Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.11.1902, Blaðsíða 4
i8o Skipstjórar. Tveir duglegir og reglusamir skip- stjórar geta fengið atvinnu næstkom- andi ár. Þeir, sem óska eptir að fá þessar stöður, eru beðnir að senda skriflega umsókn og meðmæli til Jes Zimsen í Reykjavík fyrir hinn 20. þessa mánaðar. Ennfremur er óskað eptir, að umsækjendur tiltaki þau kjör, sem þeir vilja fá. og vönduð stúlka, getur fengið vist nú þegar. Ritstj. vísar á. Leir eldfastur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Haustull tzz borguð í verzlun Jóns Helgasonar, Aðalstræti 14. r Islenzkir bændur ættu að kaupa og lesa „Plóg“ — eina landbúnaðarblaðið, sem gefið er út í landinu. Það munar engan um 75 a. á ári. Búnaðarfélög hreppanna ættu að kaupa nokkur eintök hvert ti! út- býtingar í hreppnum. Eldri árgangar fást ekki sendir n^ma borgvn fylgi p'óntuninni. 1. árg. kostar 1 kr. 50., 2. árg. 1 kr., 3. árg. 75 a., alls 3 kr. 25 a. fyrir 3 fyrstu árg. — Skorað er á alla, sem skulda fyrir blaðið frá fyrri eða síðari tíð, að greiða skuldir sínar hið fyrsta til undirritaðs, er annast útsendingu blaðsins. Ein- stök númer úr 1. eða 2. árg. fást ekki sérstaklega, með því að upplagið af þeim árgöngum er svo að segja þrotið. Rvík 18. okt. 1902. Hannes Þorsteinsson. þAR EÐ verzlunin „NÝHÖFN“ í Reykjavík er nú lögð niður, áminnast allir, er skulda henni, að greiða hið allra fyrsta skuldir sínar til undirskrifaðs, sem hefur fyrst um sinn á hendi alla inn- heimtu á útistandandi skuldum og útborganir á inneign við sömu verzlun, Skrifstofa mín er í húsi frú Thordals (Sivertsenshús). Reykjavik 3. nóv. 1902. Matthías MatthíassoH fyrv. verzlunarstjóri — Fataef n i ZZ falleg, haldgóð og ódýr, fá menn frá Varde-klæðaverksmiðju. Allir, sem þekkja til, koma þangað með sínar ullarsendingar. Og öllum líkar tauin mæta vel. Komið því sem fyrst að skoða sýnis- hornin hjá umboðsm. Jón Helgason. Aðalstræti 14. I haust voru mér dregnar 3 kindur: 2 lambgeldingar og 1 ær, með mínu marki: standtj. framan hægra, sýlt vinstra, sem eg ekki á. Eigandi gefi sig fram við mig sem fyrst, og borgi auglýsingu þessa og hirðingu. Snæfoksstöðum í Grímsnesi 30. okt. 1902. Þórdls Gísladóttir. Þeir fríkirkjumenn, sem hafa borgað presti safnaðarins gjöld sín í ár, eru hér með beðnir að láta mig vita það hið alira fyrsta. Reykjavík 6/„ 1902. Arinbj. Sveinbjarnarson féhirðir Fríkirkjusafnaðarins. Klæðaverzlunin í Bankastræti 12. Mikið úrval af: KAMGARNI, KLÆÐI, BÚKSKINNI, CHEVIOT, einnig fjölbreyttog fall- eg BUXNAEFNI og sérstakt Úrval í VETRARFRAKKA og ULSTERA, Verð frá 2 kr 25—ý kr. al. er nú nýkomið og selzt með góðu verði eptir venju. Komið og gerið kaup við mig. Virðing'arfyllst. CUÐM. SIGURÐSSON klæðskeri. Hálslín af ölliini stœrðnm HVERGI ÓDÝRARA, og allt þvi til- heyr a ndi fœst þar einnig. Heimsins vöndnðustn og ódýrustn Orgel og Fortepiano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Organ Co og frá Com- ish & Co, Washington, N. J. U. S. A. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduð- um orgelstól og skóla, kostar í umbúðum ca. 125 króimr. (Orgel með sama hljóð- magni og líkri gerð kostar í hnottréskassa minnst 244 krónur í umbúðum hjá Peter- sen & Steenstrup). Flutningskostnaður frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26— 40 krónur eptir verði og stærð orgelsins. Oll fullkomnari orgel og fortepiano til- tölulega jafn ódýr og öll með 25 ára á- byrgð. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sér til undirritaðs. Einkafulltrúi fé- laganna hér á landi: Í’orsteinn Arnijótsson. Sauðanesi. VÁTRYGGINCARFÉLAGIÐ ,sun‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Aðalnmboðsinaðnr á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. í síðastliðin 6 ár hef eg þjáðst af alvarlegri geðveiki og hef árangurs- laust neytt við henni ýmsra meðala, þangað til eg fyrir 5 vikum síðantók að nota Kína-lífs-elixír frá Waldemar Petersen í Frederikshavn og veitti það mér þegar í stað reglubundinn svefn, og er eg hafði neytt 3 flaskna af elix- írnum fann eg töluverðan bata og vona eg þvf, að eg nái fullri heilsu, ef eg held áfram að neyta hans. Staddur í Reykjavík. Pétur Bjarnason frá Landakoti. Að ofanskráð vottorð sé gefið af fúsum vilja og að vottorðsveitandi sé með fullu ráði og rænu vottar L. Pálsson. prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Klna-lffs-elixír, eru kaupendur beðnir v.P. að líta vel eptirþví, að —pg standi á fiösk- unum f grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theoi. Prentsmiðja Þjóðólfs. 