Þjóðólfur - 20.02.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 20.02.1903, Síða 2
3° því blaði fyrir undirtektirnar. En ætli þessu sé ekki líkt farið um fleiri, sem nú gaspra hæst um friðinn og sam- komulagið, þótt »Þjóðv.« einn kveði upp úr. Skúli Th. hefur fyr orðið opinskárri, en flokkur hans þefði kosið. [Niðurl. í aukablaði]. ,. , A. A. Elskið friðinn! Eg skal fyrst leyfa mér að gefa þess í fréttaskyni, að eg hef í haust haldið tvö leiðarþing, annað f Fáskrúðsfirði og hitt í Breiðdal, en hið þriðja er eg hafði ákveð- ið 8. nóv. á Djúpavogi fyrirfórst vegna veðurs og vatnavaxta. Á þessum leiðar- þingum skýrði eg frá öilum þeim roálum, er alþing hafði til meðferðar í sumar og gerði grein fyrir gangi og afdrifum hvers rnáls sérstaklega. Mun öllum hafa þótt þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt, enda töluverð nýlunda þar, sem leiðarþing hef- ur aldrei fyr verið haldið í téðum hrepp- um. Að endingu hvatti eg kjósendur til, að athuga þau landsmál, er búast mætti við, að lögð verði fyrir næsta alþing t. d. landbúnaðarmálið, sjávarútveginn, sam- göngumálið, um afnáni framtals á lausa- fé, afnám manntalsþinga, hvalaveiðamálið, llfsábyrgðarfélög o. fl., koma svo fram með tillögur sínar á tilvonandi þingmálafundum 1 vor. Síðan hefur pólitíkin sofið sætt og vært, og friður og ró hvllir yfir öllu, hún liggur í einskonar vetrardvala, til að safna nýjum kroptum undir nýjan leiðangur. Þó hafa einstöku raddir heyrzt, t. d. hefur Jón í Múla ritað í 43. tölublað „Austra" all- merkilega grein, sem virðist eiga að vera trúarjátning allra þeirra, sem bjóða sig fram til þings við næstu kosningar; hún er eins og lög gera ráð fyrir — í þremur greinum, en engin þeirra hljóðar urn gömlu þrenninguna, en í þess stað um þingræði, heiðarleik og fjárhagsmál. Þetta er að vísu góð þrenning, og getur átt allvel við f hinum pólitisku fræðum, og yfirleitt er greinin vel rituð, en í henni er lítið ann- að en það, sem blöðin hafa haldið fram, ogsem heimastjórnarflokkurinn lagði mesta áherzlu á í ávarpi til hinnar íslenzku þjóð- ar í sumar. Þó er þar að minnsta kosti ein ný kenning og hún er sú: að tæma algerlega viðlagasjóðinn, og alli lánstraust landsins, og að því loknu smella tollum og sköttum á þjóðína. Hvað viðlagásjóðínn snertir, þá er nú smámsaman verið að höggva skarð í hann, því þegar tekjur landsins ekki hrökkva til að borga útgjöld- in, þá er að hlaupa 1 viðlagasjóðinn; þetta hefur verið yfir sum fjárhagstfmabil frá 130—150 þúsund krónur, svo það er eng- in hætta á, að hann mygli sér til minkun- ar. Að tæma aigerlega lánstraust landsins er búhnykkur, sem eg get ekki fellt mig við, og svo mikið er víst, að eigi er sá bóndi talinn hygginn, sem eyðir fyrst öllu sínu vaxtafé, og tekur svo lán meðan hann getur fengið það. Mundi eigi hyggi legra, að lofa landinu að eiga ofurlítið eptir af lánstraustinu, en auka heldurtekj- urnar með því, að fækka dálítið óþörfum bitlingum, sem ár eptir ár standa í fjár- lögunum þjóðinni til lítils sóma, og draga ögn úr eptirlaunafarginu, sem þjóðin er ávallt óánægð með og óskar stöðugt lag- færingar á. Friðurinn og lognið af Akureyrj hefur borizt hingað með norðanáttinni, sem ver- ið hefur hér að undanförnu. Þessari send- ingu fagna flestir, því allir elska lognið og friðinn, einkum ef stormar hafa lengi gengið og einn er eg af þeim; en þó fæ eg eigi betur séð, en pólitiskur friður geti líka orðið fullmikill og þá ef til vill hættu- legur. Það er t. d. ekki hyggilegt, að horfa á það þegjandi og aðgerðarlaus, að verk þingsins frá í sumar sé eyðilagt, og að engu gert, það verk sem kostað hefur þjóðina meira en 20 ára stríð og afarmik- ið fé. Eg veit að vísu, að það muni ekki heldur vera meiningin með þennan Akur- eyrarfrið, en meðan vér höfum bæði opin- bera og eigi opinbera mótstöðumenn í stjórnarskrármálinu óg máske fleiri