Þjóðólfur - 30.01.1903, Side 1

Þjóðólfur - 30.01.1903, Side 1
ft. 55. árg. MuóÁu/á jMasufaAlTv Útlendar fréttir. -o-- Knnpmnnnnhöfn 14. janúar. Vi'iieznelnmálið. Helztu tíðindin síðast- liðinn rnánuð hafa verið viðskipti Þýzka- lands og Englands við Venezuela. Undan- farin 4 ár hefur þar sífelt geisað horgara- stríð, og hafa útlendingar, sem þar eru búsettir, orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í þessum óeirðum. Snemma í í. m. sendu því bæði Þýzkalands og Englands stjórnir samtímis Castro forseta skaðabótakröfu fyrir tjón það, sem þýzkir og enskir þegn- ar hefðu orðið fyrir, og skyldi henni full- nægt innan sólarhrings frá birtingu henn- ar. Þá er ekkert svar kom innan hins tiltekna tíma, tóku ensk og þýzk herskip, sem þar lágu fyrir landi, flota Venezuela, sem reyndar var ekki nema 4 herskip. Þan gáfust öll upp mótstöðulaust og skip- verjar gengu á land upp, en tveim af skipunum var sökktí sjó eptir fyrirmælum þýzka flotaforingjans. I Caracas urðu menn mjög æstir út af aðförum þessum, og var öllum Englendingum og Þjóðverj- um, er þar fundust, varpað í fangelsi, en þó sleppt aptur innan skamms fyrir bæna- stað sendiherra Bandaríkjanna. Múgur og margmenni gekk í fylkingu um göturnar með ópum og óhljóðum, og þýzki fáninn var brenndur á báli. Castro forseti gaf út ávarp til þegna sinna, þar sem hann kvað Evrópuþjóðirnar (Engla og Þjóð- verja) hafa beitt blóðugum rangindum, og gæti Venezuela ekki þolað slíkt, heldur yrði að hefjast handa og sýna rögg af sér. Hann sendi nú einnig sendiherra Þjóð- verja svar sitt upp á skaðabótakröfurnar, og neitaði alveg að fullnægja þeim að nokkru leyti. I Puerto Cabello náði múg- urinn á vald sitt ensku gufuskipi og rak hásetana á land, en Englendingar náðu því reyndar aptur innan skamms. Þeir kröfðust nú að yfirvöldin bæðu fyrirgefn- ingar á þessu tiltæki; en er ekkert svar kom, gerðu tvö herskip, þýzkt og enskt, skothríð á kastalann í Puerto Cabello. Nú bættist einnig Italía við og kom með kröfur gegn Venezuela. Um þetta leyti sneri Castro sér til Bowen, sendiherra Bandaríkjanna, er tekizt hafði á hendur að gæta bagsmuna Englendinga og Þjóð- verja í Caracas, því að sendiherrarnir voru farnir úr borginni, og bað hann að fara þess á leit við Evrópuþjóðirnar, að gert yrði út um misklíð þessa með gerðar- dómi. Hann gerði það, en því var tekið dauflega, einkanlega af Þýzkalandi. Tóku nú Þjóðverjar og Englendingar öll skip Venezuelastjórnar og settu herskipavörð um strendur landsins til að stöðva sigl- ingar þangað. Þegar Bandarfkin gengu fastar eptir að fá svar upp á tilboðið um gerðardóm, kom loks svar frá Englandi, Þýzkalandi og Italíu, hverju í sínu lagi, og voru þau ekki mótfallin gerðardómi með vissum skilyrðum, t. d. að Roosevelt forseti dæmdi; hafa þau sjálfsagt haft von um, að Bandaríkin mundu þá finna sér Reykjavík, föstudaginn 30. janúar 1903. Jú 5. skylt að stuðla að því, að dómnum yrði fullnægt, og ef til vill hlaupa undir bagga með Venezuela, ef vandræði yrðu með að greiða skuldirnar. En Roosevelt neitaði að dæma í máli þessu og vísaði þeim til al- þjóðadómstólsins í Haag; það er í annað skipti, sém Roosevelt forseti hvetur til að sinna þessari stofnun; það var fyrir hans tilstilli, að fyrsta málið kom fyrir Haag- dómstólinn í sumar, málið milli Banda- ríkjanna og Mexíkó. Evrópuveldin hafa þá loks gengið að því fyrir sitt leyti, að málið komi fyrir Haagdómsiólinn, en setja þó ýms skilyrði, t. d. að fyrst verði að greiða fé það, sem Venezuela hefur þegar viðurkennt að skulda. Herskipavörzlunni verður ekki létt fyr en samkomulag er fengið. Hefur hún þegar valdið miklu tjóni, og eru illar horfur, ef hún skyldi vara lengi. Þjóðverjar hafa tekið um 50 venezuelönsk skip á höfninni í Puerto Cabello og fundu í þeim 30,000 dollara, er þeir slógu eign sinni á. Um áramótin var útrunnið vopnahlé það, sem uppreisn- armenn höfðu gert við stjórnina, og tóku þeir þá þegar aptur til vopna, en hingað til hefur stjórninni veitt betur. Eptir síð- ustu fréttum að dæma er óvíst, hvort leit- að verður til Haagdómstólsins