Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 3
II
blive til stor Hjælp for mange fattige
Böm, og husk Jesu Ord: Hvad I have
gjört mod disse have I gjört mod mig.
Með særdeles Agtelse.
Henrlette Pedersen
Dorkas-F orbundets F orstanderinde,
Hjálpræðisherinn.
Kosningakærur.
Á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi í Good-
templarhúsinu voru til umræðu og úr-
skurðar tvær samhljóða kærur útafbæjar-
stjórnarkosningunni 5. þ. m., eins og get-
ið var um i síðasta blaði, að mundu koma
fram, til þess að gætt yrði betur eptir-
leiðis réttar kjósenda af kjörstjómarinnar
hálfu, en nú átti sér stað. Undir kærur
þessar höfðu ritað 55 bæjarbúar af ýms-
um stéttum, þar á meðal að minnsta
kosti 8, sem ekki höfðu komizt að til að
greiða atkvæði við kosninguna 5. þ. m.
Það var ekki tími til að safna fleiri und-
irskriptum, með því að kærurnar voru
orðnar nokkuð naumt fyrir, enda gerði
það í sjálfu sér ekkert til, því að eins
einu maður hefur fullan rétt til að senda
slíka kæru.
Godtemplarhúsið, sem eptirleiðis mun
eiga að verða fundarstaður bæjarstjórnar-
innar, var fullt af áheyrendum, þá er mál
þetta var tekið fyrir. Las formaður (bæj-
arfógeti) fyrst upp aðra kæruna (þærvoru
báðar samhljóða) og því næst vörn kjör-
stjórnarinnar. Reyndi hún þar auðvitað
að verja gerðir sínar og hnekkja höfuðatrið-
um kæranna, en ekki fannst áheyrend-
unum að það tækist. Einkum átti kjör-
stjórnin erfitt með að bera í bætifláka
fyrir hinn hraða lestur kjörskráarinnar,
eða réttlæta það, hversvegna kjósendum
var skammtaður svo naumur tími til at-
kvæðagreiðslunnar, og að samtala atkvæð-
anna fór ekki fram fyrir opnum dyrum í
fundarsalnum sjálfum, eins og lögin virð-
ast beinlínis gera ráð fyrir, heldur í öðru
herbergi, og að kalla mátti.fyrir lokuðum
dyrum, þótt einhverjir bæjarfulltrúar fengju
að skjótast þar snöggvast inn, meðan á
upptalningu atkvæðanna stóð. Um þessi
atriði snerust og aðallega umræðurnar í
gærkveldi, er stóðu nær 3 stundir. Mælti
Tryggvi Gunnarss. og Sighvatur Bjarnason
meðþvl, að ógildaættikosninguna, en séra
Þórhallur hafði fyrirfram fengiðfí lið með
sér 4 aðra fulltrúa til að fara mitt á milli
vega, gera báðum aðilum, kærendum og
hinum kærðu, til hæfis og hvorugum þó, með
því að viðurkenna ýmsar misfellur á kosn-
ingunni, en taka hana þó gilda „eptir
atvikum". Þótti formanni og Jóni Jens-
syni sá „hali“ allóviðkunnanlegur, en samt
var honum smellt á þá við atkvæðagreiðsl-
una, því að tillaga séra Þórhalls og banda-
manna hans var samþ. með 5 atkv. (Þ. B.,
Guðm. Björnss., M. Ben., Öl. Ól., Sig.
Thoroddsen) gegn 2 (Sighv. B., Tr. Gunn-
arsson). Kjörstjórnin (bæjarfóg., Halld.
Jónss., J. Jenss.) greiddu ekki atkv. En
tillagan var svo látandi:
„Þó að bæjarstjórnin álíti, að talsverðar
misfellur hafi orðið á kosningunni 5. þ.
m., sérstaklega það, að hálftímafresturinn
var settur rétt strax eptir að kjörskráin
var lesin upp, og kjörfundurinn við það,
— og sökum þess,‘ að allir greiddu atkvæði
með seðlum, — stóð svo stutt yfir, sér hún
eigi næga ástæðu til, að taka hina fram-
komnu kæru til greina, þar sem líkt fyrir-
komulag hefur áður átt sér stað við bæj-
arstjórnarkosningar hér, og eptir atvikum
virðist eigi sennilegt, að misfellurnar hafi
haft áhrif á kosningarúrslitin“.
Með þessu er því viðurkennt, að allmikl-
ir annmarkar hafi verið á kosningunni og
kærurnar því réttmætar, svo að kærendur
mega allvel við una, að kjörstjórnin fékk
þó að minnsta kosti ofanígjöf frá bæjar-
stjórninni. — En hinsvegar hefur meiri
hluti bæjarstjórnarinnar ekki tekið aðaltil-
gang kæranna — ógilding kosninganna —
til greina, og verður því þessum úrskurði
bæjarstjórnarinnar, sem svona er beggja
blands og á báðum áttum, að líkindum
áfrýjað til landshöfðingja, til þess að vita,
hvort hann verður alveg á sama máli um
þennan „helmingaúrskurð", „halann" svo
kallaða.