málum, er varðar þjóðina afarmiklu, þá tjáir eigi, að getast upp og beiðast friðar, enda þó maður elski hann, þvf takmarkinu verðum vér að ná, annaðhvort með blíðu eða stríðu. Máli mínti til sönnunar, skal eg geta þess, að þegar búið Var að samþykkja stjórnar- skrárbreytinguna í neðri deild í sumar, þá leggur hin rangskreiða „Isafold" frá landi í leiðangur móti heimastjórnarflokknum á dreka þeim hinum mikla, er hinn víðfrægi Valtýr höfðingi stýrði forðum, drekinn var sagður alskipaður hraustum drengjum, en einkum má þar tilnefna tvo berserki, hét annar Hávarður höggvandi, en hinn Atli hinn rammi, þeir voru stafnbúar og sóttu hart fram, hjuggu og lögðu á báðarhend- ur til heimastj.flokksins, sem varðist hraust- lega og hopaði hvergi á hæli, enda bitu hann eigi járn berserkjanna, þvf hann var klæddur heimastjórnarbrynju og girtur frelsissyerði fósturjarðarinnar;sáu þá dreka- búar eigi annað Vænna, en hætta leiðangr- inum í svipinn, og var þá drekanum stýrt beint í suðui, og var það mál manna, að hann ætti að sigla suður í heim, að leita uppi dverga tvo svo haga, er smíðað gætu vopn þau, sem bitu á brynju heimastjórn- arflokksins. Síðan hefur ekkert frétzt til drekans mikla né berserkjanna, en ætlun sumra er það, að hann muni hafa lent í hafvillum og flækst inn í eitthvert nýtt lognbelti, sem lagst hefur kringum lönd öll, eins og Miðgarðsormurinn forðum, og þar muni hann liggja logndauður til Ragna- rökkurs. En þrátt fyrir það kvað von á dvergunum, með vopn það, ergui/nefn- ist, og það fullyrða fróðustu menn, að það sé hið langbitrasta vopn, sem heímurinn eigi nú til í eigu sinni, þegar því sé vit- urlega beitt, en ekki treysta vísindamenn sér, að leysa úr þeirri spurningu, hvort það muni bíta á heimastjórnarbrynjuna. I öðru lagi siglir ofurhuginn E. Bene- diktsson jafnt láð sem lög á lekafleytu þeirri, seip hann nefnir „Nývaltýsku", Qg siglir fullum seglum, þó gefi á bæði borð. Hann stefnir í norður og hyggst að „inn- taka“ höfuðstað íslands fyrst, og síðan allt landið, rífa svo íslandsráðgjafann út úr ríkisráðinu og gera hann að jarli eða kon ungi yfir Islandi. Það er eigi gott að segja, hvað þessum fullhuga tekst og svo miki<) er víst, að enginn hefur enn yogað, að leggja að fleytunni hans, þó hún sé bæði gömul og fúin. í þriðja lagi þeysir meist- ari Eiríkur Magnússon fram á hinn póli- tiska vígvöll og fer svo mikinn, að flest hrekkur fyrir og hefur enginn ráðizt í gegn honum nema Skapti Jósepsson, enda er hann talinn tröll að burðum, en sökum elli er hætt við hann mæðist á sprettinum. Það virðist meining meistarans, að kippa þeirri meinloku úr kolli Dana, að ráðgjafi Islands þurfi að bera hin sérstöku málefni Islands fram fyrir konunginn í ríkisráðinu, en hætt er við, að það gangi lítið betur, en að ná heiðninni forðum úr hausnum á Þór. Af þessu framansagða er auðséð, að nú er lítil friðarvon. Eg fæ eigi betur séð, en hér sé um tvo kosti að ræða. Annar sá, að gefast upp og beiðast friðar, en hinn, að ganga fram og berjast, sem eg álít miklu myndarlegra, með því líka, að heimastjórnarflokkurinn frá í sumar mun hvergi hopa á hælí, þegar um velferð fóst urjarðarinnar er að ræða; eg hefi meira að segja mikla ástæðu til aðætla, að allir þeir sem óhikandi gieiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni í sumar, þeir mundu gera það einnig næst, ef þeir ættu kost á því, en það er undir kjósendunum komið. Þó vér elskum friðinn, þá verð- um vér samt sem áður með djörfung og fúllri einurð, að verja gerðir vorar ogeigi láta eyðileggja þá frelsisbyggingu, er vér unnum að í sumar og sem vér að sumri ætlum aðgera svo tráusta, að hvorki dvergv ar fié nokkur töfrakraptur fái'hehrii grand- að, og að í skjóli hennar blómgist friður, og eining, djörfung, drenglyndi óg allar þær dyggðir, sem fleygja þjóðunum fram til fullkomnunar og farsældar. — Þverhamri 