Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.12.1902, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 05.12.1902, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR. 54. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. desember 1902. JK 49. Muó/tadá JtfiiAýt.támv Ræktun landsins. Eptir Jón Jónntansson. III. Grasrækt með sáningu hefur svo marga kosti fram yfir gömlu aðferðina, að það getur enginn verið í efa um það, að vér eigum að breyta til og taka hana upp, svo framarlega sem hún getur heppnazt og úr því verður að láta reynsluna leysa. Að koma þessari breytingu að, er enginn hægð- arleikur, en það dugar ekki fyrir oss, að standa lengur í sömu sporum aðgerðalaus- ir, og kvarta yfir, að þetta og annað sé ósannað með reynslu, vér verðum að taka oss verulega fram um það, að útvega oss þessa reynslu, og ekki megum vér hafa mörg ár fyrir umhugsunarttma; brýn nauð- syn knýr oss til að hefjast handa þegar ( stað. Vér þurfum að fá ítarlegar og áreiðan- legar tilraunir til að færa almenningi heim sanninn um það, að sáningaraðferðin get- ur heppnazt og að hún er ódýrari og arð- meiri en gamla aðferðin. — Næsta þing verður að veita fé til siíkra tilrauna og búnaðarfélag tandsins (eða stjórn þess) að sjá um, að þeim verði sem fyrst og sem heppilegast komið í framkvæmd. Vér verð- um að krefjast þess, að þetta sé gert; vér höfum ekki efni á því, að vera lengur í óvissu um jafnþýðingarmikið atriði. Þess má vænta, að til séu þeir menn, sem þyki fjárframlögin til landbúnaðarins svo mik- il, að varla sé færi á að auka þau að mun. Þetta getur að nokkru leyti satt verið, en hins ber að gæta, að landbúnaðurinn — sem aðalatvinnuvegur vor og máttarstólpi landsins — á heimtingu á því, að sitja fyr- ir miður nauðsynlegu, sem fé landsins er varið til. Ennfremur mætti llta á það, hvort öllu því, sem nú er varið til efling- ar landbúnaði, sem kallað er — er varið svo heppilega, að það geti ekki á annan hátt koinið honum betur að notum, og ef svo væri, mætti verja einhverju af þvl til áð- urnefndra tilrauna. Tilraunir þessar verða að vera svo víðtækar, sem unnt er, spurn- ingarnar svo fjölbreyttar; með því móti fæst fyr áreiðanleg reynsla, en þær mega ekki vera svo strang-vísindalegar, að al- menningur geti ekkert af þeim lært. Þess- ar tilraunir verða fyrst að vera gerðar á einum stað og þeim þarf að vera hagað þannig, að sem fljótast megi af þeim læra. Þegar búið er á þessum stað að fá nokk urnveginn fullnægjandi svör upp á þær spurningar, sem verið er að leita svara um, á að fara að gera tilraunirnar víðtæk- ari, að því leyti, að láta þær ná yfir stærri svæði, láta hið sama vera reynt á ýmsum stöðum víðsvegar um land. Þær tilraun- ir geta skynsamir og athugulir bændur gert eptir fyrirsögn þess eða þeirra, sem aðaltilraunirnar hafa á hendi; entilþess að geta sagt fyrir um slíkt, þarf fyrst með aðaltilraunum að vera fengin sú reynsla, sem hægt sé að leiðbeiua eptir. Það á ekki hér við að fjölyrða um fyrirkomulag slíkra tilrauna. Vér höfum þar dæmi Bið j ið æ t í ð u m OTTO M0NSTED S DANSKA SMJÖRLÍKl, sem er alveg eins bragðgott og notadrjúgt og smjör. Yerksiniðjan er liín elzta og stærsta í Danmörkn, og hýr til óefað liina beztn vörn og ódýrnstu í samanborði við gæðin. ^ Fæst hjá kaupmönnum. 