Þjóðólfur - 31.10.1902, Side 1

Þjóðólfur - 31.10.1902, Side 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn Sl.október 19 02. M 44. Bið j ið ætíð um OTTO MONSTED’S DANSKA SMJÖRLÍKI,_________~ sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Verksmiðjan er liín elzta og stærsta í Danmörku, og býr til öefað hina beztn vörn og ódýrnstu í samanbnrði við gæðin. i*: Fæst hjá kaupmönnum. Ritd óm u r. Gtidmundur Fridjómson : ,Úr heimahögum‘. II. (Síðari kafli). Þá kemur þriðji kaflinn »l)ánardægur«. Að svo stöddu skal eg láta hjá líða að tala um þau og líta heldur á síðasta kaflann »Uti og inni«. Þar er allskonar samtín- ingur, hestavísur og annað rusl, ljóðabréf, brúðkaupsvístir og ástakvæði. Einkennin eru hin sömu, sem áður er getið, og má benda á það með nokkrum dæmum. »1 skammdegi« er fyrsta kvæðið. Þar er G. að lýsa skammdeginu. Þ. E. hafði ort tvö kvæði »Lágnætti« og »Ljóðabréf«, um sumarið og virðist Guðm. hafa ætlað að sýna hið gagnstæða í slnu kvæði og hefur sarna bragarhátt og er í »Ljóða- bréfinu«. Kvæðið er að nokkru leyti stæl- ing, en sá er munurinn, að þar sem Þ. E. sér hið fagra og yrkir um það, þá kveð- ur G. um það ljóta, og gerir allt yrkis- efni kaldara, myrkara og ömurlegra, en það er í raun og veru. Orðavalið og frá- sögnin leiðinleg að vanda og næsta ófög- ur. — Þar eru margar vísur um »gamla Gráná« og lýsingin ekki ósnotur, eða hitt þó heldur: Rifin eru eins og þau væru svafin þunnu eltiskinni« og »hrygglengjan er setin hörðum hnútabrigslum«, »mön og stertur rúð og rotin« og »stykki« brotin úr »rifnum hófunum*, »siggí lend« og stunga marin«. Svona eru flestar lýs- ingar G., hvort sem hann talar um menn eða málleysingja. Gamlar konur eru eins og rykugt vefstólsskrifli út í horni, »með fingurna knýtta á kraptvana hönd og kjúkurnar undnar úr liði «(!!)•, himin- inn er með »hrákagulan góminn«. Sól- skríkjan »höktir« á fönninni og »sjónin er karlæg« o. s. frv. — Það er skáldleg íþrótt og fegurðartilfinning, sem lýsir sér I þessu og öðru eins. Þetta er í skammdeginu: „Loks er hríðin létti för og linnti hrinum, út að sjáfar úrnum hleinum. ota ndði eg gönguteinum". Það sannast hér, sem Jónas sagði, að ekki er mikill vandi að koma saman er- indi, svo að hendingar og hljóðstafir stand- ist á, þegar allt er l'átið fjúka, sem heimsk- um manni dettur í hug, hortittir, allskon- ar skrípi og ófreskjur, sem eiga að heita kenningar. »Urnum« er málleysa, á llk- lega að vera »úrgum«, nema það sé ný- yrði höfundarins; fæturnir kallaðir »göngu- teinar« (skáldlegtl) og að ganga er »að ná ota gönguteinum. — I öðrum stað segir: „Kenni eg lopþu kjúkum í og krumlum dofa. Allar raddir í mér drafa“ o. s. frv. Það hefir hlotið að vera hálf-óviðkunnan- legt, að heyra til skáldsins þegar »drafið« í honum var svona »margraddað«. Því- lfk »músík«! Það er reyndar ekki furða, þó að kveð- skapurinn gangi hálfstirt hjá honum; hann segir sjálfur að »mergurinn« sé »frosinn úr mærðarleggjum« sínum og »gásin flogin«. — Það er eins og höf. sé að reyna að stæla það sem lakast finnst í leirburði verstu rímnabullara. í »Brúðkaupskvæðum« óskar hann, að hjónin lifi eins og »í síldum már« ogtal- ar um »gyðju« sem »hruflist á höfðinu*. Golan þýtur« þar »himinheið í heilags anda líki«(!l) o. s. frv. »Harpa« á að vera vorkvæði. En höf- undinum lætur ekki að yrkja um það, sém fallegt er, og verða því sffelldar endurtekningar í öllu kvæðinu, það sama kveðið upp aptur og aptur, og þessar gömlu samlíkingar við ýmsan fatnað, t. d. »skarlats klæddur serki«, sauma »Sttðra- fald«, »Motur bláan rekur Rán«, »feldur grár« og hekla blá«, »belti