Þjóðólfur - 30.01.1903, Blaðsíða 2
i8
ur ríkiskanslarinu, Biilow, var potturinn
og pannan í þessum gerræðisfullu tiltekt-
um meiri hl. til þess að knýja frv. fram
með oddi og eggju, áður kosningar fara
fram af nýju, en ólíklegt er, að það
verði til að fjölga fylgismönnum stjórnar-
innar við kosningamar.
Vtlhjdlmur keisari hefur enn þá einu-
sinni fengið tækifæri til að halda ræðu,
sem símrituð hefur verið út um allan heim.
Krupp var vinur keisara og brá keisari
því við, þegar er fregnin barst um lát
hans, og fór til Essen til að fylgja honum
til grafar. Aður en hann sneri aptur
heimleiðis, hélt hann ræðu fyrir verka-
mönnum Krupps. Fór hann þar mörg-
um fögrum orðum um Krupp og mann-
kosti hans. Síðan sneri hann sér að árás-
unum, sem gerðar voru á hann af sósía-
listablaðinu „Vorwárts" og kallaði hann
þær beinlínis morð. „Það hefur verið
drýgt níðingsverk í Þýzkalandi", sagði
hann, „svo svívirðilegt og lubbalegt, að
það hlýtur að hleypa blygðunarroða í
kinnar sérhvers föðurlandsvinar yfir þeirri
smán, sem þýzku þjóðinni er gerð“. Margt
fleira sagði hann á þessa leið og jafn-
framt notaði hann tækifærið til að þruma
yfir sósíalistum yfirleitt. Þýzku blöðin
töldu ræðu þessa frumhlaup af keisara og
hefði átt að koma í veg fyrir, að hún hefði
verið opinberlega birt. Ræðan er talin
uppsláttur fyrir „Vorwarts“. Skömmu síð-
ar hélt hann aðra tölu gegn sósíalistum í
Breslau, en ekki eins æsta. — Ekkja
Krupps hefur nú lýst því, að mál það,
sem Krupp hóf gegn „Vorwárts" út af á-
sökunum þess, yrði látið niður falla. Hef-
ur hún gert það til þess, að hneyksli þetta
gleymist sem fyrst. I erfðaskrá sinni á-
nafnaði Krupp hverjum verkmanna sinna
iooo mörk.
Friðarverðlannum Nóbels, sem norska
stórþingið úthlutar, var skipt í tvennt, eins
og f fyrra, í þetta skipti milli Elic Duc-
ommun ritara við alþjóðafriðarskrifstofuna
í Bern og dr. Albert Gobat ritara í hinu
alþjóðlega friðarfélagi þingmanna. Þeir
eru báðir svissneskir, Ducommun sjötug-
ur, en Gobat sextugur að aldri. Allsherj-
arfriðarfélag þingmanna, sem Gobat hefur
um nokkur ár veitt forstöðu, miðar að því,
að fá það viðurkennt, að deilur ríkja á
milli skuli útkljá á friðsamlegan hátt með
gerðardómi.
70 ára nfmæli Bjðrnsons. Það var
mikið um dýrðir í Kristjaníu á afmælis-
dag Björnstjerne Björnssons 8. f. m. All-
ar opinberar byggingar voru fánum skreytt-
ar og allir kepptust um, að sýna þjóð-
skáldinu ást sína og virðingu. Fyrri hluta
dagsins streymdu til hans gjafirnar og
heillaóskirnar úr öllum áttum; hann fékk
um 700 hraðskeyti um daginn hvaðanæfa
utan úr heimi. Aðalhátfðahaldið fórfram
í leikhúsinu. Þar var leikið: „OverÆvne"
og að því búnu söng leikkonan frú Dyb-
wad hátíðaljóð til Björnsons. Því næst
kom söngflokkur stúdenta fram á leik-
sviðið og söng kvæði til Björnsons.
Björnson gekk þá upp á leiksviðið og
einn af stúdentum hélt ræðu fyrir minni
hans og að því búnu sungu allir áhorfend-
urnir: „Ja vi elsker dette landet". Allt
húsið kvað við af fagnaðarlátum fólksins.
Síðan komu stúdentar í fylkingu með blys
og staonæmdust fyrir utan leikhúsið, þar
sém aragrúi af fólki hafði safnazt úti fyr-
ir. Björnson kom fram á svalirnar, tók
við kveðju stúdenta og hélt dálitla tölu.
Langt fram á nótt var veitingahúsið, sem
hann dvaldi í, umkringt af fjölda manna,
sem æptu fagnaðaróp og sungu þjóðsöng-
inn: »Ja vi elsker". Daginn eptir var
Björnson haldið hátíðlegt gildi og rigndi
þar ræðunum yfir hann.
