Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 4
12 Sjómannaráðningaskrifstofan, Austurstræti 1 (Gagnvart Hótel ísland). Meir en hundrað duglegir fiskimenn geta fengið atvinnu á næsta útgerð- artíma í mjög góðum skiprúmum. Undirritaður leiðbeinir mönnum og gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Heiðruðu sjómenn ! Komið til mín, áður en þið ráðið ykkur annarstaðar. Reykjavík 15. janúar 1903. Matth. Þórðarson. Norðlendingar og aðrír! Á skósmíðavinnustofu minni á Sauðárkrók, fæst nú, sem fyr, allskonar Itf* Skófatnaður jM tilbúinn svo sem Vatnsstígvél — BÚSSUP — allskonar herra- og dömu-slsór — o. fl. o. fl. Frá 1. janúar hef eg lækkað verð á öllum skófatnaði, sömuleiðis að- gerðum gegn peningaborgun út í hönd, svo hvergi á Norðurlandi fæst jafn ódýr skófatnaður eptir gæðum, sem hjá mér. Allskonar leðursortir fyrirliggjandi fyrir fleiri þÚSUnd krónur. Þeir útgerðarmenn út um landið, sem panta hjá mér — 15—20 pör---------------------- af vatnsstígvélum fá —♦ mjög mikinn afslátt, ♦*- Ennfremur panta eg leður bæði fyrir söðlasmiði og skósmiði með góðum kjörum. — Sömuleiðis allskonar Vasaúr, Klukkur, Har— monikur, Borðbúnað o. fl. o. fl Allur skófatnaður sendur fragt- frítt til þeirra, er pantað hafa, Skrifið mér og leitið upplýsinga. Virðingarfyllst. Sauðárkrók 3. janúar 1903. Jóh. Jóhannesson. Smjörsalt fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Á fundi Útgerðarmannafé- lagsins 28. maí, þegar samþykktir voru ráðningsskilmálar háseta á þil- skip, skuldbundu skipaeigendur sigtil, að greiða fyrir samningsrof 150 kr. fyrir hvern þann mann, sem þeir réðu eða létu ráða á skip sín, með öðrum kjörum en þar eru sett. Þar af átti helmingur eða 75 kr. að ganga til uppljóstrarmanns. Stjórn félagsins. EGLDÚKUR ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ FÆST í VERZLUN STURLU JÓNSSONAR. Aðalfundur Þilskipaábyrgðarfélagsins við Faxaflóa verður haldinn á „Hótel ísland“ þriðju- daginn 3. febr. þ. á. kl. 5. e. h. Reikningar verða framlagðir, einn maður kosinn í stjórn og 2 endur- skoðunarmenn. — Ennfremur rædd sú lagabreyting á 18. gr., að ábyrgðargjaldið fyrir skip í vetrarlægi sé hækkað um V20/0, en þar á móti greiði félagið skaðabætur undir 300 kr. og fyrir flutning á skip- um, sem reka. Tryggvi Gunnarsson. Sápur: m a r g a r tegundir fást góðar og ódýrar í verzlun Sturlu Jónssonar. ■wTombóla Frikirkjumanna í Reykjavík verður haldin í IÐNAÐARMANNAHÚSINU laugard. 31. þ- m. og 1. febrúar. Heiðraðir bæjarbúar eru beðnir að styrkja tombóluna með gjöfum. Tombólunefndin, NAVARA mj ö g ódýr fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Margt nytt með „Laura“ næst. Mjög göður Saltfiskur O0 H arðfiskur fæst með vægu verði í verzluninni GODTHAAB. Pramfarafélagið held- ur aðalfund í húsi kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs sunnud. 18. þ. m. kl. 5 e. h. Reikningar framlagðir. Stjórn kos- in. Um lög félagsins verða líklega umræður. Félagsmenn beðnir að fjölmenna. Tryggvi Gunnarsson. 74 úr sæti sínu, ýtti upp hattinum og gekk fáein fet áfram í ganginum milli bekkjanna. Nú skein ljósið á hann. Hann var á að gizka tuttugu og fjögra ára gamall, í meðallagi hár og vel vaxinn. Andlitsdrættirnir voru smágerðir, einkennilegir og fljótir að breytast; ennið var hátt og mjókk- aði um gagnaugun, eins og opt er um enni söngmanna. Hálsinn var langur og líktist konuháls og hendurnar hvítar og fingurnir grannir. Allt þetta benti á, að hann væri að eðlisfari bráðlyndur, áhrifanæmur og geð- ríkur, væri betur fallinn til að vera listamaður en hermaður. Slík and- lit eru ekki sjaldsén meðal rússneskra nihilista, jafnvel meðal hinna