Þjóðólfur - 26.09.1902, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR.
54. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26, september 19 02.
M 39.
Biðjið ætíð u m
OTTO M0NSTED S
DANSKA SMJÖRLÍKl,
sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör.
Verksmiðjan er ln'n elzta og stærsta i Daiimiirkn, og býr til óefað liina beztn
röru og ódýrustu í samanburði við g-æðin.
Fæst hjá kaupmönnum. ^
Takið eptir!
----——oiiBiinnnfnnnn'innnnío———;-
ÞJÓÐÓLFUR
1903.
Við næsta nýár (1903) hefst 55. árgang-
ur Þjóðólfs. Þeir, sem gerast nýir kaup-
endur að þeim árgangi fá
ókeypis
það sem eptir er af þessum yfir-
standandi árgangi til ársloka
1902 (13 tölublöð) og
þar að auki
um leið og þeir borga 55. árgang
tvenn sögusöfn blaðsins
sérprentuð (11. og 12. hepíi),
rúmar 20 0 bls.
með ágætum skemmtisögum.
Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaup-
endur og standa skil á andvirðinu, fá enn-
fremur auk venjulegra sölulauna i þokkabót:
eitt eintak af íslenzkum sagnaþáttum,
er annars kosta x kr. 50 a. fyrir kaup-
endur Þjóðólfs, ,en 2 kr. fyrir aðra. Sögu-
rit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt,
mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveld-
um í sveit.
Auk annars islenzks sagnafróðleiks, er
margir hafa með réttu svo miklar mætur á,
kemur innan skamms i blaðinu ný ogítarleg
frásögn um hinn nafnkunna xHjaltastaða-
fjanda« á 18. öld, miklu réttari og ítar-
legri en í Þjóðsögunum.
Allir þeir, sem íslenzkum fróðleik unna,
eru beðnir að senda blaðinu smásögur eða
þætti, helzt um einstaka menn, er að ein-
hverju leyti hafa verið einkennilegir (afl-
raunasögur og harðfengis, galdrasögur,
kýmnissögur, fyrirburði, fjarskyggnisgáfur
o. s. frv.) eða þá um einstaka atburði, er
gerzt hafa og lifa í munnmælum. Eink-
um væri mjög mikilsvert að heyra gamla
menn og fróða skýra frá hinu og þessu,
er þeir hafa séð eða haft sagnir af, lýsa
mönnum, er að einhverju leyti hafa skar-
að fram úr o. s. frv. Slíkar mannlýsing-
ar geta verið mikilsvirði, og mjög fróð-
legar.
Nú þegar hafrótið fer að lægja í póli-
tlkinni mun Þjóðólfur geta flutt meira af
útlendum neðanmálssögum en hingað til.
Þótt margir lesendur hirði lítt um þess-
konar skemmtun, þykir öðrum hún ómiss-
andi, og er rétt að takadálítið tillit til þess.
Hroðalegar morðsögur eða heimskulegar
kynjasögur, er sum blöð eru ávallt að bera
á borð fyrir lesendur sína, mun Þjóðólf-
ur þó ekki flytja, þvl að slfkarsögurspilla og
umhverfa smekk manna og fegurðartilfinn-
ingu, svo að menn hætta að geta greintgull-
ið frá soranum: góðar og vel ritaðar sög-
ur frá illu og skaðlegu rugli. En þá er
illa farið.
Þess skal ennfremur getið, að sérstak-
lega tekur Þjóðólfur feginshendi við vel-
sömdum ritgerðum um allskonar a t -
v i n n u m á 1 vor og önnur framfaramál,
Það eru einkum mörg atriði í landbúnað-
inum, sem takast þurfa til rækilegrar at-
hugunar. Og skýrir og greindir bændur
ættu ekki að liggja á liði sínu með
tillögur í þá átt, heldur láta hispurs-
laust álit sitt í ljósi, helzt með nafni. En
betra nafnlaust en ekki, enda verða veru-
leg smíðalýti löguð, áður en prentað er.
Alþýðustétt vor, sem á svo marga ritfæra
menn sín á meðal, þarf miklu optar að
láta til sín heyra í blöðunum en hún ger-
ir. Jsfnframt óskar Þjóðólfur eptir stutt-
um og fróðlegum fréttabréfum úr héruðun-
um. Það er mjög áríðandi, að blöðin
fái sem allrafyrst ljósar og greinilegar
fréttir um það sem við ber, og þess er
vert, að gert sé að blaðamáli. Fjölbreytt
og áreiðanleg geta fréttablöð því að eins
verið, að lesendurnir sjái um, að þau geti
sem fyrst flutt vissar og greinilegar fréttir
víðsvegar af landinu. En því miður eru
menn svo tómlátir í því, að skýra blöð-
unum skjótt frá því, sem við ber. Og
svo neyðast þau til að henda fréttirnar á
skotspónum.
