Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. nóvember 1902. Jfo 45. B i ð j i 3 æ t í ð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLlKI, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er hin elzta ogr stærsta í Danmörkn, og býr til óefað liina beztn rörn og ódýrustu í samanbnrði við græðin. Fæst hjá kaupmönnum. Takið eptir! ÞJÓÐÓLFUR * 1903. Við næsta nýár (1903) hefst 55. árgang- ur Þjóðólfs. Þeir, sem gerast nýir kaup- endur að þeim árgangi fá ókeypis þennan síðasta fjórðung árgangs- ins til ársloka 1902 (13 tölu- blöð) og þar að auki um leið og þeir borga 55. árgang tvenn sögusöfn blaðsins sérprentuð (11. og 12. hepti), rúmar 200 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaup- endur og standa skil á andvirðinu, fá enn- fremur auk venjulegra sölulauna í þokkabót: eitt emtak af íslenzkum sagnaþáttum, er annars kosta 1 kr. 50 a. fyrir kaup- endur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögu- rit þetta er nijög skemmtilegt, og fróðlegt, mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveld- um 1 sveit. Nýir kaupendur t>jóð- ólfs eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Botnvörpubannsundanþága Guðlaugs sýslumanns og leiga á landhelginni. I. Botnvörpumálin eru þau mál, sem um mörg ár hafa vakið mikla eptirtekt, bæði utan þings og innan, enda hefur það sýnt sig, að þingið hefur árs árlega gert það, sem það hefur frekast átt hægt með, til að gera botnvörptmgum torveldara nteð, að reka hér ólöglegar fiskiveiðar og óeðli- leg viðskipti við landsmenn, sem meðfram hafa verið til þess, að draga þá sem næst landinu og auka ásælni þeirra. En þegar tekið er tillit til þess, að land- helgisvörnin hefur virzt ónóg, sem er eðli- leg afleiðing af oflítilli löggæztu og stærð landhelginnar, — þá hafa botnvörpung- arnir, þrátt fyrir hörku laganna, gerst harla nærgöngulir, og margopt fiskað í landhelgi, án þess hægt væri að láta þá sæta ábyrgð samkvæmt lögum. Þetta hefur gefið einstökum mönnum tilefni til, að koma fram með á þinginu frumvörp í þá átt, að leigja landhelgina fyrir vissu svæði, einhverjum mönnum eða félögum, og hefur þessi hugmynd að lík- indum byggst á því, að betri væri hálfur skaði en allur, betra að fá eitthvað fyrir landhelgina, en að hinir og aðrir fiski- menn notuðn hana í leyfisleysi. Þannig lagað frumvarp hefur komið fram á þing- inu undanfarin ár, og siðast í sumar frá sýslumannni Skaptfellinga, Guðl. Guð- mundssyní. En vegna þess, að flutnings- ingsmaður þess er þekktur maður, en málið óútrætt á þinginu og í sjálfu sér mjög ískyggilegt, ög því ekki verið neitt verulega hreyft i blöðunum, þá áht eg stóra þörf á, að almenningi gefist kostur á að kynna sér það. Eg tek það strax fram, að eg skoða þetta frumvarp frá mínu sjónarmiði, en bið þá, sem vilja kynnast því betur, að líta á þingttðindin frá síðasta þingi, og lesa þar, það sem sagt er með því og móti. Frumvarp þetta, sem kallasl botn- vörpubanns-undanþága, og flutt er af sýslumanni Guðl. Guðmundssyni og læknir Þorgr. Þórðarsyni, ereittþað óvand- aðasta og vanhugsaðasta frumvarp, sem komið hefur til þingsins um mörg ár, og gegnir það furðu, hvað þessir menn hafa getað komið þvl langt áleiðis, eins fátæk- ir og þeir hafa virzt af gögnum eða rök- semdum til að styðja það með; aðaior- sökin til þess sýnist sú, að þingið hefur ekki borið gott skyn á málið, eða að aðal- flutningsmaður þess á mikið undir sér, og marga flokksmenn á meðal þingmanna. 