Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.01.1903, Blaðsíða 2
IO urskoðunarembættið, er menn vildu halda sérstöku. En bendingar þær, sem þingið gaf um þetta efni, voru að eins lauslegar, og málið hvergi nærri rætt til hlítar, enda var viður- kennt, að erfitt og varhugavert væri, að taka ákveðnar ályktanir í því. Hin nýja stjórn yrði að haga þessu eptir því, sem reynslan sýndi, að heppileg- ast yrði. Hið nýja skáldakyn. i. »Hvað er þetta Spánn og Portugall ?« spurði konan. »Það er partur úr tíman- um«, svaraði karl hennar. Hvað eru s k á 1 d i n ? Þau eru líka spartar úr tím- anum«, samofin hvert sinni tíð. Flest skáld kveða og mest og bezt fyrir sína tíð, fæst fyrir langa eptirtíð. Hinn enski snillingur Macaulay þótti harður í dómi um Byron, þegar hann gat þess til, að sárlítið mundi verða það úrval úr hans ritum, sem þá voru hálofuð í hverju landi, sem keypt yrði, lofsungið og lesið, eptir að öld væri liðin. En þótt sá dómur þyki enn hafa verið rangur, er það vlst, að þeir höfundar verða færri en teljandi, sem mikla. byrði bera með sér inn í ei- lífðina, eins og Georg Brandes sagði í bréfi til mín, þegar hann var að búa rit- safn sitt til prentunar. »Tímarnir breyt- ast, og vér með þeim«, sagði Hóraz. Og svo fellir eitt skáldið annað, og gengur af því gleymdu og dauðu. Ve'rst er, að samtíðin er líka æði — erfið skáldun- um, svo bingað til hefur það jafnan ver- ið undir hælinn lagt, að skáld hafi hlot- ið viðurkenning, fyr en þau hafa verið komin undir græna torfu. Þegar eg og mínir jafnaldrar fyrst fórum að banga bögur saman, kom stakan á lopt: »Á himinljósa leiptursíum«, o. s. frv. »Því hvar er andi, hvar er mergur ?« o. s. frv. Svo leið og beið og allt tók að lagast, því þótt við vöknuðum ekki allt í einu við það, að vera orðnir frægir (einsogByron sagðist hafa gert), sætti fólk sig furðu fljótt við okkar ljóðagerð — rétt eins og hún værí við tímans hæfi. Og hvað mig snert- ir er svo fjarri mér, að þykjast hjásettur eða misskilinn af samtíð minni, að mér liggur hin skoðunin nær, að ætla ljóð- mæli mín mæti éinatt betri byr, en þau verðskuldi, eða að mitt litla Frosta-far muni þann vind lengi þola. En hversu sem það fer, vildi eg sem gamall grepp- ur gefa hinu nýja skáldakyni hið sama heilræði, sem góður maður gaf mér á yngri dögunum, að taka dagdómum manna með mestu þolinmæði. En dagdómar eru órökstuddir eða hrekkvísir ritdómar, sem allir, og einkum ungir höf- undar, mega hvervetna búast við að mæta. II. Hvað skyldi Guðm. Friðjónsson segja, þegar hann les dóm »Kolskeggs« í Þjóðólfi? Kolskeggur skýtur hart og ó- þyrmilega. Því skal ekki neita, að kveð- skapur G. F. lítur nokkuð fánalega út, sé erindi eptir erindi, hending eptir hend- ing, orð fyrir orð tætt í sundur, limað og lemstrað, og látið að lokum standa á höfði! Er slíkt að meta skáldskap ? Má slíkt ekki öllum gera? Að vísu liggur kveðskapur G. F. rétt vel við högginu— stundum eins vel eins og smalinn í Hunda- dal, sem Þorgeir Hávarsson drap, en varla nota sér það nema ójafnaðarmenn, sem fagna lýtunum en fyrirlíta kostina. Ljóð- mæli G. F. hafa í mínum augum miklu meiri kosti en ókosti. Hið mikla mál- skrúð hans, kenningar og samlíkingar, lendir ósjaldan í öfgum, en frumleiki, kraptur og kyngi hans vegur miklu meira. Skáld er hann og verður. En annars er bezt að hann verji sitt anddyri sjálfur. Eitt verð eg þó enn að segja: G. F. e r þar sem hann er. Hann er í sínum »heimahögum •,« hann yrkir eins og á ú t i g a n g i, ekki um sjálfan sig svo margt, heldur