Hér er ekki rúm til að taka neitt ágrip
af hinúm einstöku ræðum um þetta mál
á fundinum, en margar skrítnar röksemd-
ir komu þar fram hjá sumum t. d. hjá
séra Þórh. og Jóni Jenssyni.
Bæjarstjórnarkosning
af flokki hinnahærri gjaldenda fórfram
hér í bænum 10. þ. m. Kosnir voru: Jón
Magnússon landritari með 180 atkv. og
Kristján Jónsson yfirdómari með gi atkv.
— Jón Þórðarson kaupm. fékk 70 atkv. og
D. Thomsen konsúll 31 atkv. — Kosning
þessi var áukakosning og gildir um næstu
3 ár til nýjárs 1906.
Mannalát.
Snemma í des. f. á. andaðist á Akureyri
Sigurgeir Sigurðsson, fyr bóndi á Önguls-
stöðum í Eyjafirði, eptir mjög langa legu.
Hinn 31. des. f. á. andaðist á Sauðár-
krók ekkjufrú Jóhanna Hallsdóttir (frá
Hvammi í Hjaltadal Þórðarsonar), ekkja
séra Jóns prófasts Hallssonar, er síðast var
prestur í Glaumbæ og móðir Stefáns verzl-
unarstjóra á Sauðárkróki, mjög hnigin að
aldri.
Hinn 11. þ. m. lézt Magnús Þórarinsson
bóndi í Miðhúsum í Garði, einhver myndar-
legasti bóndinn þar í sveit og dável efnað-
ur. Hann var son Þórarins bónda í Þorleifs-
koti f Flóa Arnbjarnarsonar á Rafnkels-
stöðum, Ögmundssonar s. st. Jónssonar.
Bræður Magnúsar heit. voru Arnbjörn, er
bjó á Selfossi og þar varð undir húsum í
landskjálftunum 1896 og Snorri bóndi á
Læk.
Nýdáinn Jón Jónsson, bóndi á Narfeyri
í Snæfellsnessýslu, lengi í heldri bænda röð.
Slysfarir.
Um miðjan des. fórst bátur frá Hnffs-
dal við ísafjarðardjúp með 6 mönnum.
Formaður var HalldórÁgúst Halldórsson,
ungur efnismaður, kvæntUr, bróðir Páls
Halldórssonar stýrimannaskólastjóra hér
í bænum.
I s. m. varð úti á Rafnseyrarheiði á leið
frá Þingeyri, Sigurður nokkur frá Karls-
stöðum í 4rnarfirði. Hafði orðið sam-
ferða 2 mönnum yfir heiðina, er skildu
hann eptir og létu þess ekki getið, er til
bæja komu. Fannst hann með lífi að eins,
en andaðist á leiðinni til bæja. Var hann
ílla útleikinn og jafnvel ávérkar á hon-
um. Er ekki grunlaust um, að samferða-
menn hans kunni að vera valdir að frá-
falli hans, enda kvað þeir hafa verið ölv-
aðir á leiðinni.
Skömmu fyrir jólin datt unglingspiltur
ofan um ís á Stapavatni 1 Tungusveit í
Skagafirði og drukknaði.
Kíghósti
í börnum gengur f Skagafirði og hafa
nokkur dáið.
KENNSLA
í yfiipsetufræði hjá landlækni
byrjar 1. marz næstkomandi.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
VOTTORÐ.
Eg undirritaður, sem í mörg ár hef
þjáðst mjög af sjósótt og árangurs-
lailst leitað ýmsra lækna, get vottað
það, að eg hef reynt Kína-lífS-elÍXlT
sem ágætt meðal við sjósótt.
Tungu í Fljótshlíð 2. febr. 1897.
Guðjón Jónsson.
KÍNA-LIFS-EI -IXtRINN fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
v.p.
að líta vel eptirþví, að F : standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Typewriter
HAMMOND’S heimsfrægu ritvélar
og
Trypograph
langbeztu endurritsvélar, taka mörg
þúsund „kopíur",
fást í bókverzlun
Sigf. Eymundssonar.
Þessar báðar vélar eru 'hverjum
manni ómissandi, sem mikið þarf að
skrifa.
,Pelican‘
LINDARPENNAR eru þeir lang-
beztu vegna þess, að þeir leika
ekki og slitna ekki, þvl
penninn er úr gulli með „irridium" í
oddinum.
Fást i bökaverzlun Sigf. Eymunds-
sonar.
76
væri ef til vill draumur. En nú fann hann til sársauka, líkast því sem
ljár hefði skorið af honum fæturna. Hann datt á höfuðið, sá eldneista
fyrir framan sig og hné í ómegin.
