Þjóðólfur - 15.08.1902, Síða 1

Þjóðólfur - 15.08.1902, Síða 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 15 ágúst 1902. JW 33. Einkennilegar aðferðir. Árangurslitill þytur. Einróma krafa þjóðarinnar. Það er óhætt að fullyrða, að rneiri hlutanum (heimastjórnarmönnum) í neðri deild, og sjálfsagt nokkrum hinna, var af- arilla við að samþykkja ákvæðið um ríkis- ráðssetuna og hefðu fegnir viljað fella það burtu, eý þeir hefðu haft einhverja von um, að það mundi ekki verða öllumálinu að falli hjá stjórninni. En nú er það 'óldungis áreiðanlegt, að hefði þetta ákvæði verið fellt burtu, þá var öll undanfarandi stjórnarbarátta vor, öll baráttan um færslu valdsins inn í land- ið og ráðherrabúsetu hér að engu orð- in. Þingmenn höfðu fengið skilyrðis- lausar áskoranir frá kjósendum sínum að samþykkja frumvarp stjórnarinnar, án tillits til þess, hvað ríkisráðssetunni liði. Þótt það væri ekki beint tekið fram í konungsboðskapnum 10 jan., að frumvarp stjórnarinnar yrði að þessu leyti eins orðað og það var, þá var það svo skýrt tekið fram í dönsku blöðunum, einkum í ráðherrablaðinu „Dannebrog", að ráðherrann íslenzki ætti að sitja í ríkisráðinu, að það gekk enginn gruflandi að þvi atriði, Og þessi „Dannebrogsgrein" var birt í ís- lenzkum blöðum, og mikið af henni látið í valtýsku málgögnunum í vetur, eins og menn muna. En þrátt fyrir það, þótt þjóðin vissi þá þegar, á hverju hún átti von 'að þessu leyti, þá kom henni ekki til hugar, að hafna fyrir þær sakir, umbótum þeim, er f boði voru, en krafðist þess einróma af full- trúum sínum, að þeir eyddu ekkimál- inu, jafnlangt sem það væri komið áleiðis, heldur samþykktu það. Það hefði því verið mikill ábyrgðarhluti fyrir hvern þann fulltrúa, er hefði stutt að því, að varpa þjóðinni inn í nýja vonleysisbaráttu, baráttu, sem fyrir- sjáanlegt var, að engan árangur hefði haft, því að það blandast víst engum hugur um, að skoðanir vinstri manna stjórnarinnar um þetta atriði, ríkisráðs- setuna, eru engu frjálslegri en skoð- anir hægrimanna-stjórnarinnar. Þar er allt sama tóbakið. Fyrir þá, sem halda því fram, að núverandi stjórnarástand hér á landi sé ágætt, eða að minnsta kosti miklu betra, en það sem stjórnin nú býður, fyrir þá var sjálfsagt að líta ekki við stjórnarfrumvarpinu, held- ur fella það strax, og láta sitja við það „gamla". Að vísu munu þeir ekki margir, er hafa jafn rangsnúinn skiln- ing á pólitík vorri, en til munu þeir þó vera, og það meðal þeirra, er frek- ast frjálsly.ndi þykjast bera utan á sér. Og svo eru enn aðrir, bæði af val- týska flokknum og utan hans, er telja valtýska frv. frá X901 þúsund sinnum betra, en frumvarp stjórnarinnar, og þeim mönnum hefði ekkert verið kær- ara, en að stjórnarfrumvarpið hefði verið fellt, en frv. síðasta þings sam- þykkt. En af því að menn þessir lentu nú í minni hluta á þingi, þá gat þessari hjartans ósk þeirra ekki orðið framgengt. En þá bar það svo ein- staklega vel í veiðar, að ráðherrann hafði verið svo- hugulsamur fyrir þeirra hönd, að fleyga inn í frumvarp sitt ákvæði, sem hann vissi, að hafði verið snarpasta deiluefni milli flokk- anna fyrrum, og meiri hluti heimastjórn- armanna var eindregið mótfallinn. Hvaðan aldan er runntn. I hverjum tilgangi ráðherrann hafi gert þetta, hvort hann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér eða ver- ið fenginn til þess af öðrum, er ekki gott að segja með vissu. En eptir því sem dr. Valtý fórust orð 1 Iðnaðarmannahúsinu 11. þ. m., virtist honum vera eitthvað kunnugt um þetta, því að hann fór að afsaka ráðgjafann mikillega, bera það af honum að hann hefði sýnt þinginu nokkra „ósvífni" með innskoti þessu o. s. frv. Það var al- veg eins og komið