um allra útigang, manna og mál- leysingja sinna átthaga. Og hver hefur gert það betur? Eg spái skáldinu góðr- ar framtíðar og — og sezt svo niður1). III. Svo vildi eg minnast á hin skáldin, þó einungis hin óskólagengnu. Eg 'nygg, að nú sé þeirra öld að byrja fyrir alvöru,— eg meina, að nú geti ungir menn farið að yrkja og gerast höfundar, þótt þeir kunni engin fornmál — hve margir k u n n a þau? Nú geta m.enn farið að yrkja (segi eg), án þess að verða um leið óreglumenn og auðnuleysingjar. Hvernig þá ? Af því nú er brautin rudd, kunnáttan orðin auðfengnari en fyr, og sömuleiðis sönn menntun. Því sönn menntun er minna en margir ætla, komin undir skólagöngu. Sé gáfan gefin og góður vilji, verðurþeim unga allt lífið að skóla, og allir góðir menn, lífs eða liðnir, sem þeir kynnast, að kennifeðrum. Að ganga í skóla til að verða lærður og vel að sér, er meining í, en að ganga í skóla til að verða lista- maður og þjóðskáld, það er hæpið — líkt og að læra að þekkja nótur til þess að verða tónskáld. Guðm. Friðjónsson gerði vel, þegar hann birti í Eimr. sýnishorn af kveðskap sveitunga sinna. Á mínum ungu dögum þekkti eg engin alþýðuskáld hér á landi, sem kvæði svo falleg kvæði, sízt að form- inu til — þangað til Kristján Jónsson kom fram. Eg skal nefna eitt kvæði hvers þessara mannafyrir sig: »Gamli Gráni«, eptir Jón Þorsteinsson, fallegar stök- ur. »Komdu nú« — eptir Sigurjón Friðjónsson, dável kveðið; »Áfram lengra, ofar hærra«, eptir Indriða Þor- kelsson, einna tilkomumest af öllum kveðlingunum; og loks hið blíða gullkvæði: »Sveitin mín«, eptir Sigurð Jónsson frá Helluvaði. Er það ekki kyn, þótt Sig- urður kveði smellið, því faðir hans, Jón Hinriksson er allra manna hagorðastur, þeirra, sem lítið hafa látið á sér bera; eru og bræður Sig. alkunnir sakir skarp- leiks og listasmekks (þeir Jón í Múla og Jónas sál., er var á Sauðárkrók). Enþað eru fleiri latínulaus skáld á landi voru og vestanhafs, sem geta sagt eins og Hall- freður: Kannak yrkja. Guðmundur Magnússon er minna frumlegur að forminu til, en sumir aðrir, en næst Páli gamla Ólafssyni kveðúr enginn sléttara og b'prara en hann. Hann ætla eg og sé mesta hugsjónaskáld vorra yngri skálda, er eg hér nefni. Kvæðin: »Nóttin helga«, »Fjallbúinn«, »Varði«, »Þing» o. fl. sýna mikla hæfileika, og sanna mennt- un mannsins. Guðm. Hjaltason er einn; hann er líka mikill hugsjónamað- ur, og mjög fróður, en ekki nær hann nöfnum sínuni í braglistinni. Þá er Páll J ó n s s o n , kennari á Akureyri, sem ekki þarf að nefna síðastan Ijóðaskáldanna, þótt eg geri það hér. Páll hefur ort mörg fögur og fyndin kvæði, og svipar mesttil Guðm. Magnússonar. En viss er eg um, að bæði hann og fleiri af þeim, sem hér eru nefndir, hefðu orðið þjóðkunnari menn, hefðu þeir lengra út í lífið og heiminn farið. — Þá þarf líka að senda vorum Bragabræðrum vestanhafs hlýja kveðju. Af þeim finnst mér Stefán G. Stef- á n s s o n mestur, en M a g n ú s J . B j a r n a- son beztur. Ljóðmæli hans, þó ekki séu tilkomumikil, munu máske verða tölu- vert lífseigari, en mörg betur ort kvæði. Ekkert skáld kveður á ísl. fleiri ljóðmæli af meðfæddri meðaumkvun og hluttekning við bágstadda menn og málleysingja en hann. Stefán í Klettafjöllunum er höf- i) Hið „góða hjarta" séra M. J. hefur auðsjáanlega vorkennt G. F. hinn heilsusam- lega holdskurð Kolskeggs á ljóðum hans í Þjóðólfi. En G. F. hefur gott af því, að stungið sé á sullunum, Hann verður eflaust meinlætaminni eptir en áður, svo að það var hreinn óþarfi fyrir „góðskáldið", að