58 hvítur í framan, og um leið þeytti hann drösulnum ofan af sér, eins og fisi, spratt upp, þreif til hans, hristi hann og fleygði honum niður, svo að dundi í vellinum. Menn horfðu á þetta forviða, en þyrptust svo að, og tóku Þorstein burtu. Allur hópurinn gekk svo hlæjandi inn í tjald til konungs, en morguninn eptir voru gerð boð eptir Þorsteini, og þá gaf konungur honum fallegan innsiglishring, þakkaði honum fyrir vikið og hældi honum mjög. Eptir þetta varð Þorsteinn mikill á lopti. Allir herforíngjarnir urðu nú að fá sér neðan í því með honum, og bann var alstaðar aufúsugest- ur; hann varð helzti danzarinn í dansskálunum, og það var opt sent eptir honum frá konungshöllinni og frá heldra fólki í borginni til að láta hann danza „haddingja" („halling"r)) hjá því. Svona gekk nú um hríð, en þa er fram í sótti, gerðist Þorsteinn svo uppivöðslusamur, að enginn gat gert honum til hæfis, og það sem lakara var: hann fór að súpa á. Og svo reikaði hann hingað og þangað, og stærði sig af öllum þeim aflraunum, er hann hafði verið í, sagði frá hryggspennunni á Oxarvöll- um, og sýndi ávallt hringinn, konungsnaut, er hann hafði fengið. En þá er loksins rak svo langt, að hann fannst drukkinn á verði, þá varð ekki hjá því komizt, að vísa honum á bug sem óhæfum. Daginn, sem hann var rekinn brott, fékk hann bréf að heiman, og í því var honum óskað til hamingju, með öll þau afreksverk, sem hann ynni í höfuðstaðn- um. Þorsteinn varð þa svo gramur, að hann fleygði bréfinu á gólfið, gekk burtu og inn á vínknæpu. og drakk sig svo peðfullan, að hann lá þar alla nóttina. Nú var hann ekki neitt í neinu, hafði ekkert handa á milli, en hann ásetti sér, að sýna Svíum samt sem áður, að hann gæti verið þar sem hann vildi, og svo hélt hann kyrru fyrir í Stokkhólmi hálft ár. Hann átti afgangs nokkra skildinga af launum sínum, og þeim eyddi hann í fyrstu, en svo fór hann í grjótvinnu endrum og sinnum, og ef honum áskotnaðist þá aptur skildingur, fór hann fyrir brennivín. Jafn- framt jós hann óbótaskömmum yfir Svía, hvar sem hann gat þvf við 1) Norskur dans með einkennilegu hoppi og stökki. 59 komið, og barði á þeim, hvenær sem þeir fóru að láta mikið yfir sér, og hann var aldrei glaðari, en þá er hann sofnaði eptir slíkt dagsverk með þeirri sannfæringu, að hann, Norðmaðurinn, væri þó hraustasti karl- inn. Þetta slarkaðist svona áfram fyrir honum um hríð, hann varð óþokk- aður af öllum, er hann kynntist, gömlu vinirnir hans, herforingjarnir, vildu ekki líta við honum, ekki kannast við hann framar, og innan skamms stóð Þorsteinn einn uppi og svaf á hálmpoka í litlum óþrifalegum klefa. Um það leyti fékk hann bréf heiman að, og þar var honum skýrt frá, að faðir hans væri látinn, og að hann hefði erft býlið. Þorsteinn sett- ist á hálmpokann og fór að hugsa um heiminn og forlögin, og þá komst hann að þeirri niðurstöðu, að sambandsríkið (Svíþjóð) væri í raun og veru lubbaríki, og að það ætti ekki við, að annar eins maður og hann eyddi þar æfi sinni lengur. Svo var það einn dag, að menn sáu Þor- stein labba burt úr Stokkhólmi í slitinni treyju og götóttum buxum, með fyrirferðalítinn malpoka á bakinu. Hann sneri sér við einu sinni, horfði til borgarinnar, hrækti frá sér í áttina þangað, sneri sér aptur á hæli, og hélt leiðar sinnar föstum fetum. Fyrsta fréttin, er Þorsteini barst til eyrna, þá er hann kom í sveit- ina sína, var sú, að unnusta hans væri öðrum föstnuð. Undir eins og hann frétti það, hélt hann af stað til Bröttuhlíðar. „Hefur þú látið annan fá heitmey mínaf" sagði hann við Bratta- hlíðarbóndann. „Er það kurteist, að vaða inn í hús manna á þennan hátt?“ svaraði bóndinn. „Eg hef það eins og mér sýnist", mælti Þorsteinn. „Hefur þú látið annan mann fá heitmey mína, spyr eg aptur?" „Þú hefðir getað komið heim nógu snemma, sem áreiðanlegur mað- ur, þá hefði ekki farið, eins og nú er komið", svaraði Brattahlíðarbónd- inn, „en hafir þú ekkert annað erindi hingað en að skattyrðast, þá get- ur þú spígsporað þar, sem þú átt heima". „Ætlar þú að banna mér að vera hér?“ svaraði Þorsteinn, hló kuldahlátur, og stappaði hælunum svo hart niður í gólfið, að glumdi í.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.