12. jan. 1903, Ari Brynjólfsson. Sjónleikar. F~ Leikfélag bæjarins hefur nú síðast leik- ið hið nýja leikrit Indriða Einarssonar „Skipið sekkur", og hefur aðsóknin að leik þessum verið mjög mikil þau 4 kveld, er hann hefur verið leikinn. Mun þetta ekki eingöngu stafa af því, að leik- urinn er fslenzkur, þótt það sé reyndar þungt á metunum, heldur af því, að öllum þorra manna þykir leikurinn góður, og margir eru enda stórhrifirir af honum. Það má og vel vera, að hann sé einna skárstur þeirra leikrita, er Indriði hefur hingað til sarnið, en það út af fyrir sig er engin sönn- un þess, að leikurinn sé ágætur. Aðalefni hans er í stuttu máli þetta: Drykkjugjarn og óspilunarsamur verzlunarstjóri, Johnsen að nafni, hefur kvænzt til fjár, og sóað eignum konu sinnar, en haldið hana hart og jafnan verið vondur við hana. Þau eiga eina dóttur barna Brynhildi. Áður en frú Johnsen giptist hafði hún ást á Hjálmari nokkrum og þau hvort á öðru. En hann lét það aldrei beinlínis í ljósi við hana, og svo giptist hún Johnsen, til að sýna að.hún gæti verið án Hjálmars, úr því að henni leiddist eptir bónorði hans. En hann hætti við nám, varð að eins cand. phil. og fór að búa upp f sveit með ráðskonu (?), því að hann kvæntist ekki, syrgði ávallt Reykjavíkurrósina sína. En svo kemur hann eptir mörg ár (um 20?) til bæjarins norðan úr Iandi með 6 gráa hesta til reiðar, og gengur rakleiðis heim til frú Johnsén, þó ekki án þess, að láta vita um heimsókn sína áður. Og und ir eins og þau hafa heilsazt eru þau kom- in út í ástamál, og tala um fyrri daga, og það er síðan hefur á dagana drifið. Bryn- hildur dóttir hennar hefur þá trúlofazt í þessum svifum ungu læknisefni, en John- sen er fullur að slarka einhversstaðar inn við ár, kemur fullur heim og ætlar að berja konuna, en samt fer hann og hún á dans- leik í klúbbnum (Reykjavíkurklúbbnum) um kveldið, og þar „fjollar" hann, en frú- in danzar við Hjálmar, og veitir honum leyfi til að koma heim til sín um nóttina eptir dansinn, til áð ráðgast um, hvað gera skuli, en Johnsen leggur á stað til veiða upp á heiðar. Hún veit, að Johnsen er kominn á heljarþremina, og muni verða að fara frá Verzluninni. Honum mistekst einnig að fá lán hjá nízkum vini sínum Thorkelín nokkrum, steinolíukauprnanni. Og það hjálpar ekki þótt hálfbróðir frú- arinnar, Einar nokkur, sera er við verzlun- ina hjá Johnsen, leggi sig í líma til að bjarga mági sínum. Rétt á eptir að Johnsen fer af dansleiknum fullur um miðja nótt með skotvopn sín upp á heiðar, fer Hjálmar að hitta frúna, en unnusti Brynhildar og nokkrir með honum taka bát, og ætla að sigla sér til skemmtunar eptir „ballið“, en það hvessir sviplega og bátnum hvolfir. Unnusti Brynhildar drukknar, og er bor- inn heim til móður hennar, meðan hún situr á tali við Hjálmar og lofar honum hálft um hálft að strjúka með honum norð- ur. Svo kemur hinn sviplegi dauðdagi Kristjáns, og bréf utanlands frá að John- sen sé settur frá verzluninni. Svo talast þær mæðgurnar við, og móðirin heldur fast við áform sitt að fara með Hjálmari, þrátt fyrir allt, en ákveður svo allt í einu að fara hvergi, þá er dóttir hennar segir henni, að hún ætli að vera kyr á heimil- inu, og taka á sig þá byrði, er móðir hennar hafi varpað af sér. Johnsen ætlar svo að skjóta sig, er hann veit um, að hann er settur frá verzlunarforstöðunni, og getur ekki borgað skuld sína við eig- anda verzlunarinnar, en mágur hans kem- ur í veg fyrir það, og fær hann til að fara til Ameríku þá þegar, en Einar tekur við forstöðu verzlunarinnar, og lofar að taka Brynhildi til skripta í búðinni. Leikurinn endar á því, að Johnsen „stingur at“ til Ameriku, hefur stuttar kveðjur við konu sína, og segir henni að sækja þegar um skilnað, en hún festir samt rós í hnappa- gat hans um leið og hanú fer. Sem lýsipg á íslenzku nútíðarlífierlít- ið.