með mál þetta. Castro hefur að vísu gengið að skilyrðum Evrópuveldanna, en hann hefur falið Bowen Bandaríkjasendiherra sem fttll- trúa Venezuelu að semja við sendiherra Englands, Þýzkalands og Ítalíu á fundi í Washington, en einungis ef það takist ekki, skuli málinu vísað til gerðardómsins í Haag. Þykir sumum kynlegt, að Evrópu- veldin skuli láta útkljá mál þetta, sem þau byrjuðu svo geyst, með sætt eða gerðar- dómi. Ástæðan er víst að nokkru leyti sú, að þau eru hálfsmeik um, að Banda- rfkin mundu beita Monroekenningunni til að veita Venezuela lið, ef berlega kæmi til ófriðar. En auk þess eru Englending- ar yfirleitt óánægðir með afskipti stjórnar- innar af þessu máli, og jafnvel fylgismenn hennar hafa látið í Ijósi óánægju sína yfir þeim. Englendingar eru búnir að fá nóg af Búastríðinu og langar ekki til að hleypa sér aptur út í ófrið fyrst um sinn, og sízt í bandalagi við Þýzkaland, sem þeir skoða sem óvin sinn síðan á dögum Búastríðs- ins. Skáldið Rudyard Kipling hefur sýnt hvernig Englendingum er innanbrjósts við Þjóðverja í níðkvæði, sem hann hefur ort um þá; ávítar hann þar landa sína fyrir að hjálpa fjandmanninum (Þýzkalandi) við fjárheimtur, áðttr en þornað sé blóð kapp- anna úr Búastríðinu, sem svívirtir hafi ver- ið af Þjóðverjum. Það er jafnvel alls ekki ólíklegt, að mál þetta hefði getað orðið ráðaneytinu Balfour algerlega að falli, ef því hefði verið haldið áfram á sama hátt og það var byrjað, því að ráðaneytið stóð þegar áður á völtum fótum, einkum vegna fylgis síns við hin illræmdu skóialög, sem loks voru samþykkt af þinginu 17. f. m. Við allar aukakosningar, sem fram fóru síðastl. ár beið stjórnin ósigur. Chamber- lain hefur þvf einskis 1 að missa, þó hann sé að heiman um þessar mundir. Hann hefur valið sér hið góða hlutskiptið, að fara sem friðarins engill til Suður-Afriku. 25. nóv. steig hann á skip í Portsmouth, og rnánuði slðar lenti hann í Durban í í Natal; var honum tekið þar með mikl- um hátfðabrigðum. Hann hefur haldið hverja ræðuna á fætur annari í borgum þeim, sem hann hefur numið staðar f, og prédikar þar óspart frið og jafnrétti. Hann er nú kominn alla leið til Transwaal og ætlar að kalla þar saman til fundar við sig fulltrúa frá öllum stéttum til að ræða um, hvernig bezt verði bætt úr hinum bágborna hag landsins. Borg'arastríðið í Marokkó. Síðan snemma í haust hafa verið sífelldar óeirðir í Marokkó. Soldáninn, Abdul Aziz, er vinveittur Evrópumönnum. Hefur hann farið að ráðum þeirra í ýmsu, verndað kristniboða og gert ýmsar umbætur í ríki sínu. En þessi nýbreytni mælist misjafn- lega fyrir þar í landi, og hefur nú sfðast orðið orsök til uppreisnar. Foringi upp- reisnarmanna kallast Bu-Hamara, og þýð- ir það spámaður eða eitthvað því um lfkt. Hann hvetur alla til að ganga út í helgan ófrið gegn hinum vantrúaða soldáni. Ætlar hann annaðhvort sjálfur að gerast soldán eða setja til valda eldri bróð- ur soldáns, sem setið hefur í fangelsi af því að hann stendur nær til ríkisstjórnar en Abdul Aziz. Rétt fyrir jólin vann Bu- Hamara mikinn sigur á soldáni, er missti um 2000 manna í þeirri orustu og varð að hörfa inn í höfuðborgina, Fez, með það lið, sem hann hafði eptir, en uppreisnar- menn nálguðust borgina. Bu-Hamara sett- ist reyndar ekki strax um borgina, en nú búast menn við, að innan skamms muni til skarar skríða með honum og soldáni, og þykir soldán eiga illt aðstöðu. Talað hefur verið um, að England, Frakkland og Spánn og jafnvel Italía, muni ætla að taka f taumana, ef á þarf að halda. í dag barst hraðfrétt um, að soldán hafi á ný beðið ósigur og hafi að öllum líkind- um flúið. Æflntýri krónprinsessnnnar á Snxlnndi. Rétt fyrir jólin barst sú fregn út um allan heim, og þótti tíðindum sæta, að Lovísa krónprinsessa í Saxlandi hefði flúið burt frá manni sínum og ættingjum, og tekið sér bólfestn í Genf með manni nokkrum belgiskum, sem Giron heitir. Giron þessi, sem kvað vera forkunnar fríður sýnum, hafði verið kennari barna hennar nokkra hríð og hafði fallið vel á með honum og krónprinsessunni, en í byrjun f. m. var honum