Þjóðólfur - 02.01.1903, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 02.01.1903, Qupperneq 2
2 þeirri innskotsgrein. Sendiferð þessi er tortriggileg, þvl að hennar er hvergi get- ið í neinni Noregskonungasögu (nema Ólafss. miklu) nje í Orkn. s., og Laxd. legst hjer beint á móti Eyrb., því að hún seg- ir, að Ketill hafi farið vestur um haf af missætti við Harald hárfagra, og mun það rjettara. I Laxd. er saga Ketils ein- faldari og sennilegri, enn í Eyrb. með meiri íkjublæ. Höf. getur þess í innganginum (28. bls.), að faðir Flóka víkings, þess er fann Is- land, hafi heitið Glámr. Hjer heíði hann átt að taka það fram, að þetta stiðst að eins við ómerkilegt Landnámuhandrit, A. M. nx fol., og er því mjögvafasamt. Um »Naddoð« skal jeg benda á, að hið rjetta nafn hans mun vera Nadd-Oddr-, hann er beinlínis kallaður Oddr á einum stað (Fms. I 2357, sbr. Landn. FJ. bls. 26221). og víðast, þar sem hann er nefndur, mæla handritin með þeirri mind nafnsins, enn ekkert verulega á móti. Rógburðarástríða Valtýinga. Motto: Öllu er snúið öfugt þó, aptur og fram í hundamó. í 51. tölublaði „Þjóðviljans" nýl. (sem sumir kalla „Þjóðvilluna") stendur grein með yfirskriptinni: „Deilurnar" eptir S. St. (— Sigurð Stefánsson, Vigurklerk). — „Þjóðviljinn" hefur, eins og kunnugt er aldrei haft aðra stefnuskrá en þá, að leggja núverandi landshöfðingja í einelti, og reyna að gera orð hans og gerðir sem allra tor- tryggilegust. í þessari iðn hefur Vigur- klerkurinn, einkum á síðari árum, fylgt vini sínum, ritst]. „Þjóðv.“, trúr og tryggur. í ofannefndri grein Vigurklerksins, stend- ur meðal annars þessi klausa: „Hér innanlands er hin sama stjórn enn við stýrið, sem dyggastur var fuiltrúinn Estrúpsráðaneytisins alræmda og hatðast barðist lengstum undir merkjum pess, gegn sjdlfstjórn vorri“. Það . er nú varla auðið, að snúa sann- leikanum öfugra, en hér er gert, — og bíræfnara. Það er sem sé öllum kunnugt, að einmitt hinn núverandi landshöfðingi gerði fyrir vora hönd í bréfi sínu til dönsku apturhaldsstjórnarinnar dags. 20. des. 1895. Stj.tíð. 1897 bls. 123—125, kröfurnar um, „1. að eigi verði borin upp í ríkisráðinu eða lögð undir atkvæði þess, lög eða stjórnarathafnir, er snerta hin sérstöku málefni Islands. 2. að innlendur maður, er búsettur sé á íslandi og mæti á alþingi, beri eigi ein- ungis ábýrgð gagnvart alþingi á því, að stjórnarskráin sé haldin, heldur og á sér- hverri þeirri stjórnarathöfn, er snertir hin sérstöku málefni landsins, og 3. að hér á landi verði skipaður dómur innlendra manna (landsdómur) til þess að dæma mál þau, er konungur eða neðri deild alþingis kann að höfða gegn þeim manni, er hefði á hendi æztu stjórn inn- lendra máfa, útafembættisfærslu hans“. Það er þannig hinn núverandi lands- höfðmgi, sem tók sér í þessu máli stöðu í broddi þeirrar fylkingar íslendinga, sem krafðist aí aptuihaidsstjóminni dönsku þeirra endurbóta á stjórnarfarinu, sem væru ekki minni en þetta. Þegar svo danska apturhaldsstjórnin af- sagði með öllu í bréfi sínu 29. maí 1897. Stj.tíð. 1897 bls. 119—123, að verða við þessum kröfum, en gerði tilraun til 1897 með Valtý sem verkfæri, að láta alþingi og íslendinga lækka kröfurnar niður í „sérstakan ráðgjafa búsettan í Kaupmanna- höfn“, þá stóð hínn núverandí landshöfð- ingi fast við