Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 2
i78 mjög mikið traust til leigjenda sinna, að þeir mundu varðveita svæðið fyrir öðrum, og Ijósta upp um þá, ef þeir fiskuðu í landhelgi leyfisbréfslausir, en það mundu þeir ekki gera nema fyrst í stað, því held- ur mundi hver duglegur fiskiskipstjóri líða það, að aðrir fiskuðu þar, sem ekki hefðu leyfið, heldur en jafnvel þurfa dögum sam- an að liggja inn á Vestmannaeyjum eða Reykjavík, sem vitni í slíkum kærumálum. Eg er líka fullviss um, ef að gengið yrði til atkvæða á Islandi um þetta mál, eins og það hér liggur fyrir, mundi það fljót- lega dauðadæmt. Matth. Þórðarson. Hugleiðingar um höfuðstaðinn. Eptir Ævar gainla. II. Hin einu hlunnindi, er bændur hafa af stækkun Reykjavíkur er aukinn markað- ur fyrir afurðir landbúnaðarins, einkum að því er fjársöluna snertir. En auðvit- að eru það helzt nágrannahéruðin, sem þann markað getá notað. Ejártaka í Reykjavík var sama sem ekki neitt fyrir 10—20 árum, en nú eykst hún stórum á ári hverju sakir fólksfjölgunarinnar. Og verðið á fénu hefur síðusta árin verið all- viðunanlegt, og lítið útlit fyrir, að það lækki í bráð, að því er snertir sláturfé, sem höfuðstaðurinn getur tekið við. Sjávarútvegur bæarins, er svo stór- kostlega hefur aukizt síðustu árin, befur að mínu áliti orðið búnaðinum til stór- hnekkis, einkum vegna þess, að hann hef- ur dregið og dregur vinnukraptinn frá sveitunum, sem ekkert mega missa 1 því efni. Það er eðlilegt, að menn leiti þang- að atvinnu, þar sem hún er bezt borguð og uppgripin mest. Og það er gott og blessað, að ausið sé sem mest upp úr gullkistu vorri, sjónum. En því er ver og miður, að það sýnist ekki skarta á öllum, er þilskipaútveg stunda, að þeir hafi góða atvinnu, að minnsta kosti ekki á hásetun- um, því að svo er að sjá, sem mörgum þeirra verði ekkert við hendur fast. Og nóg dæmi eru þess, að efnispiitar og reglu- menn úr sveit hafa orðið að óráðsmönn- um og slörkurum, undir eins og þeir hafa orðið hásetar á þilskipum, og mun það koma af því, að allur þorri þessara manna verður frábitinn allri vinnu þann tímann, sem sjór er ekki stundaður, og leggst því í ómennsku og iðjuleysi, og eyðir öllu því, sem aflað var vinnutímann, og gott, ef það hrekkur til. En svona mun það vera í öllum löndum, þar sem sjómennska er stunduð að mun. Það er ekki öllum jafn- sýnt um landvinnu og sjávarvinnu, og veitingahúsin, sem pumpa gullið úr vösum sjómanna, eru fjarlægari sveitunum en sjó- þorpum. Þess vegna verður ráðdeildar- sömum vinnumönnum í sveit haldsamara á skildingnum, en þilskipahásetanum, þótt hann hafi hærra kaup. Menn segja, að stækkun og framför Reykjavíkur sé komin undir þroska sjáv- arútvegsins, bærinn standi og falli með honum, og mun það satt að nokkru leyti, en fremur þykir mér höfuðstaðurinn standa þá á óstyrkum, völtum fótum, ef hann á eingöngu vöxt sinn og viðgang að þakka eflingu sjávarútvegsins, sem er og verður jafnan óáreiðanlegri, veikari þátturinn í atvinnuvegum vorum gagnvart landbúnað- inum, því verður ekki neitað, því að gamla orðtakið : »bóndi er bústólpi, bú er landstólpi«, er staðfest af reynslunni. Hin fljótteknari, meir hraðfara gróði af sjáv- arútveginum í bili, verður stopulli til lengd- ar, það hefur reynslan sýnt. Þungamiðj- an er og verður landbúnaðurinn. A þró- un hans og framförum byggist að minni hyggju ekki aðeins sannaríeg þjóðþrifvor og velmegun,heldur einnig andlegt sjálf- stæði vort og þjóðernistilfinning. Sé það satt, að Reykjavík standi og falli með sjávarútveginum, þá er auðsæ af- leiðingin af því, ef þilskipaútgerðin yrði fyrir verulegum hnekki, t. d. mikilli verð- lækkun