Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.01.1903, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 09.01.1903, Qupperneq 3
7 armannahúsinu, heldur á bæjarþingsstof- unni og er vissara að vera kominnþang- að kl. 12, ef vera kynni að kjörstjóri tæki upp á því, að slíta kjörfundinum nokkuð skyndilega. — En það er samt vonandi, að kosning þessi fari löglegar fram en hin, og að kjörstjóri þylji ekki jfkjörskrána á sama hátt, og hann gerði á mánudaginn, því að slikur lestur getur naumast full- nægt fyrirmælum laganna um, að allir kjósendur skuli »kallaðir fram«. + Þopbjöpg Sveinsdóttir yflrsetukona andaðist hér í bænum eptir langvinnar þjáningár 6. þ. m., hálfáttræð að aldri. Hún var, eins og kunnugt er, alsystir Benedily;sJ heit. Sveinssonar og honum mjög samrýmd í öllu, enda voru þau mjög lík að skaplyndi, bæði óvenjulega áhuga- mikil, ósérhífin, ríklunduð og brennandi í trúnni á pólitiska endurfæðingu þessa lands, frelsi þess og framför. Þorbjörg heit. hafði mjþg mikil afskipti af pólitík, og var þar ávallt meðal hinna fremstu 1 flokki undir merkijbróður slns, meðan hann var uppi. Fráfall hans fékk henni mikils, og náði hún sér naumast síðan. Þótti henni margt fara á annan veg í pólitíkinni síð- ustu ár, en hún vildi og tók hún sér það allnærri. Er óhætt að segja, að enginn kvennmaður hér á landi á þessari öld hefur gefið sig meira við almennum mál- um, en Þorbjörg heit gerði, enda vaf hún viða kunn. Hún barðist mjög fyrir auknu kvennfrelsi, og var ein af fyrstu stofnend- um hins íslenzka kvennfélags, og var jafn- an lífið og sálin í því. Var og lengi forseti þess. Hún var mælsk vel, talaði opt á mannfundum og jafnan af allmiklum hita og sannfæringarkrapti. Var jafnan gerður góður rómur að máli hennar. Hún var hjálpsöm mjög, hjartagóð, tryggí lund og mjög trúrækin. Yfirsetukona hér í Reykjavík var hún um 40 ár, og tókst það afbragðsvel. Var henni einkar sýnt um að annast sjúka og bar mjög gott skyn á lækningar. Sjúkir og sorgmæddir áttu vísa hjúkrun og huggun, þar sem hún var. Hún var á ýmsan hátt einkennileg og öðruvísi en fólk flest. Verður skarð það, sem orðið er við frá- fall hennar, tæplega fyllt að svo stöddu. Sjón lei kar. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú tvisvar sinnum leikið „Hneykslið" eptir Otto Benzon danskan rithöfund, er samið hefur allmörg leikrit. Efni leiks þessa er heims- ádeila um hinn óeðlilega stéttaríg og heimskulegt tízkutildur auðugrar en hé- gómlegrar stórkaupmannsfamilíu, er reyn- ir að tylla sér á tá við hinar svo kölluðu æðri stéttir og hafa að eins samneyti við þær, en fyrirlítur vinnulýðinn og þá sem ekki hafa þennan „æðri stimpil". Leikur þessi er allskemmtilegur og margt í hon- um hnyttilega orðað og heppilega, margar all sárbeittar setningar gegn hégómagirni og einstengishætti manna og óhæfilegum tízkufjötrum, er menn láta leggja á sig af hræðslu við almenningsálitið, þessa óbil- gjarna harðstjóra, er drepur einstaklings- frelsið og bindur orð manna og gerðir á klafa vanans og hleypidómanna, unz allt lífið stefnir að því að „sýnast" fyrir öðrum og glata þannig öllu sjálfstæði sínu og sönnu manngildi, — Um leikenduna er fátt að segja, þeir leika fremur liðlega flestir. Kr. Ó. Þorgrímsson, er leikur etazráðið, lætur ofmikið bera á „kómisku" hliðinni hjá þess- um peningapúka, auðsjáanlega miklu meir, en höf. hefur