kröfur sínar, og vildi ekki, að vér yrðum svo lítilþægir, að gera okk- ur ánægða með „valtýskuna". Fyrir þetta, að setja kröfurnar hærra heldur en Val- týingar og hærra en apturhaldsstjórnin vildi veita, fékk hann svo óþökk apftir- haldsstjórnarinnar dönsku og atyrðing Val- týinga í íslenzkum og dönskum blöðum. Landshöfðinginn sýndi þá, að hann mat meira réttindi og kröfur ættjarðar sinnar, heldur en hollustu og auðsyeipni við apt- urhaldsstjórnina dönsku. Hann hafði þá þrek og einurð, til að snúast á móti um- bjóðanda sínum og yfirboðara, apturhalds- ráðgjafanum í Khöfn, þegar honum fannst heill og heiður ættjarðarinnar krefjast þess af sér, — enda þótt stöðu hans, sem full- trúi apturhalds-ráðgjafans hlyti þá að vera hætta búin. Þessu verður ekki gleymt, þegar saga Islands verður rituð óbrjáluð, og þetta er meira þrek og verðmætari mótspyma á móti apturhaldsstjórninni dönsku, en nokk- ur Valtýingur heíur nokkurn tíma sýnt. Það er því svo öfugt, sem mest má verða, þegar Vigurklerkur vill láta þjóð- ina hervæðast gegn leifum apturhaldsstjórn- arinnar dönsku hér á landi, að sperra þá eyrun á mótí hinni innlendu landstjórn, landshöfðingjanum, því að hann hefur miklu greiniiegar heldur en allir Valtý- ingar til samans, veitt apturhaldsráðaneyt- inu mótspyrnu í aðal kappsmáli þjóðar vorrar. — Ef enn eru til hér á landi nokkr- ar leifar apturhaldsráðaneytisins danska, þá er þeirra eptir hlutarins eðli ekki að leita meðal þeirra manna, sem berlegast hafa sýnt mótspyrnuna einmitt gegn því ráðaneyti og skoðunum þess, hvort sem það hét Estrup eðaNellemann eða Rump ásamt Valtý og Companíi, — þá er þeir leifa ekki að leita meðal þeirra, sem ekki voru svo lítilþægir, að vilja ganga að þeim kostum, sem slfkt ráðaneyti bauð oss, held- ur sýndu þrek og djörfung til að standa fast við stærri kröfurnar. Ef enn eru til hér á landi nokkrar leifar slíks apturhalds- ráðaneytis, þá er þeirra að sjálfsögðu að leita nieðal tryggustu vina þess, meðal þeirra, er stjórnspekina námu af Rump og hans kompánum, sem drukku inn í sig og börðust utan lands oginnan fyrirskoð- unum þess ráðaneytis, dönsuðu hálfnauð- ugir síðastliðið sumar með „ráðgjafa bú- settum á-íslandi", teygjandi þó upp höfuð- in og æpandi, að eiginlega sé Rumpskan og Valtýskan betri en það, sem hin danska frjálslynda stjórn býður oss nú. Sé frjálsu stjórnarfari Islands hætta bú- in úr nokkurri átt, og þurfi því íslenzkir kjósendur að hervæðast gegn nokkrum slíkum apturhaldsráðaneytis-leifum, þá er þeirra að leita í hinum tryggu leifum Val- týskunnar, þeirra sem byggðu á Estrúp- Nellemann- Rumpska grundvellinum, og stjórnmálakenningum þeirra. Snorri. Sturla Þórðarson á skipi Magnúsar lagabætis. Eptir Beatrice Batmby. Frásögn prúð er færð á spjald: Fræðihetjan þjóðum sæmd hrakin var á hilmis vald, hauðri frá og vinum dæmd. Kvaddur er á konungs skeið, kost og sæti bauð eí neinn; háðskur á sér meiri mann margur benti Kögursveinn. Skaupi gnægðir skipverjar skáldið leiða fram á rausn: „Drottinssvikinn, sittu þar, syngja skaltu „höfuðlausn" 1“ Hallar degi, hverfur byr, hljóðnar drengja gamanspil, höfuðsmaður hilmis spyr: „Hver vill skemmta? segið til“. Svarar einn og augum gaut, eins og menn við skrípaspil: „Metumst ei við Mörð og Gaut, mörlandinn er kjörinn til“. Sturla glettinn