væri við hjartað í Valtý sjálfum, er ráðherrann var vítt- ur. Er því ekkert sennilegra, jafn- handgenginn sem Valtýr þykist vera ráðherranum, en að einmitt hann, dokt- orinn sjálfur, hafi fengið ráðherrann til að smella þessu ríkisráðsinnskoti inn í frumvarp stjórnarinnar til þess ein- mitt að greiða veg fyrir sínu frum- varpi, svo að þingið tæki það fremur en hitt. Það var hreint ekki svo vit- laus útreikningur, skoðaður frá ýmsum hliðum, því að þótt dr. V. gæti ekki verið öldungis viss um, að þetta yrði búsetufrumvarpinu að bana nú þegar, þá hefur hann gert sér vonir um, að hann gæti að minnsta kosti notað þetta vopn á hinn flokkinn til að gera hann tortryggilegan í augum þjóðarinnar og sundra öllu við kosningarnar 1903, svo að þjóðinni yrði að minnsta kosti ekki kápan úr því klæðinu, að fá ráðherra- búsetuna hér lögleidda, alveg eins og hann lofaði að koma í veg fyrir á stúdentafundinum fræga í Kaupm.höfn 30. nóv. f. á. En hér kemur dálítið meira til álita, er bendir eindregið í þessa sömu átt. HávarOur og Atli. Menn muna ef til vill eptir greinum tveimur, er birtust í valtýska málgagn- inu ísafold í þingbyrjun, með undir- skriptinni „Hávarður höggvandi" og „Atli hinn rammi". H'ófundur beggja þessara greina er dr. Valtýr Guð- mundsson. í fyrri greininni eru heima- stjórnarmenn sakaðir um, að þeir hafi gefið upp eina miljón króna, er ísland eigi heimtingu á úr ríkissjóði Dana(!) með því að íslendingar hafi boðizt til að launa ráðherranum úr landssjóði. Hér er verið að kitla eyru þeirra manna, er á ekkert annað líta en kostn- aðinn við þetta nýja stjórnarfyririr- komulag, eyru þeirra manna, sem heldur vilja, að íslenzka þjóðin sé talin ómagi Dana, ósjálfbjarga aumingi á þeirra náð, heldur en leggja nokkuð af mörk- um til að launa æzta valdsmanni inn- anlands. Hér er því verið að „spekú- lera" í hinumallra lægsta hugsunarhætti íslenzkrar alþýðu. En því fer nú bet- ur, að allur þorri manna hér á landi er orðinn svo þroskaður, að hann skil- ur, hvernig á því stendur, að óvinir heimastjórnarmanna, óvinir ráðherra- búsetunnar hér gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að æsa landslýðinn gegn þessari breytingu, svo að húti komist aldrei á, en ráðherrann megi sitja ómakslaus við kjötkatlana suður í Kaupmannahöfn, launaður af ríkis- sjóði. Og svo spilar Hávarður þessi út aðaltromfi sínu í þessari sömu grein: „innlimuníslandsí ríkiseiningunadönsku með lögfestingu ráðherrans í ríkisráð- inu". Og höf. kennir auðvitað heima- stjórnarflokknum(H) um þetta ríkisráðs- ákvæði í stjórnarfrumvarpinu, þótt höf. sé eflaust fullkunnugt um, hvaðan það sé runnið. En þessi sprengikúla, er varpað var inn í þingbyrjun, átti að hrífa til að sundra málinu á þingi. En af því, að höf. var ekki viss um, að þetta mundi hrífa, ef hann hnykkti ekki betur á því, þá ritar hann aðra grein með öðru merki (..Atli hinn rammi") til þess að láta líta svo út, eins og þetta sé annar maður, sem sé að svara Hávarði og skýra orð hans nánar(ll). Þessi Atli = Hávarður = Valtýr, dregur saman úr 5 ára göml- um blöðum, ýms ummæli um ríkisráðs- setu ráðgjafans, en ekki eptir aðra menn en þá, sem nú sitja á þingi, auð- vitað til þess að spana þá til að hafna stjórnarfrumvarpinu vegna ákvæðisins um ríkisráðið, því að tækist það, sá höf. að annaðhvort hlaut frumvarp hans þá að verða tekið, eða unnt var að kenna heimastjórnarflokknum um, að hann hefði eytt málinu, drepið það, og þá var hægurinn hjá, að gera þann flokk óalandi og óferjandi í augum þjóðarinnar, er einróma hafði krafizt, að fulltrúar hennar gengju að búsetu- frumvarpinu. En þetta banatilræði við málið mis- tókst gagnvart meiri hlutanum (heima- stjórnarmönnum) í