himinbláins«. »pélls í feldi* »sumargöngu kjóll«, sgyltir prjónar, »ársalur nætur«, »rauð húfa« — »gyrð í guðvefskjól« o. s. frv. Sumþessi orð eru reyndar falleg f sjálfu sér og fara vel hjá ýmsum skáldum, en hér er þeim svo margvelt í leirnum, að þau verða ó- hafandi. Þessi klæðasamlíking, sem skáldi tekur þó eptir öðrum, kemur fyrir eitt hundrað til tvö hundruð sinnum í bók hans. Það er hægt að gefa út dávænt ljóðasafn, þegar svona drjúglega er farið með lítil, aðfengin efni. Páll Ólafsson orti einu sinni vísu sextán- mælta, mjög vel kveðna, sem byrjar svo: „Land kólnar. Lind fölnar. Lund viknar. Grund bliknar o. s. frv. G. F. kveður í svipuðum stíl um »Veðra- brigði« á þessa leið: „Lundin hryllist. Loftið grdnar. Ljósið villist. Sjónin trylist. Jörðin spillist. Himinn hldnar. Hjarnið gyllist. Tunglið fyllist"’ Vilja menn nú bera þetta saman við vísu Páls? Hér er málvilla undir eins í fyrsta orði (»Lundin hryllist«). Allt versið aum- asta hnoð, og orðin tekin sitt úr hverri átt og hvert á móti öðru, t. d.: sLoptið gránar« um leið og »himinn hlánar«. — Það er ekki mikið gefandi fyrir svona »sam- setning«. Ekki bæta heldur hinar þrjár vfsurnar upp, sem kveðnar eru um sama efni undir venjulegum bragarhætti. »Mansöngur (úr óprentaðri sögu)« hefði betur verið óprentaður ásamt sögunni, því að sannarlega hafa rnenn fengið nægilegt sýnishorn af »munablómum« höf. Þetta bætir heldur ekki um. Það er »alveg sama tóbakið* og hin ástarkvæðin.—Sumstað- ar bregður fyrir svipuðum stíl og í Bósa- sögu, sem ekki er vert að fara út í. Ein- kennileg er þessi vísa: Æðra lífs að lindum kraup laukur trúar minnar, þegar mér f munninn draup munngát sálar þinnar". Það er ekki gott að vita, hver þessi dularfulli »trúar-laukur« er, eða »sálarmunngátið«, sem lekur upp 1 munn skáldsins. » Veikindastunur« eru kvæðabrot í fernu lagi, sem bera það með sér, að höf. hef- úr ekki verið heilbrigður þegar hann setti þau saman. Hann llkir líkama sínum við bæjarskrifli, sem hann kallar »hreysi and- ar« sinnar og kveður þar um 5 vísur. Er tilgerðin fram úr hófi í þessum vfsum eins og víðar, t. d.: „Það hefur hrikt í hurðarlokum, hjarta míns um langan tíma“. Svo kvartar hann um »marr« og »þrot- lausan súg«, slönutð hjör« og »lokur veikar«. „Sé þeim fjöndum leyft að leika lausum hala á nefndu(H) pingi" o. s. frv. Þetta »nefnda þing« er hjartað í Guð- mundi. Loksins biður hann guð að »laga þennan »dyragalla«—og »láta ítaksrétt- inn falla«. Þessi skáldlega samlíking hefur átt að verða þyngri á metunum hjá skaparanum, en venjulegarlátlausar bænir. — í öðru versi kallar hann dauðann »karl- ugluna«. Síðasta stunan er bezt, ogvirð- ist höfundurinn hafa verið búinn að fá rænuna aptur, þegar hann orti hana; ekki var það þó drottinn, sem líknaði honum, heldur annar: „Taurn minn einhver djöfull dregur, drottni eru nú fáir kærir. Mér eru vegir flestir færir, flestir — nema lífsins vegur". Að draga taum er sama og að liðsinna. Vísan skýrir þá frá því, að eínhver djöf- ull veitir höfundinum lið, enda kemur það sér vel, því að nú eru fáir orðnir guði kærir; hann er hættur að skipta sér af mönnunum. Vegna þessarar handleiðslu djöfsa gengur skáldinu vel, og eru flestir vegir færir, nema »lífsins vegur«, því að þangað — inn í hitnnaríki — fer skoll- inn ekki með hann. Við þessa liðsemd hættir skáldið að stynja. I »Samkomuvísum« er höf. að dást að því, hve náttúran sé ljúf og laðandi, og veiti öllum skepnum hlutdeild í unaði sínum: „Þvf hverju sínu barni ból hún býr f sömu kör". Það á heldur illa við að hafa orðið »kör« í þessu sambandi. Kör er sæng Heljar og ból örvasa gamalmenna, sem ekki