Þetta, sem hér hefur sagt verið, eru
menn beðnir að athuga rækilega.
Nýir kaupendur Þjóð-
ólfs eru beðnir að gefa sig
fram sem fyrst.
Að byggja landið.
ísland er að kalla má óbyggt enn, þótt
full þúsund ár seu liðin frá þvt landnám
hófst af Norðmönnum. Landið er að miklu
leyti ónumið enn. Vér tölum ekki um ör-
æfin og jöklana, þá hluta landsins, sem
óbyggilegir eru, heldur um þann hlutann,
sem , á að heita byggður og byggilegur er.
Sá hluti landsins er að mestu leyti enn
óræktaður. Fáum löndum íheiminummun
hafa verið minni sómi sýndur en Islandi
hefur verið þessar 10 aldir. Ogþegarþess
er gætt, hve vanhirt það hefur verið af íbúanna
hálfu gegnir mestu furðu, að þjóð vor hef-
ur getað bjargazt á þessum óræktaða hólma
hér norður í höfum alla þessa stund, og
ekki orðið að andlegum og líkamlegum
apturkreystingum og vesalingum. Það sýn-
ir, að 1 a n d i ð er gott, já meira að segja
mjög gott. Allar bölbænir, sem þttldar
hafa verið yfir því frá landnámstíð, mann
fram af manni, ættlið eptir ættlið, hafa
átt rót sína að rekja til þess, að íbúarnir
hafa ekki kunnað hagnýta sér gæði þess,
svo að segja ekkert gert til að framleiða
brauð af jörðunni. Og afleiðingin af þess-
um þúsund ára barlóm, þúsund ára mögli
gegn landinu, guði og náttúrunni, hefur
loks orðið sá, að 10—20,000 menn afþess-
ari fámennu þjóð hafa á síðustu 30 árum
snúið bakinu við ættjörð sinni og leitað
sér bústaðar í annari heimsálfu.
Og það er hætt við, að þetta útsog,
þessi blóðtaka haldist áfram, ef ekki er
undinn bráður bugur að því, að sannfæra
þjóðina um það í verkinu, að það eru
að minnsta kosti eins góð lífsskilyrði. fyr-
ir menn hér á landi, eins og víðasthvar
annarstaðar í heiminum, og jafnvel betri,
svo framarlega, sem landinu væri sómi
sýndur, eitthvað í líkingu við það, sem
annarstaðar tíðkast í síðuðum löndum.
Það þarf að rækta landið í stór-
u m s t í 1, og byrja á þeim blettum, sem bezt
eru til þess fallnir. Og það er enginn efi á, að
það er Suðurlandsundirlendið, einkum mill-
um Þjórsár og Reykjanessfjallgarðs til fjalls
upp, eða mestur hluti Arnessýslu. Það
er enginn efi á, að það er hjartað úr skák-
inni, að því er ræktunarmöguleika snertir.
A því svæði gætu ekki að eins lifað all-
ir landsbúar, sem nú eru dreifðir út um
1900 ferhyrningsmílur, heldur margfallt
fleiri menn. Hve feikimiklanautgriparækt
mætti t. d. ekki hafa á öllu því svæði, ef
það væri vel ræktað. Og það eru annar-
staðar á landinu mjög stórar, samanhang-
andi spildur, er gera mætti sömu skil.
Menn kunna að segja, að þetta sé hug-
sjón ein, en það er hugsjón, sem gæti
orðið að virkileika, að minnsta kosti í all-
stórum mæli, og ekki á afarlöngum tíma.
Það er hugsjón, sem þó ofurlítið er að
þoka í áttina til verklegra framkvæmda,
þótt það sjáist naumast nema í smásjá,
þegar litið er á, hvað ógert er. Vér eig-
um hér við jarðabætur þær og búnaðar-
framfarir, sem orðið hafa á síðustu árum.
Þær eru að vísu ekki umfangsmiklar, en
svo litlar sem þær eru, munu þær þó drjúg-
um hafa stuðlað að því að efla trú manna
á því, að það borgi sig að leggja rækt við
jörðina.