á fiski nokkur ár eða aflabrest, sem vel getur komið fyrir á þilskipum, þótt þess hafi ekki orðið tilfinnanlega vart enn. Afleiðingin yrði nfl. sú, að hús og lóðir féllu í verði, menn leituðu burt úr bænum og margar fjölskyldur mundu verða sendar á sína sveit. Það yrði þrautalend- ingin. En slíkum sendingum óskum við ekki aptur heim í hreppana, höfum nóg- ar byrðar að bera nú, og þar á meðal ekki léttastar þær, sem oss eru bundnar á bak af sjávarhreppunum. En eg vona, að svona löguð apturfarar- eða hnignunaralda komi ekki yfir Reykjavlk, því að það væri alls ekki æskilegt fyrir okkur sveitamennina. En eigi að siður ber eg dálítinn kvíðboga fyrir því, að sá vöxtur, sem nú hefur verið á bænum síð- ustu ár, haldi ekki áfram jafnt og þétt, án einhvers apturkipps, einhvers hnekkis, en hversu alvarlegur hann verður, vil eg engu spá um. III. Að því er byggingarnar í höfuðstaðn- um snertir, get eg ekki lokið eindregnu lofsorði á þær. Sérstaklega kann eg illa við að sjá þessa örlitlu kumbalda hingað og þangað innan um reisuleg hús. Mér var sagt, að það væri til byggingarnefnd í bænum, sem ætti að mæla út hússtæði og segja fyrir, hvernig byggja mætti. En ekki gat mér sýnst betur, en að sú nefnd hefði haft aptur augun og gengið sofandi og meðvitundarlaus að starfi sínu, efþað er henni að kenna allt, sem eg heyrði henni eignað. Það var einn kunningi minn, sem fylgdi mér um bæinn oghafði sérstaklega gaman at, að benda á hin og þessi axarsköpt, er hann sagði, að bygg- ingarnefndin hefði gert. »Taktu eptir húsinu þarna«, sagði hann »sem stendur fram I götuna, þú sér, að það er ram- hornskakkt við næsta hús, og alls ekki í línu við það, en látið laga sig eptir eld- gömlum hjalli, sem stendur þarna langt í burtu og 5—6 nýleg hús á milli. Það á nfl. að þrengja götuna, þegar þessi hús eru rifin! Þessi makalausa byggingarnefnd hefur það optastnær fyrir reglu, að þrengja allar götur, en breikka aldrei, hún sér ekki svo langt fram í tíðina, að Reykja- vík þurfi nokkurntíma á breiðum stræt- um að halda, en svo lætur hún bæinn tætast út um öll holt, og veganefndin læt- ur svo leggja veg á bæjarins kostnað heim að hverjum kofa, hversu afskekkt ursem hann stendur«. Eg fór að skyggnast eptir, hvort þetta væri satt, sem kunningi minn sagði, og það reyndist keiprétt. »Þú getur fengið meira að heyra«, sagði hann, af afreksverkum byggingarnefndar- innar okkar. »Líttu á þessa beinu, lag- legu götu, sérðu ekki að nýtt hús stend- ur þarna þversum í henni? Þeir eru svo meistaralegir í því að loka götunum, setja hús þvert fyrir, það tekur sig llka svo laglega út, er svo fallegt fyrir augað. Og hérna sérðu nú Þingholtsstræti« bætti hann við, er við höfðum gengið spölkorn lengra. »Það hefði verið laglegt framhald þessar- ar götu, ef henni hefði verið haldið beint áfram t. d. suður undir Gróðrar- stöðvarveginn. En þeim vísu herrum í byggingarnefndinni þóknaðist ekki að hafa það svo. Þeirsögðu »stopp« á miðri leið, leyfðu einum húseiganda að hlaða grjót- garð þvert fyrir götuna(H) kringum lóð sína. En þú skalt ekki furða þig á þessu. Ax- arsköptin eru svo mörg, að þau verða ekki mæld, og Reykjavík verður aldrei nema afmán að útliti með þessu lagi«. Þá er hann hætti lestrinum sagði eg: Eg sé, að þetta er allt saman satt hjá hjá þér, en það er annað, sem vekur meir eptirtekt vor sveitamanna, er vér komum hingað til bæjarins, af því að það kem- ur beinlínis upp í nefið á okkur og ætlar að drepa okkur bókstaflega, og það er sá andstyggilegi ódannn og fýia, sem leggur upp úr safnforum ykkar og rennustein- um. Mig furðar á, að Reykjavíkurbúar hrynja ekki niður sem flugur í einhverri