Þjóðólfur - 06.02.1903, Qupperneq 2
22
um bæjarstj.kosningar í Rvlk hafi verið
látin byrja fyr en skyldi. 3. að ákvæði
tilsk. 20. apr. 1872, um, að kosning skuli
fara fram fyrir opnum dyrum hafi ekki
verið fullnægt og 4. að kjörstjórnin hafi
dregið um of, að bóka atkvæði sín. —
Hinn nafnkunni miðlunarúrskurður meiri
hluta bæjarstjórnarinnar 15. f. m., ergetið
hefur verið áður um hér í blaðinu, er því
felldur úr gildi, sem vænta mátti, því að
sá ómyndar-úrskurður var sama sem engin
leysing á málefni þvl, sem fyrir lá. Það
var því sjálfsagt, að láta ekki við svo bú-
ið standa, heidur halda kærunum áfram
beina leið til landshöfðingja, enda eru nú
úrslitin orðin þau, að bæjarfógeti verður
nauðugur viljugur að gera bragarbót, og
er það hálfleiðinlegur snoppungur fyrir
hann og yfirdómarann Jón Jensson, erbáð-
ir munu þykjast vita, hvað lög séu og hvern-
ig haga eigi bæjarstjórnarkosningu lög-
um samkvæmt, enda er það ekki neitt
sérlega flókin eða vandasöm athöfn. En
nú hafa þeir haldið, að þetta kosninga-
hrákasmíði þeirra 5. f. m. gæti gengið ó-
átalið. En það brást þeim. Er því von-
andi, að allt fari löglegar og skipulegar
fram við kosninguna nýju, sem á að fara
fram á mánudaginn kemur 9. þ. m. í Iðn-
aðarmannahúsinu. Ættu kjósendur að
muna eptir, að kjörfundur hefst nú kl. 11
árdegii (ekki kl. 12), og er vissara fyrir
menn, að koma nógu snemma á fundinn,
og gæta þess, að fundarsetningin er nú
færð fram um eina klukkustund, af hverj-
um ástæðum sem það hefur verið gert. —
Kosning tveggja endurskoðunarmanna
bæjarreikninganna fer fram 12. þ. m.
Eins og mönnum er kunnugt á nú að
kjósa af hinum almenna gjaldendaflokki
9. þ. m. 7 menn í bæjarstjórnina til næstu
6 ára, og skiptir nú miklu, að það val tak-
izt vel og öllu betur en 5. f. m. En þess-
ir menn munu hafa einna almennast fylgi
kjósenda í bænum:
Arinbjörn Sveinbjarnarson bókbindari,
Halldór Jónsson bankagjaldkeri,
Jón Brynjólfsson skósmiður,
Jón Jakobsson bókavörður,
Jón Þórðarson kaupmaður,
Magnús Blöndal snikkari,
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri.
Um þessi fulltrúaefni ættu bæjarbúar ein
mitt að fylkja sér. Fjórir þeirra hlutu
kosningu 5. f. m. og 2 þeirra lágu mjög
nærri því (Arinbjörn og Magnús Blöndal)
en 1 (Jón Þórðarson kaupmaður) var í
kjöri af hálfu hinna hærri gjaldenda 1,0. f.
m., og fékk þá mörg atkvæði, þótt ekki
nægðu til kosningar. En nú er hann kom-
inn á fulltrúaefnaskrána við þessar vænt-
anlegu kosningar í stað Gunnlaugs Péturs
sonar, er að vísu hafði mikið fylgi síðast,
og vantaði lítið til að ná kosningu, en hef-
ur bæði þá og nú óskað 'alvarlega eptir,
að vera ekki í kjöri, og er því sanngjarnt,
að taka tillit til þess, og leysa hann úr
þeim vanda.
Nú ættu allir góðir drengir að vera sam-
taka og velja þá menn eina í bæjarstjóm-
ina, er almenningur getur verið ánægður
með. Það þarf ekki að efast um, að nú
sem fyr verður unnið ósleitulega að því,
að troða inn í bæjarstjórn miður hæfum
mönnum úr hinum svonefnda valtýska
flokki, sem alstaðar er að reyna að ná
fótfestu. Það þarf ekki að búast við neinni
stefnubreytingu eða framfaraanda hjá nýju
bæjarstjórninni, ef meiri hluti hennar verð-
ur skipaður mönnum úr þeim flokki, eins
og verið hefur í gömlu bæjarstjórninni, og
haft hefur óheppileg, lamandi áhrif á fram-
kvæmdir hennar. Þeir sem því vilja láta
koma „nýtt blóð“ í bæjarstjómina, koma
nýrri hreyfingu á hana, ættu ekki með at-
kvæði sínu að fjölga þeirri „klíku", sem
þar hefur verið ráðandi síðastliðin ár. Það
veitti sannarlega ekki af, þótt eitthvert los
kæmi á hana við þessar nýju kosningar.
