Þjóðólfur - 14.11.1902, Side 1

Þjóðólfur - 14.11.1902, Side 1
54. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. nóvember 1902. Jfd 46. Biðjið ætíð u m OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKI, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksmiðjan er hín elzta og' stærsta í Damnörku, og býr til óefað liina heztn vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. - Fæst hja kaupmönnum. Botnvörpubannsundanþága Guðlaugs sýslumanns og leiga á landhelginni. II. (Síðari kafli). Eins og eg hef áður sagt, hafa komið fram raddir hjá einstöku mönnum í þá átt, að leigja landhelgina, eða vissan hluta hennar, og hefur þá helzt verið tilnefnt svæðið fyrir Skaptafellssýslunum; en bæði er það, að þetta hefur verið illa undir- búið, enda raætt mikilli mótspyrnu. Þeir sem fyrir þessu hafa gengizt, hafa jafnan ætlað svæðið til notkunar fyrir einstöku menn, en þar sem einkaleyfi er fengið í hendur nokkrum mönnum, gætiþaðorðið til skaða fyrir fjöldann, og þar að auki lítil trygging fyrir, að þeir gætu eða vildu uppfylla þau skilyrði, sem sett væru. Þessvegna er það mjög eðlilegt, að allir réttsýnir menn hafi viljað sporna við slíku tiltæki. — En úr þvf að þetta frumvarp liggur nú fyrir hjá þinginu óútrætt enn, og það virð- ist, að löngunin til að leigja landhelgina, sé mjög rík hjá vissum mönnum, þá þyk- ir mér ekkert úr vegi, að koma með til- lögu í líka átt, sem f alla staði er heppi- legri og sanngjarnari. Þeir, sem nokkuð þekkja til botnvörpu- veiða fyrir Suðurlandinu, vita það, að botn- vörpungar fiska víðast hvar á svæðinu frá Austurhorni til Portlands, milli Vestmanna- eyja og lands kringum Einisdrang, og út af Grindavík, en þar þó ekki fyr en varð- skipið er farið, vegna þess að þeir geta ekki fiskað þar fyrir utan landhelgi. En af því að svæði þetta er svo stórt, en ís- lenzki flskiflotinn er svo lftill, þá getur maður ekki beinlínis sagt, að þeir geri oss mjög mikinn skaða. En aðþeirssek- ist eptir að fiska í landhelgi, er öllttm kunnugt, og er ástæðan sú, að á grynnra vatni er hægra að fiska, og þar fá þeir venjnlega meiri og betri fisk, en að öðru leyti fá þeir opt að brúka landhelgina fyrir ekki neitt, þegar varðskipið er farið, en þá er það optast á þeim tfma árs, að haustinu eða vetrinum til, þegar sá fiskur er farinn af grunninu á djúpið, sem þeir sækjast mest eptir, og geta þeir því ekki eins vel hagnýtt sér landhelgina eins og annars. En þó má maður til að viður- kenna, að landhelgisvörnin er ónóg, enda getum við ekki búizt við öðru en svo sé, meðan Island sjálft leggur hvorki fram krapta né fé, til að verja sínar eigin eign- ir fyrir óviðkomandi manna yfirgangi, sem þó er í sjálfu sér ærið vesalmannlegt, að vera upp á Dani komnir með þaðaðöllu leyti, en vilja á sama tíma losast sem mest við stjórnlegan félagsskap þeirra. En það er með þetta eins og annað, að »betra er hjá sjálfum sér að taka, en sinn bróður að biðja«. En til þess að losast sem mest við allt mas um illa passaða landhelgi, er annað hvort að gera, að hafa sjálfir að meira eða minna leyti góða fallbyssubáta, sem værtt hér næstum allt árið, eða þá leigja landhelgina einhverjum, t. d. Englending- nm, frá Austurhorni til Reykjaness, um vissan tíma, svo sem 5 ár. Fyrsta skilyrðið til að geta leigt land- helgina, er að gæta hennar vel, að hún sé ekki notuð í vanþakklæti. Það er eins með hana, sem hvern annan hlut, ef menn geta notað hann án þess að borga neitt fyrir notkun hans, þá eru þeir tregir til að kasta út peningum, sem frá þeirra sjónarmiði er óþarft, þar þeir geta fengið hann endurgjaldslaust. En úr því að Englendingum þykir mikið varið í landhelgi okkar, og þeir eiga ekki hægt með, þótt vörnin sé ekki góð, að brúka hana eins og þeir vilja, þá væri ekki ólfklegt, að þeir vildu fá hana leigða yfir einhvern stuttan tíma, og þannig upp- fylla óskir þeirra Islendinga, er berjast