Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 1
55. árg. MuóÁldl jMatýœÁML Nýja stjórnin. i. Hlutverk nýju stjórnarinnar, er væntanlega kemst á laggirnar ein- hverntíma á næsta ári, verður að von- um allumfangsmikið, og margar kröf- ur verða til hennar gerðar í fyrstu, ef- laust miklu fleiri, en hún getur sinnt í fljótri svipan, því að hér er orðin svo brýn nauðsyn margra og mikilla umbóta, að menn sætta sig ekki við það, að þær dragist úrhömlu til lengd- ar. Auðvitað geta menn ekki krafizt þess, að framfarirnar verði mjög stór- stígar, þótt ný stjórn komi til valda, því að lítið er unnið við að kollhlaupa sig fyrsta sprettinn, er getur orðið til þess, að seinka nauðsynlegum umbót- um alltof langan tíma. Það sem mestu skiptir er, að fá hyggna, duglega, ein- beitta og framfarafúsa stjórn, er bæði sér hvar skórinn kreppir og hefur vit og hyggindi til að kippa því heppilega í lag, sem ábótavant er. Og umfram allt ríður stjórninni á, að hafa hylli og traust þjóðar og þings, því að njóti hún þess ekki kemur hún ekki að hálfum notum, þótt innlend sé, og verð- ur landinu aldrei til þess gagns, sem hún á að vera og getur verið. En þjóðhylli stjórnarinnar nýju er nær eingöngu komin undir því, hverjir menn það verða, sem hana skipa. Verði þ>að menn, sem hafa tekið mjög mik- inn þátt í pólitík síðustu ára og þar af leiðandi aflað sérmikillar mótspyrnu, er hætt við, að þeim veiti erfitt fyrst í stað að ávinnasér almennt þjóðfylgi, almenna þjóðhylli, og að þeir geti því ekki neytt krapta sinna og hæfileika, eins og þeir ella mundu geta. Fyrsti ráðherrann, hver sem þá tign hlýtur verður naumast öfundsverður af stöðu sinni fyrst í stað. Hann mun þurfa bæði að beita lipurð og lægni, til að gera sig fastan í sessi. En það skipt- ir afarmiklu, hver verður einmitt sá fyrsti. Á honum hvílir mestur vandi, mest ábyrgð gagnvart þjóð sinni, því að það er hann, sem á að mynda stjórnarvenjuna, þá venju, sem erfiðari verður fyrir síðari ráðherra að breyta, einkum með tilliti til allrar samvinnu við stjórn konungs í Kaupmannahöfn. Hann verður með lagi að draga undir sig hingað inn í landið sem al!ra mest völd, en láta ekki draga þau undan sér út til Hafnar, með öðrum orðum: hann verður að vera einbeittur, þjóð- hollur íslendingur, er metur meir fylgi og virðingu landa sinna og hagsmuni sinnar þjóðar, heldur en geðþekkni einhverra kongslalla í Kaupm.höfn, er vilja reyna að hafa áhrif á hann. Vér eigum hér ekki eingöngu við afskipti ríkisráðsins af sérmálum landsins, því að þau mun naumast þurfa mjög að óttast. En það eru önnur áhrif, sem Reykjavík, föstudaginn 16. janúar 1903. ráðherrann þarf engu síður að varast, og má til þess nefna t. d. áhrif sel- stöðukaupinannanpa, er búsettir eru ytra, áhrif bankamannanna (stóra bank- ans, þegar hann er kominn á stofn) o. m. fl., er ráðherrann þarf að var- ast, ef hann vill standa vel í stigreip- inu fyrir réttindum og hag þjóðarinn- ar. Nú sem stendur eigum vér ef til vill engum manni á að skipa, er treyst- andi væri til að skipa ráðherrasætið með nógu mikilli alvöru, nógu mikl- um einbeittleik annars vegar út á við, gagnvart utanaðkomandi áhrifum, og nógu mikilli lipurð, og nógu miklum hyggindum inn á við gagnvart þjóð og þingi, því að það hvorttveggja þarf að fylgjast að hjá hinum æzta stjórnanda landsins. En nú er að tjalda því sem til er og vænta þess, að stjórn- in verði sem allra heppnust í valinu að auðið er fyrir íslands hönd. Hyggn- ir stjórnmálamenn, er færir séu um að hafa æztu völd á hendi, eru ekki á hverju strái meðal stórþjóðanna, er hafa gengið gegnum langan pólitisk- an hreinsunareld, og hví