ætlazt til. Sérstaklega ber ofmikið á þessu, þá er etazráðið er að tala við hinn væntanlega tengdason sinn v. Ahnskjöld. En áhorfendunum þykirgam- an að hneigingunum og beygingunum og öllu látbragði leikandans. En á þvf stranda margir leikendur og hættir því við að taka meira tillit til þess, að áhorfendurnir skemmti sér og hlægi, en að persónan, sem sýna á, sé sönn og’rétt, því að allt „grín" er svo þakklátlega þegið og aflar leikandanum orðstfrs og álits, ef ekki er því óhöndug- legar að farið. — Frk. Gunnþórun leikur etazráðsfrúna vel og allliðlega, sem stór- lynda, hégómlega, virðingagjarna og.rögg- samlega kaupmannskonu,’Jsem að mestu leyti er húsbóndinn á |heimilinu. Friðf. Guðjónsson leikur son þeirra hjóna (Arthur Hansen) mjög vel, og er hlutverkiðjauð- sjáanlega vel lagað fyrir hann. Frk. Lára Indriðadóttir leikur einnig vel, sérstaklega 1 sfðasta þætti, er hún fær vitneskju'um ástabrellUr unnusta síns. Leik“frk. Emilíu Indriðadóttur er að'sumu leyti ábótavant, þótt ‘yfirleitt þyki hún leika heldur vel. Henni tekst t. d “ekki vel 'að’sýna Jsanna hryggð, og verður opt hálf óeðlileg, en þess ber að fgæta, að hlutverk hennar er all- vandasamt. Helgi Helgason leikur v. Ahnskjöld alleðlilega, og skilur hlutverk sitt auðsjáanlega vel. — Það er dágóð skemmtun að horfa á leik þennan, með þvf að hann er í sjálfu sér vel saminn og flestir leikendurnir leysa hlutverk sín furðu vel af hendi. „Gamla Stpympa“. Svo var hún venjulegast kölluð kerlingar- ræfillinn, sem mér er í barnsminni, er eg var að alast upp hjá foreldrum mínum. Eg veit ekki, hvað hún hét réttu nafni, hef aldrei grennslazt eptir þvf, en hún var ávallt kölluð „Strympa gamla" eða „gamla Strympa". Ogeg man svo vel eptir, að hún var höfð fýrir grýlu á krakkana f sveitinni, enda var húnvel til þess fallin fyrir margra hluta sakir, bæði vegna útlits og lundernis, er hvorttveggja var í lakara lagi. Hún var svo orðvond og illmálg, einkum á bak, að enginn vildi hafa hana á heimili sínu og flæktist hún því venjulegast manna á milli og var öllum hvimleið. Varð hver þeirri stundu fegnastur, er hann gat losnað vjð hana. Bar hún róg og hviksögur út um helztu menn sveitarinnar, svo að allt komst í bál og brand. Ýmsir gárungar höfðu gaman af því, að karpa við kerlingu, erta hana á ýmsan hátt með því að blása framan í hana eða stinga hana með títuprjónum, því að þá var gam- an að sjá kerlu. Þá steytti hún hnefana, og hrækti í allar áttir, en gat engu orði upp komið nema „flónið þitt, bjáninn þinn". Það voru allar röksemdir kerlu, þegar hún var í ráðaleysi. Og svo sveiaði hún og fuss- aði. Hún hafði aldrei þótt stíga f vitið, en kristnuð hafði hún þó verið að nafninu, og hafði opt guðs nafn á vörunum, en enginn hafði þó séð hana fara í kirkju eða vera til altaris, Og var ætlun manna, að kerling væri hundheiðin, og fyrirliti prestinn sinn, þótt hún væri opt að smjaðra fyrir honum, því að mjúkmál gat liún verið, einkum við alla heldri menn, og þá, sem hún hugði,að mundu offra henni einhverju: peningum eða matarbita. Við slíka menn lék hún á als- oddi og hældi þeim á hvert reipi, en bak- beit þá, er þeir heyrðu ekki til. En bros- legast af öllu var þó, er kerling var að hæla sjálfri sér af dyggðum sfnum og mannkost- um. Var svo að heyra á henni, sem hún væri fyrirmynd í öllií fögru og góðu, hefði aldrei gert á hluta nokkurs manns, væri