Vonandi að bæjarbúar sýni það við hina
endumýjuðu kosningu á mánudaginn, að
þeir vilji „endurnýja" bæjarstjórnina dá-
lítið betur, en þeir gerðu síðast, því að
það skiptir svo afarmiklu fyrir bæinn.
Um Samson Eyjólfsson
og
„í saf old“.
Þótt mál Samsonar Eyjólfssonar við
Hannes bæjarfógeta Hafstein sé næsta ó-
merkilegt, og í rauninni réttast að láta
„Isafold" eina, eða ritstjóra hennar halda
því á lopti, þá get eg samt ekki stillt mig
um, að gera nokkiar athugasemdir við
grein ritstjóra greinds blaðs, 24. janúar
þ. á. sem þann nefnir „Torsóttur réttur".
Þess skal fyrst getið, að Samson Eyjólfs-
son kærði bæjarfógeta Hannes Hafstein
fyrir mér út af skaða, sem hann þóttist
hafa orðið fyrir við sprautuæfingar á Isa-
firði; en kæru þessa gat eg ekki tekið til
greina; fór þá Samson í ráðherrann, en
hann fékk heldur enga áheyrn þar. Þess-
ar kærur hans voru ekki merkilegar, en
„Isafold" varast, að minnast á þessa útreið
kærunnar til ráðherrans; þeim Samson
mun hafa þótt það eiga bezt við, að tala
ekkert um þessar ófarir hans.
„Nú segir í grein „Isafoldar" á þessa
leið: “Fyrst verður hann, að því er hann
segir sjálfur frá og ekki hefur verið mót-
mælt, fyrir ólöglegri tregðu, er hann biður
um eptirrit af umsögn yfirvaldsins, þeirri,
er meiðyrðin hafði að geyma, og verður
að gera sér ferð til Kaupmannahafnar, til
að ná þeim rétti sínum. Skjalið er þá
fyrst laust látið, eða eptirrit af því, er
hann hótar að snúa sér til ráðgjafans
sjálfs". Hver átti að mótmæla þessu? Eg
sé þessi ósannindi fyrst nú. Samson hef-
ur aldrei mætt neinni tregðu hér á landi
í nefndu tiliiti. Mér hefði verið ómögu-
legt, að láta honum í té eptirrit af bréfi
bæjarfógeta H. H., dags. 5. febr. 1900,
þar sem hin umgetnu meiðyrði um S. E.
eiga að finnast, þótt hann hefði beðið mig
um það, því bréfið fór frá mér um hæl
(28. febr. 1900) til landshöfðingja, áleiðis
til ráðherrans, enda átti eg ekkert með að
veita Samsoni nokkurt endurrit af bréfinu,
á meðan eigi var útgert um kæru hans
til ráðherrans, sbr. skýlaus fyrirmæli opins
bréfs 12. marz 1870. Hann gat þá fyrst
krafizt eptirritsins, er hann fékk enga á-
heyrn kæru sinnar. Hið sama, sem eg
segi hér um sjálfan mig, gildir vitanlega
einnig um H. Hafstein sjálfan og lands-
höfðingja. „ísafold" flytur því hér ósann-
indi eptir Samson Eyjólfsson.
Þegar fátæki kaupmaðurinn, Samson
Eyjólfsson, hafði sjálfur sótt til Kaup-
mannahafnar eptirritið, sem hann hefði
geta skrifað eptir, og fengið með nokk-
urra aura kostnaði í burðargjald, beiddi
hann um setudómara og gjafsókn; eg skip-
aði setudómarann, en gjafsóknina fékk
hann ekki. Svo er fyrirmælt í lögum 12.
júlí 1878, um gjafsóknir, að veita megi
gjafsókn snauðum mönnum, sem hafa fá-
tækravottorð sveitarstjórnar og sóknar-
prests, og svo kemur einnig málstaður
beiðanda til greina. Samson hafði ekkert
fullkomið eða skýlaust vottorð um efna-
leysi sitt, sem tekið yrði til greina, ogum
málstað hans hef eg aðra skoðun, en rit-
stjóri „Isafoldar". Hann fór í ráðherrann
með kæru yfir þessu, en fékk þar afsvar.
Það er óþarfi og fer illa á því, að ritstjór-
inn kemur með dylgjur pg getsakir út af
þessu, en mér er alveg sama um þær.
Hann sannar sjálfur í grein sinni, að S. E.
er allt annað en fátækur, þar sem þessi
maður hefur, eptir greininni, efni á því,
að fara til Kaupmannahafnar eptir endur-
riti, sem hann hefði getað fengið þaðan
með nokkurra aura kostnaði.