fyrir þessu ár frá ári. Mín skoðun er sú, að ef talað er um leigu á öllu þessu svæði, sem er um 240 sjómílur á lengd, þá ætti stjórninni að veitast heimild til, að leigja það ensku stjórninni, eða enskum botnvörpufélögum til viss tíma, eins og 5 ára. Gjaldið virtist mér hæfilegt fyrir allan tímann 500,000 £ eða 9,000,000 kr., sem yrði í ársgjald 100,000 £ (1,800,000 kr.), og skyldi öll leiguupphæðin borgast þannig, að helmingur sé greiddur fyrir fram, en hinn helmingurinn á miðjum leigutfman- um eða með víxil á Lundúnabanka. Helmingur ársleigunnar eða 900,000 kr. skyldi renna í landsjóð, 450,000 kr. í ríkis- sjóð Dana, 225,000 kr. til búnaðar og nytsamra fyrirtækja í sýslum þeim, sem liggja að svæðinu hlutfallslega við það, sem sjómennska hefur verið og er þar stunduð, en afgangurinn 225,000 kr. til verðlauna fyrir sjómennsku og fiskiveiðar annarstaðar á landmu. Það kann vel að vera, að nokkrum sýn- ist eg fara með óheyrilega háar tölur, og að Englendingum mundi ekki detta slfkt f hug, að kaupa svo dýru verði landhelgis- réttinn; það mætti vera sem vera vildi með það; en eg fyrir mitt leyti vildi ekki selja þessa gullnámu einum eyri ódýrara. En þar sem eg hef heyrt af sjómanni, sem hefur verið mörg ár í Ameríku, og sem eg hef enga ástæðu til að rengja — þótt Jón Ölafsson hafi ekki heyrt getið um það — að Englendingar hefðu leigt landhelgisrétt af Ameríkumönnum til nokk- urra ára fyrir 5,000,000 dollara (i&'/i miljón kr.) á ekki stærra svæði en því, er hér er talað um, sem var þó mörgum sinnum fjær þeim en ísland, þá ættu þeir ekki síður að vilja þetta, efþeimáannað borð þykir nokkuð koma til landhelginn- ar hér. Að hinu leytinu er útvegur Englend- inga svo mikill, ef tekið er tillit til allra þeirra botnvörpufélaga, þar sem þeir hafa um 140 slík félög með tæpum 2000 botn- vörpugufuskipum, að það ætti ekki að virðast mjög erfitt fyrir þá, eða mikið á hvert þeirra, að eins tæp 715 £ á hvert félag, eða um 50 £ (900 kr.) á hvert sikp. Þetta mundi Englendingum ekki þykja mikið gjald, ef þeir á annað borð vildu hafa nokkuð með landhelgisréttinn að gera. En að þeir mundu vilja, eptir að leigu- tíminn væri á enda, fiska f landhelgi án þess að leysa leyfisbréf, það ætti að vera hægt að fyritmuna þeim; sama hafði átt sér stað hjá þeim við Amerfku, en þá hertu þeir svo á lögunum, að hvert skíp, sem braut landhelgislögin, var gert upptækt með öllum veiðarfærmn og afla, svo þeir léku sér ekki að því framvegis. Það er ekki svo að skilja, að eg sé þess eggjandi, að landhelgin væri leigð á þennan hátt, heldur er það, að eg sé ekki svo mikla hættu fyrir oss, þótt það væri gert fyrir stuttan tíma fyrir gott endur- gjald; við gætum hagnýtt okkur eins fyrir því fiskibanka þá, sem þorskur er fisk- aður á. En þótt maöur verði að játa, að eyðileggingin, sem er samfara þessari veiði, sé mikil, og eigi reiknanleg til peninga- verðs, þá er þó hér farið fram á endur- gjald, er ætti að miklu leyti að bæta landsmönnum það, og væru Islendingar þá eptirleiðis betur staddir í peningalegu tilliti, til að vemda réttindi landsins. Að eg hef skipt upphæðinni þannig, að ríkissjóður Dana fengi fjórða part af ár- gjaldinu, er af þvl að eg býst við, að stjórnin mundi aldrei samþykkja slíkt frum- varp, nema því að eins, að réttur Dana við Island yrði ekki á neinn hátt fyrir borð borinn. Mfn meining er, að það sé skylda okkar að færa oss sem bezt 1 nyt þau gæði, sem náttúran hefur úthlutað oss, að við hvorki megum láta útlendinga taka þau með ránshendi, eða selja þeim þau fyrir smán- argjald, þvf þetta eru dýrir fjársjóðir, sem margir líta ágirndaraugum til. Við eigum 2 banka; fiskibankann mikla við Island, sem hefur of fjár, og lands- bankann, sem er of fjárvana. Við ættum að reyna að hagnýta oss sem bezt hinn fyr nefnda, og þá mun tára að bera minna á þurðinni í hinum — landsbankanum — sem vér eigum hvorki né megum