Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 3
179 Fundarályktun. Sýslumaður Eyfirðinga Kl. Jónsson, hef- ur sent Þjóðólfi til birtingar svo látandi fundarályktun, er hann segir, að samþykkt hafi verið á fjölmennum pólitiskum fundi á Akureyri 17. f. m.: »Méð þvi að fundurinn er sannfærður um, að einlægir framtaramenn séu í báð- um þeim þingflokkum, ér þjóðin veitti fylgi við síðustu kosningar og með því að hann lítur svo á, sem það sé afarmikilsvert fyrir þjóðina á þessum tímum, að deilur þær falli niður, sem staðið hafa með henni síðustu ár, þá skorar hann á íslenzku blöðin, að ræða landsmál framvegis afhógværð, hætta gersamlega öllttm uppnefnum á flokkun- um og öllum getsökum í garð einstakra manna, og láta niður falla allar deilur út af þeim málum, sem ráðið hefur verið til lykta, eða menn orðið sammála um á alþingi. Knnfremttr skorar fundurinn á önnur héruð, að láta til sín taka í sömu átt og þessi fundur«. Skipstrand. Á Fáskrúðsfirði strandaði 8. f. m. norskt gufttskip »Jadar«, leiguskip Wathnesfélags- ins. Kom það frá Eyjafirði hlaðið síld og fiski, (500 tunnum af stld og um 300 skpd. af fiski); var á leið til útlanda, en fór í þoku seint ttm kveld ttpp á svo nefnt Vlkursker í Fáskrúðsfirði. Miklu af farm- inutn varð bjargað úr skipinu. AflabrögO dágóð (þorskafli) á Eyjafirði í f. m., einkum utarlega í firðinum, en síldar- afli lítill. Á Húsavík sagður hlaðafli af þorski í haust. Á Austfjörðum var bezti þorskafli, þá er »Hólar« fóru þar um. Drukknun. Aðfarnóttina 27. f. m. drukknaði f Vest- dalsá á Seyðisfirði EinarBjörn Bjarna- son, póstur millurn Seyðisfjarðar og Gríms- staða, dtignaðarmaður á bezta aldri. Var á leið heim til sín út á Vestdalseyri frá veitingahúsinu á Öldunni. Mannalát. Hinn 19. sept. lézt Sigurður Jóns- son bóndi í Firði í Seyðisfirði nær átt- ræður (f. 17. jan. 1824), merkur maður og vel metinn. Hinn 13. f. m. dó á spítalanum á Ak- ureyri Júlíus Hallgrímsson bóndi á Munkaþverá. Rekneta veiOi, er St. Th. Jónsson kaupm. á Seyðisfirði hefur stundað næstl. sumar á skipi sínu »Lock Fyne«, hefur heppnazt vel. Skipið var við veiðarnar frá miðjum júlí fram í miðjan septembar, og aflaði á þeiro tíma 626 tunnur síldar, auk þess sem það hafði notað sjálft til beitu við fiskveiðar, er það stundaði jafnan samhliða, þá er tíminn leyfði. Um Arnarbæli sækja: séra Einar Pálsson á Hálsi í Fnjóskadal, séra Ólafur Magnttsson á Sandfelli, séra Páll H. Jónsson á Svalbarði, séra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað, séra Þorleifur Jónsson á Skinnastað og séra Þorvarður prófastur Þorvarðarson á Víð- irhóli. — Hverjir þrír hinir útvöldu verði, ; er á kjörskrá komast, mun enn ekki full- ráðið hjá kirkjustjórninni. „Hólar“ komu loks í fyrra kveld með fjölda kaupafólks af Austfjörðum. Skipið var hætt komið í Vestmannaeyjutn. Þar var ofsaveður á mánudagskveldið, slitnuðu báðir akkerisstrengirnir, og var skipið i nær rekið á land, er það slitnaði upp. f Var þá ekki annað fangaráð, en að hleypa j til hafs. En um nóttina lægði veðrið, svo j að »Hólar/< gátu haldið leiðar sinnar hingað. — Á Breiðdalsvík lentu »HóIar« j á rifi eða blindskeri allóþyrmilega, og löskuðust dálttið, en ekki til rnuna. ,Vesta‘ og ,Skálholt‘ bæði ókomin hingað í dagkl. 12. Var »Vesta« komin til Vopnafjarðar, er »Hól- j ar fóru þar um og þá orðin 2—3 daga j á eptir áætlun.