Það er t. d. lofsverð nýung, er sumir
bændur 1 Arnessýslu hafa nú tekið upp,
en það er að plægja óræktarmóa i túnunum
eða utan við túnin. Þá er vér vorum á
ferð þar eystra um daginn var þar búfræð-
ingur frá Ólafsdal, Dagur Brynjólfsson (son
Brynjólfs dbrm. frá Minna-Núpi), ungur
maður og ötull, að plægja þar hjá bænd-
um við annan mann, með 2 hesta, er hann
átti sjálfur. Hafði hann 1 sumar verið þar
í sýslunni við plægingar hjá ýmsum bænd-
um og tók mjög væga borgun, ákveðið
gjald fyrir hvern ferhyrningsfaðm, til fulls
undirbúinn undir sáningu. Var hann um
það skeið hjá Eggert alþm. Benediktssyni
í Laugardælum og plægði þar dagsláttu,
en fór þaðan til nágranna hans, Símonar
oddvita Jónssonar á Selfossi, og var byrj-
aður að plægja þar upp nokkuð af mjög
stórum túnauka, er Símon hefur afgirt, og
ætlar að rækta. Verður það mikill við-
auki við tún hans, er sú spitda öll er í
rækt komin. En af því að menn eru svo
óvanir plægingum hér á landi, þurfa fram-
takssömustu og efnilegustu bændurnir að
ganga á undan, byrja á verkinu. Þá
koma hinir á eptir. Nú þegar er t. d.
byrjaður allmikill áhugi á jarðabótum með-
al bænda í Arnessýslu og traustið á fram-
tíð landbúnaðarins í sambandi við jarð-
ræktina öruggara en áður hefur verið. Og
er það meðal annars að þakka hinu ágæta
sumri, er allir lofa, og fágætt er hér á
Suðurlandi. Hinir sífelldu óþurkar á sumr-
um drepa svo furðanleganiðurkjarkmanna,
en sólin og þurkurinn gera lundina létt-
ari, lífið glaðara og bjartara. En menn
verða að gæta þess, að ræktun landsins
hefur mikil áhrif á loptslagið. Að þurka
landið við ræktun, rýmir sagganum úr jörð-
inni, og við það minnkar einnig sagginn
í loptinu, veðuráttan verður betri, þurrari
þá er útguíunin úr jörðinni minnkar. Það
er lögmál, sem full reynsla er fengin fyrir.
I sambandi við aukinn áhuga á jarðabót-
um, stendur og stofnun mjólkurbúanna þar
eystra, sem er gleðilegur framfaravísir, er
væntanlega verður að miklu gagni, Þessi
mjólkursamlagsbú eru einhverjir allra skýr-
ustu ljósdeplarnir á vonarhimni landbún-
aðarins hér á landi, og vísa veginn til enn
meiri framfara í þeirri grein.
En samhliða þessu, er nú hefur verið
talið, má ekki gleyma nýju mikilsháttar
fyrirtæki, er stofnsett hefur verið í Arnes-
sýslu á þessu ári, fyrirtæki, sem ber ekki
að eins vott um dugnað og framtakssemi
stofnendanna, heldur um glögga sjón á
því, að slíkt fyrirtæki hlyti að geta borið
sig, ekki sfður f því héraði en annarstað-
ar. Og það eru
tóvinnuvélarnar við Reykjafoss.
Það eru engir auðvalds-burgeisar, sem
ráðizt hafa í þetta þarflega, en kostnaðar-
sama fyrirtæki. Það voru 3 ungir, búlaus-
ir menn í Ölfusi, sem bundu félag með
sér í janúarmánuði síðastl. að koma þessu
til framkvæmda. Fyrsti hvatamaður og
forgöngumaður þessa félagsskapar mun
hafa verið Erlendur Þórðarson í Þorláks-
höfn, mjög ötull maður, einbeittur og fram-
gjan. En félagar hans voru : Guðni Jóns-
son vinnumaður á Hlíðarenda og Guð-
mundur Jónsson á Hrauni (sonur Jóns
bónda Halldórssonar, er drukknaði með
séra Guðmundi Johnsen í Arnarbæli vet-
urinn 1873), báðir dugnaðarmenn og kjark-
menn, enda ber það vott um óvenjumik-
inn áhuga og lofsvert þor hjá þesstim þre-
menningum, fremur umkomulitlum ogefna-
litlum að vonum að ráðast í jafnkostnað-
arsamt og stórfellt fyrirtæki. En þar sem
einbeittur áhugi er samfara dugnaði, þreki
og hagsýni, þar vinnst mikið, enda sést
ljósast, að þeir félagar hafa ekki setið auð-
um höndum, þar sem allt efnið er keypt
í húsið, flutt frá Eyrarbakka upp að foss-
inum, húsið reist, vélarnar pantaðar frá
útlöndum, fluttar úr Reykjavík austuryfir
Hellisheiði, settar niður og teknar til starfa
nú í þ. m., allt á næstl. 8 mánuðum. Það
er furðu fljót framkvæmd hér á landi og
spáir góðu um framtíð stofnunarinnar.
Þeir félagar byrjuðu á því í vetur að
leigja Reykjafoss í Varmá, andspænis