skæðri drepsótt, er kemur yfir bæinn vegna þessa óþolandi lopts, sem þið andið að ykkur daglega, einkum í sumarhitanum. Eg hef víða farið um landið, og hvergi orðið var við annað eins »pestarlopt«, ekki einu sinni í allra óþrifálegustu sjó- þorpum innan um úldið slor og annað »svínarí«. Viltu ekki segja mér dálítið um þetta, kunningi! Er það ekki bæjar- stjórnin ykkar, sem á að annast um þrifn- að og hreinlæti bæjarins úti við? »Bæjarstjórnin«! sagði hann, þar greipstu á kýlinu; og svo fór hann að raula: Þessi blessuð bæjarstjórn, eg bið fyrir mér í leynum o. s. frv. í Þórisdal 1902. Fimmtudaginn í 22. viku sumars lögð- um við 4 félagar af stað, til að fara í Þórisdal, — dalinn sem sögurnar segja að Þórir jötunn hafi búið í, og Grettir Ás- mundarson á að hafa dvalið hjá einn vetur. Þeir sem í förina fóru, voru þeir bændurnir: Ásmundur Eiríksson á Apa- vatni, Guðmundur Jónsson á Þóroddsstöð- um, Stefán Jónsson í Arnarbæli og eg, sem skrifa þessar línur; var hver okkar með 2 hesta, annan til reiðar, en hinn undir hey og mat. Ætlað var okkur í sömu förinni að ná í fjallleitamenn þá, er leita um vesturhluta Grímsness-afréttar, sem liggur vestur og norður að Skjaldbreið, allar götur niður undir Þingvallasveit. Skyldum við ná þeim á laugardagskveld, eða snemma næsta dag. Fyrsta daginn fórtun við upp í Laugardal, og tjölduðum þar við Snorrastaði; var veður þann dag fagurt og blítt. Við komum seint í tjald- stað, löngu eptir dagsetur, enda fórum við ekki hart inn dalinn, sem opt vill verða, þá maður ríður um fagurt hérað í góðu veðri. Mér datt í hug þá umkveldið, að óvtða gæti að líta fegri bletti en Laugar- dalinn, að minnsta kosti hef eg ekki séð þá, nema ef vera skyldu sumir blett- irnir 1 Mývatnssveit í Þingeyjarsýslu. Morg- uninn eptir lögðum við af stað skömmu eptir fótaferðatíma, og riðum sem leið liggur inn á Hlöðuvelli; þar létum við hestana eta nægju sína, og sjálfum okkur gerðum við sömu skil, héldum við svo áfram í náttstað, sem í þetta sinn var á svokölluðum Fífilvöllum. Þar er náttstað- ur fjallsafnsmanna þeirra, er leita miðhluta Grímsness-afréttar; er þar hagi mjög lítill, og verður að binda hestana yfir nóttina. Þennan dag var snjóhrakningur á fjöllum, og fengum við dimmviðri inn eptir, en um kveldið birti til, og sáum við þá austur og vestur, suður og norður. Var kveldið yndislega fagurt, þarna inn við jöklana. Kl. U/2 um nóttina vöknuðum við, og fórum að gefa hestunum, og kl. 4 vorum við komnir á stað, héldum við svo í út- suður, vestur fyrir svokallaðar Lamba- hlíðar, sem er innsta kennileitið á afrétti Grímsnesinga. Norðan undir endanum á hlíðum þessum vissum við, að norðurend- inn á Þórisdal var. Hér sprettum við af áburðarhestunum og skildum dót okkar eptir, því enginn okkar vildi bíða, meðan hinir færu í dalinn. Héldum við svo á- fram góða stund með alla hestana, og stefndum á dalmunnann. Skammt fyrir utan hann er stór móbergssteinn. 4^/2 faðmur á lengd, 2 f. á breidd og 4V2 al. á hæð. Suðurhlið steinsins er slétt, og á hana er höggið þetta letur: B. G. 1812 (?) E. K. Þ. A. F. G. S. V. . . . Gizkuðum við á, að Björn Gunnlaugsson landmælingamaður hefði höggið efstu staf- ina1). Þeir vora máðir orðnir, en höfðu verið mjög vel gerðir. Um hina stafina vitum við ekkert, hvers fangamörk þeir eru. Meðan við athuguðum steininn með 1) Sé ártalið 1812 rétt lesið, hefur Björn Gunnlaugsson ekki klappað það, því að hann kom ekki í Þórisdal fyr en 1835. Fanga- mörkin koma heldur ekki heim við fanga- mörk fylgdarmanna Éjörns í Þórisdalsferð hans. Þau er því höggin af öðrum. Aths. ritstj. stöfunum, kom sólin upp og gyllti efstu