1. gr. frumvarpsins fer fram á, að sýslu- nefnd Skaptfellinga með leyfi landshöfð- ingja leigi landhelgi sína — fyrir fram- an Skaptafellssýslu — einhverjum manni eða félögum. Hið fyrsta, sem ber að athuga við þetta, er það, að Skaptfellingar eiga ekkert meira meðþettasvæði —þegarfrá er dregið svæð- ið, sem tilheyrir landeignum þeim, er liggja að sjó fram, sem er eptir gömlum lögum 60 faðma undan stórstraumsfjöru- máli, — heldur en aðrir landsmenn, eða jafnvel Danir, og það væri að skerða jafn- rétti danskra þegna á sjónum við Is- land yrði slíkt fyrirkomulag að lögum, og væri þetta að því leyti óeðlilegt, ef svona lagað frumvarp yrði að lögum, þar sem árlega koma kvartanir til stjórnarinnar um eptirlitsleysi á landhelginni, og að ríkissjóðurinn danski borgar á ári hverju allt að 150,000 kr. til strandgæzlu hér. Og þegar maður athugar þetta nákvæm- ar, þá sér maður, hve mikil fásinna ^slíkt getur verið, að fá Skaptfellingum í hend- ur hér um bil ótakmarkað vald yfir svæði, sem ekki tilheyrir þeim fremur en öðr- um Islendingum, og jafnvel miklu síður en útvegsmönnum eða þeim hluta lands- manna, er fiskiveiðar stunda, þar sem land- helgin þar við landið, engu síður en ann- arstaðar, er fæðingar- og uppeldisstofnun hinna mörgu fiskitegunda, og þar af leið- andi gróðurstla hinna miklu fjársjóða, er hafið við Island geymir f skauti sínu. Ef frumvarp kæmi t. d. úr ísafjar.ðar- sýslu, um að sýslunefndinni þar veittist heimild til að leigja varpeyjar sínar, Æð- ey eða Vigur, einhverjum til að skjóta þar æðarfugl, og taka unga alla og egg, er þar fyndust á meðan á varptlmanum stæði, þá væri það óréttlátt gagnvart öllu land- inu, öllum öðrum varpeigendum, vegna þess, að sýslunefndin í ísafjarðarsýslu á ekki meira með æðarfuglinn eða viðkomu hans þar, en aðrar sýslunefndir á landinu, því það er allsherjareign en engin séreign; en þó var þetta alveg samkvæmt botn- vörpulagamáli Guðlattgs. Allt er það óréttlátt, sem veitir einstöku mönnum eða fleirum undanþágu eða leyfi sem skaðar almenning. Eg vil leyfa mér í sambandi við þetta mál, að taka orðréttan kafla tír Carl Pon- toppidans »Samlinger for Handels Magasin for Island« 1. Del 1787, bls. 8. Þar seg- ir svo: .... »Eg held að það sé ekki óviðeig- andi í þessu mikilsvarðandi máli, viðvíkj- andi fiskiveiðunum, að tilfæra mjög merki- lega smásögu út af samskonar efni, er finnst í sögu Elizabetar Englandsdrottn- ingar. Þegar hin ógleymanlega drottning sfð- ast á sfnum ríkisstjórnarárum hafði aptur- kallað nokkur verzlunareinkaleyfi, og neðri málstofan í Parlamentinu hafði við þetta tækifæri vottað henni sitt skuldbundna þakklæti, svaraði hún fulltrúunum á þessa leið: »Herrar mínir. Eg er mjög hrærð yfir ást þeirri, er þér veitið mér, og þeim ó- brigðulu merkjum um virðingu, er þér sýnið mér, með því að áminna mig um yfirsjónir mínar. Eg vildi heldur vera aflvana eða dauð, en framvegis að gefa út einkaleyfi, sem þegnar mínir hefðu ástæðu til að vera ólnægðir yfir!« Guðl. ber það fram sem aðalvörn fyrir máli sfnu, að það spilli ektn fiskigöngum, þótt fiskað sé með botnvörpum í land- helgi þar austur frá, þvert ofan í 24 skip- stjóra og marga aðra málsmetandi menn, en ber fyrir sig álit Bjarna Sæmundsson- ar, að hanni segi, »að fiskurinn komi al- staðar af djúpinu upp á grunnin, sem fyrir liggja«. Eg efast hér stórkostlega, að hann fari rétt með orð Bjarna, þótt þau séu aðalmátturinn í röksemdunum til styrkt- ar frumvarpinu f 2 ræðum hans, hverri á eptir annari, en ætla mér ekki að svo stöddu að fara frekar út íþað, en að eins geta þess, að allt mæli með því hér við Island, að skoðun sú sé röng. En liitt er víst, að aðallega sem botn- vörpuveiðum f landhelgi eða á grunni er fundið til foráttu er það, hve geysimikið tjón þær gera á viðkomu eða ungviði fisk- anna, og í þvl liggja mest hin miklu spell, er þær gera á fiskiveiðum; en þar sem lítill eða enginn fiskiútvegur er hjá Skaptfellingum, þá yrðu þessi lög mest til tjóns fyrir Faxaflóa og önntir fiskiút- vegshéruð landsins. Að Englendingar banna sinni eigin þjóð að fiska inni í stærsta flóa sínum, »Firth of Moore, er eingöngu til að stemma stigu við ungviðisdrápinu. 