skjóta skildi fyrir G. F. En sanngjarnt er hverj- um sannmælis að unna, og það hefur Kol- skeggur gert gagnv. G. -F. Flestir eða allir aðrir en séra M. er á þennan ritdóm hafa minnst, hafa lokið á hann lofsorði og þótt hann réttmætur. Ritstj. uðskáld Vestur-íslendinga, rammelfdur jalnt að hugsunum og orðfæri, en heldur kynlegur og kaldrænn, og kveður opt hálfkveðnar vísur. Eg þykist og finna, að mest hefur til hans runnið af amerísku þjóðerni. Loks vil eg nefna Winnipeg- skáldin Sigurð Jóhannesson og Kristinn Stefánsson, báðir listavel hagorðir, Sigurður liprari, en Kristinn kraptmeiri. Eg gæti talið 3—4 fleiri vest- anhafsskáld, en nóg mun þykja komið, og þegar eg sleppi skáld k o n u n u m, þá vona eg, að ónefndir viðkomendur fyrir- gefi mér þögnina. Um alþýðuskáld, sem rita skáldsögur hér á landi, vil eg fátt segja, nema að þær fáu, sem til eru, eru engar vel að mínu skapi. Sú list er enn íbernskuhér, enda hjá þeim lærðustu. Sögur Einars Hjörleifssonar, eru lang-listamannlegastar og mest vekjandi sál og samvizku. »Ei- ríkurHansson« er aptur langskrítnasti sögu- samsetningur, sem skráður hefur verið, síðan Jón Thoroddsen, sem enginn hefur síðan náð, samdi »Pilt og stúlku«. Það er kynlegt, að allir þykjast kunna forn- sögurnar, og þó skuli þess engin deili sjást, að forna frásögulistin sé vöknuð hjá nokkrum manni. Hinn skarpi lista- fræðingur W. P. Ker í Lundúnum, sem kann prýðilega vel íslenzku, kveðst vel vita, að sú list hafi snemma dáið hjá þjóð vorri, — hún hafi dáið með »hetju- brag« (the heroic strain) þjóðar vorrar og þjóðfrelsinu, lifað þó lengi í skapi ein- stakra manna, t. d. hjá Jóni Arasyni (og vér megum bæta mörgum fleirum við), svo og lifi hún enn 1 óði og ljóðum vorum. Það verður herzlukippur ykkar, segir hann, að vekja aptur þessa list, því, ekki sé það óvinnandi verk, en muni ganga bæði erfitt og seint. Þetta hygg eg séu eptir- tektarverð orð, og alveg rétt og sönn. Lifni sú list, mun hvorki vanta bækur né skemmtun á Islandi. En svo lengi að »hetjubragurinn« í frá- sögulistinni kemur ekki aptur, erfiða rím- listarskáldin ekki ófyrirsynju. En nú fjölga þarfirnar árlega, og þótt tónskáldin og sönglistin bæti stórum mikið, munu kom- andi kynslóðir ekki þar við una, heldur hrópa í sífellu: meira! meira! Hinarein- hæfu og þó torveldu íþróttir nægja þá ekki, heldur heimta menn hið einfalda, sem nú er kallað, framrétt eða sýnt með list — að hið óbrotna, náttúrlega birtist í listabúningi, líkt og Grikkir stefndu að, en náðu misjafnt. Þá stendur stríðið milli bundinnar ræðu og óbundinnar, og verð- ur bæði langt og strangt. En þegar frið- ur er loksins á kominn, þá — »hvílirjón hjá Máríu sinni«. Matth. Jochumsson. „Þjóðvillur^. Með þeirri stillingu og hógværð, sem „Norðanfriðurinn" hefur skapað í brjósti „Þjóðv." er hann nú í 2. tölubl. að bera brigður á orð mín í Þjóðólfi 2. janúar. Hann segir : „landshöfðinginn lagði ein- dregið (o: í bréfi sínu 20/ia '95) á móti bú- setu ráðherrans hér á landi, sem og á móti innlendum landsdómi". Hér er nú sannleikanum allmikið vikið við. Skoðum málið. Konungleg auglýsing kemur út 2. nóv. 1885, tilbúin af íslandsráðgjafa, Nellemann, þarsemþessi ummæli standa: „æztastjórn hinna íslenzku mála .... verdur að vera í höfuðstað vorum“ (0: Khöfn.). Landshöfðinginn gat nú ekki lokað aug- unurn fyrir þessum ummælum, þegar hann skrifar 20. des. 1895 hinum sama Islands- ráðgjafa, Nellemann, sem þennan úrskurð hafði tilbúið. En í stað þess, að „leggja eindregið á móti búsetu ráðherrans hér á