Söguna sína um, að S. E. hafi haft út
endurritið af fyrnefndu bréfi á skrifstofu
stjórnarráðsins fyrir Island, með því að
hóta þeim þar að fara í ráðherrann, verð-
ur ritstjórinn að éiga sjálfur. Eg getfull-
vissað hann um, að skrifstofustjórinn,
Olafur Halldórsson, þekkir fyrnefnt opið
bréf 12. raarz 1870.
Ritstjórinn kallar það miður virðulega
útreið, að H. H. skuli hafa orðið fyrir því,
að illmæli hans um þann saklausa mann,
Samson, eru dæmd dauð og ómerk, og
hann þar að auki dæmdur í sekt og máls-
kostnað. Fleirum en mér mun sýnast, að
sá virðulegi ritstjóri höggvi nokkuð nálægt
sjálfum sér hér. Eg man ekki betur, en
að hann sjálfur hafi fengið bæði ómerk-
ing meiðyrða sinna um annan mann í
blaði sfnu, sektir og málskostnaðarútlát,
og það er sá munurinn á Birni ritstjóra
Jónssyni og Hannesi bæjarfógeta Hafstein
hér, að H. H. hefur verið kvaddur til
þess af yfirboðara sínum, að segja álit sitt
um kæru Samsonar Eyjólfssonar, og þar
af leiðandi um framkomu hans, en ritstjór-
inn tekur það upp hjá sjálfum sér, að við-
hafa þau orð um góðan mann, sem bakaði
honum ógilding orða hans, sektir og máls-
kostnaðarútlát.
Málið milli S. E. og H. H. er ekki enn
endilega útkljáð, og það munu fleiri dóm-
arar fá að líta á það en þeir, sem hér
eru á landi, áður en lýkur.
Reykjavík, 26. jan. 1903.
J. Havsteen.
Pólitiskir títuprjónar.
411einkennilegur úrskurður var felldur
í landsyfirréttinum 2. þ. m. í svonefndu
»verðlagsskrármáli« úr Snæfellsnessýslu.
Var yfirrétturinn þá fyrir stuttu búinn að
vísa málinu heim til ítarlegri rannsóknar.
En þetta var að eins eitt mál af fleirum,
er höfðuð* voru gegn nokkrum hreppstjór-
um þar í sýslu fyrir grunsemd um að
hafa falsað verðlagsskrána á þann hátt,
að skafa út tölur og afmá verðlag á vað-
máli. Og dæmdi sýslumaður eitt þeirra,
þetta er landsyfirrétti þótti ekki nægilega
rannsakað. En skömmu eptir að yfir-
rétturinn kvað upp þann úrskurð, voru
birt tvö vottorð í »ísafold«, þar sem með-
al annars einn maður vottar, að annar
maður hafi sagt sér, að þriðji maðurinn
hafi sagt honum, að sýslumaður hafi látið
skila til sín, að taka ekki vaðmál í verð-
lagsskrána. Við birtingu þessara vott-
orða í Isafoldarblaðinu hleppur yfirrétturinn
upp til handa og fóta, tekur málið fyrir
að nýju og úrskurðar nú, að nú þegar
sé settur rannsóknardómari til að rann-
saka þessi verðlagsskrármál, og þar á
meðal afskipti sýslumanns, og skýtur því
til valdstjórnarinnar, að fela rannsókn
þessa öðrum en sýslumanni, þ. e. með
öðrum orðum, að skipa setudómara til
rannsókna í málinu, að Lárusi sýslumanni
fornspurðum. Heyrzt hefur að háyfir-
dómarinn hafi ekki verið samþykkur þess-
um úrskurði, en meðdómararnir báðir á
einu bandi auðvitað, því að vottorðin
stóðu í biblíunni þeirra. Hvort ástæða
hafi verið fyrir yfirréttinn að taka svona
mikið tillit til þessara vottorða í þessu
Isafoldarblaði, skal hér ósagt látið, en eitt-
hvað kynlega lítur þetta snögga viðbragð
réttarins út. Sjálfsagt væri þeim Kr. Jóns-
syni og J. Jenssyni harla óljúft, ef Lárus
sýslumaður, vinur þeirra, yrði fyrir einhverju
skakkafalli við þessa rannsókn, en sem
betur fer geta þeir eflaust huggað sig við,
að svo verður ekki, og að Lárus stendur
jafnréttur eptir sem áður, þrátt fyrir allar
tilraunir Isafoldar og fylgifiska hennar til
áð sverta hann. Hann mun einskis frem-
ur óska, en að illmæli mótstöðumanna
hans verði rekin ofan í þá aptur af öðr-
um dómara, og þeir standi sem minni
menn eptir, enda er það nauðsynlegt til
að taka duglega fyrir kverkar slíkum ó-
fögnuði, svo að hann geti ekki þróast og
og dafnað. Og þess vegna væri langrétt-
ast af valdstjórninni, að láta það eptir
yfirréttinum, að skipa mann til að rann-
saka þetta, til að kveða óhróðurinn niður,
því að vér erum sannfærðir um, að Lárus
þarf ekki að vera smeikur við þá rann-
sókn. Hann er hyggnara og samvizku-
samara yfirvald en svo.
