Þjóðólfur - 27.02.1903, Side 1

Þjóðólfur - 27.02.1903, Side 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. febrúar 19 03. M 9. MuóÁidl jMaSujaAMv Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Bankastofnunin fyrirhugaða. Síðan þeir Arntzen og Warburg fengu einkaleyfi til bankastofnunar hér á landi næstliðið haust, hefur ekkert lífsmark sézt í þá átt, að þeir ætli sér í raun og veru að nota þessa heim- ild, því að ekki verður það talið, þótt þeir samkvæmt „stórabanka“lögunum hafi gert íslendingum kost á, að skrifa sig fyrir hlutum í bankanum. Sá frest- ur er liðinn 31. marz næstk. Og er mælt, að enginn hafi enn látið skrá sig, jafnvel ekki Valtýingar. Þeir virð- ast nú vera farnir að finna þefinn af því, að banki þessi spinni ekki silki, ef hann fær ekki frekari hlunnindi, en hann hefur nú. Þeir eru því alveg hættir að skoða hann sem gróðafyrir- tæki. En helztu burgeisar þeirra vilja gjarnan komast í ætið á annanhátt, en með því að leggja fé til. Það er full- yrt, að 3—4 forkólfar þeirra keppi nú um bankastjóratignina við þennan nýja banka. Og væri leitt, ef þetta kapp- hlaup skyfdi verða þeim að sundur- þykkjuefni. Hver veit nema á þeim sannist málshátturinn: „Þá er ölið er af könnunni er vinskapurinn úti". Margir eru þeir, sem þykjast jafn-rétt- háir til að öðlast embætti við bank- ann. En hverjir hlutskarpastir verða er ekki unnt að segja. Það getur vel verið, að þeir Arntzen og Warburg skjóti þeim ref fyrir rass, er þeir koma bljúgir og blíðir með umsóknarskjölin, og láti engan þessara herra fá áheyrn. En hitt er saint líklegra, að sá eða þeir, sem hnossið hljóta, öðlist það að eins með því skilyrði, að þeir skuld- bindi sig til að vinna að því af ítrasta megni, að Warburgsbankinn fái nú þegar á næsta þingi aukin hlunnindi, miklu rífari seðlaútgáfurétt, en hann hefur nú og helzt landsbankann í þokka- bót, því að því markmiði og engu 'óðru stefnir stofnun þessa Warburgs- banka, ef hann á annað borð verður settur hér á stofn. Það er enginn minnsti vafi á því. Og það er ekki hætt við öðru, en að valtýsku for- kóifarnir leggi sig enn í líma fyrir þetta óskabarn þeirra, og geri ekki fylgi sitt við það endasleppt. Ástæðan fyrir því, að svo hljótt hefur verið yfir þessari fyrirhuguðu bankastofnun til þessa, og að éngar ráðstafanir hafa enn verið gerðar til að útvega hér hús o. s. frv.,er sú, að það a að bíða eþtir þzn, hvernigþing- kosningarnar fara í vor. Falli þær Valtýingum í vil, svo að þeir verði í meiri hluta, þá mun sannast hvað uppi verður á teningnum á þingi í sumar: breyting á bankalögunum með aukn- um hlunnindum fyrir Warburgs-bank- ann, og að líkindum niðurlagning landsbankans, sem Valtýingar hafa stöðugt verið að reyna að koma fyr- ir kattarnef, þótt þeir neyddust til að lýsa öðru yfir á síðasta þingi, af því að þeir höfðu ekki afl atkvæða til að vinna landsbankanum geig. Kosning- arnar í fyrra vor féllu svo, og það var svo eindreginn vilji þjóðarinnar, að landsbankinn skyldi standa óhaggaður við hlið hins, að Valtýingar þorðu ekki að æmta né skræmta á þinginu. En hitt er eins víst, að Warburg hugsaði sér til hreyfings þa, ef kosningarnar hefðu gengiðþeim fvil. Þeir félagarvoru svo „spenntir" fyrir þeim, að þeir lögðu fyrir menn að senda þeimhrað- fregnir utn kosningaúrslitin í hverju héraði landsins. En þa brugðust vonirnar algerlega. Það má því geta nærri, hvort áhuginn er nú minni hjá þeim og fylgifiskum þeirra á því, hvernig kosningarnar muni ganga, enda hefur aldvei verið jafn- mikill