svo að segja heilög og lýtalaus, sakleysið sjálft. Þessir elliórar kerlu fór svo f vöxl með aldr- inum, að hún fór að líkja sér saman við Krist, og þótti mönnum þánógboðið. Varð hún að loltum svo ærð, að engu tauti varð við hana komið, og horfði til vandræða í sveitinni, því að öllum var blóðilla við „Strympu gömlu", og enginn vildi hafa liana á heimili sínu, sakir ærsla hennar og ill- yrða. * Hún hljóp og að fólki og beit það, þótt það hefði ekkert lagt til hennar Komu helztu bændur sér þá saman um, að kerl- ing mætti ékki ganga ómýld lengur, og oezt væri, að láta á hana munnkörfu, og hafa strangar gætur á því, að hún yrði ekki sér eða öðrum að voða, hún hefði nógu illu til leið- ar komið. Þá er húsbændur hennar komu með munnkörfuna, varð kerla hnuggin mjög, vissi til hvers verkfærið var ætlað, því að henni hafði opt áður verið ógnað með þess- ari körfu, þá er hún lét verst. En hún hafði þá jafnan lofað bót og betrun og sloppið með því. En nú dugðu engin undanbrögð lengur, hversu sem kerling veinaði og kvein- aði. Húsbændur hennar voru ósveigjanlegir, og smelltu munnkörfunni á kerlu. En svo að hún yrði ekki alveg klumsa, var’henni endrum og sinnum leyft, að losast við hana dálitla stund undir umsjón húsbændanna. Og var þá kerling jafnaðarlega fremur stillt, andvarpaði, barði sér á brjóst, eins og Fari- seinn segjandi: „Ójdrottinn eg þakka þér, að eg er ekki eins og fanturinn hann Jón á Hóli^eða óþokkinn liann Jón f Dal, sem alltaf eru að tala Ijótt og skamma náung- ann. Þaðjjveit guð, að eg á ekki skilið, að ganga i meðfmunnkörfu, og svei þeim, sem smelltu'henni á mig, enda skal eg nú sýna þeim, að'eg erekki vitlaus enn, já, hreint ekkert vitlausari en áður, meðanpeg hafði orðið „frítt" og mátti tala af mínu eigin. Eg skal*. . . ." Lengra komst „Strympa gamla" ekki, þvf að Jhúsbændurnir komu þá með munnkörfuna. Þeir höfðu jafnan ná- kvæmar gætur á, þegarj þeim virtist, að kerla gamla ætlaði að fara yfir strykið. Og hegðaði hún sér venju fremur óskikkanlega meðan hún var laus við munnkörfuna, var henni hótað, að hún skyldi verða bundin við staur og hýdd, ef til vill send á Brim- arhólm. En ekki veit eg, hvort orðið hefur af því. Eptir því, sem eg frekast veit, tórir „gamla Strympa" enn. Ý. Skemmdir af ofviðri o. fl. Ur Húnavatnssýslu er ritað 10. f. m.: „Að kveldi 5. þ. m. fauk í afspyrnuroki eldur úr ofnpípu í töðuhey Hannesar bónda Magnússonar á Árbakka og brann það til ösku, nema 10—12 hestar, er rifnir voru úr því, og ern varla ætir fyrir ösku. Var þetta slæmur bagi fyrir hann. — I sama veðri missti Ámi bóndi Jónsson á Þverá f Hallárdal 60—70 hesta af útheyi úr heytópt og Björn sonur hans um 10 hesta. Ur húsinu þar brotnuðu flestir gluggar að neðan og mátti fólkið vaka alla nóttinaa við að halda rúmfötunum í gluggunum. Þar rauf og þök af húsum og viðurinn líka t. d. úr skemmu nýbyggðri og braut svo viðurinn gluggana. 