grönum brá, gugnaði’ ei við hnútubein: Huldar sögu sagði frá svo að vekja mátti stein. Kappinn þekkti hrottahreim, heiptum slungið aldarfar, nótt og hel og nornasveim, nauðir manns um fold og mar. Marga rimmu hafði háð, hrokkið upp við gný og brak, þolað frost og feiknin bráð, fundið Heljar glímutak. Líf sitt upp hann dró með dul, dugði listin þjóðmæring, vakti kynja-vætt og þul voðamögnuð sjónhverfing. Hlátur fór af háðskri öld, hvaðanæva streymdi þjóð, sinnti lítt um svefn það kvöld, sagan Huldar þótti góð. Heyrir drottning mild og mær mikinn ys þar fjöldinn stóð: „Herra, kom svo heyrum vær Huldar þinnar skemmtiljóð". — Tíðin hefur sköpum skipt: skáldið fær af lofi gnægð; grein, úr miðju máli klippt, mundi rúma hinna frægð. Skáldið keyrt á konungsvald kveður enn þá Huldarljóð, gulli skreytir foldar fald, forna tíð og land og þjóð. Þessi fanginn frægðarmenn fær er enn að leggja í bönd, býður herrum heimsins enn heim á andans Furðuströnd. M. J. Á Akureyri er nýprentuð þýðing séra Matth. Jochumssonar á sjónarleiknum Gísli Súrsson, eptir hina ensku skáldkonu Beat- rice Barmby, höfund þessa kvæðis. Allir, sem lesið hafa þann leik segja sama um hann, að hann sé hreint og beint meist- araverk, og svo nákvæmlega samhljóða sögu Gísla, og íslenzkum anda, að það megi vekja mikla furðu, að ung ensk stúlka skuli hafa smíðað slíkan leik. — (M). Bæjarstjórnarkosningar. I næstu viku fara kosningar þessar fram, fyrri kosningin(mánudaginn 5. þ. m. og hin síðari laugardaginn 10. þ. m. Við þá kosn- ingu eiga hinir gjaldhærri kjósendur að velja 2 fulltrúa, en við fyrri kosninguna á mánudaginn eiga allir kjósendur að velja 7 fulltrúa, og þá verður aðalorustan háð, enda munu kandídatarnir eða umsækjend- urnir um þessi 7 fulltrúasæli vera orðnir um 30, og allir eða flestir hafa eitthvert fylgi, þótt mismikið sé. Er útlit fyrir, að atkvæði falli nokkuð á dreif, og að það verði hending ein, hverjir valdir verða í sum sætin, því að naumast munu fleiri en 2—3 kandídatanna vera vissir um kosn- ingu, þar á meðal eflaust einna vissastuí- Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, sem ekkí stöð á Isafoldárskránni. Annars eru sendlar á þönttm út um allan bæ til að reyna að troða lítthæfum mönnum inn í bæjarstjórnina samkvæmt þeirri skrá. Og svo halda sendlar þessir fttndi með sjálf- um sér í húsUm ýmsra félaga og sam- þykkja alstaðar listann sinn, sem svo er látinn heita sem einróma fundarsamþykkt frá því og því félagi(I). Þetta þarf ekki að líta neitt kynlega út, af því að einhverjir smalanna eru félagsmenn í þessu félagi, aðrir í hinu, hinir sömu ef til vill í tveimur eða fleirum o. s. frv. Á þennan hátt og með þessum millihlaup- um getur fylgi kandídatanna þeirra marg- faldazt nokkuð mikið fyrir almennings- sjónum, en getur orðið ódrýgra þá er fara á að sæta upp á kjörfundi, því að þá getur sami hlaupaflokkurinn ekki orð- ið nema einfaldur í roðinu. Kjóséndur ættu að muna eptir því, að velja nú í bæjarstjórnina skynsama, vand- aða, samvizkusama og óháða menn.menn, sem bærinn getur verið þekktur fyrir að hafa sem fulltrúa, og honum er ekki minnkun að, menn, sem ekki eru bundnir á klafa þeirrar klíku, sem vís væri til að beita völdúnum óhyggilega, hlutdrægnis- lega og ósamvizkusamlega, ef hún næði yfirtökunum í