viðbúnaður af hálfu Valtýinga til að ná meiri hluta á þing, eins og nú, aldrei jafnmikill undirróður og ærslagangur. Þeir vita hvað við ligg- ur. Það er ekki vegna stjórnarskrár- málsins, sem þessi spenningur er í mönnunum. Þeir munu naumast hugsa til annars. en að samþykkja það ó- breytt, þótt þeir láti líklega við hina svonefndu „Landvarnarmenn" til að ánetja þá til kosningafylgis, en gabba þá svo sem þussa, þegar þeir eru búnir að hafa gott af þeim í kosninga- baráttunni. Og er „L.v.m." það hæfi- legt, úr þvf að þeir ætla sér að slá pjönkum sínum saman við þessháttar fólk og fela sig forsjá þess. Það hef- ur engan svikið hingað til, eða hitt þó heldur. Það er því alls ekki stjórnarskrár- málið, eða forlög þess, sem er efst á baugi í valtýska liðinu við væntan- lega kosningabaráttu í vor, heldur það mál, sem mest logn hefur hvílt yfir nú upp á síðkastið, og það er banka- malið. Það er málið, sem Valtýing- ar hafa í bakhöndinni Það á að „lagfœra“ það á næsta þingi, laga skekkjuna, sem á því varð 1901, þá er sá „óhappafleygur", sem ísafold þá kallaði, komst inn í það, að lands- bankinn skyldi standa við hlið hluta- bankans. Skyldi það ekki vera dýr- mætt, að verða svo liðsterkur á næsta þingi, að geta kippt þessum „óhappa- fleyg" aptur burtu úr lögunum! Þá væri Warburg skemmt og Valtýing- ar hefðu þá loks áunnið það, sem þeir hafa ávallt verið að streitast við, að leggja alla peningaverzlun í land- inu undir útlendan banka-, fá útlend- ingum í hendur einveldi í peninga- málum landsins, en afhenda þeim með húð og hári þá peningastofnun, er landið sjálft á. Þetta er einn aðal- þátturinn, og einhver sá allra sterkasti í valtýsku pólitíkinni, enda í fullu sam- ræmi við alla þá stefnu. Þetta þykir nýja sambandsliðinu þeirra „landvarn- armönnunum" ekkert athugavert eða ískyggilegt. Þeir sjá hvergi neina hættu fyrir sjálfstæði landsins nema í rfkisráðinu. En að landið verði fjár- hagslega háð og bundið á klafa við erlent peningaokurseinveldi alla sína tíð, það er ekkert ísjárvert. Nei, síð- ur en svo. Bara að íslandsráðgjafi komi aldrei í ríkisráðið, þá stendur alveg á sama, þótt fjármál landsins og löggjöfin öll liggi undir stöðugum auð- valdsáhrifum frá hálfu þeirrar stofnun- ar, er eingöngu hugsar um að skara eld að sinni eigin köku og sinna gæð- inga. Og engin spilling er verri en sú fyrir nokkra þjóð, en sú spilling, er leiðir af áhrifum ófyrirleitins auð- valds á fulltrúa. þjóðarinnar og þjóð- ina í heild sinni. Og sú spilling get- ur fest svo djúpar rætur, að hún verði alls ekki upprætt. Jafnvel á síðustu árum hefur ekki verið laust við, að bólað hafi á þessari spillingu á þingi, bæði f hlutabankamálinu og landhelg- issölumálinu. Og enn er þó enginn „stóri banki" kominn á fót, engin ein- völd útlend peningastotnun. Hvað mun þá síðar verða? Hversu sjálf- stæðir munum vér íslendingar verða í fjármálastjórn vorri, þá er fram líða stundir, og landsbankinn er horfinn, en öll peningaforráðin komin í hend- ur hlutabankans ? Þá verður ekki rík- isráðssetan erfiðasta og hættulegasta okið, sem þjóð vor á undir að búa. Þá verður sjálfstæði vort hneppt í annan haldbetri og sárari fjötur. En þá er seint að sjá það. Og við það ok verður erfitt að losast. Bankamálið er að voru áliti langí- skyggilegasta málið, sem nú er á dag- skrá, eða getur orðið það í afleiðing- um sínum, ef þjóðin hefur ekki vit eða vilja til að sjá fótum sínum for- ráð. Sumir kunna að ætla, að það sé nóg trygging, að valtýsku þing- mannaefnin í vor séu