar 4 kr. 50 a.); meðalinu nr. 3 skal
hella inn um nasaholurnar tvisvar á dag
til þess að draga úr blóðfyllinni í æðum
barkakýlisins (meðalið kostar kr. 4.50.) Enn-
fremur skal taka inn 1 teskeið af meðal-
inu nr. 902 til að minnka blóðsóknina að
heilanum (meðalið kostar kr. 4.50) Eigi
skal brúka hinar tilbúnu himnur nema á
daginn; yður sé heitt á fótum, en kalt á
höfði. Læknirinn álftur, að yður geti batn-
að, ef nákvæml. er fylgt fyrgreindum ráð-
um. Leiðarvísir til notkunar hlustarhimn.
fylgir hér með, og öllum frekari fyrirspurn-
um yðar skal þegar svarað. Vérgeymum
yður tvær himnur, þar til vér fáum svar
yðar. Meðfylgjandi læknisávísun (resept)
skal senda læknisstofnuninni og eru þá
himnurnar látnar ókeypis af hendi, en
jafnframt eruð þérbeðinn að senda kr. 13.50.
fyrir hin nauðsynlegu meðul og 1 kr. 50
í burðargjald, samtals 15 kr., svo allt sé
sent yður í einu lagi. — Virðingarfyllst.
O. N. Nicholson.
Af Eyrarbakka er Þjóðólfi skritað
25. f. m.:
„Sérlega stöðugir þurkar, og grasvöxtur
sæmilegur allvíðast, bæði á túnum þar sem