í leikinn varið. Það er ekkert eða sár- fátt í honúfn sérkennilegt fyrir íslenzkt þjóðlíf, gæti alveg eins verið danskur, þýzkur eða eriskur, að undanskildum mörgu reiðhestunum hans Hjálmars. Það er allt og sumt. Og sumt í leikn- um er allóeðlilegt, og byggingin ekki sem allra föstust eða samkvæmust. En hann fer allvel á leiksviði, þvf að Indriði hefur gott auga fyrir því atriðL Qg margt í leiknum er vel sagt og aljskáldlega, t. d. í samtali þeirra Hjálmars og frú Johnsen. Og þá er meta skal kostina, og gallana hlutdrægnislaust og tekið er tillit til þess, hve leikritaskáldskapur er hér á lágu stigi, verður ekki annað sagt með sanngirni, en að höf. hafi tekiztvonum framarmeð þenn- an leik sinn, og að hann eigi miklu frem- ur skilið viðurkenningu en vanþökk fyrir hann, þótt ekki geti komið til nokkurra rnála að setja hann á bekk með fremstu nú- tíðarleikritum nágrannaþjóðanna, eins og sumir hrifnir áhorfendur hafa jafnvel látið sér um munn fara. Slík fjarstæða nær auðvitað ekki nokkurri átt. En ieikurinn er góðra gjalda verður yfirleitt, og réttara að líta meir á kostina, en berja mjög í brestina, enda eru smíðalýtin sjáanleg án þess hverjum manni, sem með rólegri íhugun og ofurlítilli „kritik" athugar leik- inn vandlega. Og er Indriða það enginn vansi, þótt hann hafi ekki smíðað néitt frábaertlistaverk, því að þaðauðnast fáum. Málið á leiknum er lítt vandað og all óíslenzkulegt víðast hvar. Um leikendurna er ekki margt að segja. Flestir leika fremur laglega og enginn illa. Það er svona miðlungsframmistaða yfir- leitt. Frk. Gunnþórunn hefur vandamesta hlutverkið (frú Johnsen) og fer mjög vel með það að vanda, því að hún leikur á- vallt betur en 1 meðallagi og opt ágætlega, I þessum leik er það í betra lagi, jafn- vel frekar, Annarstaðar t. d. í „Heimkom- unni" og „Paradfsinni", lá hlutverkið samt betur fyrir frk. G., en í þessum leik. Hið viðkvæma, veiklaða ög dréymancli tilfinningalíf, á hún töluvert erfiðara með að sýna, en sterkar, þróttmiklar geðshrær- ingar, blandaðar þótta, háði og fyrirlitn- ingu. I slfkum hlutverkum tekst henni opt ágætlega. Helgi Helgason leikur einn- ig Hjálmar furðuvel. Eptir því sem leikur þessi hefur verið sóttur hingað til má búast við, að hann verði heillaþúfa fyrir félagið. Og er vel að svo verður. En undarlega má þeim mönnura verá varið, sem ekki geta tára bundizt í leikhúsinu, er þeir sjá þennan sorgarleik. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi frá „det nordiske For- lag“ í Kaupm.höfn. Den döde Fos. En Historie fra Ödemar- ken. Eptir Per Hallström (16. bindi af ritsafninu „det nordiske Bibliotek"). Saga þessi gerist lengst upp til fjalla í Norður-Svíþjóð, þar sem „náttúran talar ein við sjálfa sig“. Aðalhetjan er maður, sem færst hefur margt í fang, verður gjald- þrota og kemst í volæði, en lifir þó í von- inni um auð og allsnægtir, með því að reisa sögunarmylriu upp f fjÖHúnum og breyta farvegi árinnar, sem á að fleyta viðnum til sjávar, og það tekst honum. Hvérfur við það hár foss, er var f ánni, og þykist þá maðurinn hafa sigrað alla örðugleika, og hyggur ána skipgenga til sjávar, fer á bát niður eptir henni til að sannfæra alla um stórvirki sitt, e,n á miðri leið afsegja fylgdarmenn hans að fýlgja honum lengra, því að fossarnir neðar í ánni hafi ekki breytzt, en hann vill ekki hlusta á þá og heldur áfram, og ferst hann á þeirri leið. Saga þessi er vel rituð, og á að sýna, að mennirnir géti ekki gert sér náttúruöflin undirgefin nema með viti og hyggindum, én refsidómur komi yfir hvern þann, er fyr- irhyggjulaust og með yfirlæti ætli sér að raska hinni venjulegu upphaflegu rás hlut- anna. Náttúrulýsingarnar í bókinni eru mjög góðar og lyndiseinkunnir hinna fáu íbúa þar í fjöllunum eru látnar standa í nánu sambandi og samræmi við hina hrika- legu, einmanalegu náttúru, er hefur mót-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.