látin vinjia eins- konar eið að því upp á „æruogsam- vizku", að þeir skuli ekki á þe.ssu kjörtímabili gefa atkvæði með því, að leggja niður landsbankann og afhenda hann hlutabankanum, eða veita hluta- bankanum meiri hlunnindi, en hann hefur nú. En það er til lítils að reiða sig á slík loforð, að minnsta kosti hjá þeim, sem kunnir eru sem gegnsósað- ir Warburgsliðar. Það er svo hægt að smjúga frá slíkum loforðum, með ýmsum útúrdúrum og afsökunum í þeirri von, að það gleymist, hverju mennirnir hafa lofað. Kjósendur geta því alls ekki trúað þeim þingmanna- efnum, sem kunnir eru að stæku með- haldi með Warburgsbankanum, hvort heldur sem það stafar af matarást, skammsýni eða öðru verra. Það skipt- ir ekki svo miklu. Hin ýyrirkugaða bankastofnun og bankamalið í heild sinni verður að vera eitt með allra fremstu malum á kosningaþrógramminu í vor samhliða stjornarskrarmálinu, engu síður. Eins og mönnum er kunnugt, hefur allur þorri heimastjórnarmanna frá önd- verðu eindregið stutt landsbankann, en barizt á móti niðurlagning hans og einveldi hlutabankans. Þjóðin á því að vísu að ganga, að menn úr þeim flokki muni halda þeirri sömu stefnu óbrjálaðri á þingi. Hún getur öruggt reitt sig á þá í því máli. Það er annars ákaflega undarlegt, hve miklu kappi, mikilli harðneskju hefur verið beitt af hálfu Valtýinga, til að ryðja hlutabankanum braut. í engu öðru landi mundu landsins eigin synir hafa tekið höndum saman við erlenda fjárgróðamenn, til að svipta sitt eigið land, svipta peningastofnun þá, er landið á, hinum afarmikilsverðu hlunnindum af seðlaútgáfuréttinum, og fá hann erlendum mönnum í hendur. Þetta er eitthvert hið allra sorglegasta tákn tímanna á þessum síðustu árum, og sá svarti blettur verður aldrei af- þveginn. Þessi aðferð réttlætist ekki við það, að landsbankinn hefurhaft ófull- nægjandi fjármagn handa á milli, því að það var ekkert auðveldara, en að breyta fyrirkomulagi hans, efla hann með lántöku og veita honum leyfi til seðlaútgáfu í réttu hlutfalli við fyrir- liggjandi gullforða. En þetta mátti ekki heyrast nefnt á nafn hjá valtýsku vitringunum, er var illa við banka- stjórann, sem pólitiskan mótstöðumann sinn og létu óvildina gegn honum bitna á stofnun þeirri, er hann veitti forstöðu. Skaðsamlegri og ranghverfari pólitík er víst varla unnt að hugsa sér. Og eptir þessu er allt annað þeim megin. Nú er ekkert um annað að gera, en ná í völdin, ná í sínar hendur yfir- stjórn landsins og um leið stjórn hluta- bankans. Þá hyggja þeir, að þeir geti fyrst stigið duglega á hnakka mótstöðumanna sinna. En þá er bar- áttunni er orðið svo háttað, er hún orð- in skollaleikur einn, mjög viðsjárverð- ur skollaleikur, þar sem teflt er af blindu kappi um velferð lands og lýðs. Þessvegna verða kjósendur til alþing- is í vor, að gjalda varhugá við þeim mönnum, sem þekktir eru að stæku hlutabankafylgi, því að þeir verða lausir á svellinu f stuðningi við lands- bankann, er á þing kemur. Það sann- ast. Athugavert réttarástand. Skoplegt gjafsóknarfargan. Það mundi þykja saga til næsta bæjar, annarstaðar en hér á landi, ef dómendur í yfirrétti landsins færu að ásækja með málaferlum ritstjóra opinberra blaða, fyrir það að þau leyfa sér að minnast á úr- skurði eða dóma réttarins á sama hátt og allur almenningur dæmir um þá, en þó algerlega hlutdrægnislaust án allra móðg- unaryrða. Það er hrein og bein skylda blaðanna, að geta um sllka dóma og úr- skurði, sem almenning varða og skýra

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.