ó- eirðarsömustu. Ennfremur hafði hann fögur, grá augu, er leiptruðu undir löngum augnahárum; þau lýstu ekki fastri ákvörðun né þróttmiklum vilja, en í þeim mátti sjá ógurlegan augnabliks ofsa, er einkennir bráðlynda menn. Hinn ungi maður stappaði fótunum í gólfið, til þess a$ fá vitneskju um, hversu fast gæzlumenn hans svæfu og starði jafnframt á þá. Þá hreyfði annar lögregluþjónninn sig, sá, er fyrst hafði sofnað. Hinn ungi maður leit þá skjóft af honum, og þá er hann hafði litla stund beðið eptir því, að hann sofnaði aptur, gekk hann að glugganum. Hann mátti nú ekki eyða tímanum. Héldi hann áfram með vagn- lestinni, var hann að einni klukkustund liðinni kominn í fangelsi, dimmt fangelsi, sem hann ef til vill mundi aldrei geta losazt úr, og aldrei séð dagsbirtuna framar. Hann hafði nefnt sig dularnafni, áður en hann var tekinn fastur, og lögregluliðið vissi ekkert um, hverhannvar; en í fang- elsi því, er hann fluttist nú í, var gamall félagi hans, er hann vissi, að mundi þekkja sig, og það vissi hann líka, að ef hann þekktist, væri hann glataður maður. Honum kom því til hugar brotalaust, en þó hræði- legt ráð, hann ætlaði að stökkva út úr vagninum, meðan hann var á hraðri ferð, og ef þetta áform hans tækist, án þess að hann dræpist eða fótbrotnaði, ætlaði hann að reyna að koir.ast til borgarinnar og hitta vini sína þar, treysti þeim til að hjálpa sér og fela sig, þangað til hin- um svæsnu ofsóknum linnti, þá gæti hann snúið aptur til St. Pétursborg- ar. Hann hafði verið svo bamingjusamur, að geta falið peninga sína, 75 þeir voru saumaðir inn í föt hans, og hinir heimsku lögregluþjónar gátu því ekki náð þeim frá honum. Hann vissi, að báðar vagndyrnar voru læstar, en glugginn var nógu stór. Hann dró glerrúðuna niður. Þá lét vagnskröltið ógur- lega í eyrum hans og golan þaut á móti honum. Hvorugur lögreglu- þjónanna bærði sig. Fanginn teygði fram höfuðið út í myrkrið. Lest- in fór um skógarlunda, og milli runnanna gat hann hér og hvar eygt hvíta sendna jörð. „Þetta er kjörinn staður", hugsaði hann. En þegar hann leit beint niður, kom yfir hann hryllingur, því að vagnlestin þaut svo hræðilega fljótt yfir jörðina. Plöntur, steinar og allt umhverfis rann saman fyrir augum hans og æddi af stað án afláts. Og heili hans, sem var orðinn þreyttur af langvinnum vökum, dró upp lifandi myndafhon- um sjálfum, fanganum. Hann lá molaður sundur og limlestur, sundur- tættur af öllum þessum greinum, steinum og trédrumbum. Hann varp- aði öndinni, líkast því sem hann hefði ekka. Andinn var reiðubúinn, en holdið kveinkaði sér og bað um vægð og miskun. En tíminn leið skjótt. „Nú eða aldrei", sagði hann við sjálfan sig. Hann klifraðist upp á bekkinn, settist því næst í gluggann og lét fæt- urna dingla niður. „Hættu! Haldið honum!“ var skyndilega sagt ájjbak við hann. Hann leit um öxl sér lafhræddur; varð hann þess þá vís, að það var lögregluþjónninn, er hafði mælt þessi orð í svefni, með óljósri með- vitund um það sem fram fór. Nú tafði fanginn ekki lengur. Hann renndi sér niður, studdi sig með olnbogunum og hékk yfir hinu dimma djúpi. Hann sundlaði og kolareykurinn þeyttist framan í hann. í þessari svipan sneri lestin til hliðar og lá honum þá við falli. Það var að því komið, að hann missti meðvitundina, en hann reyndi af ítrustu kröptum, að koma fram áformi sínu. Hann leitaði með hægri fætinum eptir fótfestu, gætti vandlega að stefnunni og sleppti sér allt í einu út í dimma djúpið. Honum fannst að hann flygi í loptinu og ætlaði aldrei að staðnæm- ast. Hann var í vafa um, hvort hann hefði stokkið niður, hélt, að þetta

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.