„Rússa-kópar“.
í blaðinu „Politiken" 13. f. m. sendir
fréttaritari blaðsins í Kristjaníu því hrað-
skeyti um ískyggilegan voða, er vofi yfir
fiskiveiðunum í norðurhluta Noregs, og
birtum vér grein þessa í lauslegri þýðingu,
þvl að málefni þetta er allalvarlegt og í-
hugunarvert einnig fyrir oss. En frettarit-
arinn segir svo frá:
„Yfir héruðunum í norðanverðum Nor-
egi vofir alvarlegur fjárhagslegur voði,
vegna feikimikillar aðsóknar af stórri sela-
tegund, er „Rússakóþur" nefnist. Og þessi
selamergð fer sífellt vaxandi. Selategund
þessi heirosækir á ári hverju norðurströnd
Noregs, en það hefur aldrei verið jafn
stórkostlegt aðstreymi af henni sem nú,
og sömuleiðis er óvenjulegt, að hún komí
um þetta leyti árs. Selatorfan er eins og
lifandi múrveggur við ströndina, fyllir alla
firði, sund og víkur, og étur upp allan fisk,
eða hrekur fiskigöngurnar til hafs. —
Vetrarafli við Finnmörk hefur gersamlega
brugðizt. I þeim héruðum, þar sem íbúar lifa
aðallegaaffiskmeti, fá menn ekki einu sinni
1 soðið þann og þann daginn. Menn veiða
og skjóta seli hundruðum saman, en fá
engan fisk. Þorpin þar norður frá verða
að flytja til sín fisk sunnan að, Ibúarnir
eru mjög áhyggjufullir yfir útlitinu, ekki
sízt yfir því, et selur þessi skyldi gersam-
lega eyða aflanum í Lofoten, eins og marg-
ir eru hræddir við.
Fiskimenn og verzlunarmenn hafa hald-
ið fjölmenna fundi til að ráðgast um, hvað
til bragðs skuli taka og biðja um hjálp.
Sendinefndir hafa verið gerðar á fund stór-.
þingsins og stjórnarinnar. Það er al-
mennt skoðun manna, að fækkun hval-
anna eigi mikinn þátt í þessari auknu
selamergð við Noregsstrendur, því að menn
þykjast vita, að „Rússakópinn" hörfarfyr-
ir hvalnum, og þessvegna heimta menn,
að hvalveiðar séu bannaðar.
Á síðari árum hefur Rússastjórn bannað
norskum skipum að stunda selveiðar í
Hvítahafinu, æxlunarstöð kópans, svo að
hann hefur fengið næði til að fjölga svo
feikilega mikið. Nú er verið að reyna að
fá bann þetta afnumið. Einnig stungu
fiskimenn upp á, að veita verðlaun fyrir
útrýmingu selsins, og að herskip séu látin
skjóta hann niður í hrúgum, jafnvel farið
fram á, að hellt sé ótæpt steinolíu í sjóinn
til að reka vogest þennan á flótta. Allir
eru á einu máli um það, að Finnmörk
verði komin í auðn að fáum árum hðn-
um, ef ekki er tekið alvarlega í tautuana
til að afstýra þessum voða.
Fyrirspurn um þetta mál er á dagskrá
í stórþinginu á morgun".
Hjá oss Islendingum hefur aldrei mátt
koma nærfi því, að rýma burt selnum,
þótt menn viti, að hann spillir afarmikið
lax- og fiskiveiðum. Það getur og vel
verið, að þessi Rússakópur fari í stórum
hópum að leggja leiðir sínar hingað, og þá
sjáum vér, hvar fiskiveiðar vorar eru komn-
ar. Þá er ennfremur Norðmenn sjálfir vilja
friða hvalinn, er hefur verið svo arðber-
andi veiði fyrir þá, þá ættum vér ekki síð-
ur að banna algerlega allar hvalveiðar,
ekki sízt vegna síldarinnar og margs fleira.
Það má ekki dragast lengur úr þessu, ef
allur hvalur á ekki að verða strádrepinn
hér í norðurhöfum. Eða hvers vegna skyld-
urn vér leyfa útlendingum að reka hér
þessa veiði, sem vér eflaust bíðum stór-
tjón af, óvíst hve mikið árlega? Næsta
þing verður meðal annars að taka málefni
þetta til alvarlegrar athugunar.