3* grannþjóða vorra til eptirbreytni, en það sem oss ber að leggja kapp á, erað fá til- raunum komið á fót. Aðaltilraunirnar Þurfa að vera gerðar á hentugum stað, þar sem nóg er fyrir hendi af hentugu landi, sem ódýrt er að vinna, og þeim þarf að vera stjórnað af þekk- ingu og áhuga má ekki skorta. Sjálfsagt virðist að gera þessar aðaltil- raunir hér sunnanlands, en á hvaða stað þær eru gerðar, hefur 1 sjálfu sér ekki mik- ið að þýða, ef staðurinn er hentugur; auð- vitað geta orðið skiptar skoðanir um það, hvar þær eigi að vera, en hitt vona eg, að flestir, sem nokkuð skyn bera á sííkt, geti orðið samdóma um það, að tilraun- irnar eigi ekki að vera í R’eykjavík; til þess vantar einkum hentugt land o. fl. — að hafa þær þar sem svo hagar til, er einung- is til þess að gera þær margfallt dýrari en þær þyrftu að vera. Aðalatriðið, sem þessar tilraunir eiga að fást við, er rækt- un á innlendu grasfræi og þess ber þá um leið að gæta, að þar sem tilraunirnar eru framkvæmdar, sé kostur á að fá með litl- um kostnaði nægilegt af hinum helztu gras- frætegundum til að byrja með o. fl. þar að lútandi. Þetta atriði er sérlega mikils- vert, því takist það, að tá til muna rækt- að af innlendu fræi, er stórt spor stigið í framfaraáttina fyrir búnað vorn, og pd fyrst er verulegra framfara að vænta í jarð- rækt vorri. En það er eitt, sem oss skortir til þess, að nokkur nýbreytni til umbóta í jarðrækt vorri komist á og það er verkleg kunn- átta; úr þeirri vöntun er auðvelt að bæta dálítið, og afamauðsynlegt, hvort sem þessi áðurumgetna nýbreytni verður upp tekin eða ekki, því skortur á verklegri kunnáttu er eitt af því, sem tilfinnanlega hefur staðið búnaði vorum fyrir framför- um. Eg skal t. d. nefna piægingar — að þær nái útbreiðslu, er þýðingarmikið at- riði fyrir búnað vorn, og stórmikil breyt- ing til umbóta, og að koma henni á er, eða að minnsta kosti ætti að vera, talsvert auðveldara en nýbreytnin með fræsáningu, því að líkindum efast enginn um það, að það er ódýrara að vinna með hestunum, sem vér höfum nóg af, heldur en að nota til heyvinnu dýra og lítt fáanlega vinnu- krapta. Embættismenn á þingi. Eins og öllum er kunnugt, eiga að fara fram kosningar til alþingis á næsta vori, og verða þær kosningar mjög þýðingar- miklar fyrir þjóðina, enda eru margir, sem bera kvíðboga fyrir því, hvérnig þær muni fara. I fyrra voru miklar æsingar víða í sveitum um kosningarnar, því þá var verið að deila um Hafnarstjórn og heimastjórn, en sem betur fór, urðu heimastjórnarmenn f meiri hluta, og því fengurn við von um hina margþráðu heimastjórn. Nú er ekki lengur að öllum Ifkindum deilt um þetta atriði; þótt valtýsku flokksmennirnir sumir séu ekki sem bezt ánægðir með úrslitin frá síðasta þingi. En nú er annað, sem keppnin verður um, og það er fíkn em- bættismannanna að komast á þing við næstu kosningar, og leikur mönnum grun- ur á, að þeir muni hugsa sér að láta taka fyrir launalögin upp á nýtt, og bæta kjör sín. Það var mest áherzla lögð á Iauna- lögin á fyrstu löggjafarþiiigum okkar, og svo er smámsaman verið að lagfæra eitt og annað embætiismönnum í hag sfðan; en í sjálfu sér er önnur hætta enn lakari en þetta, ef að meiri hluti þingmanna verður úr embættismannaflokknum. Þegar stjórnin er orðin innlend, þá er gert ráð fyrir, að þingræðið verði meira hjá okkur en hefur verið hingað til, en til þess að það verði, þarf nieiri hluti þingsins eða þingmannanna að vera óháð- ur stjórninni, en embættismennirnir geta ekki álitizt að vera henni óháðir, afþeirri einföldu ástæðu, að það má víkja embætt- ismönnum úr embætti án dóms, ef stjórninni mislíkar eitthvað við þá, og get- ur því verið hættuspil fyrir embættismenn aðsetjasig algerlegaupp á móti henni, og ef margir embættismenn eru þingmenn, eða ef þingið er borið ofurliða af þingmönn- um úr emhættismannaflokknum, þá geta menn búizt við, að þingið beygi sig undir vilja og vald stjórnarinnar, og þá verður afleiðingin sú, að það er stjórnin ein, sem ræður, en hefur þingið algerlega á sínu valdi, og þá verðum við ver farnir í stjórn- raálum vorum, en við erum nú. Og þetta er hættan, sem nú vofir yfir okkur. Eins og allir vita, er og hefur verið mik- ið unnið að því, að koma embættismönn- um á þing. Og nú kvað í ýmsum sveit- um hvað kappsamlegast að því starfað, og haft fyrir