Rússland. Skömmu eptir að Chamber-
lain lagði í för sína til Suður-Afríku, tókst
utanríkisráðherrann rússneski, Lamsdorff,
á hendur ferð til Vínarborgar. Er gizkað
á, að tilgangurinn með ferð hans hafi ver-
ið sá, að ráðgast um, hvernig Austurrlki
og Rússland skyldu haga sér, ef ófriður
kæmi upp á Balkanskaganum, því að þar
hefur allt verið í báli og brandi undan-
farandi, einkanlega í Makedóníu. I leið-
inni kom hann til Belgrad og heimsótti
Alexander Serbíukonung og Draga drottn-
ingu. Mælt var, að hann hefði átt að
flytja flóttamönnum frá Makedóníu 10,000
rúblur að gjöf frá Nikulási keisara, en ekki
ísun það þó eiga að skiljast svo, sem Rúss-
land ætli að styðja uppreisnina í Make-
dóníu, því að Austurríki og Rússlandi er
báðum um að gera, að jafnvægið raskist
ekki á Balkanskaganum, og mun því
Lamsdorff hafa verið ætlað að reyna að
friða þá með góðu.
Dálftill ágreiningur hefur komið upp
milli Englands óg Rússlands út af því, að
Rússland hefur látið herskip með verzlun-
arfána sigla í gegn um Dardanellasund
undir því yfirskyni, að þau væru verzlun-
arskip. Eptir Krímstríðið skuldbatt Rúss-
land sig til að hafa engan flota í Svarta-
hafinu, en eptir fransk-þýzka stríðið 1870,
tókst því að fá viðurkennt, að það mætti
hafa flota þar, en engin herskip nema
tyrknesk, máttu sigla úr því eða inn í það
gegn um Dardanellasund. Nú hefur Rúss-
land brotið bann þetta, en England hefur
þá aptur á móti krafizt þess af tyrknesku
stjórninni, að fá sömu réttindi fyrir sfn
herskip, ef á þyrfti að halda, en með því
að Rússum er ekkert um það gefið, að
aðrar þjóðir hafi opinn aðgang fyrir her-
skip að Svartahafinu, hyggja merin, að úr
þessu geti orðið alvarleg misklíð milli
Englands og Rússlands. Englendingar eru
gramir yfir því, að Þýzkaland, sem Eng-
land hefur verið í bandalagi við í Vene-
zúelamálinu, hefur lýst því yfir, að það
skipti sér ekkert af þessu máli. Það hef-
ur komið til tals á Englandi, að réttast
væri að vísa máli þessu til gerðardórrs-
ins í Haag, en ef Englendingar skyldu
komast að þeirri niðurstöðu, þá er ólík-
legt, að sjálfur frumkvöðull friðardóm
stólsins í Haag, Rússakeisari, mundi skor-
ast undan þvf.
Frakkland. 20. des. var Frederic Hum-
bert og fjölskylda hans handtekin í Mad-
ríd. Það varð uppvíst í fyrra, að hann
og kona hans, Therese, hefðu gert sig sek
í stórkostlegum fjársvikum og var rann-
sökn hafin gegn þeim, en þeim tókst að
sleppa úr höndum lögreglunnar i maí-
mánuði og vissi enginn, hvað af þeim var
orðið. Therese Humbert hefur látið drýg-
indalega yfir því, að hún gæti ljóstrað
ýmsu ófögru upp um marga meiri háttar
menn á Frakklandi. Sumir búast því við,
að mál þéttaverði annað Panamahneyksli,
en ekkert verður þó sagt um það með
vissu ennþá.
Spánn. Sagasta fyrverandi ráðaneytis-
forseti er dauður, 75 ára að aldri. Hann
var upphaflega verkfræðingur, en tók
snemma að fást við stjómmál og hefur
optsinnis verið ráðherra og ráðaneytisfor-
seti; hann var einna mestur atkvæðamað-
ur frjálslynda flokksins. Skömmu áður en
hann dó, varð hann að víkja úr ráðherra-
sessi fyrir Silvela, er myndaði nýttíhalds-
ráðaneyti.
Grikkland. Þar er nýtt ráðaneyti kom-
ið að völdum undir forustu Delyannis.
Þegar þingið kom saman rétt fyrir jólin,
sló í svarra milli þingmanna Delyannis
og mótstöðuflokksins, sem Theotokis er
foringi fyrir. Þeir, sem lyklavöldin höfðu
í þingsalnum, voru af flokki Theotokis og
neituðu að hleypa hinum inn. Ráðaneyt-
ið lét þá opna salinn með valdi, en þáer
þingmenn voru seztir og farið var að lesa
bæn þá, [sem tíðkast við þingsetningu,
tóku áhangendur Theotokis fram í og urðu
nú regluleg áflog í þingsalnum. Blekbytta,
sem þingmaður einn kastaði, lenti í vígslu-
vatninu og þótti það óhæfileg saurgun.