skyldum vér íslendingar hafa þeim á að skipa af einum 80,000 manna, vér sem ekki þekkjum neinn pólitískan skóla, höf- um aldrei átt kost á að menntast í honum og erum því að byrja að stauta oss áfram í stafrofinu. En með inn- lendri stjórn og ráðherra búsettum hér, er situr á alþingi, munum vér smátt og smátt feta oss áfram, og þá er stundir líða munu koma menn, er gengið hafa í pólitiskan skóla við vort hæfi, og færir verða um, að takast hina æztu stjórn á hendur, svo vel fari. Það erum vér, sem eigum að ala upp stjórnmálamenn vora, ala upp ráðherraefni, er þjóðin getur haft traust á. En til þess gengur auðvitað nokk- uð langur tími, því að í fyrstu má bú- ast við, að stjórn landsfleytunnar fari ekki sem allra hönduglegast, hvorki hjá ráðherra né þingi. En með því að detta læra börnin að ganga, og loks munum vér einnig læra, hvernig vér eigum að haga oss, til þess að stjórn landsins fari sem bezt úr hendi. En vér þurfum margt og mikið að læra til þess. Þau einkenni, sem hing- að til hefur mest borið á í pólitík vor íslendinga, er einhliða kapp, stirðleiki og stífni einstakra manna, en minna af hyggindum, lipurð og lægni, og því hefur hún að miklu leyti farið út um þúfur og ekki borið þann ávöxt fyrir land og lýð, er hún hefði getað bor- ið, ef viturlegar, stillilegar og sam- vizkusamlegar hefði verið að farið. í þessu sambandi skal að eins tekið til dæmis atferli meiri hluta alþingis 1901, þá er stjórnarskiptin voru orðin í Dan- mörku. Hið blinda og hatrama ofur- kapp meiri hlutans þá, er eflaust eitt- hvert hið stærsta ólán, er þjóð vor hefur orðið fyrir, eflaust hin óheilla- ríkasta ályktun, er gerð hefur verið í pólitík nokkurs lands á jafn þýðingar- miklum tímamótum. Það var miklu verra og lakara en pólitiskt axarskapt. Það var stórhneyksli. En það tjáir ekki að sakast um orðinn hlut. II. Alþing í sumar mun gera nánari á- kvæði um fyrirkomulag hinnar æztu stjórnar innanlands, en unnt var að gera í sumar. Er líkast, að frumvarp eða ákveðnar uppástungur komi til þingsins frá stjórninni um það efni. En þá verður þingið að gæta þess, að rata meðalhófið, setja hvorki upp ofstórt skrifstofubákn með afarháum launum, né vera svo knýfið í fjárfram- lögutn, að það hindri framkvæmdir hinnar nýju stjórnar. Nokkuð bólaði á því á síðasta þingi, að bráðabirgð- aruppástungur ráðherrans um þetta fyr- irkomulag væru allófullnægjandi þörf- unum, og að miklu fleiri menn og bet- ur launaða þyrfti á innlendu stjórnar- skrifstofuna, en hann gerir ráð fyrir. Svo sögðu þeir, er þóttust vera kunn- ugastir því, hve störfin nú væru um- fangsmikil. Efri deildin eða nefndin í stjórnarskrármálinu þar, lagði enn- fremur til, að amtmannaembættin væru látin halda sér óbreytt fyrst um sinn, en nefndin í neðri deild lagði eindreg- ið með því, að þau væru lögð niður, svo fljótt sem því yrði við komið, ept- ir að stjórnarbreytingin væri komin á, enda virðist sjálfsagt, að svo verði gert, því að ella gæti svo farið, að þau yrðu nokkuð lífseig, og amtmenn- irnir héldust eptir sem áður, sem sjálf- stæðir embættismenn, og mundi þjóð- in una því miður, því að það eru ein- mitt þessi embætti, sem lengi hafa ver- ið þyrnir í augum hennar, af því að menn hafa ekki þótzt sjá, að þau væru svo bráðnauðsynleg. Margir mundu og lítt sakna þess, þótt amtsráðin væru lögð niður. Þau eru alldýr stofnun, en ekki að því skapi nauðsynleg. Yf- irleitt ætti að stuðla sem mest að því, að skipta valdsviðinu haganlega mill- um hinnar æðri og lægri stjórnar, þannig að héruðin (sýslunefndir) fengju úrskurðarvald í miklu fleiri málum, en þau nú hafa, og hrepparnir (hrepps- nefndirnar) yrðu aptur