landi", sem og Þjóðv. segir, að landsh. hafi gert, þá lætur hann einmitt í nefndu bréfi í ljósi efa um gildi þessa úrskuiðar. Ummælin eru þessi: „Þótt það virdist þannig (o: eptir augl. 2/n '85) ekki geta komið til nokkurra mála, að taka til greina eptir orðunum það atriði þingsál., sem hér er um að ræða“ (nfl. kröfuna um búsetu ráðherrans hér á landi). Að gefa á þennan hátt í skyn efa um gildi augl. 2/n '85 í þessu efni, er nokkuð annað en það, „að leggja eindregið á móti búsetu ráðherrans hér“. Ummæli landshöfðingjans um landsdóm- inn ber og að skoða í sambandi við von- leysið um, að fá ráðherra búsettan hér á landi. Ur því að ekki var takandi í mál samkv. augl. 2/u '85 annað, en að ráðherr- ann yrði danskur embættismaður, búsett- ur í Khöfn, var ei þess að vænta, að fá hann dreginn fyiir landsdóm uppi á ís- landi. Var því ekki annað úrræði en hugga sig við það, að hæstiréttur hljóti þó að verða réttlátur og óhlutdrægur. En áherzlan, sem í þessu bréfi lands- höfðingja er lögð á það, að þingsál. 1895 beri að skoða sem „árangur samkomulags", engar öfgar úr þeim, sem lengst fara, né eins lítið og kröfur hinna gætnustu, svo sem hinna konungkjömu, heldur vilji kjarn- ans, fjöldans, — svo og allur andinn í bréf- inu ber það glögglega með sér fyrir hverj- um, sem les bréfið hlutdrægnislaust, að landshöfðinginn er sjálfur samþykkur öll- um atriðum þingsályktunarinnar, og að hann fyllir flokk þeirra, sem ekki eru dnægð- ir með minna en þetta. Fítonsgusturinn úr Rump ráðgjafa í svarí hans upp á þetta lh. bréf, er Ijóst merki þess, að hann hefur og skilið bréfið á þenn- an hátt. En það passar nú ekki í kram „Þjóðv." að láta lh. Magnús Stephensen njóta sann- mælis. Snorri. Opraab til de fattiges Yenner. Ved Besög i forskellige Hjem her i By- en, har vi gjört den Opdagelse, at her findes en Del fattige Folk, dog maaske ikke í den Grad „fattige", som Mand er Vidne til i de store Byer i andre Lande. De fattige i Reykjavik har vel i Alminde- lighed noget at spise; men hvad der sær- lig skorter paa, er Klæder for Börnene, og i Særdeleshed LTndertöj. Jeg har en Plan: Bibelen for- tæller os om en Kvinde, der hed Dorkas; hun gjörde godt hvor hun kunde, og ud- delte Klæder og Almisser til de fattige. VI maa oprette et ,Dorkas‘- Forbund. 1. Hvem skal være Forbundets Med- lemmer? Enhver Dame her af Byen, som har lidt Tid til sin Raadighed, der kan ofres fór denne Sag ved at komme sammen 1 eller 2 Aftener om Ugen for at sy Linned og andet Töj, særlig til Börn under 10 Aars Alderen. Disse Damer, som paa den Maade önsker at gjöre lidt for de fattige Börn, bedes melde sig til Forbundets For- standerinde. 2. Hvor skaí vi faa Stof fra til Töj ? Jeg har tænkt: Da alle Forretnings- chefer i disse Dage opgjör deres Lager, vil der maaske være en hel Del Smaa- rester og Pröver, som ikke har saa stor Værdi for dem, og da disse Rester m. m. kan være til stor Hjælp for ovenstaaende Plans Realisation, bedes de ærede Herr- er Forretningschefer venligst sende os Bud og vi skal með Glæde afhente deres ær- ede Gaver saavel i smaa som större Par- tier. Desuden findes der ogsaa en Del Herrer eller Damer, som i deres Pulter- kammer har en Del aflagte Gangklæder saavel Over- som Undertöj, der kan om- syes og blive til stor Nytte for fattige Börn. Venligst send os Bud og vi skal afhente Deres Gaver. Husk, at intet Töj er for daarligt, ogat intet er for godt i ovennævnte Öjemed, og samtidig, at et lille Offer af Dem kan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.