— Meðal farþega á »Vestu« j var Sem Sæland kennari við Kristjaníu- I háskóla, forstöðuniaður norð'.trljósarann- sókna, er gerðar verða á Dýrafirði í vet- ur. — Með »Vestu« fréttist, að Rosewelt forseta og auðmanninum Pierpont Morg- an, hefði tekizt að koma á sættum með- al námaeigenda og kolanema í Pennsyl- vaníu á þann hátt, að öll ágreiningsat- riði skyldu lögð í gerð óvilhallra manna, er Rosevelt kveddi til þess. Kolanemar fengu þegar hækkuð vinnulaun sfn að nokkrtt. Skákdálkur Þjóðólfs, Nr. 5 Utanáskript: Pétur Zóphóníasson. Box 32 A. Rvík. Tafl. nr. 3 teflt í Reykjuvík 1902. Petur Zóphóníasson. N. N. * Hvítt. Svart. I. e2—e4 e7—e5 2. Rgi—Í3 Rb8—c6 3- Bfi—C4 d7—d6 4,- Rbi—C3 Bc8—g4 5- Rf-lXes1) Bg4Xd8 6. BC4XÍ7 + Ke8—e7 7- Rc3—d5 + mát. Tafl nr. 4 teflt í New-York vorið 1897. Teed. Delmur. Hvítt. S v a r t. I. Ó2 Ó4 *7—f5 2. Bci—85 h7—116 3- Bg5—h4 87—g5 4- Bh4—g3 f5—f4 5- e2—e3 h6—hs 6. Bfi—d3 Hh8—h6 7- Ddi Xhs + HhóXhs 8. Bd3—g6 + mát. Taflþrantir: 9. eptir N. Maximow St. Pétursborg, Rússlandi. Hvítt: Kc7, Db2. Ba7, Rg3, Pg2, h5, == 6 menn. Svart: Kf4, Bb3, h4, Pe4, f6, g4, g5, = 7 menn. Hvítt mátar í 2. leik. 1) Það einkennilega tilfelli hefur komið fyrir, að eg hef teflt þessa skák tvisvar í ár, í bæði skiptin við góðá taflmenn. Þessar skákir ættu að heita heimskingjaskákir. P. Z. 10. eptir U Mantelli Ítalíu. Hvftt: KhDa8, Bg6, RC5, d5, Hb8, Pd2, e3, f4, = 9 menn. S v a r t: Kc4, PC5, c6. = 3 menn. Hvítt mátar í 2. leik. Ráðningar á taflþrautunum. I. 1. Re5-g4 2. 1. Hf7-f4 3- 1. Dh2 (2 Ke4—e5 2. Rg8—f6 mát í næsta leik. I Ke4—d3 2. Rg8—e7! I Ke4—d5 2. Dfz—e2 4. 1, Rfi-83 c6—c5 2. Dh7-g7 mát í næsta leik. I Kc6—f6 2. Kc7—d6 I Ke6—d5 eða e5 2. Dh7—f5+ 5- 1. Hc6—c8 6. 1. Be4—f5 7- I. C2—c3! Kd6—e5 2. g2—g4! Ke5-d6 3. Df7—a7 mát í næsta leik. 2 Ke5—e4 3. Df7—f2 I Kd6—c5 2. Df7—e6 Kc5—b5 3. De6—c6+ 8. 1. Bf3-h5 Kh4—g5 2. Re5—f7 + mát í næsta leik. I Kh4—g3 2. Re5—f31 Misprentazt hefur í „Ritdómi" um bókina „Úr heimahögum" hér í blaðinu í M 43, 1. síðu, 1. d., 19. 1. að neðan „hug- myndasamband efnislaust" fyrir „hugmynda- samband laust", 1. síðu, 2. d., 16. línu að ofan „harma þinna“ fyrir „hvarma þinna", 2. síðu 1. dálk 37. lfnu að neðan stendur „sinu hans“ fyrir „vinu hans“. M 44, 1. síðu, 1. d., 31. I. að ofan „rúð" fyrir „rjáð". 1. s., 4. d., 17. 1. að ofan „þrek" fyrir „þraut“. 1. s., 4. d., 1. 1. að neðan „drúpa af höfði" fyrir „drúpa höfði“. Dugleg og þrifln vinnukona getur fengið vist nú þegar. Hátt kaup. Rit- stjóri vísar á. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. 60 „Eg geng þar sem mér sýnist, því að hér er piltur sá, sem hefur verið í ryskingum við konunga og fursta, skilurðu það? Hvar er Elín?“ „Eg veit ekkert, hvar hún er“, svaraði bóndinn. „Hvar er Elín, spyr eg?“ kallaði Þorsteinn hátt, og barði hnefanum í borðið, svo að lítið mundi á vanta, að platan rifnaði. Brattahlíðar- bóndinn hrökk frá borðinu út að glugganum. „„Vertu rólegur", sagði hann. „Elín er víst í brúðkaupsveizlu úti á Nesi", en hann var nú nokkru rnýkri í máli en fyr. „Hún er auðvitað eins og þeytispjald út um allt með þessum nýja strák sínum, það má nærri geta“, sagði Þorsteinn. „Gott og vel —eg skal tala við hana". Og í sama bili gekk Þorsteinn út úr stofunni, drembilegur eins og konungur. Hann gekk heim til sín, fór í spariföt föður síns, tók