bæjarstjórninni. Það er nfl. opinbert leyndarmál, að það er verið að streitast við að fá nýju bæjarstjórnina alla hávaltýska(!I), lítt um aðra verðleika(l) fulltrúaefnanna hugsað. Ekki hefur annað heyrzt, en að mjög vel sé almennt látið yfir fulltrúaskrá þeirri, er birt var 1 síðasta Þjóðólfi, skrá, sem Framfarafélagið, fjöltnennasta félagið bænum af kosningarbœt um mönnum (það tjáir ekkert að neita því) mun ætla sér að fylgja að mestu leyti, nema hvað allmargir munu vilja kjósa þá Jón Þórðarson kaup- mann( af hærri gjaldendaflokki) og Arin- björn Sveinbjarnarson bókbindára í stað þeirra Hannesar Hafliðasonar skipstjóra og Péturs Hjaltesteðs úrsmiðs, er voru á Framfarafélagsskránni. Er ekki enn hægt að spá neinu um, hverjir hlutskarpastir verða við kosningar þessar. En bæjar- búar ættu nú að sjá um að skipa bæjar- stjórnina svo, að vel megi við una næstu 6 ár. Og sízt ættu menn að fara eptir því, hverjir mest trana sér fram og ólm- astir eru eptir að komast í þessa vegtyllu, því að það eru opt þeir, sem óhæfastir eru til að gegna starfinu, menn, sem að eins af hégómagirni einni og virðinga- girni spreyta spóann til að koma sjálfum sér á framfæri.—Á mánudaginnn á einn- ig að kjósa 2 menn til að endurskoða bæjarreikningana til næstu 6 ára og hefur áður verið bent á þá menn í Þjóðólfi. Frá útlöndum er fátt nýjunga. Viðsjár nokkrar í Vene- zuelu millttm landsmanna þar af annari hálfu og Breta og Þjóðverja af hinni. Hafa þeir bandamenn sent herskip þangað og tekið flota lýðveldisins, er var alls 4 skip. Svo hafa þeir og heimtaðað 150,000 kr. í skaðabætur, en Castro forseti hefur beðið Bandarlkin að skerast í leikinn og hjálpa Venezuelu,, en þau hafa neitað því. Verð- ur því að líkindum ekkert sögulegt úr þessu. Nóbels verðlaununum er nú úthlutað, og hafa þessir vísindamenn hlotið þau: Ross, enskur herlæknir (f. 1857), kunnur fyrir ritgerðir sínar um „malaria" (almenn sýki á blautum fúamýrum (,,mýrasótt“) á Ítalíu og víðar) og varnarráðstafanir gegn henni. Theodot Mommsen, háskólakennari í Berlín, nafnkunnur sagnfræðingur (Róm- verjasaga) 85 ára gamall. H. A. Loretitz háskólakennari í Leyden á Hollandi (f. 1853), eðlisfræðingur, eink- um kunnur fyrir rannsóknir í rafmagns- fræði. P Zeeniann í Amsterdam, einkum kunn- ur fyrir rannsóknir um spektur og Ijós- brot. Emil Fischer háskólakennari í efnafræði 1 Berlín. Friðarverðlaunin veitti norska stórþing- ið v. Martens (f. 1845) prófessor, ríkisráði að nafnbót f utanrlkisráðaneytinu rússneska. Er mælt, að hann hafi átt mikinn þátt í stofnun friðarþingsins í Haag m. fl., er hann hefur starfað f þarfir alþjóðafriðarins. Chamberlain lagðiaf stað til Suður-Afríku 25. nóv., . og er þar hafður viðbúnaður mikill til að fagna honum. Kona hans fór með honum. Mikið var um dýrðir á Björnsons af- mælinu í Kristjaníu 8. og 9. f. m. Síðari daginn var skáldinu haldin þar veizla mikil, en hátfðaræðuna hélt Berner, forseti stórþingsins. Skáldið Verner v. Heiden- stam talaði fyrir hönd Svía. Sunginn var hvað eptir annað þjóðsöngur Norðmanna: „Ja, vi elsker", eptir Björnson og „Jeg vil værge mit Land“. Björnson svaraði ræðunum og gat þess meðal annars, að það væri dálítið skrítið, að hann, sem hefði órt svo mörg kvæði fyrir norsku þjóðina,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.