Jólahret. Milli fyrsta og annars í jól-
um gekk ofsarok yfir alla Danmörk og
suður til Svíþjóðar, og olli miklu tjóni. í
Kaupmannahöfn hrundu reykháfar og fleiri
skemmdir urðu á húsum, stór tré féllu um
koll og stöðvuðu sumstaðar alla umferð.
En úti um landið var óveðrið miklu verra.
Telst svo til, að hrunið hafi úti um alla
Danmörk um 350 hús og 80 -90 mylnur.
Mannskaðar urðu nokkrir, einkum á sjó,
og fjöldi manna meiddist.
f
Tilboð Marconi’s.
540,000 kr, fyrir loptskeyta-
samband til fslands.
Loptritun Marconi’s er allmjög á
dagskrá í útlendum blöðum nú, eins og
eðlilegt er, þá er tekizt hefur að senda
skiljanlegar hraðfregnir þvert yfir Atlants-
haf. Eptir því sem séð verður af dönsk-
um blöðum miðar samningum mill-
um Marconi’s og dönsku stjórnarinnar um
loptskeytasamband við ísland lítið áfram.
I »Kristeligt Dagblad« 31. des. er þess
getið, að auk hinna tveggja höfuðstöðva
sitt hvoru megin Atlantshafsins, í Poldhu
í Cornwall og Kap Breton í Kanada, hafi
menn hugsað sér að setja hina næstu á Kap
Farvel (syðsta odda Grænlands), svo aðra
í Reykjavík og hina þriðju á Færeyjum.
Frá Kap Breton til Poldhu — en milli
þeirra stöðva hafa loptskeyti verið send —
eru 5217 kílometrar, frá Kap Breton til
Kap Farvel að eins 1887, fráKapFarvel
til Reykjavlkur 1287, þaðan til Færeyja
777' °g frá Færeyjum er auðvelt að senda
skeyti til Skotlands. Ekki getur blaðið
þess, hvaðan það hafi þessar upplýsingar
um, að svona lagað samband sé í ráði
millum Islands og útlanda, en staðhæfir
það þó fullum fetum. En áreiðanlegra
mun samt, það er segir í »Nationaltidende«
10. þ. m. úr samtali við Meyer forstöðu-
mann dönsku fréttaþráðarskrifstofunnar í
Kaupm.höfn; þá er fréttasmali blaðsins
spyr hann um, hvort ekki hafi verið talað
um að setja á stofn loptritunarstöð á Græn-
landi, þá neitar hann því, að það hafikom-
ið til orða, enn sem komið sé, en getur þess
þó, að það gæti komið til mála, ef áður
væri komið á sambandi til Islands og Fær-
eyja með þolanlegum kjörum. En eptir
því sem Meyer farast orð, eru lítil líkindi,
að það fáist. Hann segir svo um það
atriði (Nationaltid. 10. jan.):
»Það hefur verið leitað samninga við
Marconi um að koma á loptskeytasambandi
milli Islands og Færeyja og þaðan til
Hjaltlands, og þeim samningum er ekki
enn slitið, en mér er óhætt að segja, að
nú sem stendur miðar þeim hvorki aptur
á bak né áfram. — Marconi heimtaði 10,000
£ (180,000 kr.) til að koma á sambandi
millum Færeyja og Hjaltlands, en 30,000
£ (540,000 kr.) fyrir sambandslínuna Is-
land, — Færeyjar — Hjaltland. Það er
öldungis óhæfilegt verð, sem alls ekki get-
ur' komið til greina að gengið verði að,
það er beinlínis ódýrara að leggja sæþráð.
Þó má þess auðvitað geta, að viðhalds-
kostnaðurinn við »hinn þráðlausa« er sama
sem ekki neitt í samanburði við viðhalds-
kostnaðinn á sæþræðinum, en hvað um
það —«.
Samkvæmt þessu er svo að sjá, sem
naumast muni saman draga millum Mar-
coni og dönsku stjórnarinnar, og að vér
megum bíða enn nokkra hríð eptir hrað-
skeytasambandi við umheiminn. En mjög
langt getur þess naumast orðið að bíða.
— Hvorki þessi Meyer, ernúvar getið, né
Suenson, forstjóri hins mikla norræna frétta-
þráðarfélags, virðast vera hlynntir Marconi
né hrifnir af uppfundningu hans, hafa ým-
islegt út á hana að setja, spá þvf, að hún
muni ekki fá mikla »praktiska« þýðingu
o. s. frv., eptirþví sem »Nationaltidende«
skýra frá. En þetta er allskiljanlegt frá
eigin hagsinuna sjónarmiði manna, sem
meira og minna eruriðnir við hið núver-
andi fréttaþráðarfyrirkomulag.