vísað í burtu frá hirðinni, því að krónprinsinn hafði komizt á snoðir um samdráttinn. Rétt á eptir fór krón- prinsessan til foreldra sinna í Salzburg, en nóttinamilli n. ogi2. f. m. flúði húntilGenf. I Salzburg hitti hún bróður sinn, Leopold erkihertoga, og var líkt ástatt fyrir honum. Hann hafði atsalað sér öllum réttindum sem meðlimur austurrísku keisaraættar- innar, með því að hann ætlaði að ganga að eiga stúlku af borgarastétt, er Vilhelm- ine Adamowicz heitir. Hann fylgdist með systur sinni til Genf ásamt unnustu sinni, og hafa þau öll búið saman í veit- ingahúsi einu þar í borginni. Blaðamenn- irnir hafa streymt að úr öllum áttum til þess að hafa tal af þessum æfintýrahetjum, og þeir, sem ekki hafa getað náð fundi þeirra, hafa hver í kapp við annan logið upp samræðum við þau til að setja í blöð- in. Sagt er, að krónprinsessan hafi átt mjög illa vist við hirðina, því að konung- ur er ákaflega vandlætingasamur og þolir engan veraldlegan gleðskap í nánd við sig. Það voru ávallt hafðar stöðugar gæt- ur á henni, og allt sem hún gerði, var sagt konungi og krónprinsi, og henni jafn- vel refsað, ef eitthvað þótti athugavert við framferði hennar, en með því hún er glað- lynd og frígeðja, þoldi hún illa þennan aga. Svo kom þessi fríði barnakennari til hirðarinnar og hann hefur sjálfsagt verið llkari henni að skapferli en maður henn- ar og aðrir venzlamenn. En það leið ekki á löngu áður það vitnaðist, að þau hneigðu hug hvort til annars. Segir krón- prinsessan, að henni hafi þá verið nauð- ugur einn kostur að flýja, þvf að bæði við hirðina í Dresden og hjá foreldrum sínum hafi henni einungis verið gefinn kostur á að kjósa, hvort hún vildi heldur ganga 1 klaustur eða vera sett á geð- veikraspítala. Krónprinsessan er ólétt, og kveður hún Giron vera valdan að því. Nú hefur verið skipaður sérstakur dóm- stóll til að dæma mál krónprinsessunnar, og krefst krónprinsinn löglegs hjónaskiln- aðar við hana, en á því eru ýms vand- kvæði, því að þau eru kaþólsk og gefin saman að kaþólskum sið, en kaþólska kirkjan viðurkennir ekki hjónaskilnað; að minnsta kosti þarf samþykki páfa til þess. Þýzkaland. Loks er þá tolllagafrum- varpid samþykkt í ríkisþinginu, en það tókst þó einungis með því, að beita hinu megnasta gerræði og rangsleitni við minni hlutann. Eins og áður er getið, kom meiri hlutinn því fram, að afnema atkvæða- greiðslu með nafnakalli. En er það dugði ekki og menn voru eigi að síður smeikir um, að frv. yrði ekki útrætt, kom Kard- orff með tillögu um, að frv. skyldi sam- þykkt „en bloc“, þ. e. í einu lagi. Er þar með girt fyrir, að unnt sé, að ræða um hinar einstöku greinar frv. og greiða atkv. um þær hverja út af fyrir sig. Minni hl. kvað tillögu þessa vera brot á þingsköp- unum og stjómarskránni, og spunnust út af þvf ákafar umræður, er stóðu marga daga, um það, hvort leyfa skyldi að bera tillöguna undir atkvæði. Forsetinn varð alltaf að vera að taka fram i fyrir ræðu- mönnum; einu sinni hringdi hann svo á- kaft, að forsetaklukkan sprakk; hávaðinn varð stundum svo mikill, að ekki heyrðist nokkurt orð og slíta varð fundi í miðju kafi. En þegar þessum umræðum ætlaði aldrei að linna, kom meiri hl. með aðra tillögu álíka gerræðisfulla. Hún fór fram á, að forseta væri 1 sjálfsvald sett, hvort hann leyfði þingmanni að taka til máls viðvíkjandi þingsköpunum, og ef hann gerði það, mætti það ekki vera lengur en 5 mfnútur. Að lokum varð að skera um- ræðurnar niður og tókst þá loksins að fá samþykkta tillögu Kardorffs 2. des., ein- mitt 50 árum eptir stjórnarskrárbrot Napo- leons 3., og var þess getið í sumum blöð- unum, að það hefði hittst vel á. Umræð- urnar urðu þá svo ákafar, að varaforset- inn annar, sem þá hafði forsæti, gat ekki við neitt ráðið og fékk krampagrát, er hann fór úr forsetasætinu. Hinn varafor- setinn varð líka alveg ruglaður. Loks var tolllagafrumvarpið samþykkt að morgni hins 14. des. (kl. 4V2), þá er fundur hafði staðið í 18V2 tíma kl.stund Sósíalisti einn hélt þá ræðu í 8 stundir samfleytt. Sjálf-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.