tjöru- kút undir hendina og gekk svo út að Nesi. Kútinn setti hann frá sér á þreskiláfann rétt við kornbinginn og gekk svo inn í stofu. Það var þegar farið að danza þar, en þögn sló yfir allt, er Þorsteinn kom. „Eg bið afsökunar á, að eg gerist boðflenna", mælti Þorsteinn, „en eg frétti, að hér væri skemmtun, og þá langaði mig til að heilsa göml- um kunningjum o. s. frv. “ Menn störðu á hann forviða. „Er það ekki Þorsteinn Hogland? Er sem mér sýnist? Velkominn heim aptur", sögðu menn. Og svo gekk fólkið til hans og heilsaði hon- um með handabandi. „Látið mig ekki trufla dansinn, góðir hálsar", sagði Þorsteinn; „inig langaði til að taka einn snúning með. Eg sé ekki betur, en að Elín frá Bröttuhlíð standi þarna. Viltu dansa við mig, Elín?" spurði hann, og gekk til hennar. „Við áttum víst að vera trúlofuð, ekki man eg betur" „Elín brá litum og hörfaði undan, hana grunaði, að eitthvert óhapp mundi hljótast af þessu. „Þú verður að iáta hana vera í friði í þetta skipti, Þorsteinnl því að hún- er unnusta mín", svaraði lítill, laglegur unglingspiltur, er stóð þar hjá. 57 búning, er honurn hæfði, komst í kynni við hina og þessa, og varð brátt svo þekktur í Djurgárden, að allir þar hræddust hann. Hann tók upp hinar stærstu mælivogir, mölvaði aflraunamælinn í mél, sótti alla dans- leiki, sem haldnir voru, og var talinn uppáhald riddaraliðsforingjanna, án þess að þeir þyrðu að mæla neitt á móti því. Þannig liðu nokkur ár. Svo var það einu sinni, að halda skyldi skemmtileika á Oxarvöllum. Þá var það eitt kveld, að orðsending kom til Þorsteins, að Þorsteinn skyldi koma fram, því að konungur vildi finna hann að máli. Þorsteinn gekk þá fram, og þangað sem konungur stóð mitt á meðal sænskra stórhöfðingja. Voru þar bæði greifar og barónar. Þeir hlógu og skemmtu sér mjög vel. Þá er konungur sá Þorstein, kallaði hann á hann og mælti: „Þorir þú, Norðnmður, að fara í hryggspennu við Svía?“ „Eg held að eg treysti mér til þess", svaraði Þorsteinn og tók ofan húfuna. „Jæja, þá skaltu reyna þig við þennan karl hérna", sagði konungur. Þorsteinn leit upp, og sá þar standa mann klæddan eins og sænskan Dalabónda. Þorsteinn þekkti hann, því að hann var meiri háttar maður, og hafði opt sést þar á völlunum, skreyttur orðuböndum og krossum. Var hann nafnkenndur fyrir afl sitt. Þorsteinn var glöggskyggn, og hann sá það á syip manna, að þeir ætluðu sér að draga dár að honum, og þess vegna bað hann sig undanþeginn. Konungur hvíslaði þá nokkrum orðum að Svíanum, sem þá rauk óðar á Þorstein, en hann dró mjög af sér, en varð þó að verja sig. Þeir þæfðu þá þarum hríð, en Þorsteinn þorði ekki að beita sér, og hrökl- uðust þeir fram og aptur um allan völlinn. Svíinn varð ákafari og ákaf- ari, en Þorsteinn hélt honum að eins frá sér. Minntist hann þá orða föður síns, að hann skyldi aldrei kljást við yfirmann sinn, og svo sleppti hann tökum. Svíinn varð þess var, og brá Þorsteini skyndilega, svo að hann féll aptur á bak á völlinn svo hart, að hlumdi í, og greifinn á hann ofan. Varð þá háreysti mikil, og klöppuðu menn saman lófunum og æptu. Svíinii hló einnig, setti knéð fyrir brjóst Þorsteini og mælti: „Þarna geturðu séð, að Svíinn „leggur,, Norðmanninn". Þá reiddist Þor- steinn. „Hvernig þá, ótætis sænski væskillinn þinn!" sagði hann, snjó-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.