50 ára gamalt þak rauf af smiðju þar eðakofa". Skipstrand. Hinn 4. þ. m. strandaði á Garðskaga enskt botnvörpuskip „John Forester", hleypti þar á grunn í góðu veðri. Menn björguðust allir. Sjávarborgarbrunlnn. Nú er orðið uppvfst um, hver valdið hefur brunanum á geymsluhúsum Ásgeirs Sigurðssonar, „Sjávarborg" í vetur. Söku- dólgurinn heitir Guðjón Guðmundsson til heimilis hér í bænum, misjafnlega kynntur. Gloppaðist það upp úr honum við húsbónda sinn, að hann mundi vera valdur að brunanum, en vill telja það óviljaverk, hafi verið drukkinn að reykja vindla þar við geymsluhúsið, og varpað eldspítunum ógætilega frá sér, sofnað svo og ekki vaknað fyr en allt stóð í björtu báli og hlaupið þá skelkaður burtu og farið að hátta. Um Tjörn á Vatnsnesl sækja séra Runólfur Magnús Jónsson á Hofi á Skagaströnd og Þoisteinn Björns- son cand. theol. Gufuskiplð „Scandia" kom 4. þ. m. með farm til Björns kaupm. Guðmundssonar. Það fer til útlanda í dag. Helztu fréttir útlendar, er bár- ust með því skipi eru þær, að Marconi hefur nú tekizt að senda loptskeyti þvert yfir Atlantshaf, frá Cape Breton í Nova Scotia til Cornwall á Englandi. Skeytið var frá Minto lávarði, Kanadalandstjóra, til Játvarðar Englakonungs. Jafnframt sendi Marconi loptskeyti til Ítalíukonungs og ýmsra blaða á Ítalíu. I þetta sinn voru loptskeytin að mfeðaltali 25 orð hvert. Er þá enginn efi á því orðinn, að upp- fundning Marconis er (nothæf, þótt enn hafi ekki tekizt að senda nándanærri jafn- mörg orð á hverri mínútu á þennan hátt eins og með sæþræði. En uppfundning þessi á framtíðina fyrir sér. Og þess verður eflaust ekki langt að’ bíða, að’vér íslendingar fáum að njóta góðs'af henni. Hið frakkneska fjársvikahyski,'Humbert- familían, sem lesendur Þjóðólfsfmuna [ef- laust eptir, hefur verið Ttekin"Shöndum"í Madrfd, og verður framseld "‘Frakkastj órn og flutt til Frakklands jjtil fyfirheyrslu. Hefur hyski þetta dvalið stöðugt á Spáni, slðan það strauk frá París næstl. vor. Bú- ast menn jafnvel við, að nýtt Panama- hneyksli komi á dagskrá við rannsókn á fjárprettamáli þéssu. Saltflskur var allmjög fallinn í verði ytra, eptir síðustu fréttum, var boðinn á 60 rlkis- mörk, en seldist ekki. Stökur sendar Þjóðólfi á nýjársdag. Nú ber skáldi höfuð hallt hittir ei þótt ljósti, eyrnalangur út af valt með Arnfirðing á brjósti. Ljóðin hans mér lízt ei sé lengur vert að styrkja. Á að launa’ af landsins fé Lokadellu’ að yrkja ? Skákdálkur Þjóðólfs. Nr. 8. Utanáskript: Pétur Zóphóníasson. Box 32 A. Rvík. Tafl nr. 6. Enskt riddaratafl. (teflt í Monte Carlo «/2 1901. M Tschigorin. S. Winaver. Hvítt. Svart. 1. e2—e4 e7~e5 2. RfU—f3 Rb8—c6 3- C2—C3 Rg8-f6 4- d2—d4 e5Xd4? 5- e4—es Dd8--e7 6. c3Xd4 d7—d6 7- Bbi- bs Rf6-d7? 8. 0—0 dóXes 9- d4-ds Rc6—b8 10. Rf3Xes De7—f6 11. Hfi-ei Bf8—e7 12. Dd—e2! h7—hs? 13- Re5-f3 Df6-d6 14. Bci—f4 Dd6—05 15- ds-d6! 0—0 16. d6Xe7 Hf8-e8 17- Rbi—C3 C7—c6 18. Bbs—c4 b7—b5 19. Bc4Xf7+! Kg8Xf7 20. De2—e6 mát. Taflþrantlr: 11. eptir F. X. Patzak í Vín. Hvítt: Ka4, Dhs, HC3, Re8, Pg3 = 5 menn. Svart: Kd4, Pcs og es = 3 m. Hvítt mátar f 3. leik. 12. eptir Samuel Loyd f New-York. Hvítt: Ke2, Dd7, Pe7 = 3 m. Svart: Kf7 = 1 maður. Hvítt mátar í 3. leik. Kappskákir. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóð- ólfi, þreytti Skákfélag íslendinga í Kaup- mannahöfn kappskákir við ’ Handelsforen- ingen faf 5. Juni Skakklub. Taflfélag það er gamalt, og hefur um 30’meðlimi, en S. I. í K. ungt (1 árs) og hefir| að eins 10 meði. Upphaflegaj áttu 10 að þreyta kappskák- irnar, en er á hólmmn kom, vantaði tvo landa, þá stórkaupm. Chr. Havsteen og Ólaf Björnsson stud. mag.,'( er voru veikir. Urðu þeir því. 8 talsins. Danir höfðu valið þá, er þeir höfðu bezta í" félaginu. Þeir Mortensen bókhaldari og Fischer-Jakobsen 1

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.