2. gr. getur þess, að engum megi veita leyfið 1 lengri tfma en 10 ár. Eptir orð- unum að dæma, getur hér ekki verið að ræða ttm friðun á svæðinu, því þá mundi það öðruvísi orðað, heldttr bara endur- nýjun á leyfisbréfinu. 3. gr. talar um skyldurnar, að þeir, sem leyfi fái, skuli að minnsta kosti setja 200,000 kr. veð fyrir tjóni því, sem sýsl- an kann að hafa á fiskveiðum sínum. Það fyrsta sem maður sér á þessu, er það, að það eru útlendingar, sem Guðl. ætlazt til að fái leyfið, því enginn Islend- ingur hefur svo fiiikið fé að kasta fram í veiðipeninga, jafnframt og byrjað er á stóru fyrirtæki. Að öðru leystséstþó, að hann ímyndar sér, að botnvörpungar gætu gert skaða, þar sem hann hugsar, að það gæti numið allt 20,000 kr. á ári fyrir Skaptfellinga, sem ekki hafa netpa nokkra smábáta. En að Skaptfellingar einir ættu að fá skaðabætur fyrir tjón á fiskiveiðum þeirra, er alveg það sama og þingið friðlýsti sel- inn á Hvítárósi 1 Borgarfirði, og að And- rés Fjeldsteð eða einhver, sem byggi neðar- lega við ána, ætti að fá einhverja tiltekna þóknttn fyrir tjón það, sem selurinn kynni að gera á laxveiðinni, en allir aðrir lax- veiðendur upp með ánni ekki neitt; það sjá allir, hvaða vit væri í þessu, en þó væri þetta alveg sama eðlis. Eða hver kynni að segja, hve mikið spell botnvörpungar gerðu á fiskiveiðum manna, slíkt væri ómögulegt, hversu mikl- urn reikninghsæfileikum maður væri gædd- ur; annað er það, væri einungis tekið íram veiðarfæri og bátar, það væri sök sér. 5. gr. hljóðar um gjaldið fyrir leyfis- brefið, að það skuli vera 2,000 kr. 1 eitt skipti fyrir öll, og þar að auki árl. 100 kr. af hverju skipi auk 3 kr. gjalds af hverri smálest. Gjald þetta yrði 1 allt fyrir x skip árlega 400 kr., eða 2400 kr. að viðbættu feyfisbréfinu fyrir 1 skip, en hlutfallslega mikið minna, ef mörg væru. Maður getur fljótlega séð, hvað þétta er óvanalega lít.ið gjald, þegar tekið er til- lit til núgildandi laga um sektir þeirra, sem brjóta landhelgislögin, þegar þeir verða að gjalda allt að 1000 kr. í sekt, öll veiðarfæri og afli upptækur, sem opt skiptir fleiri þúsund króna eptir þeirra mælikvarða, og þar að auki ónýt ferð upp og ofan. Getur maður þessvegna ýkjulaust reiknað allt að 10,000 kr. tapi, sem skip hafa af því, að vera tekin f landhelgi undir flestum kringumstæðum eptir núgildandi lögum, en hér er að eins farið fram á 6000 kr. fyrir að skafa botninn í landhelgi við ísland í samfleytt 10 ár. Þetta rnega heita mjög góð skipti fyrir botnvörpuútgerðarmennina, við það sem nú er, og væri ekki óllklegt, að Guðl. yrði sæmdur fíls- eða sokkabandsorðunni, þegar hann áður hefur hlotið arnarorðuna. Síðast stendur í greininni: »Helming- ur gjalda þessara skal renna í sýslusjóð Skaptfellinga, héraðinu til styrktar í land- búnaði, til vega- eða brúargerða, eða til leiðarljósa« (fyrir botnvörpunga). Frumvarp þetta er hér eins og það kemur fyrir, og sjá allir hve mikið það hefur til sfns ágætis; auðvitað ber Guðl.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.