ástæðu, að þeir séu einu menn- irnir hér á landi, sem séu færir um að sitja á löggjafarþingi voru, og einu rnenn- irnir, sem viti hvaða lög þurfi til þess að lækna þjóðarmein vor og rétta við búskap- inn til sjávar og sveita. En eins og öllum gefur að skilja, vita þeir þetta ekki nema í gegnurn þá menn, sem stunda þessar at- vinnugreinar, og fara svo eptir áliti þeirra með tillögur í þessum málum. Það er jafnan viðkvæðið hjá embættismanna- sinnum, þegar talað er um alþýðumann | sem þingmannsefni, „að það sé hreinasta hreyksli fyrir kjördæmið, að senda lftt eða ómenntaðan mann á þing, þegar kjördæm- ið eigi völ á mikilhæfum lærðum manni, til þingmanns fyrir kjördæmið", og fara þá að vitna í rit Páls Briems og fleiri um menntunarástandið hjá okkur, þar sem „íslenzka alþýðan sé ekki á hærra stigi en tyrknesk alþýða“. Og svo er búið að berja þetta inn í höfuðið á ýmsum úr alþýðu- flokknum, að þeir eru farnir að missa traustið á sjálfum' sér í því að hafa vit á að hugsa um sinn eigin hag; og ef öll alþýða vor missti þannig traustið á sjálfri sér, þá erum við illa farnir sem þjóð, en líklegast að þeir áminnstu rithöfundar séu þá búnir að ná takmarki sínu, með það, að geta einir ráðið og stjórnað allri alþýðunni eptir sinni vild. Þeir hugsa sér óefað að gera hana þá rlka og sæla með kjör sín, en það getur líka brugðizt. Vér verðum því að hafa það hugfast, að við viljum vera sjálfstæðir menn og þjóð með frjálsri alþýðu, sem hefur óbifanlegt traust á sjálfri sér. En því miður er nú víða farið að bera á því, að alþýðan eða megin- þorri hennar er að verða háðari bæði auð- valdi og embættisvaldinu. Þótt illt sé til þess að vita, þá kom þetta talsvert í Ijós á stöku stöðum við síðustu kosningar. Aptur var í sumum sveitum sýndur frá- bær dugnaður og sjálfstæði við kosning- arnar, til dæmis hjá Húavetningum, þar sem þeir höfðu flesta ríkismenn, em- bættismenn og alla kaupmenn sýslunnar á móti sér, og einhvern mikilhæfasta em- bættismann landsins í boði á móti bónda og unnu stóran sigur. Nú er Húnvetn- ingum fullljóst, og mörgum fleirum, hvaða erindi að embættismenn vorir eiga á næsta þing. Það er nú altalað, að Páll Briem ætli enn að reyna að komast að þmg- mennsku hjá Húnvetningurn við næstu kosningar. En almennt er því spáð, að Húnvetningar muni ekki missa svo mikið af sjálfstæði sínu þetta eina ár, að þeir stuðli að því, að veikja þingræðið á tnóti stjórninni. Og eg veit, að þegar alþýðan á Islandi fer sjálf að hugsa um málið, þá verður henni fulljóst, hver hætta henni getur verið búin af því, að löggjaf- arþing hennar sé meiri hluti embættismenn, og þá sannar hi'tn það, hvort hún er ekki á hærra menntastigi en tyrknesk al- þýða. En einmitt nú við næstu kosning- ingar, er teflt um þingbundna stjórn, þar sem alþýðan ræður mestu í löggjafarþing- inu, eða um stjórn með tóma embættis- menn á þingi. Því að-auðvitað er, að hvort sero verður ofan á, þá rná alþýðan, sem er meiri hluti þjóðarinnar, lifa undir þeim lögum, sem þing og stjórn skapa henni. Það mun lengi elda eptir af því stjórnar- fyrirkomulagi, sem við nú fáurn, og á því alþýðan, sem ein getur ráðið þingkosn- ingum ekki sökina nema á sjálfri sér, ef illa fer. Það þarf ekki að óttast fyrir, að lagafrumvörpin geti ekki verið vel úr garði gerð, þótt þingmennirnir séu fleiri úr alþýðu- og starfsmannaflokknum, þar eð stjórn- in sjálf semur vandasömustu lagafrumvörp- in, og svo má búast við, að allir þeir konungkjörnu séu lærðir rnenn og líklega embættismenn. Eg vona að þú, Þjóðólfur minn, flytjir þessar fáu línur lesendum þínum; þú hef- ur lengi og vel barizt fyrir heimastjórninni og unnið sigur, og leiðbeint alþýðunni í því efm, og muntu enn leiðbeina henni við kosnmgar. Allraheilagramessu 1902. Bóndi.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.