Þjóðólfur - 13.02.1903, Page 1

Þjóðólfur - 13.02.1903, Page 1
ÞJÓÐÓLFUR. 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. febrúar 1903. Jú 7. ♦ JíuAÁidó Jíúí'iýasUji Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Ræktun landsins F.ptir Jón Jónntnnsson. IV. Grundvallarregla sú.sem öll jarðrækt bygg- ist á, er að framleiða sem mest með sem minnstum kostnaði. Til þess að ná sem lengstí þessu efni,útheimtist að menn kunni að nota sem haganlegast þau skilyrði, sem fyrir hendi eru á hverjum stað, geta valið heppilega og viðhaft hin réttu tök á öllu. Það sem ávallt hefir mesta þýði'ngu fyrir jarðræktina er vinnan — hin verklegu störf — og eptir því sem þau eru unnin af meiri þekkingu og æfingu, eptir því vinn- ast þau fljótar og vandlegar, og verða þar af leiðandi, ódýrari og arðsamari. Sú þekking, sem vér til jarðræktarinnar þurfum á að halda, er í stuttu máli þekk- ing á þeim skilyrðum, sem fyrir hendi eru, að því er snertir jarðveg, gróður, áburð o. fl. og þekking á því, hvernig reynslan hefur kennt mönnum að nota slíkt undir ýmsum óltkum kringumstæðum; þessi þekk- ing á að stjórna störfunum og á henni eiga þau að vera bygð — en þetta er ekki nóg, hér við verður að bætast verkleg kunnátta í þvt að leysa af hendi þessi störf sem vandlegast og ódýrast. Hið fyrra er sem hver önnur bókleg fræði- grein, þekkinguna má öðlast með námi á þar tilætluðum skólum eða utan þeirra, en hið síðara verður ekki af bókum lært. Það er ekki nóg, að menn viti, hvernig á að gera þetta eða hitt, þeir verða að gera það, framkvæma það sjálfir, einungis á þann hátt fæst verkleg kunnátta og ekki öðruvísi. »Það verður hverjum að list, sem hann leikur«. Maður, sem veit hvern- ig á að vinna eitthvert starf og hefur góða verklega æfingu í því, getur gert það eins og á að vera, enda þótt hann hafi enga hugmynd um, hversvegna starfið er unnið þannig og ekki öðruvísi. En hinn sem veit bæði hvernig á að vinna starfið, og hversvegna það er unnið þannig, en vant- ar æfingu stendur uppi nær því ráðalaus, honum farast öll handtök klaufalega þang- að til hann er búinn að iðka starfið svo lengi, að hann er orðinn æfðtir í öllum handtökum. Það er því verkleg kunnátta, sem hefur einna mesta þýðingu fyrir al- menning, og án hennar verður bóknám og vísindaleg þekking ekki að hálfum not- um. Á flestum búnaðarskólum erlendis er reynt að sameina þetta tvennt: bóklega kennslu og verklega æfingu og hefur það víða gefizt allvel, en alltaf verður það bóknámið, sem fær yfirhönd, verkleg æfing er sumstaðar nauðalítil, I Nor- egi hefur t. d. víða verið kvartað yfir því, að piltar þeir, er á búnaðarskólana ganga, fengju þar af litla verklega æfingu og þyk- ir það afar mikill galli. Vér höfum hing- að til haft svipað fyrirkomulag á vorum búnaðarskólum, enda hafa samskonar radd- ir heyrzt hér eigi óvlða og það kemur rneir og meir í ljós, að með núverandi íyrirkomulagi er alls ekki unnt að veita á skólunum fullnægjandi verklega æfingu í jarðyrkjustörfum. Ræktun landsins er að miklu leyti undir því komin, að bætt verði sem bráðast úr hinum tilfinnanlega skorti á verklegri kunnáttu, enda mun flestum vera það Ijóst, að aukin verkleg kunnátta hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir landbúnað vorn. Aptur á móti geta ef til vill verið skiptar skoðanir um á hvern hátt að helzt verði úr þessu bætt. Einfaldasta og öruggasta ráðið hygg eg vera að aðskilja verklegu kennsl- una að meira eða minna leyti frá hinni bóklegu og framkvæma hana á þeim stöðum sem hægt er að veita sem allra mesta verklega æfingu og margfallt meiri en unt er á skólunum með núverandi fyrirkomulagi og að þar sé hægt að hafa nógu mikið og nógu fjölbreytt verkefni fyrir hendi*). Verkleg kunnátta getur með þessu móti fengizt með tiltölulega litlum kostnaði, og því komið að meiri og almennari notum; þetta atriði getur þvl haft afarmikla þýð- ingu fyrir ræktun landsins, einkum kunn- átta í plægingum, því þótt öll önnur skil- yrði væru fyrir hendi myndum vér komast skamt með að auka ræktaða landið án þess að nota plóginn. Árétting um leirburð. i. (Frh.). Eitt »vindhögg« Ólafs er það, er hann segir, að »úrnum« sé annaðhvort prent- villa eða ritvilla fyrir »úrgum«, »en þetta er matur fyrir Kolskegg«. — Vér sögð- um í ritdóminum: »Urnum« er mál- leysa, en á líklega að vera »úrgum«, nema það sé nýyrði höf.