Sextán ára mýling
Isafoldar með stjómarvaldaauglýsingum
hefur haft þau óheppilegu áhrif á heila
hennar, að hún er alltaf að japla á þvf í
vöku og svefni, að múllinn hljóti að ganga
í erfðir frá henni til blaðs þess (Þjóðólfs)
er flytja á auglýsingar þessar næstu 3 ár
frá 1. apríl. En skynseminni er nú ekki
betur tyllt í hana en það, að hún heldur
að það sé alveg sama að þiggja þessar
auglýsingar sem gjöf, sem »dúsu« frá stjórn-
inni í samfleytt 16 ár, eins og hún hefur
gert, og þess að borga þær f u 11 u v e r ð i
í landsjóð næstu 3 ár. Hverjum manni
með meðal-gripsviti, ætti að vera það nokk-
urnveginn ljóst, að sá sem þiggur einkarétt
7—900 kr. virði að gjöf frá landstjórn-
inni á ári hverju verður skuldbundinn og
háður henni, með öðrum orðum »mýldur«
til að missa ekki »dúsuna«, en sá sem
kaupir einkarétt þennan fullu verði eða
fyrir 800 kr. á ári hverju er landsstjórn-
inni að öllu óháður, vegna þess, að
það eru lítil eða alls engin hlunnindi fyr-
ir hann að halda þessum rétti, svo að hon-
um stendur alveg á sama, þótt hann missi
hann, af því að það verður enginn tekju-
hnekkir fyrir hann, þvert á móti, en 800
kr. hrefnar tekjur mundi hann fremur vilja
halda í, eins og »IsafoId«. En vonskan
út af því að fá þetta ekki lengur gefins
kvelur hana nótt og dag, svo að hún tal-
ar óráð upp úr svefninum um sextán ára
stjórnar ölmusu, mýlingu og munnkörfur.
Halda menn, að þetta óráð renni ekki af
henni, fyr en Valtýr er seztur f ráðherra-
sæti og leggur við hana splunkurnýjan múl.
En heimskan í henni, hún rennur auðvit-
að aldrei af henni meðan hún tórir.
Svartur og Loðinn.
Lodinn (gengur snúðugt og hnakkakertur
inn á skrifstofu Svarts): Hér sé
guð!
Svartur'. Góðan daginn! Flvað er nú f
fréttum félagi!?
Lodinn: Hver fjandinn ætli sé í fréttum
á Nesinu! Fréttirnar erti allar
hjá ykkur í höfuðstaðnum.
Svartur: Mér heyrist vera útsynningur í
þér í dag. Kastaðu nú óveðra-
haminum, kollega, og sestu nið-
ur. Við skulum rabba dálítið
saman um landsins gagn og
nauðsynjar.
Lodittn (ólundarlega): Landsins gagn og
nauðsynjar! Þegar fjandinn er
að fara í allt saman og spilla
margra ára starfi.
Svartur: Vertu stiltur félagi. Hverju sæt-
ir þetta bölsýni? Við höfum
enga ástæðu til að örvænta um
okkar hag.
Loðinn: Ekki það? Þegar fjandinn er
farinn í Rangæinginn og Vest-
ur-Isafjarðarsýslu hangir á einum
þræði.
Svartur: Eg var einmitt að hugsa um
þessar horfur og steypa kúlur
þeirra vegna. En það þarf að
halda laglega á þeim.
Loðinn (háðslega) : Hm, Hm! (sýgur upp
í nefið). Þér er tiltrúandi! Viltu
ekki leysa frá skjóðunni, og láta
mig heyra.
Svartur (spekingslega): Við verðum að
reka af oss friðarmollu Akureyr-
arpostulanna, og segja mönnum
almennilega til syndanria.
Loðinn: Hí, hí! Eg skil fyr en skellur
í tönnunum. Þú meinar að sverta
menn og gruna þá um græzku?
Er ekki svo?
Svartur: Þeim er nóg, er skilur. Þú ert
annars fyrir löngu búinn að slíta
friðnum.
Loðinn: Utburð þann ætlaði eg mér aldr-
ei að karra. En hvar hyggstu
að ríða á garðínn?
Svartur: Eg ætla mér að gera Rangæ-
ingnum húðstroku og blakaeitt-
hvað við ísfirzka skáldinu og
„dánumanninum" þínum.
Loðinn: Mæltu það manna heilastur!
Svartur: Ekki brestur mig viljann og
verkefni er nóg fyrir hendi.
Loðinn (reigingslega): Það skiptir mestu,
hvernig á er haldið.
Svartur: Víst er það! En fyrst er að