fáta verða útlendum auðkýfingum að herfangi. Á sama hátt verðum við að sporna gegn því, eptir því sem 1 voru valdi stendur, að hinum »bankanum« verði gerspillt af út- lendum ránsmönnum og yfirgangsseggjum. Það er heilög skylda vor. Rvík 3. nóv. 1902. Matth, Þórðarson. Ræktun landsins. Umræðnfimdiir í Bimaðarfélagi Islands. I. Barn, sem alltr vilja eiga. — Vedrabrigði. — Þremtingin. — Villukenningar. Nýlega birtist 1 blaðinu Isafold grein eptir Björn Jensson kennara, með fyrir- sögninni: »Undirstaða landbúnaðarfram- fara«. Grein þessi vakti þegar allmikla eptirtekt. Þótti hér venju fremur fast og djarflega tekið í vissa strengi, og stjórn »Búnaðarfélags Islands« þóttist eigi mega leiða slíkt hjá sér, og boðaði því til um- ræðufundar um þetta mál. Fundur þessi var svo haldinn á laugardagskveldið 8. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Fundurinn var mjög vel sóttur og urðu þar ailfjörug- ar umræður, sem stóðu yfir í nær því 4 kl.st. Hér skal nú lauslega drepið á hið helzta af umræðunum. Málshefjandi var höf. áðurnefndrar grein- ar Björn kennari Jensson; skýrði hann með fám orðum frá því, að tilgangur sinn með greininni hefði aðallega verið sá, að koma hreyfingu á málið, taldi það auð- séð, að smámsaman myndi þrengja meir og meir að landbúnaðinum, og hann stæði jafnvel nú ekki sem glæsilegast, virt- ist framförunum miða svo hægt áfram, að nauðsynlegt myndi að reyna nýja leið, og hin líklegasta væri þá sú, er hann hefði bent á í greininni. Meiri lfkur til, að vér með þvl að snúa inn á þessa leið mynd- um geta greikkað sporið. Umræður hófust nú um þetta mál all- ítarlegar og fjörugar á móti skoðunum þeim, er Björn Jensson hafði haldið fram í grein sinni. Töluðu einkum þeir Sig. Sig- urðsson, Einar Helgason, Guðjón Guð- mundsson, Dr. Jónassen, ogt að nokkru leyti Björn Bjarnarson. í öllum atriðum samdómaB. J. var Sigurður Þórólfsson. — Samdóma í aðalatriðum Jón Jónatansson. Auk þess tóku þátt í umræðunum þeir Eggert Finnsson bóndi á Meðalfelli og Eggert Briem óðalsbóndi í Viðey. Þeir andmælendur Björns Jenssonarsýnd- ust dyggilega sneiða hjá því, sem aðal- lega var mergurinn málsins, nefnilega spurningin; hvort vér ættum að breyta til eða ekki — taka upp þá aðferð, að plægja upp jörðina og fá grasgróðurinn aptur með sáningu, eða halda áfram gömlu að- ferðinni. Að vísu lýstu þeir vantrausti sínu á því að breyta til, en færðu engar verulegar röksemdir fyrir þessu vantrausti. Aptur réðust þeir óþyrmilega á bendingu B. J. um það, hvernig hin nýja aðferð skyldi viðhöfð, einkum þar sem hann minntist ásáðskipti; hröktu þeir það ræki- lega, enda gat engum blandazt hngur um, að þær voru ekki heppilegar, og B. J. hafði heldur aldrei haldið þeim fast fram. Meinilla virtist sumum þeirra vera við það, að einn af blaðamönnum hér (J. Ól.) hafði talið aðalkjarnann í grein Björns Jenssonar, nýung, sem hann hefði fyrstur manna flutt, gekk sumum þeirra ekki sem bezt að dylja það, að þeir vildu gjarnan eigna sér fað- ernið, en það lá reyndar fyrir utan um- ræðurnar, hitt var mest um vert, að barn- ið var efnilegt, sem sannaðist með þvl, að svo margir vildu eiga það. Óvænt veðrabrigði virtist sumum koma fram hjá þeim Sig. Sig. og Einari Helga syni. Þeim, sem eru kunnugir því, sem þeir hafa áður látið t ljósi um þetta mál, hlaut að koma það undarlega fyrir, að þeir skyldu vera svo eindregið mótfallnir B. J. Aðalatriðið var því: eigum vér að breyta til eða ekki, eigum vér að halda áfram gömlu aðferðintii eða reyna nýja ? Sig. Sig. tjáði sig að vísu ekki mótfall- inn tilraunum með grasfræsáningu, en á- leit gömlu aðferðina hentasta fyrir oss fyrst um sinn, ef öll vandvirkni væri viðhöfð. Af ræðu E. H. virtist mér, sem þessar línur rita, helzt mega ráða þetta: Þið eigið allir að þegja um þetta mál, þang- að til e g er með tilraunum mínum bú-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.