Nú var lestin fyrir löngu komin fram hjá og dauðakyrð ríkti á slétt-
unni. Það var hætt að rigna og hálfhringur tunglsins sást við sjón-
deildarhringinn og varpaði daufum bjarma á hina röku jörð. Nú fór
golan að hreyfa sig og skýin á austurloptinu urðu bjartari, meðan þau
biðu morgunroðans, en alltaf lá fanginn hreyfingarlaus á sama stað, eins
og dökk hrúga til að sjá, en þegar fór að birta meir, sáuít blóðblettir
á hvítum sandinum.
Nú sást ofurlítill reykur og undir honum svört rák. Það voru fyrstu
vöruvagnarnir, sem voru á ferðinni um morguninn. Nú nálguðust hinir
gráu vagnar með miklum hávaða og var sem jörðin hristist, meðan þeir
þutu fram hjá. Vagnstjórinn opnaði gluggann og blés í lúður, svo að
glpmdi í öllu.
Mannskepnan, sem lá þarna nærri og bærði sig ekki, nötraði og
engdist sundur og saman, og þegar vagnarnir fjarlægðust og skröltið í
þeim heyrðist ekki framar, stökk hann á fætur í ofboði og reikaði um
runnana.
„Það er óþarfi að hlaupa", hugsaði hann, „það er enginn að elta mig".
Honum varð það fyrst að hugsa, að vagnlest þessi, sem vakti hann
nú til meðvitundar, væri hin sama og sú, er hann hafði stokkið úr til
að forða sér, en þegar honum varð litið upp í loptið og hann sá, að
nærri var ljóst af degi, vissi hann, að það gat ekki verið, og að hann
hlyti að hafa legið þarna lengi, án þess að vita af sér.
Hann tók úrið sitt upp úr vasanum, en það hafði brotnað, þegar
hann datt. Nú fann hann eitthvað heitt renna niður eptir enninu á sér.
Hann tók á því -- það var blóð. Blóðlifrar voru hér og hvar á öllu
andlitinu á honum.
„Það er illt að láta sjá sig í þessu ástandi", hugsaði hann. Sárið,
sem hann hafði fengið, var að vísu ekki hættulegt, en það var, eins og
á fyrir honum, mjög óþægilegt. Honum reið á að stöðva blóð-
73
grá augu, er gáfu nákvæmlega gætur að öllu, og mátti sjá á þeim, hversu
fjarri það var hinum unga fanga að sofa. Hann var að hugsa um ráð
til að flýja, djarft og hættuiegt ráð, og nú réði það örlögum hans, hvort
hinn heimski, rjóði lögregluþjónn sofnaði eða sofnaði ekki. Hann var sí
og æ að gá að því undan hattbarðinu sínu.
Lögregluþjónninn dinglaði fram og aptur eins og hengill í stunda-
klukku, er hættir senn að ganga. Því næst laut hann skyndilega niður,
næstum því ofan á höfuð félaga síns, er svaf, lypti síðan upp höfðinu
og leit á fangann, er alltaf var kyr í sömu skorðum.
Þegar lögregluþjónninn var orðinn þess vís, að allt væri eins og
það átti að vera, fór hann að mæna á vegginn og berjast við að halda
augunum opnum. Eimlestin hélt leiðar sinnar í myrkrinu og skröltið í
hjólunum var jafnan hið sama, en glamrið í gluggunum var líkast lág-
um kveinstöfum. Hinn stöðugi hristingur hafði sömu áhrif og svefnlyf
á hinn sljóva heila þessa manns, er ekki hafði vanizt andlegri starfsemi.
Hann laut niður hvað eptir annað, og hristi sig aptur og aptur, og fang-
inn, er beið með öndina í hálsinum, taldi sékúndurnar, unz gæzluvörður
hans haliaðist aptur á bak og hryti.
En á svipstundu færðist nýtt líf í lögregluþjóninn, hann mundi eptir
því, að tóbakspípa er ágætt meðal til að verjast svefni. Hann tók því
upp tóbakspunginn sinn, tróð vel í litlu trépípuna sína, settist kyrfilega
í sætið sitt úti í horni og kveikti á eldspítu.
„Fari hann norður og niður!" hvíslaði fanginn að sjálfum sér, og
lét aptur augun með örvæntingarsvip, — seinasti vonarneistinn var
slokknaður.
Rétt í sömu svipan datt eitthvað niður á gólfið. Fanginn lauk skjótt
upp augunum og sá, að pípan hafði dottið úr hendi lögregluþjónsins, en
hann svaf vært með hið sama ánægjubros á vörunum, er hann hafði
haft, þegar hann settist niður í hægðum sínum og fór að reykja.
Nú hreyfði sér áköf gleði í sál hins unga fanga, eins áköf og ör-
væntingin hafði áður verið. Honum fannst frelsið birtast sér án nokk-
urrar mótspyrnu. Hann beið nú skamma stund, reis því næst gætilega