jökulhúfurnar í norðri. En hvað allt er fagurt og tilkomumikið upp við jöklana í góðu og björtu veðri! Áfram héldum við svo inn í dalmunnann, sem er rétt fyrir innan steininn, varð þá fyrir okkur smá jökulá, er úr dalnum fellur, dreifist hún um sléttan sandinn utan við dalend- ann, og hverfur þar ofan f sandinn og jökulgrjótið. Gilið, sem úr dalnum fellur, er þröngt, en ekki mjög illt yfirferðar, og komum við félagar öllum hestunum með heilu og höldnu inn í dalinn. Þegar kemur inn fyrir þrengslin í daln- um, víkkar dalurinn mjög, er þá jökull- inn (Skjaldbreiðarjökull, norðvesturhornið á Langajökli) á vinstri hönd, en Björns- fell (fjallarmur, er gengur úr jöklinuin) á hægri, og liggur dalurinn sem næst frá útsuðri til landsuðurs, ganga þar inn í jökulinn krókar og kimar, með ávala hól- um og hæðum. Gengum við félagar 2 til norðurs upp á þessar hæðir, en 2 héldu áfram með hestana; voru þar dálitlir grasstráateygingar, og lambagras sáum við þar á tveim stöðum, uppblásnar einirræt- ur sáum við þar á einum stað. Gróður var hvergi í dalnum annarstaðar en á þessum hæðum. Við, sem gengum inn í krikana, náðum brátt hinum, sem með hestana fóru, og héldum svo allir áfram. Þegar inn í miðjan dalinn er komið, beyg- ist hann lítið til suðurs, og sáum við þá, að innst í honum gengur skriðjökull þvert yfir hann, frá jöklinum að fellinu fyrnefnda. Inn að skriðjöklinum komum við hestun- um, þar bundum við þá, og gengum allir á jökulinn. Skriðjökultunga þessi er hvorki há né breið, á að gizka */4 míla á breidd. Fórum við suður á syðri brún hennar, og er dalurinn þá á enda, því þá vorum við komnir að syðri enda Björnsfells; sáum við þá allar götur austur með jöklinum, yfir allan Tungnamanna-afrétt. Þarna syðst á skriðjökulsbrúninni stönzuðum við dálitla stund, að skoða útsýnið, sem öllum okk- ur fannst mikið um, héldu svo 2 okkar til hestanna sömu leið, en við Ásmundur gengum upp á brúnina á Langajökli, var þar illt yfirferðar, jökulsprungur oghálka. Við komust samt klakklaust upp á brún- ina, og hvílíkt útsýni ! hvílík Ijómandi fegurð! Þarna lá allt Suðurlandsundir- lendið fyrir neðan okkur eins og sundur- flett landabréf, með sínu mismunandi og fjölbreytta landslagi. Þeirri stundu gleymum við aldrei. Svo héldum við niður jökulinn til fé- laganna, sem voru búnir að gefa hestun- um, og þarna innst í Þórisdal átum við miðdegisverð; og hvað ætli sé langtsíðan, að miðdegisverðurhefur verið snæddurí Þóris- dal? Að llkindum ekki síðan á dögum Þóris gamla! —Þá er nú hægt að fara fljótt yfir sögu okkar félaganna. Við héldum sötnu leið, sem við fórum inn dalinn og stöns- uðum lítið, fyr en hjá steininum fyrnefnda, nema að 2 okkar eltu nokkuð 2 lömb, sem við fundum norðanvert á miðjum dalnum. Á steininn grófurn við með stór- um og djúpum stöfum ártalið 1902. Kom- um við svo að farangri okkar kl. 2^/2 e. h. og vorum þá búnir að vera um 8 klt. í dalnum. — Að dalurinn hafi fyrir nokkrum hundr- uðum ára verið grasi- og jafnvel skógi vaxinn, er mjög sennilegt. Á það virðist gróðurvottur sá benda, sem enn er þar. Áþreifanlegasta sönnunin eru einirræturnar, og mjög langt getur varla verið síðan að einirinn hefur staðið þar föstum fótum, það sýna stönglarnir. — Hugur gamla Þóris hefur ekki verið nógu heitur, þegar tímar liðu, til að halda vörð yfir bústað sínum, fyrir vatni og jöklum, og því er Þórisdalur svo kominn, sem hann nú er. Við félagar héldum svo vestur á Kalda- dalsveg, og »riðum mikínn«, komumst í náttstað til leitarmanna um kveldið, eptir bjartan, bllðan og skemmtilegan dag. — Vaðnesi 7. okt. 1902. Bjarni Eggertsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.