neðri deild. Þeir sáu til hvers refirnir voru skornir hjá þessurn þrefalda Skugga-Sveini (Valtý, Hávarði, Atla) og samþykktu því frv. ráðherrans, af því að þeir sáu það fyrir, að loku var skotið fyrir alla stjórnarumbót, alla breytingu á núver- andi ástandi, ef því atriði væri kippt burtu úr frumvarpinu, sem ráðherrann hafði hleypt inn (ríkisráðssetunni) sáu það fyrir, að aldrei fengist frá stjórn- arinnar hálfu nein tilslökun í þessu, fyr en landið væri viðurkennt algerlega óháð Danmörku, sem enginn mun ímynda sér að verði, á dögum þeirra manna, er nú eru uppi, enda verður það ekki úr skafið, að í gildandi stjórn- arskrá stendur, að ísland sé „óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis" og við það verðum við að sætta oss, sem gild- andi stjórnarlög. Áhlaupið. En nú voru góð ráð dýr fyrir Val- tý og ráðunauta hans. Fyrsta atrennan hafði misheppnazt gersamlega. Neðri deild lét geip Hávarðar og Atla eins og vind um eyrun þjóta. Þá var það svar- dögum bundið í valtýska liðinu, að nú skyldi milli bols og höfuðs gengið á þessum fulltrúum, er væru að svíkja landið í Dana hendur, og gera Islend- inga að „undirlægjum" Dana, er þeir hefðu hvorki nokkru sinni verið, og því síður viðurkennt. Nú skyldi dug- Iega í lúðurinn blásið. Öll regin Val- týinga settust á rökstóla, og var það þjóðráð talið, að fá einhvern fram- gjarnan og ötulan „milliflokkamann", er báðum væri talinn andvígur, til að lypta upp fánanum, og ganga þvert i gegnum fylkingar heimastjórnarmanna, og kljúfa þá sundur, svo að þeir gætu aldrei runnið saman aptur í jafnöfluga heild sem fyr. En Valtýingar skyldu sitja hjá og horfa á, meðan fleygurinn væri að kljúfa hina í tvennt, hafast lítt að opinberlega, og láta sér fátt um finnast, eins og allur sá gauragangur kæmi þeim hreint ekkert við, sízt sem þingflokki. En ekki var talið að því, þótt utanþingshöfðingjar þeirra styddu merkisberann. Og þetta gekk allt svo liðugt, eins og það hefði verið undirbúið fyrir mörgum mánuðum. Allt tundurefnið var við hendina og maður auðfenginn til að varpa sprengi- kúlunni. Þetta var gert á almennum borgarafundi hér í bænum 11. þ. m., er „nokkrir kjósendur" boðuðu til, en Einar Benediktsson málafærslumaður stóð fyrir fundarhaldinu. Og var það gefið í skyn, að fundur þessi mundi engu ómerkari verða í sögunni en þjóð- fundurinn 1851. Fyrstur á skanzinn af valtýsku görpunum varð Jón Jens- son yfirdómari, sem nú virðist aptur risinn frá dauðum, þótt útför hans sem stjórnmálamanns væri haldin fyrir rúm- um mánuði. Mæltist honum þarjafn- liðlega og snyrtimannlega, eins og ávallt á fundum hér. Hann er með þeim ósköpum fæddur, að hann getur alls ekki hegðað sér á fundum, eins og aðrir menn; það „slær ávallt út í“ fyrir honum, og getur maðurinn ekki að því gert. . Nú vitnaði hann hvað eptir annað í Jón Sigurðsson, sem menn segja, að hann sé skyldur, þótt fáir myndu trúa því, er heyrðu og sæju yfirdómarann á mannfundum, og vissu hvílíkur maður Jón Sigurðsson var. En margur er ólíkur sínum. Nú gerði yfir- dómarinn afarmikið veður úr því, að neðri deild hefði samþykkt stjórnar- skrárfrumvarpið með þessu ákvæði um ríkisráðssetu ráðherrans, atriði, sem hann sjálfur taldi einskisvert 1897, þá er fylgismenn endurskoðunarinnar beittu því til að hnekkja valtýskunni þá í bili, atriði, sem út af fyrir sig gat ekki orðið „prógram" endurskoðunarmanna, af því að vonlaust var um að safna þjóðinni saman um það, enda þótt annars vegar væri jafn óhæfiieg stjórn- arbót í boði, eins og valtýskan var þá og 1899. En það var eins og yfir- dómarinn þættist hafa allt Reykjavík- urkjördæmi í hendi sér, þarna á fund-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.