á móti sjálfstæð- ari gagnvart sýslunefndunum, en þær nú eru, þ. e. fengju meiri völd í hend- ur. Það verður vinsælast og optast einnig affarasælast fyrir hverja stjórn, að binda ekki um of hendur hinna lægri stétta, láta lýðinn ráða þeim málum, sem honum er kunnugast um, og hann er fær um að ráða til lykta, en láta ekki hvern óþarfa hégóma fara að flækjast kannske mörg ár gegnum margar skrifstofur og marga úrskurði. Það verður ávallt nokkuð seinfær stjórn og silaleg. En hitt eykur mjög sjálf- stæði og þroska þjóðarinnar, að hún sjálf hafi einhverja ábyrgðartilfinningu fyrir gerðum sínum, en þá tilfinningu fær hún ekki með því, að varpa allri stjórn, öllum ráðum og allri ábyrgð á herðar konunglegra embættismanna. Menn kunna t, d. að segja, aðísveit- arfélögum geti t. d. réttur einstaklings- ♦ M 3. ins opt orðið fyrir borð borinn, ef sveitafélögin fái meiri völd, en þau hafa nú, þau beiti illa því valdi, sem þau hafi o. s. frv. En þetta er mis- skilningur einn. Það er miklu hætt- ara við, að einstaklingurinn verði fyrir skakkafalli, þegar farið verður að þvæl- ast með mál hans frá Heródes til Píla- tusar. En hér er vandratað meðalhóf- ið. Það er allerfitt að skipta svo vald- inu milli hinnar æðri og lægri stjórn- ar, að hin lægri stjórn sé nokkurnveg- inn sjálfstæð fyrir sig, án þess skert sé um of nauðsynleg yfirumsjón og taumhald hinnar æðri stjórnar. En þennan meðalveg þarf og á hin nýja innlenda yfirstjórn að finna, ekki sölsa ofmikið undir sig af ómerkari málum. Hún mun einnig hafa nóg annað verk- efni með höndum. Og hún verður að varast, að gera skrifstofustörfin alltof flókin, dýr og umfangsmikil. Það er meira varið í, að stjórna vel, en að „stjórna mikið“. Áður hefur hér í blaðinu verið minnst á, að biskupsembættið mundi mega leggja niður, þá er nýja stjórnin væri komin á laggirnar. Það var vakið máls á þessu á alþingi í sumar t. d. í stjórnarskrárnefnd neðri deildar. Og tóku flestir fremur vel í það, en vildu þó ekki gera ákveðnar tillögur um það að sinni, sögðu, að það mætti ávallt gera það, ef nýju stjórninni sýndist það tiltækilegt. Var helzt talað um, að forstöðumaður prestaskólans gæti vígt prestana, hann hefði tíma til þess, °g þyrfti enga launahækkun, þótt hann væri sæmdur biskupsnafnbót, er mundi verða nauðsynlegt, einkum vegna helgi þeirrar, er á nafninu væri frá fornum tíma, því að þótt lítið væri nú orðið eptir af því, nema hljómurinn einn, mundi alþýða kunna illa við að missa hann. En flestum kom saman um það, að biskupsembættið, eins og það nú væri orðið, valdalítið og virðingalítið, væri landinu ofdýrt í samanburði við nyt- semdina, og kristninni í landinu mundi eins velborgið, þótt það legðist niður, en prófastar fengju meira vald í héruðum sínum. En þá yrðu jafnframt kirkju- málin fengin í hendur einhverjum skrif- stofustjóranum á stjórnarskrifstofunni, og mundu menn fljótt sætta sig við það fyrirkomulag. Landfógeta- og umboðslega endur- skoðandaembættið mætti og leggja undir stjórnarskrifstofuna, að minnsta kosti að nokkru leyti, þótt ekki væri þeim algerlega steypt saman við hana. Var heldur lagt á móti því, að svo yrði gert, þá er mál þetta var rætt í sumar, sem leið. En nefndirnar í báð- um deildum alþingis voru sammála um, að fela mætti landsbankanum að annast gjaldkerastörf landfógeta, og mundi það heppilegra, en að láta það hverfa alveg undir stjórnarskrifstofuna, því að lítið mundi sparast við það. Uppástunga kom einnig fram um, að setja á stofn sérstaka hagfræðisskrif- stofu, annaðhvort í sambandi við stjórn- arskrifstofnna, eða við umboðslega end-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.