geta haft fótavist. Mildi og gæzka nátt- úrunnar er svo táknað með svona orði, hún er látin gera öll börnin karlæg! »Ljóðabréf« til Jóns í Múla er mjög langdregið og »beitarhúsalegt« í meira lagi. Stíllinn þreytandi, eins og í sumum gömlum tíðavísum. Ymislegt er þar þó nýstárlegt, t. d. að sumartíðin er látin »gala«, »ljóðadís hans leikur sér á lipr- um kattarfótum«(!!) og höf. líkir sál- inni sinni við ffkinn sælkera eða mathák: „Meðan hrím og hríðarél húss við gluggann loddi, sdlin gleypti, og saddist vel, scelgœtið frá Oddi“. Einna skringilegast er þó, þegar hann er að kvarta um, hve erfitt sé að fást við þetta »langa hróðrarhjal* sitt. Hann hefur heldur engan frið, þvf að: „Barna minna gems og hjal glepur mig og tefur“. Þetta væri ekki kynlegt — en svo kemur það upp úr kafinu, að þessi börn eru ennþá ófædd, eins og skáldi segir í næstu vísu: • „Enginn má þau enn þá sjá inn i húsum vörmum [hortittur], glókoll þeirra glansar á guðs í náðar örmum". Svo er ekki þar með búið, heldur segir skáldi frá því, að á ókomnum tíma »bir t- ist« heilags anda þytur«(l!) í bað- stofunni og hann flytur krakkana í bæ- inn.—Þaðáaðvera eitthvað hátignarlegt, skáldlegt og tilkomumikið í þessari frá- sögn! í »aldamótakvæði« kemur einna ber- legast fram, hversu höf. hefur það til að þynna út og stæla kvæði Bólu-Hjálmars. — Hjálmar kveður: Sjáið hvað eg er beinaber, brjóstin visin og fölvar kinnar. Eldsteyptu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum æfi minnar. Kóróna mín er kaldur snjár, klömbrur hafísa mitt aðsetur. Þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur". En Guðmundur hefur það svona: „Ströndin nakin beinaber, byggðin öll í sárum. Blóðlaus fleiðrin, bris og kaun blöskra vitund þinni. Þúsund ára þrek og raun þjaka fóstru minni. Reyndar verður ekki annað sagt, en G. hafi opt ver tekizt að »bræða, steypa og móta hið dýra feðragull«, heldur en í þetta skipti, þótt versnað hafi það í með- förunum. í síðasta kvæðinu, sem heitir »Þorra- þula«, er himtiinum lýst svo, að hann er í fyrsta lagi »allur heilahvítur«(!!),íöðru lagi: »hörkugulur« og í þriðja lagi »1 aus vi ð ro ða«(!!): „himininn allur heilahvítur, hörkugulur og laus við roða". Það er ekki lítil list í þessu. Guðm. virð- ist einkarlagið að fara með liti, nóttin er græn, tunglsgeislarnir »látúnslitir«, him- ininn »brákagulur«, »hörkugulur« eða »heilahvítur« o. s. frv. Mest nýjung eru þó »x-geisl a-undr al i tirnir«(!!) sem hann yrkir um, og þyrfti hann að fræða mannkynið betur um þá, en hann hefur gert, því að litarskraut þessara geisla, sem hann þekkir svo vel, er öðrum ó- þekkt með öllu. Vér höfum gengið fram hjá erfiljóðum höfundarins. I heild sinni er þó sá kafli kvæðanna skárstur, þótt langt sé frá að nokkurt kvæði taki þar fram öðrum slík- um kvæðuAi, sem ort eru daglega að kalla má. Fest eru þau mjög einhliða og og tilbreytingalaus, eins og annar kveð- skapur höf., en vér teljum óþarft og óvið- eigandi, að sýna fram á slíkt með dæm- um. Ein tvö eða þrjú kvæði höfum vér fundið í flokknum »Uti og inni«, sem mega teljast heldur lagleg, einkum »Til vinar míns«, sem líklega er bezta kvæðið, sem Guðmundur hefur ort. M á 1 v i 11 u r finnast nokkrar 1 bókinni, en þó vonum minna í samanburði vi^ aðra ókosti. Höf. talar um teina og tinda, »sem bera við himinn«, en á að vera: ber við himinn. Tindana ber við him- ininn — er rétt, en rangt: Tindarnir bera við himininn. »Lundin hryllist«, er rangt; »mig hryllir« (við e-u) er sagt, en ekki »eg hryllist«. »Urinn« fyrir úrugur«, »drepa höfði« fyrir drúpa af höfði.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.