« — Svo finnur Ólafur í viðbót tvær prentvillur í bók Guðmundar, verður ákaflega hróðugur af því og ánægður við sjálfan sig og segir: »Lítið er það, sem hundstungan finnur ekki« (!!I. ólafur tekur upp setningu úr grein vorri og snýr henni upp á Kolskegg, en biður hann svo fyrirgefningar á því. — Þeim hlýtur fremur að fyrirgefast slík meðferð á annara efnum, sem ekki hafa sjálfir öðru að veifa en því, sem þeir fá hjá ná- unganum; en sæmra væri »flugumönnum« að fá nesti og nýja skó hjá þeim, er senda þá forsendingar, heldur en hinum, sem þeir eru sendir á móti. Þvf skal ekki heldur neita, að Ólafi kemur vel, að hagnýta annara orð og setningar, ef hann kynni að velja þau smekkvíslega, — því að eigi lætur manninum svo vel að rita sjálfum, sem draugasögur hans bera bezt vitni um. Vér. höfðum bent til vísu eptir Steingr. Thorsteinsson í ritdómi vorum, þar sem vér minntumst á það, hversu sumir kunn- ingjar G. F. hefði »teygt eyru« hans. Ól. *) í sfðasta ári Búnaðarritsins er góð hug- vekja um búnaðarskólamálið eptir búfræð- ing B. Bjarnarson f Gröf. hefur svo hent þessa vísu á lopti og reyn- ir að snúa henni upp á Kolskegg. Þessi »stolinstefja« hans, sem hann gerir að út- fararsálmi greinar sinnar, er'svo glöggt dæmi um smekkvlsi hans og þekking á bragfræði, að vér tökum hana upp : „Öfund teygði á eyrunum hann, svo öll við það sannindin rengdust; en ekki hót við það vaxa hann vann, það voru að eins eyrun, sem lengdust". Vísan verður 1 meðförum hans argasta hnoð, sem fer svo mjög í bága við ein- földustu rímreglur, að þrír stuðlareru í sama vísuorðinu(H) og annar hagleikur er eptir því. Slíkir menn eru færastir að skrifa ritdóm um ljóðagerð, þar sem skilningur, smekkvfsi og bragfræðisþekk- ing fylgist að eins og hjá Ólafi(!!). Vér getum bent Ó. D. á eitt kvæði ept- ir G. F., sem birt er f »Sunnanfara« í haust. Það heitir »Heimþrá« og vonum | vér að »dýpt« þess og snild sé Ólafi kær- komin, og þá ekki síður grasfræðilegu nöfnin, sem þar koma fyrir. — I þessu kvæði kallar hann barnið sfrævil föður síns«. Þetta orð hefur Guðm. líklega lært á MöðruvöIIum og vill svo sýna sjálf- stæði sitt með þvf að hafa það í allt annari merking, heldur en nokkur maður annar getur látið sér detta í hug. Þetta kemur bezt fram, þar sem sagt er að »frævilnum« sé »hampað« á hnjánum. Þetta er »frumleikur« »Gvendar«, sem Ólafi finnst svo mikið um. — Samlíking þessi er einkar-»heppileg«! eins og marg- ar aðrar hjá sama manni. Það er ekki þægilegt að skýra þetta orð á prenti, enda þarf þess ekki vegna Ólafs, en þeir sem ekki skilja það geta eflaust fengið upplýs- ingar um það hjá Stefáni kennara Stefáns- syni, því að hann hefur víst búið orðið til og má treysta honum manna bezt til þess að útskýra það á sfínan hátt«. I sama kvæði talar G. um »kjöltusmára« ! — Hvað jurta er það? Ólafi er líklega ekki óljúft að fara í »bótaniskan leiðang- ur til þess að rannsaka vaxtarstað þessa »smára« — og ganga úr skugga um, hvort það sé ekki »ný tegund«. Getur hann þá sjálfsagt um leið fundið hið sanna gildi kvæðisins. — Margt er fleira »guðmundar- legt« í þessu kvæði og verður þess ef til vill getið síðar. II. • Þú ert dvergur Guðmundur*. Matth, Joch. Matthías Jochumsson fyllist vandlætingu mikilli út af því, að »Kolskeggur« skyldi færa rök að því, að kveðskapur G. F. væri léttur á metunum og mætti heita leirburður einn. Segir M. J., að »þetta megi öllum gera«, oger ekki annaðsýnna, en fyrir honum hafi vakað hið fornkveðna: »Þá er einum vá fyrir durum, er öðrum er inn of komin«. Hvað sem því líður, þá verður ekki annað sagt, en M. hafi ekki höndulega tekizt að færa skjöld fyr- ir »dverginn« sinn, sandskáldið og mun sannast að sú vörn lifi ekki lengi, eflaust miklu skemur heldur en kvæðin, sem Georg Brandes hefur verið svo feigspár um í prívatbréfi til höfundarins. Víst er um það, að þótt M. J. verði öllu sínu andríki til þess að blása lífsanda í »leir« Guðmundar á Sandi, þá mundi »leirinn« verða samur eptir sem áður. M. J. segir: »G.F. er þar sem hann er«! og leggur áherzlu á þessa setningu. Um þetta getur enginn efazt, enda ber ekki svo lítið á G. »þar sem hann er« — fremstur á bekk íslenzkra leirskálda, sem nú eru uppi, þessi »fána- legi« »kyngi«-þrúðvaldur« og skáldlegi Mökkurkálfi! »Stefnir*)«, »Bjarki« og »Norðurland« hafa flutt greinar um bók G. F. og er þar kannazt við, að G. sé stundum »furð- anlega smekkláus« og nokkuð »hrottaleg- ur«. — I þessum greinum er þó flestu tjaldað til þess að »gylla« »samsetning- inn«, og rekur jafnvel svo langt, að »St.« og »N1.« leggja áherzlu á. að G. beri »mikla virðing fyrir starfinu!« — En hvaða starf er það, sem G. ber virð- ingu fyrir ? »Stefnir« segir, að það sé einkum hið »líkamlega starf«, og »Norðurland« segir að sstarfið, sem hann metur og skilur sé það, sem unn- ið er í hinum smæsta verkahring«. — Hér sést ljóslega »moldvörpu«-sjón- deildar-hringur G. F. — Það sést ekki af kvæðum hans að hann meti nokkurs nokkra andlega vinnu, eða starfsemd þeirra, sem vinna að almenningsheill. »0g þegar kemur til hins víðtækasta menn- ingarstarfs í veröldinni, er hann blátt á- fram skilningslaus«, segir »Norð- urland«. Og hvernig er nú »lotningin«!!, sem G. F. ber fyrir sínu lægsta líkamlega starfi? — Allir, sem starfa, verða örgustu ræflar og aumingjar, »hendurnarhnýttar«, »kjúk- urnar undnar út liði« og allt kreppt og hokið, hestarnir drepmeiddir og hárlaus- ir, og konurnar eins og óþrifalegur og fú- inn vefstóll út í horni! Laun tveggja mannsaldra vinnu er »ugla með trosnuð- um reipum« o. s. frv. Allt þetta bervitni þess að G. F. telur vinnuna hið mesta böl. —Engu að síður segir »N1.« : »Yfir- leitt má segja, að ekkert íslenzkt skáld hafi haft aðra eins lotning(!) fyrir starfinu eins og G. F.«(!!). »N1.« segir að »Ekkjan við ána« verði eflaust tekið upp í »úrvalsljóð eptir beztu skáld vor«(!) og Sigurjón Friðjónsson tek- ur tipp það sem honum þykir bezt úr sama kvæði: „Sem vefstóll út íhornihún var hin hinstu ár sem voðinni er sviptur, af ryki og elli grár". o, s. frv. Gísli gatnli Brandsson kvað fyrir löngu þessa stöku: Út í horni auðarbrík undi langt frá mönnum; hesputré var harðla lík, hrökkti og brast í tönnum. Er líklegt, að þessi vísa komist einnig í »úrvalsljóðin«, því að samlfkingin við hesputré er fullt eins heppileg sem vefstóls-lýsingin hjá G. F. „Þú átt góðan penita“!, lætur Guð- mundur Friðjónsson bónda nokkurn segja við sig 1 einni af »skáldsögum« sínum (»Einir« bls. 46). — Nú »otar« hann sjálf- ur »gönguteinum« fram á vígvöllinn í »Norðurlanc!i«, og »veifar öngum« að Kol- skeggi. Hefir honum orðið »klaksárt í heilanum« og »hrökklar fótum« af óstyrk. Helzta vopnið, sem hann hefur til varn- ar ljóðagerð sinni, móti »ritdóm« vorum, er það, að hann muni ritaður af sama manni, sem skrifað hafi einhverntíma um kvæði E. H., »Á ferð og flugi« eptir St. G. St., »Utför Valtýskunnar* og grein um Pál Briem amtmann ! — Auðvitað er þetta reykur og röng tilgáta, enda virðist það eðli Guðm., að fálma fram hjá hinu rétta. *) Ritdómur sáereptir Sigurjón Friðjóns- son á Sandi.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.